Þjóðviljinn - 19.02.1982, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. febrúar 1982
Viötal viö
Elías
Daviðsson
kerfisfrϚing
Mikil miðstýring og
ógnvænlegt vald
— Ég var starfsmaöur
hjá einu stærsta fjölþjóö-
lega fyrirtæki í heimi f 14
ár og er því gagnkunnugur
hrikalegri miðstýringu og
ótrúlegu valdi slíkra fyrir-
tækja, sagði Elías Davíðs-
son kerfisfræðingur í við-
tali við Þjv. — Það var því
byggt á töluverðri reynslu
og þekkingu á þessum fyr-
irtækjum innan frá, að ég
tók til við rannsóknir á um-
svifum Alusuisse.
Alusuisse er fjölþjóölegt fyrir-
tæki meö starfsemi vftt og breitt
um heiminn. Auöhringurinn sam-
an stendur af miklum fjölda dótt-
urfyrirtækja sem sinna ýmsum
verkefnum; efnaiönaöi, fram-
leiöslu rafmagnsvéla og fleiru.
Aöal starfsemin er þó i kringum
áliönaöinn. Þá á fyrirtækiö loft-
fyrirtæki, þ.e. fyrirtæki sem eru
eingöngu til sem bókhaldsfyrir-
tæki, i sambandi viö undanbrögö
viö skattayfirvöld i hinum ýmsu
löndum.
Hér veröa nefnd til sögunnar
tvö slik fyrirtæki, sem eru i eigu
auöhringsins. Þau heita Alusuisse
i Panama og Alusuisse Internat-
ional N.V. i Curacao. Þessi fyrir-
tæki bæöi hafa veriö skráöir aöal-
eigendur hlutabréfa i Alverinu i
Astraliu (Sviss Aluminium Austr-
alia). Þaðfyrrnefnda varskráöur
eigandi meirihluta hlutabréfa til
1977 en hiö siöarnefnda siöan þá.
Pósthóli og
bankareikningur
Alusuisse starfar þannig aö það
dreifir verkefnum sinum á hin
ýmsu lönd, framleiðsla á áli á
einum staö, söluskrifstofur á öör-
um, fjármálastarfsemi á hinum
þriðja, báxit-námur á fjóröa og
höfuöstöövar á hinum fimmta
staö. En pappirsfyrirtækin eru
afar mikilvæg felufyrirtæki.
— Alusuisse International i
Curacao er þess háttar fyrirtæki
og er ekki til nema sem pósthólf.
Þar starfar enginn maöur, þaö
gegnir engu ööru hlutverki en
sem papplrsgagn. Þetta fyrirtæki
er lika til að nafninu tii hjá
svissneskum banka meö einn
ákveðinn reikning. Isal greiðir
þessu fyrirtæki háar upphæðir i
vexti á hverju ári, þaö eru vextir
af lánum. Alusuisse auöhringur-
inn þarf þá ekki annað en láta
fara fram millifærslu á reikning-
um i þessum svissneska banka —
til aö borga vextina fyrir tsal. öll
vera þessa fyrirtækis, Alusuisse
International, er semsé fólgin i
þessum millifærslum. Svona loft-
fyrirtæki borga skráningargjöld i
viökomandi löndum, en aö ööru
leyti eru þau sjónhverfing einsog
ég hef lýst.
— Annaö fyrirtæki af þessum
toga er Alusuisse Panama S.A.
Það fyrirtæki er nú skráö fyrir
um 60% hlutabréfa i Alusuisse
Australia, þaöan sem súrálið
kemur til Islands. En fram til
ársins 1977 voru þessi meirihluta-
bréf í eigu hins loftfyrirtækisins.
Þannig leikur auöhringurinn sér i
þessu bókhaldsspili.
Almenningsálitið
— Auöhringurinn vinnur nær
eingöngu viö framleiöslu iönaöar-
vöru. Þessi viðskipti stundar auö-
hringurinn viö önnur stórfyrir-
tæki og stjórnvöld hinna ýmsu
landa. Þetta þýöir, aö Alusuisse
er ekki eins háö almenningsáliti
og til dæmis framleiöendur
neysluvöru.
Þetta leiðir af sér að auðhring-
urinn hefur mótaö ákveöna stefnu
til „gestgjafarlkja” sinna. Sú
stefna kemur einkar vel fram I
eftirfarandi oröum aöalforstjóra
Alusuisse:
Hugmyndir aðalforstjóra ALU-
SUISSE:
„ALUSUISSE er félag, sem
fæst við grundvallariðnað um all-
an heim, og getur þvi ekki horft
fram hjá vandamálum þverrandi
hráefna og orkulinda. Við veröum
aö gripa tækifærin, koma á vin-
samlegum samböndum og
styrkja jákvætt viðmót. Oöru
hverju veröum viö einnig aö veita
takmarkaöan fjárhagsstuðning.
Aöeins meö þeim hætti tekst okk-
ur siðar meir aö ná yfirráöum og
afgerandi stjórn á hinum fjöl-
þjóölegu samstarfsfyrirtækjum,
sem viö eigum aðild aö.”
(Emmanuel R. Meyer, Hlut-
hafafundur Alusuisse 1978)
Glansmyndir
og leyndarhjúpur
— Segja má að tvenns konar
upplýsingar komi frá Alusuisse,
glansmyndir og þögn. Auöhring-
urinn keppist við aö gefa mynd af
sér I gegnum stærstu fjölmiöla
sem þjóöþrifafyrirtæki. Þessi
mynd er ósköp afskræmd, aö
minnsta kosti miðað viö raun-
veruleikann. Þessar glansmyndir
sem fyrirtækiö gefur af sjálfu sér
eru ekki I neinu innra samræmi,
þvert á móti. Þaö er talaö og sagt
frá,allt eftir þvi sem hverjum hóp
kann aö hugnast best. Tilhöföunin
er sjaldnast sú sama til hinna
ýmsu aðilja. Um þetta eru eftir-
farandi dæmi:
Hvað er sagt við íslend-
inga?
„Fyrirtækiö er Islenskt, þótt
það styöjist við erlent fjármagn.”
(Forstjóri Isal, Mbl. 23.11’77)
„Isal er alfarið stjórnað af Is-
lendingum.”
(Forstjóri Isal, útvarpsviðtal
27.12.’79)
„Eigendur fyrirtækisins, hinn
erlendi aöili Alusuisse, hefur hins
vegar ekki fariö vel út úr þessum
rekstri.”
„....Reksturinn hefur barist I
bökkum stundum verið verulegt
tap eöa i besta falli hefur rekstur-
inn staöiö i járnum.”
(Forstjóri Isal, Mbl. 17.11.’79)
Hvað er sagt í Sviss?
„Framleiðslugeta álvers okkar
á Islandi var nýtt aö 97%.”
(Forstjóri Alusuisse á aöal-
fundi hluthafa 1978)
„Ariö 1976 .... neyddumst viö til
aö selja undir kostnaöarveröi i
alllangan tima, og einkum I Bret-
landi.... Kostnaöurinn var borinn
af dótturfyrirtækjum okkar á Is-
landi og i Noregi, en endanlega af
Alusuisse.”
(Aðalfundur hluthafa Alusuisse
1977, ræöa forstjórans)
„Nýting verksmiöja okkar i
Noregi og á tslandi var 90% og
97% áriö 1977. Rekstur beggja
verksmiöja var arövænlegur.”
(Aöalfundur hluthafa Alusuisse
1978, ræða forstjórans)
„Rekstur beggjá álvera á
Noröurlöndum, á Islandi og i Nor-
egi, var meö eölilegum hætti.”
(Aöalfundur hluthafa Alusuisse
1979, ræöa forstjórans)
Svona er aö hafa tungur tvær og
tala sitt með hvorri. Hins vegar
er einkennandi fyrir slik fyrirtæki
hversu þykkur leyndarhjúpur er
sveipaður um upplýsingar varö-
andi rekstur fyrirtækisins. Slikar
upplýsingar liggja yfirleitt ekki á
lausu. Þaö er ekki nóg meö aö
slikum upplýsingum sé haldiö
leyndum fyrir venjulegum þegn-
um, heldur fá þingmenn ekki slik-
ar upplýsingar, ekki stjórnvöld,
ekki einu sinni dómstólar. Þessi
leynd og pukur vex I hlutfalli við
stærö og umfang fyrirtækisins.
Þaö er lika þess vegna aö engar
tölur t.d. um launakostnað Isal og
þess háttar eru birtar opinber-
lega.
Heragi og miðstýring
Þetta leiðir hugann aö öörum
þætti þessa máls. Fyrirtækin eru
ólýöræöisleg i uppbyggingu sinni.
Þarna rikir heragi sérstaklega
hjá fólki I trúnaöarstöðum; slik
fyrirtæki eru miöstýrö einsog
sovésku rfkisfyrirtækin. Þaö má
alveg likja fjölþjóölegu fyrirtækj-
unum hér vestra viö kerfiö austan
járntjalds, amk. hvaö varöar
áhrif sem þessi fyrirtæki hafa á
sitt félagslega umhverfi og
stjórnmál. Þaö er ekki aö furöa
að flest fyrirtæki sem komiö hafa
á viðskiptatengslum viö löndin
austan járntjalds, eru einmitt
fjölþjóðlegu fyrirtækin og eiga
þau jafnvel dótturfyrirtæki þar.
— Almenn regla er sú aö þess-
um fyrirtækjum finnst auöveld-
ara aö stunda viöskipti sin þar
sem rikir einræöi og gerræöi,
heldur en þar sem lýöræöi er I
heiöri haft. I einræbisrikjum er
litil hætta á aö breytt valdahlut-
föll á þjóðþingum kynnu aö
breyta starfsskilyröum auöhring-
anna.
— Hins vegar reyna þeir hjá
auðhringnum aö sjálfsögöu aö
notfæra sér pluralismann (fjöl-
flokkakerfiö) I lýðræðisrikjum
meö þvi að ala á sundurlyndi til að
ná sem heppilegustum samning-
um. 1 lýöræðisrikjum eru alltaf
mismunandi viöhorf uppi um
hvernig eigi að mæta auöhringn-
um, en hann er alltaf einhentur
viö samningaboröiö.
Sá andlýðræðislegi
hringur
— Uppbygging slikra fyrir-
tækja er i beinni mótsögn viö
grundvallarhugsjón lýöræöisins.
Þeir sem meta lýöræöið einhvers
geta ekki pólitiskt séö sætt sig viö
gerð þessara fyrirtækja, þvi þau
eru andlýðræðisleg um margt,
dreifingu valdsins, miölun upp-
lýsinga ofl. Akkillesarhæll slikra
fyrirtækja er leyndin og pukriö.
Þvi þegar þau eru afhjúpuö og
standa eftir I nekt sinni, skreppur
vald þeirra saman svo um mun-
ar. Alusuisse hefur til dæmis neit-
aö I yfirstandandi deilu viö tsland
aö leggja fram frumskjöl, sem
maöur skyldi ætla aö þeir vildu
endilega leggja fram — til aö
sanna „sakleysi” sitt.
Oijarlar í öllu tilliti?
— Þegar ég er spurður aö þvi
hvort islenska þjóöin hafi aö minu
mati bolmagn til aö standast slíku
fyrirtæki snúning, þá verö ég þvi
miður aö svara neitandi. Smá-
þjóöir eru afar viökvæmar I at-
vinnu- og félagslegu tilliti og ekki
i stakk búnar til aö hýsa slik
skrimsl. Ég hef alltaf haldiö þvi
fram, jafnvel áöur en meint svik
Alusuisse hér komu fram, að ís-
lendingar hefðu ekki bolmagn til
aö hýsa hér fyrirtæki sem heföi
meira vald en islenska þjóöin.
Reynslan hefur sýnt að það er
óforsvaranlegt aö hleypa slikum
aöiljum inn fyrir dyr litilla sam-
félaga. Væri tsland hins vegar
þjóðfélag margra miljóna
manna, þá munaði ekki jafn mik-
ib um útibú stórs fyrirtækis. Alu-
suisse hefur meiri veltu en nemur
öllum þjóðartekjum tsiendinga.
Munurinn er náttúrlega sá að
annars vegar er um vinnu yfir 200
þúsund frjálsra einstaklinga aö
ræða en hins vegar er um vald á
nánast einni hendi aö ræða. önn-
ur efnahagslega heildin verður aö
taka tillit til ólikra sjónarmiöa en
hins vegar ræöur eitt sjónarmið
rikjum þar sem fyrirtækið á i
hlut. Hér er ekki um jafningja viö
samningaboröiö aö ræba; þetta
eru ekki sambærilegar vaidaein-
ingar. Þvi leiða náin samskipti
smáþjóða viö slika viöskiptarisa
oft á tiöum til samþjöppunar
valds I viðkomandi þjóörikjum til
hvers konar leynimakks og spill-
ingar.
Þaö er ekki tekib út með sæld-
inni að standa i samningum viö
svona fyrirtæki og kann stundum
að veröa á kostnaö lýðræðisins.
— Ég hef starfab 114 ár hjá IBM
einu stærsta fjölþjóölega fyrir-
tæki i heimi og hef lært mina lexiu
af reynslunni. Þaö er hreint ógur-
leg miðstýring sem slik fyrirtæki
eru byggö upp á.
— Ég er ekki á móti samstarfi
viö erlend fyrirtæki. En slik fyrir-
tæki veröa að vera af þeirri
stærðargráðu aö við ráðum við
þau. Þaö mega ekki vera risafyr-
irtæki á sinu sviöi sem gætu
drekkt okkur meö fjárhagslegum
yfirburðum og einokun þekking-
ar. I öbru lagi má ekki hleypa
slikum fyrirtækjum inn I islenska
efnahagslögsögu þvi þá má búast
viö aö þau beiti pólitiskum þrýst-
ingi til aö verja hagsmuni sina
hér. Ég hygg aö enginn mæli meö
þvi aö erlendir aöiljar fari að
skipta sér af Islenskri pólitik.
— óg
ALUSUISSE
Skyggnst Inn í myrkviðu auðhríngsins
Föstudagur 19. febrúar 1982 þjóÐVILJINN — SIÐA 9
ií;
andormurinn um efhahagsmál:
Þingsjá
Fylgt úr hlaði í gær
i gær mælti Ragnar
Arnalds fjárniálaráð-
herra fyrir frumvarpi
rikisstjórnarinnar um
efnahagsmál sem sagt
var frá i Þjv. i fyrradag.
Miklar umræður urðu af
þessu tilefni og notuðu
þá þingmenn tækifærið
og fjölluðu um efna-
hagsmál almennt.
Fyrstir af staö voru tveir fyrr-
verandi fjármálaráðherrar þeir
Sighvatur Björgvinsson og
Matthias A. Mathiesen. Auk
þeirra tóku þau Magnús Magnús-
son. Jóhanna Siguröardóttir, ■
Guðmundur Þórarinsson, Sverrir
Hermannsson og Arni Gunnars-
son til máls. Stjórnarand-
stæðingarnir voru þeirrar skoð-
unar að þetta frumvarp væri kák
eitt og væri „sama gamla sag-
an”. Sighvatur Björgvinsson fór
með þuluna um tjónkun Fram-
sóknarílokksins við Alþýðu-
bandalagið, að Framsóknarmenn
féllu frá öllum sinum úrræöum i
efnahagsmálum vegna Alþýðu-
bandalagsins.
Hins vegar sagði ílokksbróðir
hans Arni Gunnarsson að hann
undraðist þolinmæöi Aiþýðu-
bandalagsins gagnvart Fram-
sóknarflókknum, sem greinilega
væri að verja sérstaka hagsmuni
sina i þessum aðgerðum.
Stjórnarandstæðingarnir töluöu
um visitöluleik rikisstjórnarinnar
og höíðu allt á hornum sér i þvi
sambandi. Alþýðul'lokksmennirn-
ir sögöust vilja algeran uppskurð
á efnahagskeriinu, og það þótt
sumir hópar þyritu að f'inna fyrir
þvi (litið til Framsóknarmanna)
sérstaklega þyrfti að endurskoða
kerfið i kringum landbúnaðinn.
—óg
Lækkun launaskattsins: Guðmundur Þórarinsson með og á móti
Samstaða um aðgerðir
I umræðunum um
frumvarp rikisstjórnar-
innar um efnahagsmál,
bar sem gert er ráð fyrir
lækkun launaskatts i út-
flutnings- og sam-
keppnisiðnaði, sagði
Ragnar Arnalds og
frumvarpið væri flutt á
vegum rikisstjórnar-
innar og að alger sam-
staða hefði rikt um það
meðal stjrnarliða. Hins
vegar kom fram
breytingartillaga frá
Guðmundi G. Þórarins-
svni um að bessi lækkun
næði til allra atvinnu-
rekenda i iðnaði.
Guömundur gat þess einnig i
ræöum sinum á alþingi i gær aö
hann væri andvigur höröum
viöurlögum á borö viö dráttar-
vexti við brot á lögum um launa
skatt. Kallaöi þingmaöurinn þessi
ákvæði „villimennsku” i frum-
varpinu.
Þingmenn stjórnarandstöö-
unnar geröu harba hrið að
Guðmundi vegna þessa máls.
sögöu hann hafa átt þátt i að búa
þetta frumvarp Ur garöi og undr-
uðust stórum þessa framkomu og
einn þingmaöur kvaö svo aö orði
að hann undraðist „geðslag”
þeirra sem störfuöu meö sli'kum
manni.
Urðu a 11 harkalegar umræöur
um Guömundarþátt i málinu og
féllu mörg orö og ljót áöur en
umræðunni lauk i gær og frum-
varpinu visaö til nefndar og
annarrar umræöu. —óg
Sveitarstjórnarlögum fylgt úr hlaði
Tvö frumvörp um
s veitast j órnarmál
\ fundi efri deildar
alhingis i gær mælti
Svavar Gestsson félags-
málaráðherra fyrir
tveim frnmvörpum um
sveitarstjórnarmál sem
sagt var frá i blaðinu í
gær. Auk Svavars tóku
bau Eiður Guðnason,
Salome Þorkelsdóttir,
Stefán Jónsson og
Guðmundur Bjarnason
til máls og höföu ýmsar
athugasemdir fram að
færa við frumvarpið.
Athugasemdir þingmannanna
gengu aðallega út á þaö hvort
ekki kæmi til álita aö hafa allar
sveitastjórnarkosningar á sama
degi, en nú eru kosningarnar i fá-
mennum hreppum haldnar i júni.
Svavar Gestsson geröi grein fyrir
andstæöum viöhorfum um þetta
mál og að hann teldi ekki óeölilegt
að siöar yrði reynt að breyta
þessu. En þarsem frumvarpiö
þyrfti skjóta afgreiöslu nú, væri
eðlilegra aö láta slikar hugsan-
legar breytingar biöa enn um
sinn. Þá hafði einnig komið fram
athugasemd um að sumir gætu
kosið tvisvar samkvæmt frum-
varpinu i sveitastjórnarkosning-
um. Taldi ráöherra sjálfsagt aö
breyta orðalagi til að taka af öll
tvímæli um þetta atriði. óg
Svavar Gestsson
Forseti
skakar
skellu
sinni
I þeirri liflegu umræðu um
efnahagsmál á alþingi i gær bar
töluvert á frammiköllum og upp-
hrópunum I þingsalnum. Þurfti
forseti óspart að berja i bjöllu
sina og krefjast þagnar i salnum.
Eitt sinn sem oftar þegar Sig-
hvatur Björgvinsson var i ræöu-
stól, kallaði ólafur Þórðarson
skrifari neöri deildar frammi.
Snöri Sighvatur sér þá aö Sverri
Hermannssyni forseta deildar-
innar og spurði hvort forseti gæti
ekki þaggab niöur I skrifara. ,,Ég
er aö skaka skellu minni”, sagði
forseti neðri deildar, Sverrir Her-
mannsson, um leiö og hann sló i
bjölluna.
—óg
Nýtt frumvarp um samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti
Samkeppnisnefnd feUd niður
Verðgæsla í stað beinna verðlagsákvæða
t framhaldi af skýrslu rikis-
stjórnarinnar scm lögö var fram i
janúar hefur nú verið lagt fram
nýtt fruinvarp til breytinga á
lögum um verðlag, samkeppnis-
hömlur og óréttmæta viðskipta-
hætti. Meöal nýmæla i frum-
varpinu eru ákvæöi um að fella
niður samkeppnisnefnd en verö-
lagsráö taki við störfum nefndar-
innar. Einnig er lagt til aö ný
ákvæöi komi unt verðútreikninga
i þvi skyni aö auövelda verð-
gæslu.
1 skýrslu rikisstjórnarinnar var
sagt um verðlagsmál: „i verð-
lagsmálum verður við það miöað
aðdragaúropinberum afskiptum
af verðmyndun og auka sveigjan-
leika i verðmyndunarkerfinu”.
I Þar segir enn fremur aö tekiö
verði upp nýtt fyrirkomulag, sem
miðarað þvi að verðgæsla komi i
vaxandi mæli i stað beinna verð-
lagsákvæða. Frumvarpið sem nú
hefur verið lagt fram er i þessum
anda.
Lagt er til aö samkeppnisnefnd
verði lögð niður en verölagsráð
taki við störfum nefndarinnar.
Þetta er gert til að verksvið þess-
ara tveggja aðila skarist ekki.
Breytingin mun einnig horfa til
einföldunar og vinnusparnaöar.
Þá er lagt til að sett verði á
laggirnarþriggja manna nefnd til
að undirbúa mál sem lögð verða
íyrir verðlagsráö. Nefndin á að
tryggja vandaöri og hraðari
málsmeöferö hjá ráðinu. I þeirri
nefnd eiga sæti verblagsstjóri, og
fulltrúar tilnefndir af ASI annars
vegar og Vinnuveitendasam-
bandinu hins vegar.
Þá er einnig lagt til að sam-
þykktir um hámarksverö sem nú
eru i gidi, skuli vera þaö áfram.
Verðlagsráð geti tekið ákvarö-
anir um breytingar á verð-
lagningu. i undantekningatil-
fellum getur Verðlagsráð einnig
ákveðið: 1) Hámarksverð og
hámarksálagningu. 2) Gerö
veröútreikninga eftir nán-
ar ákveönum reglum. 3)
Verðstöövun i allt að sex mánuði i
senn. 4) Setningu annarra reglna
um verðlagningu og viðskiptakjör
sem verðlagsráð telur nauðsyn-
leg hverju sinni.
Þetta opnar möguleikann fyrir
verðlagsráð að geta gripið til
ákveðinna aðhaldsaðgeröa,
þ.á.m. hámarksverðs og
hámarksálagningar, ef sam-
keppni er takmörkuð eða önnur
tilgreind skilyrði eru til staðar á
sviði þar sem verðlagning er
frjáls.
Þá eru ákvæði um verðútreikn-
inga i þvi skyni aö auðvelda verð-
gæslu. Þar segir að innflutnings-
aðilum sé skylt að senda verð-
lagsstofnun verðútreikninga yfir
þær vörur sem þeir ílytja inn og
skulu útreikningar hafa borist
stofnuninni eigi siðaren 15dögum
eftir að vara er tollafgreidd.
Útreikningar þessir eru grund-
vallargagn við verðlagningu inn-
fluttra vara. Með frumvarpinu er
verölagsráði einnig auðveldað að
koma málum fyrir dómstóla
Vegna vanskila á verðútreikn-
ingum. Loks er kveöiö skýrar á
um þaö en áöur hvenær brot sem
felst i vanskilum á veröútreikn-
ingum til verðlagsstofnunar telst
fullframiö. —