Þjóðviljinn - 17.02.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.02.1982, Blaðsíða 11
Miövikudagur 17. febrúar 1982 ÞJÖÐVILJINN — StÐA 11 íþróttirg íþróttirg) íþróttir ngólfur Hannesson simar frá Osló: 1200 blaða- menn bíða HM — íslendingunum gengur vel Á morgun, fimmtudag, hefst hér heimsmeistaramótið i norrænum greinum skiöaiþrótta, skiöagöngu, skiöastökki og norrænni tvikeppni. Fjórir tslendingar veröa meðal þátt- takenda i göngu, þeir Magnús Eiriksson, Siglufiröi, Einar Ólafsson, tsafiröi og Haukur Sig- urðsson og Jón Konráðsson, Ólafsfiröi. Allir nema Haukur hafa dvaliö hér viö æfingar og keppni undanfarnar vikur i vetr- ariþróttamiöstööinni i Geilo. Þeim hefur gengiö mjög vel i þeim mótum sem þeir hafa tekiö þátt I og Jón vann hér héraösmót á dögunum. Þeir hafa yfirleitt veriö mjög áþekkir i þessum mót- um, en á þvi siöasta var Magnús nokkuö á undan hinum. Sextán ára piltur frá Ólafsfiröi, Axel Pétur Ásgeirsson, hefur einnig dvalið hér að undanförnu og staðið sig vel, meðal annars unnið tvo bikara. 1 dag fer fram timataka á þátttakendum i HM en mótið sjálft verður sett á morgun. tslendingarnir keppa i 30 km skiöagöngu á laugardag og i 15 km skiöagöngu á þriðjudag. Aö auki taka þeir þátt i boögöngu. Biörn Þór Ólafsson, þjálfari göngukappanna, er mjög ánægð- ur með allan aöbúnaö hér i Osló og list vel á aðstæður. Gifurlegur áhugi er fyrir keppnina og eru um 1200 blaðamenn mættir á staðinn, en þátttakendur koma frá yfir 50 þjóðum. Þjóöviljinn mun fylgjast vel meö gangi mála i Osló og birta fréttir og væntanlega myndir þaðan fyrir og eftir helgi. — IngH / —VS. Badminton: KRISTJAN ARASON vippar skemmtilega yfir Hellgren markvörö Svia úr vitakasti i leiknum I gærkvöldi. Ljósm.: Ari. Velheppnað UL- mót á Selfossi Unglingameistaramót tslands i badminton 1982 var haldið á Sel- fossi um siðustu helgi. Mikil þátt- taka var á mótinu, 204 keppendur frá 11 félögum og voru leikir alls 340. Keppt var i hnokka/tátu-, sveina/meyja-, drengja/telpna- og pilta/stúlknaflokkum, i ein- liöa-, tviliöa- og tvenndarleikjum. Snorri Ingvarsson TBR i drengja- flokki og Þorsteinn Páll Hængs- son TBR i piltaflokki urðu sigur- sælastir allra, Islandsmeistarar i einliöa-, tviliða- og tvenndarleik. Árni Þór Hallgrimsson, tA, i sveinaflokki, Ásta Sigurðardóttir, IA, i meyjaflokki, Elisabet Þórö- ardóttir, TBR, i stúlknaflokki og Njáll Eysteinsson, TBR, i hnokkaflokki, urðu hvert um sig tvöfaldir Islandsmeistarar. TBR átti flesta Islandsmeistara á mótinu, 19 talsins. 1A átti tólf og KR einn. Keppnin hófst á föstu- dagskvöld og lauk undankeppni ekki fyrr en seint á laugardags- kvöld vegna hinnar miklu þátt- töku. Úrslitaleikirnir fóru siðan fram á sunnudeginum. —VS Heílsurækt í Hainarftrði Þrir iþróttakennarar undirbúa nú opnun nýrrar heilsuræktar- miðstöðvar að Dalshrauni 4 I Hafnarfirði. Þeir eru Geir Hall- steinsson, Páll ólafsson og Niels Árni Lund, æskulýðsfulltrúi rikis- ins. Húsakynnin verða um 6—700 fermetrar aö flatarmáli með stórum leikfimisal fyrir hress- ingarleikfimi, herbergi f. þrek- þjálfun, aðstöðu fyrir blak, körfu- knattleik og innanhússknatt- spyrnu. Þá verða á staðnum gufuböð, heitir pottar, sjúkra- nudd og ljósbað, tvöfalt af öllu þannig að bæði kynin geti stundað staðinn á sama tima. Einnig er gert ráð fyrir setustofu, hvildar- herbergjum, veitingaþjónustu og iþróttavöruverslun. Þá er i bigerö að setja upp heita potta utanhúss og koma upp leiktækjum eins og borðtennis og billjardborðum. Getraunir: Tveir með 12 rétta HÖRMUNG! — átta marka tap á heimavelli gegn Svíum er einum of mikið af því góða Hvert stefnir Islenskur hand- knattleikur? Þessi spurning er áleitin og nagandi eftir hrakfarir gegn Svium i Laugardalshöllinni i gærkvöldi, 25—17 uröu lokatölur leiksins. Leikur íslenska liösins var svo hörmulegur aö ekki var hægt annaö en aö brosa aö sumum tilburöunum. Meö þessu áframhaldi föllum viö niöur i C-riöil I heimsmeistarakeppninni og lendum i sama flokki og Bretar, Færeyingar, Finnar og Luxetnburg. Þaö þarf aö gera stórátak, efniviðurinn er fyrir hendi og vel það en það er bara ekki nóg. Eftir 5 sek. leik i gærkvöldi rétti Ólafur Jónsson fyrirliöi Svium knöttinn sem þökkuðu fyrir sip og skoruðu. Þeir komust i 3—0, Þor- bergur og Kristján minnkuðu muninn i 3—2 en eftir þaö var forysta Svia örugg. Þeir komust i 11—7 en Gunnar og Páll löguðu stöðuna i 11—9 fyrir leikhlé og gáfu mönnum auknar vonir um að úr rættist. Þvi var svo sannarlega ekki að heilsa. Eftir 9 min. af siöari hálf- leik var staðan orðin 17—11 og enn ein flengingin i uppsiglingu. Þá kom skásti kafli islenska liðsins, staðan löguö i 18—14 en eftir það stóð ekki steinn yfir steini. Siðustu fjórar minúturnar skoruðu Sviar fimm mörk gegn einu og þurftu ekki aö hafa mikið fyrir þvi. Atta marka tap á heimavelli gegn þjóö sem við höfum yfirleitt verið nálægt þvi að sigra fær bjartsýnustu menn til að hrista höfuðið. Leikur islenska liðsins, ef leik skyldi kalla var glórulítill mest allan timann og glórulaus i lokin. Páll Ólafsson og Kristján Arason komust best frá sinum hlut- verkum, svo og Gunnar Gislason i vörninni en i sókninni geröi hann slæmar villur eins og flestir aðrir. 1 sókninni brá ekki fyrir svo miklu sem visi að leikfléttu og ráðleysið var allsráðandi. Vörnin var hriplek og markvarslan slök lengst af og Sviarnir, sem vart teljast til stórsnillinga á hand- knattleikssviðinu, gengu þar inn og út eins og ekkert væri. Kristján Arason var marka- hæstur Islendinganna með 6 mörk. Páll Ólafsson skoraði 4, Þorbergur Aðalsteinsson, sem vill áreiðanlega gleyma þessum leik hiö fyrsta, skoraði 3, Sigurður Sveinsson 2, Gunnar Gislason og Óttar Mathiesen eitthvor. Ribendahl skoraði 6 mörk fyrir Svia, Andersson 4, Bengtsson 3, Friedvall 3, Hansson 3, Abra- hamsson 2, Rasmussen 2, Augustsson 1 og Magnusson 1. Vestur-þýsku dómararnir dæmdu ágætlega en voru kannski með strangasta móti. VS Brazil skoraði fimm Alan Krazil skoraöi 5 mörk fyrir Ipswich i gærkvöldi er liö hans burstaöi efsta liö 1. deild- ar ensku knattspyrnunnar, Southampton, 5—2 i Ipswich. Ilavid Puckett og Kevin Keeg- :an svöruöu fyrir Southamp- ton. Sjö ár eru siöan einn og sami lcikmaður skoraöi siöast 5 inörk i 1. deildarleik. Þaö geröi Roger Davies fyrir Derby gegn Luton um pásk- ana 1975. önnur úrslit i 1. deild: Arsenal—Middlesbro I—0, Birmingham—Sunder- land 2—0, Coventry—Notts County 1—5, Swansea—Liver- pool 2—0, Wolves—Nottm. For. 0—0. Leighton James og Alan Curtis skoruöu mörk Swansea. Crystal Palace tryggöi sér sæti i 8—liöa úr- slitum bikarkeppninni meö 0—1 sigri á útivelli gegn Ori- ent. VS (Engin Arabfuferð? I 23. leikviku Getrauna komu fram 2 raðir með 12 réttum og nemur vinningur fyrir hvora röö 65.415.00 en með 11 rétta voru 119 raöir og vinningur fyrir hverja röð kr. 471.00. Annar „tólarinn” var á einfaldan seöil úr Reykja- vik, en hinn á kerfisseðil frá Keflavik, og veröur vinningur fyrir þann seöil alls kr. 67.299.00. Leikir úr bikarkeppninni ensku eru alltaf erfiðir fyrir þátttak- endur i Getraunum og þeim mörgum hvimleiöir, nægir þar að minnast á leikinn Shrewsbury — Ipswich, 2—1, en þeir voru heppn- ir að sleppa við.leikinn Chelsea — Liverpool, en hann var ekki á seölinum, þar sem ekki er hægt aö biöa eftir að jafnteflisleikir séu útkljáðir, vegna hins skamma tima á milli umferöa. Næsta umferð bikarkeppninnar verður laugardaginn 6. mars, en þá fer fram 6. umferðin, sem veröur á getraunaseðli nr. 26. „Enska feröaskrifstofan vill ekki viðurkenna ósigur sinn i þessu máli og hefur krafist út- skýringa frá Kuwait og Qatar og hyggst jafnvel fara i skaöabóta- mál”, sagði Ellert B. Schram for- maður KSl i samtali við Þjóð- viljann i gær. Skeyti barst i fyrra- dag frá þessum þjóðum þar sem sagt var aö þær gætu ekki tekiö á móti islenska landsliðinu i knatt- spyrnu eins og fyrirhugað var. Ellert taldi liklegt að umræddar þjóðir heföu fengið tilboð frá sterkari þjóöum á knattspyrnu- sviðinu og þvi hætt við aö leika gegn Islandi. Þá kom fram að falli leikirnir við Kuwait og Qatar niöur verður ekkert af ferðinni þar sem tilboö Egypta, sem höfðu lýst yfir áhuga á ab fá islenska landsliðið i heim- sókn, stendur ekki lengur. —VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.