Þjóðviljinn - 17.03.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.03.1982, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 17. mars 1982. viðtalið Stutt spjall við starfsmann Æsku . lýðsnefndar Alþýðu bandalagsins, Oskar Bergsson. Leshringur um frjáls- hyggju að hefjast Fyrir skömmu tók til starfa nýr starfsmaður Æskulyðs- nefndar Alþýðubandalagsins, en hann hefur aðsetur á skrif- stofu flokksins, Grettisgötu 3. Hann heitir Óskar Bergsson og við slógum á þráðinn til að spyrja frétta af starfi nefndar- innar. Við spurðum hann fyrst hvað Æskulýðsnefnd flokksins væri: „Æskulýðsnefnd Alþýðu- bandalagsins er auk þess að vera ein af nefndum miðstjórnar, ungliðasamtök flokksins, enda þótt sjálfstæði þeirra sé ekki eins mikið og annarra st jórnmálaflokka. Flokkurinn hefur hingað til álitið að allir félagar hans ættu að geta starfað saman aö sósialískum markmiðum hreyf- ingarinnar”. Eitthvað sérstakt á döfinni hjá ykkur? „Við höfum nýlega gefið út * f xn„l t r nefndar, sem við köllum Otrás. Þar skrifa m.a. tveir félagar v nefndinni, þeir Stefán Stefánsson og RUnar Geir Sig- urðsson, og fjalla um flokkinn, störf hans og stefnu. Otrás er gefið Ut á vegum Utgáfuhóps nefndarinnar og er strax farið að leggja drög að næsta frétta- bréfi. Hópurinn er einnig með i burðarliðnum Utgáfu tveggja veggspjalda sem eru samtengd og bera yfirskriftina: Full at- vinna — gegn atvinnuleysis- stefnu ihalds og krata. A vegum fræðsluhóps Æsku- lýösnefndar hófst svo i gær- kvöldi leshringur um fijáls- hyggjuna. Þar er ætlunin að lesa saman bók Birgis Björns Sigurjónssonar um þau mái. Upphaf þess var að við efndum til fræðslufundar um Frjáls- hyggju Birgis Bjöms og sá fundur var það vel sóttur að við ákváðum að efna til leshrings um bókina.” Hefur fólk áhuga á frjáls- hyggju? „Ef það áttar sig á þvi hvað i hugtatónu felst, er enginn vafi á að það hefur áhuga. Við höfum alltof lengi látið Morgunblaðið þessi mál, en á sama tfma sjáum við þessa stefnu i fram- kvæmd: milljónir manna ganga atvinnulausar i hinum kapitaliska heimi og allt sem heitir frjálshyggja hefur fyrir löngu gengið sér til húðar. Við teljum okkur geta bent á óteljandi rök fyrir því að þessi stefna i framkvæmd sé bæði hættuleg ogfyrir neðan virðingu hugsandi manna að færa fram” Fleira framundan hjá Æskulýðsnefnd? „Alveg á næstunnimunum við halda fund um þátttöku Alþýðu- bandalagsins i rikisstjórnum. Þar munu þeir Lúðvik Jóseps- son fyrrum ráðherra og Svanur Kristjánsson lektor Hafa fram- sögu og er ekki að efa að um- ræður verða fjörugar. Þessi fundur verður auglýstur siöar”. Þess má að lokum geta að fastur fundatimi Æskulýðs- .nefndar er kl. 17.00 á miðviku- dögum og er fundað i risinu á Grettisgötu 3. Þangað er auðvitað öllum flokksfélögum og öðrum stuðningsmönnum flokksins velkomið að koma og kynna sér starfsemina. Öldungar á flakki Myndasaga eftir / 7Q EMIL & HALLGRÍM V ±0 'f\ /IÐALFUNDI HERFQRINCJARAQSINS OG VAROANOI n'AL OLDUMGAMm... f=B(R VERÐA LlFLATMlR E/AIS og VENJULEGA ÞEGAR 'OLllNMlE ÁLPAST UIMGAÐ. HEYRIÐI, ÉG FANA/ ÞFTTA TÆ.KI SKRIÐDREKANUM. HVAÐ ÆTLI ÞETTA SE? i i i. i Úthlutað úr þjóðhátíðar- • / x* sjoði Norðmanna Úthlutað hefur verið styrkjum ur sjóðnum Þjóðhátiðargjöf Norðmanna á þessu ári. Norska stórþingið samþykkti i tilefni ellefu alda afmælis islands- byggðar 1974'að færa islending- um 1 milljón norskra króna að gjöf i ferðasjóð. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins, skal ráðstöfunarfénu sem eru vaxta- tekjur af höfuðstólnum sem er varðveittur i Noregi, varið til styrktar hópferðum islendinga til Noregs. Styrkir voru fyrst veittir úr sjöönum 1976 og fór nú fram átt- unda úthlutun. Ráðstöfunarfé sjóðsins var að þessu sinni 150 þúsund krónur. 23 umsóknir bárust um styrki en samþykkt var að styrkja eftirfarandi að- ila: Alþjööarlegar sumarbúðir barna: Björgunarsveitin Vik- verji: Nemar i matvælafræði i Háskóla tslands: Nemar i fé- lagsráðgjöf i Háskóla tslands: tþróttafélagið Þróttur Neskaup- stað: Starfshópur sálfræðinga, félagsfræðinga og lækna, Geð- deild Barnaspitala hringsins: Samtök sykursjúkra Reykjavik og nemendur á 4. stigi varð- skipadeildar Stýrimannaskóla tslands. Blööin skrifa meir og meir um mengunina. Blöðin! Þau búa nú til helminginn af þvi sem i þeim stendur. HuiTs Auk þess sem þau þegja um helminginn af því sem skeður. Semsagt: Blöðin eru ekki til! QUÚS) / „Oskalandið Sovét-ísland...” Rússneskur kennari: Hverjir voru fyrstu menn jarðarinnar? Nemandi: Tveir Rússar sem hétu Adam og Eva. Kcnnarinn: Hvernig veistu að þau voru rússnesk? Nemandi: Það er auðséð, þau voru nakin, áttu ekkert þak yfir höfuðið, aðeins epli á milli þeirra og þau kölluöu þetta Paradis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.