Þjóðviljinn - 17.02.1982, Síða 10

Þjóðviljinn - 17.02.1982, Síða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINJ2 &*ðvikudagur 17. febrúar 1982 Enskur sjónvarpshnöttur næst hér Skilyrði til móttöku hvar sem er á landimi „Þaö er auðvitað alveg Ijóst að á næstu mánuðum og árum skap- ast hér skilyrði til að taka við gervihnattasendingum á sjón- varpsefni og Vestmannaeyingar verða tilbúnir núna 1. mars til að taka á móti sendingum frá ensk- um sjónvarpshnetti, sem þá hefur sendingar,” sagði Bjarni Agústs- son hjá fyrirtækinu Heimilistækj- um. Engin tæknileg vandkvæöi eru á að taka móti þessu efni, hvar sem er á landinu. Að sögn Bjarna er hér ekki um neitt nýtt að ræða. 1 höfuðborg Finnlands, Helsinkúhafa um 60% ibúanna þegar komið sér upp út- búnaði til að taka á móti gervi- hnattasendingum og amk. 100.000 Logi Kristjánsson „Viljum betri móttöku” ,,feg flutti tillögu um kapaisjón- varp hér á Neskaupstað fyrir síð- ustu áramót og megintilgangur- inn með þessum tiliöguflutningi, var að finna Iausn á siæmum út- sendingarskilyrðum isienska rik- isútvarpsins hér fyrir austan”, sagði Logi Kristjánsson bæjar- stjóri i samtali við Þjóðviijann. Logi kvað þá Austfirðinga vera sér meðvitandi um möguleikana á að taka við erlendum sending- um en það væri alls ekkert i brennipunkti nú. Hann benti og á að kapalkerfin hefðu reynst mis- jafnlega og i þvi sambandi hefði m.a. verið rætt við Póst og sima um aö koma upp örbylgjusendi á Gagnheiöinni, til að bæta skilyrö- in til móttöku útvarps- og sjón- varpsefnis fyrir Austfirðinga. Oslóbúar hafa komið sér upp sams konar búnaði. Fjarskiptalögin islensku kveða á um að ekki megi senda út sjón- varpsefni, nema á vegum is- lenska Rikisútvarpsins. Þess vegna bregða menn á það ráð að koma sér upp kapalkerfi, en Heimilistæki hafa m.a. lagt slikt kerfi i 40 hús i Vestmannaeyjum og strax og f rost fer úr jörðu i vor, munu þeir annast lögn i 270 hús þar til viðbótar. Þá hafa fjöl- margir staöir á landinu lýst áhuga sinum á að koma sér upp kapalkerfi. Að sögn talsmanns Heimilis- tækja mun enskur gervihnöttur hefja útsendingar 1. mars eins og áður sagði og mun verða sent út efni i allt að 10 klukkustundum á dag i sumar. A boðstólnum munu fyrst og fremst verða kvikmyndir af ýmsu tagi, léttmeti ýmiss kon- ar og fræðsluefni. Eins og áður sagði eru skilyrði til að taka efni frá þessum gervi- hnetti, hvar sem er á landinu. Loftnet, svipað þvi sem er á Skyggni en margfalt minna, þarf til. 1 Vestmannaeyjum þarf loft- netsem er 5.8metrar iþvermál, á Neskaupstað 4.4 metrar, á Isa- firði 6.7 metrar, á Akureyri 5.3 metrar, á Hornafirði 4.6 metrar og i Reykjavik þarf 6.4 metra loft- net i þvermál. Þá er að sjálfsögðu hægt að út- varpa gegnum kapalkerfið efni frá islenska rikisútvarpinu, en sem kunnugt er, munu móttöku- skilyrði vera afar slæm á mörg- um stöðum á landinu. Hafa enda komiðfram fyrirspurnir um þessi tæknimál viðs vegar að og er búið eða verið að leggja slik kerfi á Hvolsvelli, Stykkishólmi, Ólafs- vik, Borgarnesi og i Vestmanna- eyjum eins og áður sagði. Verð svona loftnets, uppsetning og mæling móttökuskilyrða kost- ar um 800.000 krónur i dag. Slikt loftnet dugir fyrir alla stærstu kaupstaði landsins og meira til. Kostnaður vegna lagningar kap- alsins kemur að auki. Loftnet af þessu tagi mun að sjálfsögðu geta tekið á móti send- ingum annarra hnatta þegar þeir koma upp. Markús Á. Einarsson: „Málið er í athugun” Tiltölulega ódýran búnað þarf til að taka á móti sjónvarpsefni frá gervihnöttum. Hér á tslandi eru skilyrði til að taka við efni frá enskum og sovéskum hnöttum. Kapalsjónvarp í Vestmannaeyjum? Flestir vilja vera með ,,Hér er mikill áhugi fyrir þvi að koma upp Útvarpi Vest- mannaeyja og uppkoma þessa kapalkerfis hér I bænum er bara upphaf þess”, sagði Guðmundur Þ.B. Ólafsson bæjarfulltrúi og áhugamaður um útvarpsmál i Eyjum. Guðmundur kvað sjálfan mót- tökubúnaðinn fyrir sjónvarp frá gervihnetti vera tiltölulega ódýr- an, eða um 600 krónur á hvert sjónvarpstæki i Eyjum. Hins vegar ætti þá eftir að leggja kapalkerfi um bæinn og bættust þá við um það bil 1300—1400 krónur á hvert tæki. Hins vegar vildi Guðmundur benda á að þegar kapalkerfið væri komið, hefðu skapast skil- yrði fyrir Útvarp Vestmannaeyja og þá hægt að reka það með svip- uðum hætti og gert er i Borgar- nesi. „Þessi mál komu til umræðna i bæjarstjórn i vetur og efnt var til borgarafunda um málið. Lang- flestir voru þeirrar skoðunar að þess virði væri að leggja út i fyrirtækið. Innan bæjarstjórnar skiptust menn á skoðunum og þvi er ekki að neita að sjálfstætt út- varp okkar hér kann að brjóta i bága við útvarpslög, en það eru þá lög sem kominn er timi til að breyta”, sagði Guðmundur að lokum. — v. „Við i útvarpslaganefnd höfum fylgst náið með þessum málum og vitað lengi að ekki þarf dýr móttökutæki til að taka við gervi- hnattasendingum”, sagði Markús A. Einarsson, formaður Útvarps- laganefndar er við snerum okkur til hans af þessu tilefni. Hann kvað nefndina hafa snúið sér til Póst- og simamálastjóra og beöið hann um ráðgjöf varðandi það hvort og þá hvað bæri að taka inn i sjálf útvarpslögin um hin tæknilegu atriði. „En niðurstaða þar að lútandi liggur ekki fyrir ennþá”, sagði Markús að lokum. Ekki er talið að sjálf móttaka efnis frá gervihnöttum varði við lög, en hins vegar kunna að vera einhver lagaákvæði, sem varða dreifingu sliks efnis á islensku svæði. — v. Fræðslumynd frá S.H.: ,JFagur fiskur úr sjó” Grásleppu- sjómenn mótmæla Eftirfarandi mótmæli hafa bor- ist frá grásleppusjómönnum á Siglufiröi: Viö undirritaðir grásleppusjó- menn á Siglufirði mótmælum harðlega þeim hugmyndum sem fram hafa komið um lækkun á grásleppuhrognum veiddum ’81—’82. Ennfremur lækkun á hrognum sem seld hafa verið og lánuð á vixlum i 6 mánuði Kristinn Konráösson, Hrönn SI 44 Gunnar Jóhannsson, Jökull SI118 Hennig Henriksen, Aldan SI 85 Oddur Jónasson, Mávur SI 76 Sverrir Björnsson, Viggó SI 32 Pétur Guðmundsson, Farsæll SI 93 Sverrir Ólason, Helga Björn SI8 Hvert er ferli fisksins frá þvi hann er drcginn úr sjó, þar til hann er kominn i neytendaum- búðir, sem fullunnin vara? — Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna hefur kynnt fræðsiumynd, sem fyrirtækið hefur gert I samvinnu við Lifandi myndir h/f og blaða- mönnum var boðið að sjá árangurinn. Kvikmynd þessi nefnist „Fagur fiksur úr sjó” og er tekin haustið 1980 i allmörgum frystihúsum víða um land. 1 myndinni er lýst á hinum ýmsu framleiðslustigum: hvernig söluvaran, sem sett er á markað hérlendis og erlendis, verður til. Sölumiðstöðin er nú að vinna að átaki i upplýsingamiðlun og hefur verið skipuð sérstök 3ja manna nefnd, sem annast það verkefni. í henni eiga sæti Jón P. Halldórsson á lsafirði, ólafur Gunnarsson á Neskaupstað og Guðmundur H. Garðarsson blaðafulltrúi S.H. í bigerð er að vinna bækling um starfsemi S.H. og i undirbúningi er bók um Sölu- miðstöðina, en hún verður 40 ára Tilgangurinn með gerð þessarar myndar og þeirra rita sem eru i undirbúningi, er að upp- fræða starfsfólk i fiskiðnaðinum og neytendur alla um mikilvægi þeirra framleiðslu, sem fram fer i frystihúsunum. Blaðafulltrúi S.H. afhenti að lokinni sýningu myndarinnar ein- tök af henni til Utanrikisráðu- neytisins, Sjónvarpsins og Náms- gagnastofnunar. Hún mun svo að auki sýnd erlendis, en hér er um að ræða góða og skilmerkilega mynd um undirstöðuatvinnuveg okkar Islendinga.—v- Olafur Ketllsson gefur stórgjafir ólafur Ketilsson bifreiðastjóri á Laugarvatni hefur gefiö Biskupstungnahreppi, Laugar- dalshreppi og Grfmsneshreppi og ungmennafélögunum i þessum hreppum 500 þúsund krónur hlutabréf hverju I hlutafélaginu Óiafur Ketilsson hf. Hann hafði fyrir fjótum árum gefið sömu að- ilum sömu upphæö hverjum. Ólafur Ketilsson hyggst draga sig út úr þessum rekstri smátt og smátt og hafa ofangreindir hreppar hug á þvi að eignast með timanum meirihlutann i hlutafé- laginu. Þórir Þorgeirsson oddivti á Laugarvatni sagði I viðtali við blaðið að félagið hefði sótt um sérleyfi til fólksflutninga á leiðum frá Reykjavík um Grimsnes^ Laugardal, Biskupstungur til Gullfoss og Geysis. Þórir sagði að ætlun Ólafs með þessum gjöfum væri sú að þessi atvinnustarfsemi héldist I byggð- arlaginu. Svkr. Nýtisku umbúðir og fullkomin vélvæðing er nú alls ráðandi i frystihús- unum. Ljósm —gel—

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.