Þjóðviljinn - 16.03.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 16.03.1982, Blaðsíða 16
DWÐVIlllNN Þriðjudagur 16. mars 1982 Kröfur Alþýðu- sambandsins: Kröfur alþýöusamtak- anna nú eru sem fyrr 13% grunnkaupshækkun á tveggja ára tímabili, að vísitölubætur verði i fullu samræmi við hækkanir á framfærsluvísitölu og að eftirvinna verði afnumin í áföngum, auk sérkrafna. Þetta kom fram á fyrsta viðræðufundi samninga- nefnda ASI og vinnuveit- enda í gær. A fundi 72ja manna nefndar ASI, sem haldinn var á föstudag, var undirnefnd þeirri sem kjörin var s.l. haust til að fara með við- Fulltrúar launþega og atvinnurekenda hittust i gær: kröfur um 13% grunnkaupshækkun og óskertar visitöiubætur á laun. Ljósm. —eik. 13% grunnkaups- hækkun, óskertar verðbætur launa Beint framhald viðræðna frá í haust ræður við atvinnurekendur falið að koma á fundum með atvinnu- rekendum. 1 henni eiga sæti auk Ásmundar Stefánssonar forseta ASI, formenn 8 landssamtaka - innan ASl, 1 fulltrúi iðnnema, 2 frá verslunarmönnum, 6 frá Verkamannasambandinu, 1 frá starfsfólki á veitinga- og matsölu- stöðum og einn fulltrúi frá Iðju. Við undirritun skammtimasamn- inganna sl. haust var ákveðið að þráðurinn skyldi tekinn upp að nýju, ekki siðar en 15. mars. Fram kom hjá Ásmundi Stefánssyni eftir fundinn með vinnuveitendum i gær að svo yrði að lita á aö hér væri um að ræða beint framhald þeirra viðræðna sem fram fóru i haust. — Þá var kröfum aðeins ýtt til hliðar um tima en ekki teknar af borðinu og standa þær þvi allar enn. Nýgerð athugun Kjararannsóknar- nefndar sýnir að atvinnurekendur telja sér fullfært að greiða hærri taxta en samtök atvinnurekenda hafa verið reiðubúin til þess að semja um. Það hlýtur því að vera lag til betri samninga, laun- þegum til handa. Samkomulag varð um það milli aðila á fundinum i gær að næstu fundir yrðu á vettvangi sátta- semjara og sáttanefndar siðar i þessari viku. Borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins fannst í Borgarfirði Mikil afturför ef horfið verður aftur til gamla tímans og flokks- pólitísks borgar- stjóra, segir Sigurjón Pétursson „Borgarstjóri er nú óhlutdræg- ur starfsmaður allra Reykvik- inga og reynslan af þessari skip- an hefur verið ákafiega góð”, sagði Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar i samtali við blað- ið I gær. ,,Nú hefur Sjálfstæðis- fiokkurinn tilkynnt að hann hygg- ist berjast fyrir þvi að horfið verði aftur tii gamla timans og settur flokkspólitlskur borgar- stjóri, borgarstjóri Sjálfstæðis- flokksinsjlann yrði yfirlýstur borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins og mun eðli sinu samkvæmt haga sér I störfum I samræmi við það”. Borgarstjórnarefni Sjálfstæðis- flokksins Davið Oddsson. Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins héldu um helgina fund i Borgarfirði, og var niðurstaða hans sú að Albert Guðmundsson og Markús Örn Antonsson báru upp og fengu samþykkta tillögu um að Davið Oddsson, efsti mað- ur listans, yrði borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins. „Valið i vor stendur um það hvort borgar- stjóri verður starfsmaður Reyk- vikinga allra ellegar borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins. Borgarbúar hafa nú i fjögur ár getað leitað með sin mál til borgarstjóra i fullri vissu um að ekki verði farið með erindi þeirra á flokkspóli- tiskan hátt eða þau metin út frá hagsmunum eins flokks, einsog tiökaðist I valdatið Sjálfstæðis- flokksins. Sú óhlutdrægni sem nú- verandi borgarstjóri hefur fest i sessi er mikils metin, og ég á bágt með að trúa að Reykvikingar vilji skipta á henni og flokkspólitisk- um borgarstjóra Sjálfstæðis- flokksins”, sagði Sigurjón Pét- ursson. —ekh flJppstlllmgarlundur í Hafnarflrði í kvöld IAIþýðubandalagsfélagið i Hafnarfirði gengst fyrir fundi I kvöld að Strandgötu 41 (Skálan- ! um) klukkan hálf niu. • A fundinum leggur uppstill- I ingarnefnd fram tillögur sinar I um skipan lista fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar 1982. Endanleg ákvöröun um skipan listans verður tekin af félags- mönnum. Ragnar Arnalds og Geir Gunnarsson mæta á fundinn og ræða stjórnmálaviðhorfin. Allir ■ stuðningsmenn G-listans vel- Ragnar Geir komnir. Kaffiveitingar á staðn um. Varþað einmitf svong semþu vildir hafa TREFJAJÓGÚRT Með jarðarberjum, rúsínum, eplum og grófu kornhismi SANNKALLAÐ HEILSUFÆÐI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.