Þjóðviljinn - 19.02.1982, Page 5

Þjóðviljinn - 19.02.1982, Page 5
Föstudagur 19. febrúar 1982 ÞJóDVILJINN — SIDA 5 Káre Willoch: bara verið aö hjáipa duglegum mönnum... Sérstæður höfðingjabónus: Wllloch fékk aukalaun frá iðnrekendum Washington Post um leyniáætlun: Ætlar USA að steypa stjóm Nicaragua? Undarlegt mál er komið upp i Noregi: Káre Willoch, nýorðinn forsætisráðherra, hefur um tuttugu ára skeið þegið laun af Sambandi norskra iðnrekenda — án þess að vinna nokkuð til laun- anna sem á bók verði fært. Willoch ver sig með þvi, að hann hafi fengið þessi skrýtnu verðlaun frá atvinnurekendum til að koma i veg fyrir að lifskjörum hans hrakaði við það að hann tók að sér embætti forseta norska stór- þingsins! 1 fyrra fékk Káre Willoch til dæmis niutiu þúsund krónur frá iönrekendum. Þessi „þakkarbón- us” komst á þegar Willoch lét af störfum hjá iðnrekendasamband- inu til að gerast þingforseti árið 1957. Hliðstæða á Islandi væri sú að Þorsteinn Pálsson færi á þing en héldi áfram sérstökum launum hjá Vinnuveitendasambandinu til að hann ætti ekki siður en áður fyrir salti i grautinn. Gro Harlem Brundtland, for- maður Verkamannaflokksins sem i fyrra tapaöi kosningum fyrir Hægriflokki Willochs, segist mjög „undrandi” yfir þessum fregnum. Hún segir að þessháttar beint fjárhagslegt samband við sterk hagsmunasamtök hljóti að bera fram ákveðnar spurningar um grundvallaratriði. Johan J. Jacobsen, talsmaður Miðflokksins, tekur nokkuö dýpra i árinni þegar hann segir að „það má aldrei koma upp efi um sjálf- stæði stjórnmálamanns”. óeigingirni mikil Forsætisráðherrann hefur reynt að verja sig með tilvisun til þess að hann hefði án þessara peninga lækkað i tekjum við að gerast stórþingsforseti. Einnig til þess, að áður fyrr gerðist þaö aö embættismenn rikisins sem sett- ust á þing fengu fjórðung fyrri launa i uppbót á þingfararkaupiö. En munurinn á þeim og Willoch var þó sá, að embættismennirnir unnu fyrir kaupinu þann tima sem þing sat ekki. Auk þess var þessum uppbótargreiðslum hætt i byrjun sjöunda áratugarins, en Willoch hefur fengið sinar greiðslur áfram — að undanskild- um þeim fjórum árum þegar hann var viðskiptaráðherra. Talsmaður Iönrekendasam- bandsins, Jan Didriksen segir i blaöaviðtali að sambandið hafi aldrei lagt eyri til nokkurs flokks og aldrei beðið Káre Willoch um neinn greiða fyrir greiðslur þess- ar.(Kannski hefur þess ekki þurft: Káre Willoch hefur verið á máli iðnrekenda á þingi hvort sem var). Didriksen vill láta lita svo út sem hér sé um það eitt aö ræða að hjálpa dugnaöarmönnum sem vilja leggja sig fram á þingi fyrir lúsakaup. Fylgistap Þessar fregnir um fjárhag Káre Willoch eru ekki einu óþægindin sem hann verður fyrir þessa dagana. Eftir rösklega hundrað daga stjórn er flokkur hans þegar á hraðri niðurleið i fylgi. Hægri flokkurinn nýtur nú stuðnings um 30% kjósenda en Verkamannaflokkurinn er aftur á uppleið hefur bætt við sig um 3% frá kosningunum og nýtur um 40% fylgis. En i þingkosningunum i fyrrahaust voru flokkarnir nokkurnveginn jafnir. áb tók saman Blaðið Washington Post hefur skýrt frá þvi, að Kcagan forseti hafi samþvkkt nýja áætlun sem stefnt er gegn stjórn Nicaragua og skæruliðum i El Salvador. Réttlæting áætlunar þessarar er sú, að það þurfi að koma i veg fyr- ir að vopn berist til E1 Salvador frá Kúbu um Nicaragua, þar sem róttæk stjórn fcr með völd. Argentina með Washington Post skrifar, að áætlun þessi hafi verið samþykkt i öryggisráði Bandarikjanna og talið er að Argentina séeitt þeirra rikjasem leggja á sittaf mörkum i baráttunni. Blaðið segir að Arg- entinustjórn sé reiðubúin til að senda þúsund manns á vettvang. Má vera að þar með sé Reagan að leita aðsmugu til þess að komast hjá þeirri gagnrýni heimafyrir, að hann sé að láta sig sfga ofan i fen nýs Vietnamsstriðs. Herfor- ingjastjómir sunnar i álfunni munu leggja til mannskap — en Reagan deilir út peningum fyrir frammistöðuna. Washington Post segist hafa góðar heimildir fyrir þvi, að bandariska leyniþjónustan CIA hafi lagt 19 miljón dollara i að efná til andspyrnu gegn stjórn Nicaragua, sem bandariska stjórnin sakar um stuðning viö skæruliða i E1 Salvador. Reyndar hafa áður borist fregnir um að liðsmenn Somoza, fyrrum ein- ratóisherra, væru að þjálfa sig i skæruhernaði bæði í Bandarikj- unum og viðar tilað hefna harma sinna. Margþætt áætlun Bæði Hvita húsið og CIA neita að svara spurningum um þessi mál, en samkvæmt heimildum Washington Post er áformað að koma á fót liðshóp sem annist „hálfhernaðarlegar aðgerðir” (hvað sem það getur þýtt) og safna „upplýsingum” i Nicar- agua og i öðrum löndum. Auk þess, hermir blaðið, gerir áætlun öryggismálaráðsins ráð fyrir eftirfarandi: — Viðbótaraðstoð sem nemur 250 - 300 miljónum dollara til stjórna Mið-Amerikurikja. — aukin hernaðaraðstoð við E1 Salvador og Honduras, sem taka á úr sérstökum sjóðum — Þjálfun hermanna frá E1 Salvador bæði i landinu sjálfu og heima fyrir. Nú sem stendur er verið að þjálfa 1400 hermenn frá þvi landi i' Bandari'kjunum — aukin aðstoð við einkafyrir- tæki i Nicaragua sem enn starfa — fjölga skal bandariskum her- mönnum á svæðinu til að gefa það til kynna, að Bandarikjastjórn sé reiðubúin til að skerast i leikinn beint ef þörf er á taiin — fara skal herferð i fjölmiðl- um til að snúa almenningsálitinu heima fyrir til „virkari” stefnu i Mið-Ameriku. (En hernaðarað- stoðin við stjórnina i E1 Salvador hefur sætt harðri gagnrýni áhrifamikilla blaða, kirkjunnar manna og svo liðsodda Demó- krataflokksins). — efnt skal til aukinna refsiað- gerða gegn Kúbustjórn. (byggtá Information) Menn úr her Sandinista á verði á landamærum Honduras: er von á nýrri „Svínaflóatilraun”? Ráðstefna um sveitarstjórnarmál Ráðstefna um sveitarstjórnarmál verður . haldin dagana 27. og 28. febrúar 1982 og hefst kl. 13.30 fyrri daginn. Ráðstefnustaður: Hótel Esja, Reykjavik Ráðstefnustjórar: Hilmar Ingólfsson, Kristin Thorlacius Alþýðu- bandalagið Kristján Sofffa Hilmar DAGSKRÁ: 1) Ávarp: Svavar Gestsson. 2) Áhersluatriði AB í komandi sveitarstjórnarkosningum: Framsaga: Sigurjón Pétursson. 2.1) Lýðræði og valddreifing. 2.2) Atvinna. 2.3) Uppeldi, fræðsla og tóm- stundir. 2.4) Félags- otí) heilbrigð- isþjónusta. 2.5) Umhverfi og skipulag. 2.6) Framsetningu stefnumála og blaðaútgáfa. Stutta kynningu á hverjum málaflokki flytja eftirtalin: Logi Kristjánsson, Rannvéig Traustadóttir, KristjánAs- geirsson, Álfheiður Inga- dóttir, Þorbjörn Broddason og Stefán Thors. Umræðuhópar fjalla um liði 2.1—2.6. 3) Samvinna rfkis og sveitar- félaga um framkvæmdir, rekstur og tekjuöflun: Framsaga: Adda Bára Sig- fúsdóttir. 4) Samskipti sveitarstjórnar- manna Alþýðubanda- lagsins innbyrðis og við flokkinn: Ffamsaga: Soffía Guð- mundsdóttir. 5) Skýrsla umræðuhópa og af- greiðsla mála. Þátttaka tilkynnist á stofu AB simi 17500. skrif-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.