Þjóðviljinn - 19.02.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 19.02.1982, Blaðsíða 15
Föstudagur 19. febriiar 1982 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 15 Hringiö í síma 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifiö Þjóöviljanum Svör óskast Félagi i Starfsmanna- félaginu Sókn skrifar: ,,Mig langar aö fá svör viö nokkrum spurningum i tilefni þess sem ég las i blööum um deilu þá er starfsfólk Klepps- spitala og Kópavogshælis stendur í. 1. Trilir þetta fólk á það að það sé til framdráttar fyrir verka- fólk og félagsskap þess, að koma ólöglega fram? 2. Er það framtiðin að hópar úr stéttarfélögum taki sig saman og reyni að ná fram betri kjör- um en aðrir vegna þess að það hefur aðstöðu til þess? 3. Er það til fyrirmyndar að ráðast á forystu stéttarfélags, sem ekki gerir annaö en skyldu sina? Ég veitekki hvað þetta fólk er margt, en i Sókn eru yfir 4 þúsund félagar. Er ekki skyn- samlegra að ræða málin og hafa sinar kröfur tilbúnar þegar samningar erulausir, og standa þá þétt saman að réttlátum kröfum? Ég hef ekki verið i stéttarfélagi nema 6 ár, en ekki hefur mér þótt mjög mikill áhugi á félagsmálum. Það er venjulega sama fólkið sem kemur á fundi og ef maður hittir aðra og spyr: Hefur þú ekki áhuga á þinu félagi?þá er áhuginn venjulega mjög litill. Svo geta nokkrir tugir fólks hrópað og svivirt sina félaga ef þeir eru ekki studdir i' ólöglegri baráttu. Þetta hlýtur að vera mjög duglegt fólk ef það beitti sér i löglegum aðgerðum. Við skulum reyna aö skilja hvert annað og taka tillit til annarra þvi þá verður lika tekið tillit til okkar. Og við eigum ekki að henda skit i þá sem við höfum kosið til að vera i forystu fyrir okkur. Ef við erum óánægð, eigum við að ræða málin á fundum. en ekki haga okkur eins og heimskingjar, þótt við séum ófaglært verkafólk. -3942-4525. Það hafa viöa veriö vatnavextir á höfuðborgarsvæðinu undan- farið og ekki vanþörf á að ná stiflum úr niðurföllum. Ljósm — eik Aur og bleyta 1 Seljahverfi Ólöf hringdi: Mig langar að vekja athygli borgaryfirvalda á svæðinu m illi Grófarsels hérna uppi i Selja- hverfi og Seljaskólans. Þetta er stórhættulegt að fara fyrir börn, þvi i rigningum safnast þarna vatnselgur og börnin koma blaut og slæpt heim úr skólanum. Við erum margbúin að tala um þetta við skóla- stjórann i skólanum og borgar- yfirvölden ekkerter gert ímál- inu. Er kannski verið að biða eftir að stórslys verði? Útvarp kl. 20.40 Kvöíd- vaka Fjölbreyttefnieraðvanda á dagskrá Kvöldvökunnar i kvöid. Þar má m.a. nefna ein- söng Elisabetar Erlingsdótt- ur, en hún syngur nokkur iög cftir Sigursvein D. Kristins- son. Guðrún Kristinsdóttir leikur með á pianó. Aö söng Elisabetar loknum hefst frásöguþáttur eftir Svein Sveinsson á Selfossi. Hann rekur sögu íjárflutninganna 1952. Oldungsþankar koma þar á eftir, en þá verður lesið úr nýrri ljóðabók Gunnlaugs F. Gunnlaugssonar. Þvi næst ílytur Agúst Vig- lússon frásöguþátt sem hann nefnir Horít til baka og er þar m.a. sagt frá pólitisku arga- þvargi á Borðeyri fyrir meira en háll'ri öld. Öskar Ingimarsson les þar á eftir pistil eftir Halldór Pjet- ursson sem hann kýs að nelna Gamlar lækningaraðferðir og hreinlætisvenjur. Að lokum er svo á Kvöldvökunni kórsöngur Karlakórs Reykjavikur en hann flytur islensk lög undir stjórn Sigurðar Þórðarsonar. Halidór Pjetursson Agúst Vigfússon Sumsé eitthvað við margra hæfi á Kvöldvökunni i kvöld. ö Sjónvarp O kl. 20.40 Allt í gamni... Biessaður heiliakariinn hann Ilarold Lloyd er á dag- skránni i kvöld og auðfúsu- gestur öllum sjónvarpsáhorf- endum. Það er hreint með ólíkindum hvað þessi gamla kempa getur stytt manni stundirnar og enda þótt hann sé auðvitað aftur og aftur að gera sömu brellurnar viröist , maður vart taka eftir þvi. Góður gamanieikari. Harold Lloyd hóf sinn feril á að stæla Chaplin en innan skamms fann hann sinn eigin stil. Hann túlkaði öðrum betur hinn ameriska meöalmann: fullan af draumum um aö verða ríkur. Harold Lloyd var fæddur i Bandarikjunum 1893 og byrjaði sinn kvikmyndaferil 1913. Innan fimm ára var hann orðinn stjama. Hann gerði yfir 90 myndir um piltinn með gleraugun auk fjölda annarra. Hljóðmyndirnar komu honum á kné eins og fleirum. Beethoventónleikar Útvarp kl. 17.00 Fyrir þá sem hafa gaman af klassiskri tónlist er vert að benda á siðdegistónleikana i dag, en þá veröur leikin tónlist eftir Ludvig van Beethoven. Það er Júli'us Katchen sem leikur á pianó með kór og Sifnfóniuhljómsveit Lundúna „Kóralfantasiu” op. 80 og einnig stjórnar Ferenc Fricsay Filharmóniuhljóm- sveit Berlinar, sem leikur Sinfóniu Beethovens nr. 7 i A- dúr, op. 92. Beethoven Breyting á sjónvarps- dagskránni! Sjónvarpsdagskráin i kvöld breytist allverulega af eir.- hverjum orsökum. I stað Reykjavikurskákmótsins strax á eftir fréttir verður þátturinn Á döfinni en að hon- um loknum kemur Allt i gamni með Harold Lloyd. Fréttaspegillinn kemur þessu næstkl. 21.15 og þegarhanner á enda koma skákskýringar frá X. Reykjavikurskákmót- X.REYKJAVIKUR SKÁKMOTIÐ inu. Þá loks er svo poppþátt- urinn, Poppaö á siðkvöldi og dagskráin er svo á enda kl. tæplega hálf tvö um nóttina!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.