Þjóðviljinn - 16.03.1982, Síða 8

Þjóðviljinn - 16.03.1982, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 16. mars 1982 Ný samsetningar- aðferð við innréttingasmíð Nýjungar í byggingar- iðnaði koma ekki upp á hverju ári. Þó eru í landinu síofnanir, sem vinna að ýmis konar rannsóknum og verkefnum á þessu sviðlen i flestum tilvikum er þar um að ræða endurbætur á gömlum og þekktum að- ferðum og einnig er verið að prófa ný efni í bygg- ingariðnaðinum og reyna hvort þau henti íslenskum aðstæðum. Þaö vekur því oftast talsverða athygli er nýjar hugmyndir skjóta upp kollinum og ekki siður, ef þær eru þróaðar þannig að til nýrrar framleiðslu komi og nýrrar verktil- högunar. Mát-kerfið, sem eru lægri, sem algengast er. Hins vegar eru þiljur i loft nðtaðar i alla kanta. Prófilarnir eru unnir úr þurrkuöum viöi úr venjulegum stæröum á bilinu 1 sinni 4 tommur til 1 sinni 8 tommur, og fer þaö eftir þeim buröarkröfum sem gerðar eru til veggjarins. Þegar mátveggur er settur upp eru leiðarar settir i gólf og loft og i fastan vegg. Fyrsta þiljan er tekin rétt og fest á leiðarana og önnur á móti henni hinum megin. Siöan er mátstoð spennt á milli leiðara i gólfi og lofti og felld aö þiljunum þannig að fjaðrirnar, sem standa út fyrir leiðarana falli inn i nót þiljanna. Siðan er þetta endurtekið koll af kolli. Meö þessu móti skorðar allt hvert ann- að af, þiljurnar mátstoðirnar og mátstoðirnar þiljurnar. Af þessu draga hönnuöirnir nafnið, og visa til skákarinnar, þar sem kóngur- inn er mátaður og kemst hvergi. Krá vinstri: Hannes Gunnarsson framkvæmdastjóri, Óli Jóhann Ásmundsson arkitekt og Edgar Guömundsson verkfræöingur. Myndin er tekin viö verksmiðjuhúsiö I Þorlákshöfn. Þannig falla einingarnar saman f milliveggjunum. Sparar bæði efni og vinnu þeir Edgar Guðmundsson verkfræðingur og óli Jó- hann Ásmundsson arkitekt hafa hannað,er algjörlega innlend uppfinning og hafa þeir ásamt Hannesi Gunnarssyni trésmíða- meistara i Þorlákshöfn hafið framleiðslu milli- veggja- loft- og útveggja- klæðninga eftir þessu kerfi. Að sögn þeirra Edgars og Óla hafa þeir félagar unnið að hönnun þessa kerfis i fjögur ár, en fyrir- tækiö Mát hf. var stofnað i fyrra og i þeim tilgangi að framleiöa einingar til innréttinga og klæön- ingar útveggja. Tvö ár eru siðan að framleiösla hófst, en fyrir mánuöi siðan flutti fyrirtækið starfsemi sina i nýtt verksmiðju- hús i Þorlákshöfn. Aöur hafði hún veriðtilhúsa i almennu trésmiöa- verkstæði i Þorlákshöfn og búið viö litinn vélakost. Vélar verksmiöjunnar eru inn- fluttar frá Danmörku og má þar nefna tappavél, kilvel og fingur- skeytingavél, en sú vél er ein sinnar tegundar i landinu. Fingurskeytingavélin er til þess ætluöaöskeyta saman timbur, en þannig má nota upp afganga og búta af ýmsum stærðum og verð- ur af þessu mikill efnissparnaöur. Hin nýja kflvél býr til mátlistana og getur hún unnið fimm aöferðir i einu og tekiö fimm lista sam- timis, þannig aö hún afkastar 25 sinnum meir en venjulegur fræs- ari. Þá er verksmiðjan útbúin plötusög mikilli auk spón- lagningarpressu, svo eitthvað sé nefnt. Þeir Edgar Guömundsson og Óli Jóhann Ásmundsson sögðu aö megineiningar mát-kerfisins væru þiljur og prófilar. Þiljurnar eru gerðar úr plötum og nót fræs- uð i kantinn á þeim. Plöturnar eru i 12 og 16 mm þykktum. Þar sem milliveggir eru hærri en 2,5 metr- ar er nótaö i annan endann, en þess gerist engin þörf, ef veggir Er þeir Edgar og Óli voru ipurðir um kostiþessa kerfis fram yfir aðrar aöferðir, sem tiðkaðar væru I milliveggjasmiö og loft- klæðningum sögöu þeir aö stærsti kosturinn við mát-kerfið væri vinnusparnaðurinn. Þar sem þiljurnar væru ekki negldar, sparaöist sá tfmi, sem færi i neglingar. Þá sparaðist vinna við spörslun og málun yfir nagla- hausa fyrir utan þaö að venjulega gengju naglahausar út meö timanum, þegar þiljur rýrnuðu,og væri þvi þarna einnig um sparnað i viðhaldi að ræða. Þá sögðu þeir að mikill kostur væri að ekki þyrfti að byggja tré- grind fyrst eins og venja er i milliveggjasmiö og þvi gæfist smiðum miklu meira olnboga- rými til uppsetningar veggjanna en áöur. Allar einingar mát- kerfisins væru léttar og meðfæri- legar, stærsta einingin væri 60 sm breiöog 2,5 m há. Geta mætti þess einnig I sambandi viö vinnu raf- virkja, aö raflögnin væri sett upp áöur en byrjað væri að setja upp veggina. Rafmagnsdósir væru þvi settar i veggina um leið og þeir væru reistir og gerðu smiöirnir þaö. Þannig mætti koma i veg fyrir að kalla þyrfti til vinnu rafvirkja i miöju verki. Uppsetning hurða sögðu þeir veröa mun einfaldari og fljótlegri með mátkerfinu en með hefö- bundnum aöferöum, þvi þær væru meö i einingunum og þar sem þær kæmu i veggi væri byrjað að setja þær upp, og haldiö áfram meö vegginn út frá þeim. Einnig kom fram I samtali við þá Óla og Edgar aö efnissparnað- ur með þessu kerfi væri umtals- verður, þar sem ekki þurfti aö setja lausholt I grind milliveggj- anna. Gerekti og sérstakt efni I kringum dyraop væri lika óþarft. Þá væri mjög auðvelt aö taka veggi byggöa meö mát-kerfinu niður og það væri ótviræður kost- ur ef fólk vildi breyta herbergja- skipan i hibýlum sinum. Þeir full- yrtu að heildarsparnaður með notkun mát-kerfisins væri I flest- um tilvikum um 30% miðað viö eldri aöferðir og sögðu dæmi til þess að sparnaöur hefði numið allt aö 40%. Óli Jóhann Asmundsson sagði að viða um land væri búið að setja upp milliveggi og loftaklæðningar mátkerfisins og væri það bæði i ibúðarhúsnæði, skrifstofuhús- næði, skólum og verbúðum. Meira aö segja hefði kerfiö verið notað við byggingu frystiklefa og i sundlaugarbyggingu, fyrir utan iönaöarhúsnæði. Þá sagði Óli að fyrirtækið hefði sótt um einkaleyfi fyrir þessari nýjung i átta löndum, þ.e. á öllum Norðurlöndum, i Kanada og Bandarikjunum og i Bretlandi. Fyrst væri sótt um einkaleyfið er- lendis og þá i Bretlandi og gæti tekið upp i fjögur ár aö fá það, en réttur umsækjenda væri tryggður gagnvart öðrum á meöan. Fyrir- tækið hefði selt framleiðslurétt- inn stórfyrirtæki i tréiðnaði i Noregi og væri það eflaust nýjung að islenskar uppfinningar væru þannig seldar úr landi. Norðmenn væru gömul og gróin trésmiða- þjóö og væri skemmtilegt til þess að vita að Islendingar stæöust þeim snúning á þessu sviði. Þeir Edgar væru tæknilegir ráögjafar þessa norska fyrirtækis bæði varðandi framleiösluna og sölu hennar. Væri það eflaust i fyrsta skipti, sem Islendingar fengjust við ráðgjöf á þessu sviöi fyrir er- lenda aöila. Þá kom fram hjá óla að finnskt stórfyrirtæki, sem hefði söluskrifstofur i mörgum löndum viöa um heim fyrir utan umfangsmikla framleiðslu i heimalandinu hefði sýnt þessari nýjung áhuga. Er spurt var um hvort ekki væri erfiöleikum bundið að fjármagna nýiðnaö af þessu tagi kváðust þeir Edgar og óii hafa fengið fyrir- greiðslu hjá hinum ýmsu sjóðum iðnaðarins, s.s. Iðnþróunarsjóöi og Iðnlánasjóöi. Þá hefðu Byggðasjóður, Landsbankinn og Húsnæðisstofnunin sýnt þessari nýjung áhuga og aðstoöað við fjármögnun, einnig Iðnþróunar- sjóður Suðurlands. Fyrirtækið hefði einnig sótt um fyrirgreiðslu hjá Norræna iðnaöarsjóðnum, en hann veitir fé til þróunarverkefna I iðnaði á Norðurlöndum. Er Óli var spurður hvort ekki mætti nýta þessa samsetningar- aðferö við byggingu ibúöarhúsa i einingurry sagði hann að sér virt- ist sem það væri vel mögulegt. Þeir félagar ynnu að þvi að hanna slik hús, en ennþá væru óleyst ýmis tæknileg vandamál i sam- bandi við öndun slikra húsa, þvi samsetningin væri algjörlega þétt. Hann sagöi það timaspurs- mál hvenær þessi mál myndu leysast og stefnt væri aö þvi að geta notað mátkerfið i útveggi og byggt þannig heilu húsin. Þegar það yrði mögulegt. myndi það valda miklum sparnaði I fram- leiðslukostnaði og þar með lækk- un á verði einingahúsa. — Svkr. Myndin sýnir veggklæöningu með mótkerfinu. Knegti eru negld á veggina og siöan eru langbönd negld á þau i réttri fjarlægö frá vegg. Þá cr fyrsta þiljan sett upp og siðan mátlistinn og svo koll af kolli.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.