Þjóðviljinn - 19.02.1982, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. febrúar 1982
UOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjódfrelsis
Otgefandi: Útgáfuféiag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann.
Kitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Ölafsson.
Kréttastjóri: Álfheiöur Ingadóttir.
t'msjónarmaöur sunnudagsblaös: Guðjón Friöriksson.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir.
Afgreiösiustjóri: Valþór Hlööversson.
Blaöainenn: Auöur Styrkársdóttir, Magnús H. Gislason, Öskar
Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson.
iþrótta- og skákfréttainaöur: Helgi Ólafsson.
útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson.
l.jósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson.
Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson.
Auglýsingar: Hildur Kagnars, Sigriöur Hanna Sigurbjörns-
dóttir.
Skrifstofa: Guörún Guovaröardóttir, Jóhannes Haröarson.
Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir.
Simavarsla: Óiöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir.
llúsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir.
Innheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds-
son.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6,
Reykjavik, simi 81J33
Prentun: Blaöaprent hf.
Glundroði ofaná
gamla tímann
• Kristinn Hallgrimsson blaðamaður á Timan-
um hefur gert fróðlega úttekt á afgreiðslu mála i
borgarráði i fyrra. Þar voru tekin fyrir 2252 mál á
75 fundum. Hvorki meira né minna en 2203 voru
afgreidd samhljóða, en aðeins 49 með ágreiningi.
Venjuleg skipting milli meirihluta og minnihluta
var i tiu ágreiningsmálum, meirihlutinn klofnaði
i átta málum, en minnihluti Sjálfstæðisflokksins
klofnaði í 28. íhaldið var þvi þrefalt oftar ósam-
mála en meirihlutinn i borgarráði 1981. Tölur
þessar tala sinu máli, enda þótt ágreinings-
málum sé einstöku sinnum visað samhljóða frá
borgarráði til borgarstjornar.
• í borgarráði sitja fyrir hönd Sjálfstæðis-
flokksins þeir Davið Oddsson og Albert
Guðmundsson. Þeir voru þrisvar sinnum oftar
ósammála en Sigurjón Pétursson, Kristján
Benediktsson og Björgvin Guðmundsson sem
voru borgarráðsmenn meirihlutaflokkanna 1981.
Þessar tölur gera glundroðakenningu ihalds-
manna i Reykjavik hlægilega um leið og þær
staðfesta harðvitugan klofning i röðum Sjálf-
stæðismanna sem raunar hefur verið öllum ljós.
• Höfuðmarkmið Sjálfstæðisflokksins er að
snúa aftur til gamla timans i borginni. Það hefur
verið nefnt flokkseinræði vegna þess að flokks-
ræði Sjálfstæðismanna og embættismannakerfið
i borginni var á hálfri öld samrunnið i alræði
með vænum skammti af spillingu. Einasta
nvjungin sem Sjálfstæðisfiokkurinn býður uppá
að þessu sinni er glundroði í ofanálag á gamla
timann. Þeir flokkar sem stjórnað hafa borginni i
fjögur ár eru ósammála um margt, en þeir hafa
starfað saman á grundvelli sameiginlegrar
verkefnaskrár og samkomulagsumleitana milli
flokkanna. Þetta samstarf hefur verið farsælt
þótt ekki hafi það ætið verið þrautalaust.
• Samstarf meirihlutaflokkanna i borgarstjóm
hefur byggst á þvi að menn hafa talað saman
milli flokka og komist að samkomulagi i flestum
tilfellumeinsogtölur sina. í Sjálfstæðisflokknum
hafa menn hinsvegar ekki talast við innan flokks-
ins og orðið þrisvar sinnum oftar ósammáia i
borgarráði af þeim sökum. Og það er vita von-
laust verk fyrir Morgunblaðið og Sjálfstæðis-
flokkinn að blekkja borgarbúa með þvi að Davið
og Albert geti unnið saman svo að vel fari.
• En fleira er athyglisvert i borgarráðstölun-
um. Þar kemur fram að i þeim átta ágreinings-
málum sem meirihlutinn klofnaði um i borgar-
ráði 1981 var það Sigurjón Pétursson sem
myndaði einn minnihluta gegn Alþýðuflokki,
Framsóknarflokki og oftast Sjálfstæðisflokki.
Alþýðubandalagið gekk til samstarfs við Alþýðu-
flokk og Framsóknarflokk um meirihluta i
borgarstjórn á jafnréttisgrundvelli. Sem forystu-
afl i meirihlutanum hefur það sýnt samstarfs-
aðilum sinum umbyrðarlyndi og orðið að þola
verulegar útþynningar á stefnu sinni i borgar-
málum. En enda þótt réttlætanlegt sé að kosta
nokkru til i samfylkingu gegn ihaldinu i borginni
sýna tölurnarúr borgarráði að einnig þvi eru tak-
mörk sett.
— ekh.
Pyntingaland
Einu sinni var Uruguay
talið fyrirmyndarriki i
Suður-Ameriku. Þar voru
lýðréttindi i heiðri höfð, þar
starfaði verkalýðshreyfing,
þar voru haldnar marktækar
kosningar. Þar var tiltölu-
lega gott skólakerfi og al-
mannatryggingar.
Eftir efnahagskreppu,
vinstrisveiflu i stjórnmálum,
átök við borgarskæruliða tók
Bodaberry forseti sér
alræðisvald áriö 1971- Hann
naut stuönings stórborgara,
landeigenda, hersins og
Bandarikjanna. Siðan þá
hefur Uruguay verið eitt ill-
ræmdasta kúgunarriki sem
nú er við lýði, læst i heljar-
greipum eigin hers.
Siðan 1973 hafa verið
meira en áttatiu þúsund
manns verið handteknir i
þessu landi, þar sem bjuggu
aöeins þrjár milljónir
manna. Sextiu þúsund hafa
verið beittir pyntingum.
Samkvæmt heimildum Amn-
esty International er Urugu-
ay eitt versta pyntingaland
heims.
Hundrað þúsund lögreglu-
menn og niutiu þúsund her-
lögreglumenn halda lands-
mönnum i skefjum. Þaö eru
engin verkalýðsfélög i
Uruguay og engir pólitiskir
flokkar. Aftur á móti hafa
lærisveinar Friedmanns
komið þar á þvi sem þeir
kalla frjálst markaðskerfi.
Fimmti hver
í útlegð
Fulltrúi flóttamannahjálp-
ar Sameinuðu þjóðanna i
Brasiliu hefur haldið þvi
fram að hvergi sé kúgun
meiri i Suður-Ameriku.
Að minnsta kosti er það
vist, að flóttamanna-
straumur hefur veriö meiri
frá þvi landi en nokkru öðru
sem menn muna eftir. 700
þúsund ibúar Uruguay hafa
flúið land sitt og eru nú i út-
legð. Það er fimmta hvert
landsbarn — og vel það ef
tekið er tillit til þess að hér er
yfirleitt um fólk á besta aldri
að ræða — aðrir eiga erfið-
ara um vik meö að forða sér
eöa byrja nýtt lif.
Uruguay er litiö i fréttum
— nema frá Amnesty Inter-
national. Vegna þess að þar
eiga sér ekki stað vopnavið-
skipti, vegna þess að öll and-
spyrna hefur veriö brotin á
bak aftur, vegna þess að
landið er i þeirri náð
Reaganstjórnarinnar að
vera ekki „alræöisland” —
heldur barasta „einræðis-
land”! (So.Da)
klippt
Samnefnari
Menn af ýmsum gerðum hafa
þaö fyrir sið að nöldra út af
norrænni samvinnu. Það er
næsta óþörf iðja, ekki sist þegar
tillit er tekið til þess að þegar
allt kemur til alls eigum við ekki
i mörg hús aö venda en Norður-
lönd meðlágmarksskilningáþvi
hvað tsland er og islensk þjóð og
hver er hennar tilveruvandi.
Hér er að sönnu ekkert sagt um
tslandsski lning einstakra
manna, sem geta veriðúr öllum
áttum, heldur skirskotað til þess
samnefnara sem gildir um
Norðurlönd, þá lykla hver að
annarri sem Norðurlandaþjóðir
hafa.
Nú libur aö enn einum fundi
Norðurlandaráðs. Slikir stór-
fundir sæta gagnrýni sem eðli-
legt er: eins og til er stofnað
verða ræðuhöld þar ekki bara
þverskurður af starfsemi þjóð-
þinga, heldur endurspeglast i
þeim sameiginlegur vandi allra
slikra þinga. En hann er sá, að
fæstirhafa nokkuð það fram aö
færa sem máli skiptir, hinir eru
að minna á sig og sina — á land,
á hérað, á kjördæmi — tal
þeirra er mest til heimabrúks.
um sér til gagns. Blaðið reifar
þá hugmynd að Norðurlönd auki
samstarf sitt á sviði utanrikis-
þjónustu með þvi að kaupa eða
leigja i sameiningu hús til
reksturs sendiráða.
Blaðið minnir á þaö að Svi'ar
einir halda úti 113 sendiráðum
með um 1500 starfsmönnum, og
er kostnaðurinn viö allan þann
rekstur oft á dagskrá hjá
sparnaöarsinnum. Siðan spyr
blaðið:
„Hvers vegna mætti ekki
skera niður þennan kostnað
verulega um leið og eflt væri
það hlutverk sendiráða að
vernda hagsmuni okkar i öðrum
löndum og rækta vinsamleg
samskipti viðaðrar þjóðir? Það
ætti að vera auðvelt að sameina
bæöi bæðimarkmið með þvi, að
mennflyttu þau þrjú, fjögur eða
fimm sendiráð sem finna má i
hverri höfuðborg i sömu fast-
eign, sem keypt væri eða leigð.
Þar gæti hvert norrænt sendiráð
haft si'nar skrifstofur Ut af fyrir
sig, en haft sameiginlega sima-
þjónustu. bilaþjónustu, garð-
yrkjumenn, sameiginieg salar
kynni fyrir móttökur og fundi,
bókasafn og ýmsa þjónustu
aðra.”
Betri árangur
Blaðið telur að meö þessu
móti mætti spara Utgjöld i utan-
rikisþjónustu betur en með
nokkrum hætti öðrum og að ekki
NOROE
Nordens förenade
i
ambassader?
2/2 1!)82
NLAND
Nordsat
Engu að siöur eru alltaf ein-
hver þau mál uppi á slikum
fundum sem afdrifari'k geta
oröið. Nú á til dæmis aö taka
lokaákvörðun um lokakönnun á
fjarskiptahnettinum Nordsat.
Danir hafa ,'ert sig liklega til aö
draga sig út úr þvi samstarfi og
munu væntanlega fá orð I eyra i
þvi tilefni. Þeir segjast þó lík-
legir til að taka upp þráðinn
aftur.að þvi' er fréttir herma, ef
að sjónvarpssamstarf Norður-
landa verður i formi samnorr-
ænnar blandaðrar dagskrár.
Sli"k áform hljóma ekki illa, en
hætt er við að framkvæmdin
yrði þunglamaleg: sameiginleg
dagskrárstjórn fyrir fimm ri'ki
með endalausum vangaveltum
um rétt jafnvægi, um áherslur,
túlkun, gæðamat. En semsagt:
viö sjáum hvað setur.
Sameinuð
sendiráð
Sænska blaðið Dagens
nyheter minnirá það i leiðara á
dögunum, að það sé nauðsyn á
hverjum tima að lyfta upp ein-
hverju nýju máli norrænu sam-
vinnumáli sem menn geta
þráttaö um og tekið ákvarðanir
ætti diplómötum að vera vork-
unn aö starfa saman i einni
byggingu. „Það væri ekki siður
mikilvæg afleiðing sameignar
sendiráöa að Norðurlönd gætu
náö sér i aukinn velvilja i
löndum þar sem þau slægju sér
saman með þessum hætti.
Sendiráöin yrðu einskonar Casa
Scandinavia, Nordic Centre eða
hvað það nú yrði kallað, sem
menn ættu auðveldara með að
hafa upp á en einstökum sendi-
ráðum og fleiri mundu heim-
sækja. Myndin af Norðurlönd-
um sem sérstökum heimshluta,
sem er áhugaveröur i menn-
ingarlegu og efnahagslega tilliti
mundu skýrast.” Blaðið telur
einnig, að ekki yrði um að ræða
einhverja öryggismálaer iðleika
(og áþát.d. við sérstöðu Finna i
utanrikismálum) — vegna þess
að þaö sé auðvelt að draga eftir
þörfum linur á milli einstakra
sendiráða og sameiginlegra
verkefna, og geti það farið eftir
rikjum og aðstæðum hvernig
það er gert. A hinn bóginn
minnir blaðið á það, að það hafi
ekki gefið góða raun að fela
sendiráöi eins lands það hlut-
verk að fara með umboð annars
rikis. „Stundum rugla menn
okkur saman úti i heimi, segir
blaðið að lokum, gerum gott úr
þvi með þvi að koma fram sem
bræðraþjóðir i sama húsi”.
áb
og skeríð