Þjóðviljinn - 19.02.1982, Side 1
Fleiri fluttust heim en til útlanda 1981’
UOWIUINN
Föstudagur 19. febrúar 1982 — 40. tbl. 47. árg.
I fyrsta slnn
frá því 1974
Hárgreiðslumeistarar
níðast á nemum:
Greiða
ekki
lágmarks-
laun
og hóta uppsögnum
Hárgreiðslumeistarar hafa
ekki samþykkt samning þann er
gerður var milli ASt og Vinnu-
veitendasambandsins i haust.
Iiafa þeir neitað að greiða
hárgreiðslunemum lágmarks-
tekjur þær, sem ákvæöi voru um i
samningnum og er hárgreiðslu-
nemar eini hópur iðnnema sem
býr við slik kjör.
Vinnuveitendasambandið sam-
þykkti áðurgreindan samning i
nóvember sl. með fyrirvara um
samþykki félaga i sambandinu.
Var hann samþykktur i öllum
meistarafélögunum, nema hjá
hárgreiðslumeisturum, en þeir
sóttu þó um hækkun á þjónustu
sinni til verðlagsráðs stuttu eftir
samningagerðina i nóvember.
Um miðjan janúar boðaði Vinnu-
veitendasambandið til fundar
með fulltrúum Iðnnemasam-
bandsins um kjör hárgreiðslu-
nema og lýstu fulltrúar
hárgreiðslumeistara þar yfir að
þeir myndu ekki greiða lág-
markstekjurnar, en buðu greiðslu
3,25 prósentanna ásamt visitölu-
bótum. Þessu mótmæltu fulltrúar
iðnnema. Viku siðar var haldinn
annar fundur með fulltrúum iðn-
nema og þeim tilkynnt þar að
hárgreiðslumeistarar hefðu fellt
samning ASÍ og VSÍ.
Á þessum fundi kom fram að
hárgreiðslumeistarar myndu
beita sér fyrir þvi að enginn hár-
greiðslunemi, sem væri að koma
til starfsþjálfunar úr iðnskóla
fengju námsstað og myndu
þannig koma i veg fyrir að þeir
gætu lokið námi sinu. Jafnframt
yrði þeim nemum i hárgreiðslu,
sem nú væru i starfsþjálfun sagt
upp ef lágmarkstekjur tækju
gildi.
Mikil aðsókn er i þessa iðn-
grein og er þvi staða nemanna
veik. Hefur i siauknum mæli
borið á þvi að meistarar notfæri
sér þetta ástand og hafa þeir
greitt nemum lág laun, allt niður i
12 krónur á klukkustund. Enn-
fremur hafa þeir þverbrotið
samninga, lög og reglugerðir um
iðnfræðslu. Að sögn forsvars-
manna iðnnema er erfitt fyrir
hárgreiðslunema að ná rétti
sinum vegna þessa ástands.
Þessir tveir heiðursmenn hafa sett mikinn svip á 10. Alþjóðlega Reykjavikurmótið, bæði sem skákmenn
og persónuleikar. Báðir eru þeir með hæstu mönnum, upp undir tveir metrar á hæð og eins og sjá má,
æði svipmiklir. Til vinstri er Abramovic, sem náði efsta sætinu i gærkveldi, með þvi að sigra Gurevic,
en hinn er Sahovic og hann sigraði Helga Óiafsson. Crslit f 8. umferð sem tefld var i gærkvöldi er að
finna á bls. 7. Mynd —eik—
Samkomulag í deilunni á Kleppi og Kópavogshæli:
Starfsfólkið
snýr til vinnu
Eftir fjögurra tima storma-
saman fund i gær samþykkti
starfsfólk á Kleppsspitala og
Kópavogshæli að snúa aftur til
vinnu á miðnætti i nótt, með ráð-
hcrrabréf uppá vasann um það,
að i komandi kjarasamningum
muni fjármálaráðuneytið beita
sér fyrir jöfnun kjara ófaglærðs
starfsfólks á heilbrigðisstofnun-
um rikisins.
Þegar blm. Þjóðviljans kom á
fundinn hafði hann þegar staðið i
tvær klukkustundir. Asmundur
Stefánsson, forseti ASl, og Einar
Ólafsson, formaður Starfs-
mannaíélags rikisstofnana, höfðu
skýrt sjónarmið sin i deilunni og
umræður voru i gangi. Var mikiil
hiti i þeim og hópurinn ekki á eitt
sáttur, hvöttu sumir til þess, að
gengið yrði til samkomulags en
aðrit voru þvi mótfallnir og vildu
fá fram meira en kemur fram i
bréfi fjármálaráðuneytisins og
halda aðgerðum áfram.
Að lokum var gengið til at-
kvæðagreiðslu og féll hún þannig:
auðir seðlar voru 4,jásögöu 61 og
nei 35.Afstöðu til málsins tóku þvi
100 af þeim 214 sem upphaflega
lögðu niður vinnu á Kleppsspitala
og Kópavogshæli.
Þjóðviljinn birtir bréfið frá
fjármálaráðuneytinu á baksiðu.
Sjá ennfremur viðtal við Asmund
Stefánsson, forseta ASÍ.
ast
✓
Anægður með samkomulagið
Asmundur á fundinum i gær
segir Asmundur Stefánsson, en kveðst vona að
viðræður hef jist nú þegar
„Við Einar ólafsson hvöttum
fólkið til að hefja störf aö nýju. Ég
er ánægður með þann sterka
meirihluta, sem fékkst fyrir þvi á
fundinum, og 'ég er þess einnig
fullviss, að fólkið hcfur fullan
vilja til að vinna að sinum málum
innan stéttarfélaganna,” sagði
Asmundur Stefánsson við Þjóð-
viljann i gær um þá lausn, sem
fengist hefur i deilu starfsfólks á
Kópavogshæli og Kleppsspitala.
Asmundur sagði ennfremur, að
það væri augljóst, að vandræði
sköpuðust innan stofnana þar
sem starfsfólk væri i tveimur
stéttarfélögum, en ynni sömu
störf. Hann sagði, að Alþýðusam-
bandið og Sókn heföu unnið i
þessu máli lengi og myndu vinna
áfram að lausn þess.
ASl og Sókn tóku upp viöræður
við fjármálaráöuneytið fyrir jólin
til að fá fram launajöfnun milli
starfsfólks heilbrigðisstofnan-
anna. A Þorláksmessu gerði fjár-
málaráðherra samkomulag viö
sókn um desemberuppbót, en
hana höfðu opinberir starfsmenn
fengið nokkuð lengi. Jafnframt
gaf ráðherra yfirlýsingu um
áframhaldandi viðræður um jöfn-
un kjara milli starfsfólks heil-
brigðisstofnana.
Asmundur kvaðst vona, að viö-
ræðurnar drægjust ekki fram að
næstu samningum. Þær heföu
veriö komnar i gang, og Alþýðu-
sambandið og Sókn hefðu treyst á
að samkomulag næðist fyrir vor-
ið. 1 bréfi ráðuneytisins til stétt-
arfélaganna er einungis fyrirheit
um lausn málsins i komandi
kjarasamningum.
ast
i janúar-hefti Hagtiðinda er
skýrt frá þvi að árið 1981 fluttu
1603 islendingar af landi brott en
1688 lslendingar fluttu heim er-
lendis frá. Og er þetta i fyrsta
sinn siöan 1974 að fleiri landar
koma heim en flytja utan. Oft
hefur verið talað um landflótta
hin síðari ár, en nú er greinilegt
að sú þróun hefur snúist við.
I Hagtlöindum er talfa sem
sýnir aðflutta og brottflutta
islenska rikisborgara frá 1972 til
1981 og litur hún svona út:
Ar Aðfluttir Brottfluttir
1972 1037 881
1973 734 1082
1974 982 902
1975 806 1135
1976 706 1701
1977 867 2034
1978 1141 1794
1979 1354 1902
1980 1414 2056
1981 1688 1603
1 rannsóknum sem Stefán
ólafsson lektor hefur gert á eðli
og umfangi brottfluninga af land-
inu kom fram að samhengi væri á
milli brottflutnings fólks af
landinu og minkandi kaupmáttar.
Þegar kaupmáttur er hvað
mestur minnki brottflutningur
fólks en hár kaupmáttur skiii
fólki aftur á móti ekki sjáifkrafa
til landsins aitur. Fleiri þættir
kunni að koma þar við sögu og t.d.
veröbólgustig, félagsleg þjónusta
og festa i þjóðmálum o.sfrv.
S. dór.
j Síðasti j
i dagur i
■ .
Ií dag er síðasti dagur I
opinberrar heimsókn- |
, ar forseta íslands, ■
IVigdísar Finnboga- I
dóttur til Bretlands. I |
dag fer forsetinn til .
Ifæðingarbæjar Shake- I
speares, Stratford up- I
on Avon og skoðar kon- J
* unglega Shakespeare i
I leikhúsið þar. Forset- I
inn kemur heim með •
. Flugleiðavél kl. 3 á j
I sunnudag.
Sjá baksiöu