Þjóðviljinn - 17.02.1982, Side 1
Lýsissendingin til Póllands
UOÐVIUINN
Miðvikudagur 17. febrúar 1982 —38. tbl. 47. árg.
Dreift á heilsu-
gæslustöðvum
Vigdís
komin til
Lundúna
Opinber heimsókn Vig-
dísar Finnbogadottur for-
seta íslands hefst í dag, en
i gær kom forsetinn til
Lundúna. í dag mun for-
setinn m.a. ræða við Mar-
gréti Thatcherog heiðra þá
sem björguðu áhöfn
Tungufoss i fyrra. Þá mun
Ólafur Jóhannesson ræða
við Carrington utanríkis-
ráðherra og er gert ráð
fyrirað Rockall málið beri
þar á góma. Rætt var við
forsetann í BBC í gær-
kvöldi og bresku blöðin The
Times og The Guardian
hafa gefið út sérstök blöð
um heimsóknina og l'sland.
Konuglegi breski flugherinn stóö heiöursvörö er forseti tslands, Vigdis Finnbogadóttir kom til Lundúna-
flugvallar kl. 11 i gærmorgun. Ljósm. —gel—
»u
Tyrklandstillaga tvær vikur að velkjast í utanríkismálanefnd:
Framsókn og íhald
óákveðin og hikandi
Komið 1 veg fyrir að ísland taki þátt í undirbúningi kæru
á hendur tyrknesku herforingjastjóminni
Utanrikismálanefnd hefur nú
haft tvær vikur til að hugleiða til-
lögu um fordæmingu á her-
foringjastjórninni i Tyrklandi. I
tillögunni cr lýst y fir stuðningi við
samþykkt Evrópuráðsins og
ályktað að islenska rikisstjórnin
eigi að hafa samvinnu við aðrar
rikisstjórnir um að kæra hcr-
foringjastjórnina fyrir brot á
mannréttindum. Alþýðuflokk-
urinn hefur lýst stuðningi við
þe ssa tillögu Alþýðubanda-
lagsins, og einstaka þingmenn
Framsóknarflokksins hafa lýst
sig fylgjandi henni f einka-
viðræðum. Hinsvegar hafa full-
trúar Framsóknarflokksins i
utanrikismáianefnd ekki enn
tekið afstöðu til hennar, og sama
gildir um fulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins.
Ein klukkustund —
tvær vikur
„Þessi tregða fulltrúa tveggja
stærstu flokkanna til að styðja
samþykkt Evrópuráðsins um að
fordæma stjórnarfarið i Tyrk-
landi fer að vekja ýmsar spurn-
ingarum heilindi þessara flokka i
baráttunni fyrir mann-
réttindum”, sagði Ólafur Ragnar
Grimsson sem er flutningsmaður
tillögunnar i samtali við blaðið.
„Það er greinilega ekki sama
hvar herforingjastjórnir eru.
Þegar herforingjastjórn tók
völdin i Póllandi sameinaðist
u ta nr ikis m á 1 a ne f nd um
fordæmingarályktunina á einni
klukkustund, en þegar her-
foringjastjórn i NATÓ-rikinu
Tyrklandi á i hlut er greinilegt, að
Framsóknarl'lokkur og Sjálf-
stæðisflokkur þurfa meira en
tvær vikur til þess að hugsa
málið. Þó er grimmdin gagnvart
verkalýðshreyfingunni og verka-
lýðsforingjum ennþá meiri i
Tyrklandi en i Póllandi, þar eð
Tyrknesku herforingjarnir
hyggjast dæma forystumenn
verkalýðssamtaka til dauða.”
Tregðan skilur okkur
frá Norðurlöndum
Þessi tregða Framsóknarflokks
og Sjálfstæðisflokks hefur þegar
valdið þvi að Island hefur ekki
getað orðið samferöa öðrum
rikjum Norðurlanda i undir-
búningi að þvi að kæra tyrknesku
herforingjastjórnina fyrir mann-
réttindaneínd Evrópuráðsins. 1
byrjun febrúar komu fulltrúar
rikisstjórna Noregs, Sviþjóðar og
Danmerkur ásamt fulltrúum
rikisstjórna Hollands og Frakk-
lands saman i Kaupmannahöfn til
að undirbúa kæruna og var
Islendingum formlega boðið að
eiga þar fulltrúa. Tregða Fram-
sóknarflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins kom i veg fyrir að þaö
boð yrði þegiö. Annar fundur
þessara rikja veröur i dag, miö-
vikudaginn 17. febrúar.
„Ég lagði það til á fundi utan-
rikismálanefndar”, sagði Ólafur
Ragnar i gær „að íslendingar
ættu að minnsta kosti áheyrnar-
fulltrúa á undirbúningsfundinum
i ljósi þess að Tyrklandstillagan
væri enn tii meðferðar i utan-
rikismálanefnd. Sömu flokkar
virðast einnig andvigir þvi að
lsland eigi slikan áheyrnarfull-
trúa.
Afstaða verður
knúin fram
Ég lýsti þvi yfir á mánudaginn
að á næsta fundi nefndarinnar
Framhald á 14. siðu
Vika til atkvæðagreiðslu um EBE á Grænlandi:
Færeyingar safna fé
L
Nú er aðeins vika þangað til
Grænlendingar kjósa um úrsögn
úr Efnahagsbandalaginu og
hcfur mikil umræða farið fram
um málið á Grænlandi, Dan-
mörku og Færeyjum aö undan-
förnu. Færeyingar hafa nú
safnaö um 50 þúsund d.kr. til
stuðnings Grænlendingum sem
vilja segja sig úr Efnahags-
bandalaginu, en stuðningsmenn
EBE á Grænlandi hafa fengið
riflegan fjárstuðning frá banda-
laginu sjálfu.
Við ræddum við islenska konu
i Færeyjum, Auðbjörgu Þor-
steinsdóttur, sem búiö hefur þar
ytra i 4 ár og tekið virkan þátt I
söfnuninni að undanförnu.
„Þessi söfnun hófst fyrir
u.þ.b. 1 mánuöi, og hefur hún
gengið mjög vel. Með al-
mennum fjársöfnunum hafa
komiðinn um 25 þús. kr„ verka-
lýðsfélögin hafa gefið 20 þús. og
nú nýlega var haldinn mikill
fundur til stuðnings andstæð-
ingum EBE á Grænlandi i
Kennarahöllinni. Þar voru seld
merki, veggspjöld og fleira og
þar söfnuöust um 5 þúsund d.kr.
Þessir peningar ganga allir
beint til Grænlands, en mikill
kostnaður fer i ferðir innan
Grænlands hjá þeim sem skipu-
leggja kosningabaráttu and-
stæðinga EBE. Nú s.l. þriðjudag
sýndi sjónvarpið hér mynd um
þetta mál og var hún mjög upp-
lýsandi. Ég tel aö það seú
miklar líkur á aö úrsögn úr EBE
verði samþykkt i atkvæða-
greiðslunni á Grænlandi þann
23. þ.m., en eigi úrsögnin að
verða að veruleika þarf mikinn
meirihluta með henni.
V.ið hér i Færeyjum höfum
reynt að styðja Grænlendinga
eftir getu i þessu máli, bæði
fjárhagslega og siðferðilega og
við vonum að tslendingar geri
það einnig”, sagði Auðbjörg að
lokum. Þess má svo geta að
girónúmer söfnunarinnar
Þórshöfn i Færeyjum er 305 og
er tekið á móti fjárframlögum
hvaðanæfa að.
Nánar segir frá þessu máli i
opnu i dag.
i •
J
Björn Tryggvason sendimaður
Rauða kross tslands er kominn
heim frá Póllandi, en þangað fór
hann i síðustu viku til að fylgja
eftir sendingu Rauða krossins á
lýsi þangað.
A blaðamannafundi i gær
skýröi Björn frá ferð sinni. Sagði
hann að Rauöi krossinn hefði sent
30 tonn þorskalýsis til Póllands
eða um 8400 dósir og væri lýsið nú
komiö i hendur Polverja. Sagði
hann að lýsið yröi sett i glös og þvi
dreift á heilsugælsustöðvum. t
ferö sinni sagðist Björn hafa
sannfærst um aö sendingarnar
færu örugglega til þeirra sem
þyrftu þeirra meö, enda væri
Rauöi krossinn i Póllandi vel
skipulagöur og fulltrúar Alþjóða
Rauða krossins heföu sina menn i
landinu.
Björn greindi frá þvi sem hann
hafði séö i Póllandi, greinilegt
væri aö skortur væri á flestu og
stæöi fólk i biörööum bæöi viö
verslanir og útdeilingarstaöi
hjálparstofnana. Vörur væru af-
greiddar gegn framvisun
skömmtunarseöla og þeir, sem
nytu aöstoöar hjálparstofnana
yröu einnig aö sýna sérstök kort
til að tryggja að þeir sem hjálpar
þyrftu fengju hana. Hann gat þess
aö ástandiö i landinu væri mis-
jafnt, best væri þaö i borgunum,
en ekki væri eins mikið vitaö um
þaö á landsbyggöinni, þó væri
ástandiö verst á flóöasvæöunum.
Andrúmsloftiö væri ekki mjög
ólikt þvi sem áöur var i Varsjá, en
i Gdansk væri meiri spenna. Alls
staðar væru hermenn á kreiki og
vigvélar brunuðu um stfæti.
Ólafur Mixa læknir skýröi frá
þvi að hafin væri söfnun lyfja og
tækja á sjúkrahúsum i iandinu og
væri meiningin að senda það til
Póllands, en þar væri skortur á
sliku. Gengi sú söfnun vonum
framar. Jón Asgeirsson sagöi frá
þvi aö nú væri fariö aö huga aö
þeim mörgu Pólverjum, sem
væru staddir utan heimalands
sins, meöal annars væru um 50
þúsund i Austurriki og heföu þar-
iendir áhyggjur af þvi. Rikis-
stjórn tslands heföi fyrir nokkru
ákveöiö aö taka viö 20—25 Pól-
verjum og væri Rauði krossinn
farinn aö undirbúa komu þeirra,
ef til hennar kæmi. Svkr
Stjómarkosning í
S tarf smannaf élagi
Reyk j avíkurborgar:
Haraldur
Hannesson
kjörinn
fórmaður
I
Eyþór Fannþerg
feítdur
Sljórnarkosningu I Starfs-
mannafélagi Reykjavikur-
borgar lauk i gær og' voru at-
kvæði talin i gærkvöldi., Þau
tiðindi gerðust aö Eyþór Fann-
berj; sem gegnt hefur for-
mennsku undanfarin ár var
felldur i formannskjöri en i hans
stað kosinn Haraldur Hannes-
son vélstjóri hjá Hitaveitu
Iteykjavikur. Hlaut Haraldur
505 atKVæði en Eyþór 478 at-
kvæði.
A kjörskrá voru 2570 en alls
kusu 1005 eöa 39.1%. Þjóöviljinn
náöi sambandi viö einn af stuðn-
ingsmönnum Haralds seint i
gærkvöldi, Þóri Isfeld, og sagöi
hann þessi úrslit mikinn sigur
fyrir stuöningsmenn Haralds og
væru þau tilkomin vegna
óánægju með lágdeyðu i starfi
félagsins aö undanförnu. Sagði
hann að Haraldur mundi fyrst
og fremst bera hagsmuni laun-
þega fyrir brjósti. —GFr