Þjóðviljinn - 16.03.1982, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 16. mars 1982
UOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjódfrelsis
útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Ólafsson.
Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir.
I'msjónarmaður sunnudagsblaðs: Guðjón Friöriksson.
Auglvsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir.
Afgreiðslustjóri: Filip W. Franksson.
Blaðamenn: Auöur Styrkársdó'tir, Helgi Ólafsson
Maenús H. Gislason, ólalur Gislason, óskar Guðmundsson,
Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson.
iþróttafréttaritari: Viðir Sigurösson.
t tlit og liqnnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson.
l.jósmvndir :Einar Karlsson, Gunnar Elisson.
Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson.
Vuglýsingar: llildur Kagnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir.
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Jóhannes Harðarson.
Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir.
Simavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir.
Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar
Sigurmundsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen
Jónsdóttir.
L'tkeyrsla. afgreiösla og auglýsingar: Sfðumúla 6,
Keykjavik, simi 8i:iJ3
Prentun: Blaðaprent hf.
13 % á tveimur árum
• I gær héldu Alþýðusambandið og Vinnuveitenda-
sambandið sinn fyrsta viðræðufund um komandi
kjarasamninga. Það voru óvænt tíðindi fyrir flesta,
þegar kjarasamningar milli helstu aðila vinnumark-
aðarins voru undirritaðir þann 14. nóvember s.l. Þeir
samningar voru gerðir til skamms tíma og renna út
15. maí n.k. Við undirritun samninga I nóvember var
ákveðið að hef ja samningaviðræður á ný um miðjan
mars, þannig að tveir mánuðir gæfust til samninga-
viðræðna áður en samningstímabilið rynni út. í sam-
ræmi vð þetta hófust viðræður á nýjan leik með
fundinum í gær þann 15. mars.
• Nóvembersamkomulagið 1981 var aðeins gert til
bráðabirgða, og gildir ekki nema í sex mánuði. Kröf ur
verkalýðsfélaganna voru mótaðar á fundi samninga-
nefndar Alþýðusambandsins þann 27. október s.l. og
þótt aðeins fáar þeirra hafi náð fram að ganga með
bráðabirgðasamkomulaginu frá 14. nóvember, þá
hefur kröfunum ekki verið ýtt út af borðinu, heldur
voru þær, sem ekki fengust f ram, geymdar til þeirrar
samningalotu, sem nú er hafin.
• Rétt er að rifja upp nokkur helstu atriðin úr
kröfugerð verkalýðsfélaganna.
1. Almenn hækkun grunnlauna verði 13%, sem komi í
áföngum á samningstímanum. Er þá miðað við
tveggja ára samningstíma.
2. Verðbætur greiðist ársf jórðungslega miðað við
óskerta framfærsluvísitölu.
3. Eftirvinna falli niður í áföngum, þannig að nætur-
vinna taki við af dagvinnu.
4. Viðurkenndur verði réttur verkafólks til launa í
veikindum maka eða barna viðkomandi.
Þetta eru nokkrar af helstu kröfum verkalýðs-
hreyfingarinnar frá því í haust, og í aðalatriðum
verða þær bornar fram óbreyttar nú.
• Það var skynsamleg niðurstaða, sem samninga-
menn verkafólks og atvinnurekenda komust að með
bráðabirgðasamkomulaginu í nóvember s.l. Jaf n Ijóst
er hitt að í þeirri samningalotu, sem nú er haf in verða
ríflegri kjarabætur að nást fram, og mjög væri æski-
legt að samningar gætu tekist til tveggja ára með
öruggri verðtryggingu umsaminna launa, kauphækk-
un og kjarabótum í áföngum og þá sérstaklega fyrir
það f ólk sem lakast er launað.
• Menn þurfa að nota vel þá tvo mánuði, sem enn
eru til stefnu uns samningar renna út. Á þeim tíma á
að vera hægt að Ijúka kjarasamningum. Deiluna á að
vera hægt að leysa án meiriháttar illinda. Hafi hins
vegar ?kki tekist samningar fyrir 15. maí í vor má
búast við alvarlegum verkfallsaðgerðum með ófyrir-
sjáanlegum af leiðingum. k.
Ólafur hamast
• Það hefur einhver ofstopi gripið utanríkisráð-
herrann okkar hann Ólaf Jóhannesson. Nú hleypur
hann til Bandaríkjanna og biður þá um tæki til borana
við Helguvík af þvi hann fékk ekki þegar í stað af-
henta böra Orkustofnunar. Þvílíkur ofsi! — Á þá að
leysa deilumál milli ráðuneyta með þessum hætti í
framtíðinni, að hlaupa bara eftir erlendri aðstoð, ef
menn fá ekki sitt fram, og það á stundinni? Nei, við
skulum vona að móðurinn renni af Ólaf i og hann still-
ist á ný. Þeir segja í síðdegisblaðinu í gær, að innan
Framsóknarflokksins standi Ólafur í ströngu þessa
dagana við að trygg ja hlut einhvers Jósteins á borgar-
stjórnarlista Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Máske sá bardagi taki svona á taugarnar.
Það svæði við Helguvík, sem Ólafur vill fá undir
olíutanka hersins er samkvæmt aðalskipulagi Kefla-
víkurbæjar væntanlegt byggingasvæði. Eigi að breyta
þessu aðalskipulagi með lögmætum hætti, þá þarf
félagsmálaráðherra að staðfesta þá breytingu.
Ólaf ur Jóhannesson fer með mikið vald á Kef lavikur-
flugvelli, en ætli hann að taka sér vald annarra ráð-
herra utan girðingar, þá má slík athöfn kallast valda-
rán.
• Menn ættu að setjast niður og leita samninga, en
ekki að hlaupa til stóra f rænda vestur í Ameríku. k.
| Hitta fyrir
: sjálfan sig
I í ummœlum
' „Þessi ákvörðun iðnaðar- j
Iráðherra er valdniðsla, þvi I
það heitir valdniðsla á laga- |
máli, þegar yfirvöld beita »
1 valdi sinu i annarlegum til- |
Igangi, i tilgangi sem þeim er
ekki ætlað að fjalla um,” |
sagði Ólafur Jóhannesson ut- ■
■ anrikisráðherra i samtali við I
IMorgunblaðið i gær vegna I
ákvörðunar Hjörleifs Gutt- |
ormssonar iönaðarráðherra ■
• að fresta og rifta þannig |
Isamningum Orkustofnunar
við Almennu verkfræðistof- |
unnar um boranir og fleira i .
• Helguvik við Keflavik.
Ilólafur Jóhannesson utan- I
rlkisráðherra: Valdniðsla I
Hjörleifs i annarlegum *
Itilgangi, fyrirsögn i Morgun- I
blaðinu á laugardaginn). * I
. Þjóðarstolt :
I og nægjusemi |
J ,,Sem ég kom nú um dag- ■
Iinn heim, nýbúinn að lesa i |
blöðunum, að þeir islenzkir I
fyrirfinnist enn, sem ekkert I
t þyki liggja á að drifa upp ■
Ibrúklega flugstöð fyrir okk- I
ur, þá kom fram i hugann I
nýlærð grúkka eftir Piet •
t Hein, sem hljóðar svo i *
Iþýðingu Ingva Jóhannes- j
sonar: |
Já, nægjusamur ertu !
• staka stráið
Ii steinhoiu
og hafa ekki dáið.
I mesta bruölsamfélagi á ■
* norðurhveli er sú nægjusemi |
Iað visu með ólikindum, að
treysta sér ekki til að koma |
upp einni sæmilega rúmri og ■
* þægilegri flugstöövarbygg- |
Iingu. Ekki sizt þar sem við
sluppum alveg við járn- |
brautarstigið. Hlupum frá ■
■ hestaflutningum yfir i bíla og ■
Iflugvélar. Eigum ekki eitt
einasta farþegaskip i förum |
til útlanda. Flugið er okkar ■
■ leið til umheimsins. Og við I
Ifengum flugvellina meira að |
segja gefins”.
, (Gárur. Sunnud.Morgun- '
■ blaðið, Elin Pálmadóttir). I
I Sé lygin nógu
j oft endurtekin
„Eins og frá hefur veriö
1 skýrt hér i blaðinu hefur
Ifélagsmönnum i Alþýöu-
bandalagsfélagi Reykja-
vikur fækkað um
t meira en 25% á siðustu
Itveimur árum. Komið hefur
fram við undirbúning fram-
boðslista undir bæjar- og
, sveitarstjórnarkosningarnar
Ii vor, að almennt áhugaleysi
er innan Alþýðubanda-
lagsins á skipan listanna.
t Alþýðubandalagið er orðið
Iað minnsta stjórnmálaflokki
landsins, ef marka má
siðustu skoðanakönnun DV.”
t (Reykjavikurbréf Morg-
, unblaðsins 13. mars).
klippt
fyrirtækin og viðskiptin ráði of
lrtlu. Hvað er nú orðið af hug-
myndinni um lýðræðislega
kjörna fulltrúa fólksins?
Var einhver að
minnast á nœtur
gistingu í flug
vélamóðurskipi?
1 Morgunblaðinu á laugar-
daginn er svolátandi frétt um
aöalfund Varðbergs:
„Hinn 1. marz sl. héldu Sam-
tök um vestræna samvinnu
aðalfund sinn. Guðmundur H.
Garðarsson, sem gegnt hefur
formennsku undanfarin ár gaf
ekki kost á sér ti' endurkjörs. í
hans stað var Björn Bjarnason
kjörinn formaður.
Ný stjórn var kosin á fundin-
um, og hefur hún skipt með sér
verkum. Stjórnin er þannig
skipuð: formaður Björn
Bjarnason, varaformaður Jón
A. ólafsson, ritari Kjartan
Guðmarsson, gjaldkeri Eiður
Guðnason.
Meðstjórnendur: As-
geir Jóhannesson, Hrólfur
Halldórsson, Hörður Einarsson,
Hörður Sigurgestsson, Jón
Hákon Magnússon og Páll
Heiðar Jónsson.”
Öll völd til
fyrirtækjanna
Á hinum alræmda aðal-
fundi Verslunarráðsins á
dögunum var fátt til sparað við
að sýna fram á takmörk vel-i
ferðar og samneyslu.
Lausnirnar voru eins-
og kunnugt er á þeim fundi
að hefja einokunarauðvaldið til
vegs og virðingar. Innreið
erlends kapitals i landið var
prisuð af ræðumönnum, jafnvel
dustað rykið af gömlum
viðreisnarráðherra og hann
látinn fagna orkusölustefnunni.
Fyrir nú utan formannskjöriö.
Gestur fundarins frá fyr-
irmyndarriki Svarthöfða var
Gurt nokkur Nicolin formaður
sænska vinnuveitendasam-
bandsins. Mogginn birtir viðtal
við Nicolin á sunnudaginn
þarsem hannútlistar lffsýn sina
um vöxt og viögang fyrirtækja
— og minni samneyslu. „Min
skoðun er sú að stjórnmála-
menn hafi of mikil völd og ein-
staklingurinn hafi of litil áhrif”,
hefur Mogginn eftir Nicolin.
Nú heldur máske einhver að
þessi maður hafi áhyggjur af
arðráni og kúgun auðvaldsins
og vilji nú frelsun verkalýðsins,
sjálfstjórn fólksins yfir fyrir-
tækjum, aukið vald til fólksins á
kostnað þeirra valda sem
stjórnmálamenn og forstjórnar
fyrirtækja fara meö i krafti pen-
inganna? En þvi er nú ekki til að
heilsa. Nicolin telur að stjórn-
málamenn hafi of mikil völd og
Er fólkið að
taka völdin?
Ekki lætur Mogginn þar við
sitja að draga fram allrahanda
hugmyndafræðinga til að halda
fram þeirri kenningu að rikið,
verkalýðshreyfingin og sam-
neyslan séu helstu Þrándar i
Götu hins frjálsa kapitals og
verslunar. Hiö dapurlega hlut-
skipti Morgunblaðsins að verja
hagsmuni og samtök fyr-
irtækjaeigendanna á svo undir
högg að sækja að þeim finnst
hvergi nægja einn Hannes
Hólmsteinn til að leggja linur og
túlka hugmyndafræðina, „til
varnar riku fólki” einsog það
hefur svo smekklega verið
orðað af sérfræðingi þeirra.
Þess vegna lika Nicolin. Af
áróðursástæðum er vonast til -
þess að hugmyndafræðingunum
endist sem lengst heilsa til þess
að vera hampað á siðum Mogg-
ans.
Auðvitað er það þessi sama
hugmyndafræði auðsins sem
tröllriður fréttaflutningi
blaðsins (undir yfirskini hlut-
lægrar blaðamennsku). t áður-
nefndum laugardagsMogga er
frétt með aðalfyrirsögninni
„Vinnuverndarráðið verði ekki
einhliða áróðursherferð ASt”.
Þar er sagt frá mótmælum
Vinnuveitendasambandsins á
vinnuverndarári ASt. 1
fjárlagafrumvarpi 1982 er gert
ráð fyrir 250 þúsundum króna til
vinnuverndarársins sem er
upplýsingaherferð sem ASt
stendur fyrir.
Kominn tími til
Það er kunnara en frá þurfi að
segja aö íslendingar eru mjög
aftarlega i málefnum vinnu-
staða, öryggis og umhverfis-
málum. Hingað til höfum viö
fylgst illa með ástandinu á
vinnustöðum eins og komið hef-
ur i ljós i þeim fáu könnunum
sem gerðar hafa verið á vinnu-
stööum. Margt bendir til þess að
vinnuslys og atvinnusjúkdómar
herji hér illilegar en annars
staðar. Þaö er þvi fagnaðarefni
að samtök launþega, Alþýöu-
sambandið, skuli nú leggja sér-
staka áhersiu á vinnuvernd. En
Vinnuveitendasambandið kann
ekki að meta frumkvæði sam-
taka launþega i þessu efni frem-
ur en öðrum. Þeir segjast
hræddir við „einhliða áróðurs
herferð ASt”. Það er skylda ASt
að upplýsa og gæta hagsmuna
launþega á vinnustöðunum.
Sem betur fer ráða atvinnu-
rekendur ekki fyrir samtökum
fólksins. Það er lika umhugs-
unarefni, hversu lengi fyr-
irtækjaeigendur hafa verið að
taka við sér i atvinnuumhverfis-
og öryggismálum. Þeir hafa
fengið langan reynslutima — nú
verður fólkið sjálft og samtök
þess að gripa i taumana. óg.
oa skoriö
T
Björn Bjarnason formaður
,3tjómmálaineiin
hafe of mikíl völd ..
Rxtt við Curt Nicolin formann sxnskn rinnuveitendnsnmbnndsins
,,Við höfum séð undanfama áraíuri V iHPMBSBÍ
hvemig hlutfaJIsamneyslunnar hef-
II samneyslunnar hcf-
-Jr aukist hratt og ef þessu heldur
in£nM?n“e>r8Un fer “PP í
100% af þjóðartekjum, þýðir það að
vestræn þjódfétög fara inn íbnut
•sameignarbáskapar án þess að hafa
«tlað sér það.
Vinnuverndarárið verði ekki
einhliða áróðursherferð ASÍ
if tírakfatit