Þjóðviljinn - 16.03.1982, Page 1

Þjóðviljinn - 16.03.1982, Page 1
ÞJÚDVIIIINN Þriðjudagur 16. mars 1982—61. tbl. 47. árg. Ný skipulagsnefnd______________ fyrir Keflavíkurflugvöll án þátttöku sveitarstjórna á Suðurnesjum: „Þessi vinnubrögð eru mark- leysa”, segir Svavar Gestsson. n Svavar Jónatanss. hjá Almennum verktökum: .1 Engum samning- um hejur veriö rift j Við höfum tekið að okkur að stjórna mælingum og rann- sóknum i Helguvik, auk þess sem við erum þátttakendur i 1 frumhönnun mannvirkja á Istaðnum, — sagöi Svavar Jónatansson hjá Alinennu verkfærðistofnuninni i gær. ■ IVið gerðum samning við Orkustofnun um einn þátt J verksins, og honum hefur ekki verið rift. Við höfum hins vegar fengið munnleg skila- I boð um að Orkustofnun hafi J fengið fyrirmæli um aö fresta framkvæmdum. Ég var rétt i ■ þessu að tala við orkumála- | stjóra og hann sagðist ekki I vita, hvort þetta færi fljótlega j i gang aftur, eða hvort stofn- ■ uninni yrði bannað aö vinna I verkið. — Hefur verkefnið verið | veitt bandariskum verk- ■ tökum? — Nei, ekki svo ég viti, en það er nærtækt, ef Orku- stofnun fær ekki að vinna • þennan þátt verksins, aö hann verði boðinn erlendum aðilum. —ólg. • „ORÐ ÓLAFS EKKI LÖG” segir Svavar Gestsson ,,Ég held ég verði að taka mér i munn fyrri yfirlýsingu utanrikisráðherra og segja að þessi vinnubrögð séu markleysa” — sagði Svavar Gestsson er við spurðum hann i gærkvöldi um afstöðu hans til nýrrar reglugerðar utanrikisráðherra um nýja 5 manna skipulagsnefnd fyrir Kefla- vikurflugvöll, þar sem ekki er gert ráð fyrir þátttöku sveitarstjórna á Suður- nesjum. ,,Þessi reglugerð er sett viku eftir að ný reglugerð var gefin út, sem öll sveitarfé- lög sem eiga lögsögu að varnarsvæðunum áttu aðild að. Sú reglugerð átti ekki að koma utanrikisráðherra á óvart, þar sem hún var kynnt i rikisstjórninni fyrir nokkrum vikum. Sú reglugerð hafði fulla stoð i reglum og venjum, og þvi er þetta offors algjörlega fráleitt.” — Felur hin nýja reglugerð i sér„ að sveitarfélögum á Suöurnesjum er meinað að hafa áhrif áskipulagsmál á „varnarsvæðum”? „Þaö virðist vera hugmyndin á bak viö þetta að taka öll • skipulagsmál á svæðinu undir utanrikisráðuneytið og hundsa jafnframt sveitarfélögin i nágrenni vallarins. Það er að visu talað um „samráð”, en ekki getið um með hvaða hætti þau skuli vera. Það vita hins vegar allir, að sveitarfélögin á svæðinu hafa alltaf viljaö hafa samráð um þessi skipulagsmál til þess að koma i veg fyrir alvar- lega árekstra. Vinnubrögö utanrikisráðherra á undanförnum vikum og dögum eru furöuleg, og kemur þar þrennt til: 1 fyrsta lagi samningurinn við Keílavikurbæ, i öðru lagi yfirlýsingar hans vegna lrestunar á íramkvæmdum Orkustofnunar I Helguvik og i þriðja lagi setning þessarar reglugeröar. Þessi mál verða ekki til lykta leidd, þótt utanrikisráð* herra komi með yfirlýsingar um valdniðslu annarra ráöu- neyta og gei'i Ut reglugerðir er brjóta i bága við gildandi reglugerðir. Orð Olafs Jóhannessonar gilda ekki sem lög á Islandi.” Þvi má að lokum bæta við, að Ólafur Jóhannesson viðurkenndi þaö i sjónvarpsviðtali i gærkvöldi, aö ekki heföi verið haft samráð við Gerðahrepp er landvæði hans var ráðstafað til hersins i samkomulaginu við Keflavik. Jafnframt baðst hann undan að svara spurningu frétta- manns um al'stöðu þingílokks Framsóknarflokksins til þeirrar málsmeðl'erðar, sem hér hefur verið höfö i frammi. Blönduvirkjun: Sammngar voru imdímtaðír í gær Fimm hreppar hafa samþykkt — Bólstaðar- hlíðarhreppi boðin aðild að samkomulaginu sem áin veröur stifluö við Reftjarnarbungu og er gert ráð íyrir 400GL hámarksmiðlun, með landverndarsjónarmið i huga. 1 samningnum eru ákvæði um bætur fyrir land sem fer undir vatn, svo og tjón á veiði, einnig eru ákvæði um lagningu vega og brúa á aíréttarsvæöinu og upp- setningu nauðsynlegra girðinga á kostnað virkjunaraðila. Stofnað verður samráðsnefnd virkjunar- aðila og heimamanna sem fjalla skal um mál sem snerta hags- muni beggja. Viðræður vegna Blönduvirkj- unar hafa staöið yfir með hléum siðan 1975 og viðstöðulaust siðan á sumri 1980. Fyrstu drög að heildarsamkomulagi milli aðila um virkjunina voru gerð i september sl. Siðan voru þau kynnt rækilega i viðkomandi hreppum. Gert var ráö fyrir virkjunarleið I. Tveir hreppar samþykktu samningsdrögin, einn var á móti en þrir vildu frekari viðræður. Var orðiö við þeim til- mælum og hafa samningafundir staðið yfir siðan i jan. sl. 1 ýmsum atriðum hefur veriö gengið til móts við sjónarmið heimamanna og aðbreytingum geröum bættust þessir þrir hreppar sem vildu frekari viðræður i hóp þeirra sem féllust á samningsdrögin. Samningar voru undirritaðir í gær, milli Rafmagnsveitna rikis- ins, sem virkjunaraðila og fimm hreppa varð- andi Blönduvirkjun og er forsenda samning- anna sú, að Blöndu- virkjun verði næsta meiriháttar vatnsafls- virkjun i landskerfinu. Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra og Kristján Jónsson, forstjóri RARIK, ásamt íDauðaslys Það slys varð um hádegi s.l. föstudag á Haínarfjarðarveg- inum á móts viö Vifilsstaða- veg i Garðabæ aö Lveir bilar rákust saman með þeim af- J leiðingum að ökumaður ann- ars þeirra, Dagný Þórðar- dóttir Hæðarbyggð 8, lét lifið. Nýir götuvitar voru á gatna- J mótunum þar sem árekst- forsvarsmönnum hreppanna fimm undirrituðu samninginn. Þeir hreppar sem aöild eiga að samkomulaginu eru: Torfu- lækjarhreppur, Blönduós- og Svinavatnshreppur vestan Blöndu og Lýtingsstaöarhreppur og Seyluhreppur austan hennar. Hreppsnefnd Bólstaðarhliðar- hrepps hefur ekki fallist á þennan samning og er eini hreppurinn á virkjunarsvæðinu sem ekki á aðild að honum. Samningsaðilar eru sammála um að bjóða Bólstaðarhliðarhreppi aðild að honum. Samningurinn ielur i sér að virkjað verður samkvæmt svo- kallaðri virkjunartilhögun I. þar --------------------------1 / Garðabœ ; urinn varð og veitti ökumaður hins bilsins þeim ekki athýgli. ■ 1 þeim bil voru auk ökumanns I kona og tvö börn og slösuðust I þau nokkuð, en ekki alvar- | lega. ■ Með Dagnýju var 15 ára I sonur hennar og slasaðist 'hann einnig. Dagný lætur eftir I sig eiginmann og þrjú börn. • Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra með samningana við hrepp- ana um virkjun Blöndu, eftir að þeir höfðu verið undirritaðir f gær. Ljósm. — gel — Með samningi þessum er stigið ákvarðandi skreí varðandi Blönduvirkjun og á grundvelli þess verður unnið áfram að undirbúningi framkvæmda, jafn- framt þvi sem Bölstaðarhliðar- hreppi verðurgefinn kostur á að gerast aöili að honum. Iljörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra sagði i gær, að ef Bólstaðarhliðarhreppur hafnar alfarið aðild að samningsdrög- unum kæmu fleiri en ein leið til greina. Geta Bólstaðarhliöungar sett málið i mat og dóm, og einnig kæmi eignarnám til greina, en um þetta allt væri of snemmt að tala. — S.dór. Skráið ykkur í starfshóp Sjö starfshópar eru nú að hefja störf til undirbúnings stefnu- skrár ABR við borgarstjórnarkosningarnar i vor. Sjá bls. 14.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.