Þjóðviljinn - 17.03.1982, Side 3

Þjóðviljinn - 17.03.1982, Side 3
I----------------------------------------1 j Vinnuveitendasambandið: j Snýst gegn átaki ASÍ | um vinnuvernd I — Aukin vinnuvernd hlýtur uö vera hags- munir allra, segir Ásmundur Hilmarsson Vinnuveitendasamband islands hefur með bréfi dag- settu 9. mars sl. beint þeim ein- dregnu tilmælum til meðlima sinna að þeir hafi á sér sér- stakan vara gagnvart „einhliða málflutningi fulltrúa Vinnu- verndarráðs ASi innan veggja fyrirtækjanna.” Eins og kunnugt er hratt Al- þýðusamband íslands nýverið af stað herferð, sem hafa skal að markmiði aðkoma i veg fyrir vinnuslys og atvinnusjúkdóma á vinnustöðum eftir þvi sem kostur er á. Þessi fræðsluher- ferð er mjög i anda laga sem sett voru 1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnu- stöðum og gengu þau i gildi 1. janúar 1981. Er m.a. ætlunin að fram fari fræðsla innan fyrir- tækjanna sjálfra með fundar- höldum þar, veggspjöldum, bæklingum o.fl. 1 þessu bréfi vinnuveitenda kemur fram greinileg andstaða gegn allri viðleitni alþýðusam- Ukanna til að gera starfsum- hverfi launafólks þvi bærilegra. Sérstaklega er hnýtt i Vinnu- eftirlit rikisins og þess m.a. krafist að áður en nýjar reglur verði settar, fari fram mat á kostnaði er af þeim kann að leiða og atvinnurekstrinum er ætlað að bera. Þá hefur sam- bandið komið á fót sérstakri eftirlitsnefnd og er mæst til þess við eigendur fyrirtækja að þeir leiti umsagnar nefndarinnar um: „Allar beiðnir fulltrúa „Vinnu- verndarársins” um kynningarfundi og þess háttar i fyrirtækjum. Veggblöð, dreifirit o.þ.h. sem I túlka einhliða afstöðu stéttar- I félaga til atvinnuumhverfis- * og öryggismála og ætluð eru I til dreifingar innan fyrirtækj- | anna. ■ Hverskyns einhliða málflutning I annan innan fyrirtækja um | atvinnuumhverfis- og | öryggismál”. Við leituðum álits Asmundar | Hilmarssonar, starfsmanns | Vinnuverndaráðs ASl og hann ■ sagði: „Þessi viðbrögð hauk-1 anna i Vinnuveitendasambandi | Islands koma i sjálfu sér ekki á | óvart. 1 þeim gætir auðvitað • óþarfa tortryggni, þvi við höfum | alltaf litið svo á að baráttan | fyrir vinnuvernd væri til hags-1 bóta fyrir bæði launþega og þá ■ sem bera ábyrgð á fyrirtækj- I unum. Hér má segja að gæti | svipaðra viðhorfa hjá atvinnu- | rekendum og tiðkaðist á fyrri ■ hluta aldarinnar, þegar svo var I litið á að hvers kyns samtök | launþega væru tilræði við fyrir- | tækin”, sagði Asmundur ■ Hilmarsson að lokum. | Nútíma- tónlist í Nýlista- safninu Peter van Riper flytur eigin verk á sópransaxófón og ásláttarhljóðfæri A morgun og á föstudag verða haldnir tónleikar i Nýlistasafninu við Vatnsstig i Reykjavik á vegum Musica Nova. Það verður bandariski tónlistarmaðurinn Peter van Riper sem kemur fram og flytur eigin verk fyrir sópran- saxófón og ásláttarhljóðfæri. Tónlist Ripers þykir undir austurlenskum áhrifum og einnig koma fram i verkum hans áhrif frá tónlistarhefð indiána i N-Ameriku. Byggir hann tónlist sina á náttúruhljóöum og þeim hljómburði sem salarkynni gefa á hverjum stað. Riper hefur einnig fengist við myndlist og verða myndverk eftir hann til sýnis i l Nýlistasafninu. Myndin hér til hliðar er úr seriunni „draumtón- list”, — e.k. myndræn nótna- skrift, — en þær myndir verða m.a. til sýnis. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 bæði kvöldin. Smíðakennarar sýna í Námsgagnastofnun Logsuðutæki fyrir börn Félag islenskra smiðakennara opnaði nýlega sýningu á smiða- tólum sem notuð eru á grunn- skólastiginu. Sýningin fer fram á sýningarsvæði Námsgagnastofn- unarinnar að Laugavegi 166 (i Viðishúsinu). Þar gefur að lita flest þau tæki sem ættu að vera i kennslustofum smiðakennara um ailt land. Smiðakennslan er viða vanbúin og smiðakennarar halda einmitt samhliða sýningunni, ráðstefnu sem fram fer i Tónabæ þar sem rætt er um landsins gagn og nauð- synjar og ekki sist það sem stend- ur smiðamennt helst fyrir þrifum hér á landi. Það kennir ýmissa grasa á sýningunni i Námsgagnastofnun. Með þvi athyglisverðara er log- suðutæki sem ætlað er sem kennslugagn á grunnskólastiginu. Logsuða hefur hingað til ekki verið talin barnameðfæri, en hið nýja tæki er búið ýmsum ágætum eiginleikum sem gerir þaö mun hættuminna í notkun en eldri tækin. —hól 8I8|1I§!1 Þessu myndarlega skipi, Val RE 7, var slðastliðinn sunnudag hleypt af stokkunum hjá Bátalóni I Hafnarfirði. Skipið er hið þriðja I röðinni I sérstakri raðsmlði Bátalóns. Tvö hin fyrri voru Halldór Run- ólfsson NS 301 og Már NS 87. Skipið er 30 brúttólestir að þyngd. Eigendur eru Ingólfur Kristjánsson og synir hans Birgir Ingólfsson og örn Ingólfsson. Fjórða skipið I raðsmiði Bátalóns mun vera tilbúið seinni part aprilmánaðar. —hól Miðvikudagur 17. mars 1982. ÞJÖÐVILJINN — StÐA 3 Tveir af forsvarsmönnum hins nýja blaðs, Tryggvi Hansen og Guttormur Sigurösson, en hann er ritstjóri blaðsins. Nýtt síðdegisblað Nýtt siðdegisblað hóf göngu sina f gær. Blað þetta, sem gefiö er út af Sóteyjarsamtökunum i Reykjavik, mun þó fyrsta kastiö a.m.k. ekki koma út nema einu sinni I viku hverri, en vonast er til að blöðum fjölgi eftir þvi sem útgáfustarfseminni vex fiskur um hry gg. Talsmenn hins nýja blaðs, sem ber heitið Siðdegisblaöið, sögðu á blaðamannafundi sem haldinn var i gær i húsakynnum Sóleyjar- samtakanna, að blaðið myndi að mestu leyti fylgja eftir megin- markmiöum samtakanna, sem væru að berjast gegn efnahagsi- tökum auðhringa, auka viðsýni og gildismat hins almenna borgara, berjast gegn stóriðjufram- kvæmdum i þeirri mynd sem þær kæmu fyrir i dag o.s.frv. Þá vilja samtökin beita sér fyrir þvi að tslendingar nái fullkominni yfir- stjórn á vörnum landsins og aö auki vilja þau skera upp herör gegn mörgu þvi menningar- glundri sem flæðir yfir þjóðina og ógnar öllu frumkvæði okkar i menningarmálum, eins og það er orðaö I stefnuyfirlýsingu samtak- anna. Hið nýja rit er unniö I sjálfboða- vinnu, en ritstjóri þess er Gutt- ormur Sigurðsson. Ritstjórn skipa meölimir samtakanna sem samkvæmt upplýsingum munu vera á bilinu 10-20 talsins. A- byrgðarmaður er Sigmar E. Arnórsson. Forsvarsmenn blaðs- ins töldu það ekkert tiltökumál að hefja útgáfu á nýju riti og kváðu kostnað sama sem engan. Sóleyjarsamtökin hafa reyndar veriö tengd hinum alþjóðlegu Anada Marga samtökum, en for- svarsmenn blaðsins höfnuöu þeim tengslum. Blaöið er ekki ýkja stórt, 4 siður alls, en það atriöi mun standa til bóta með kaupum á prentvélum. Megin uppistaða hins nýja blaðs er almenn umræða um þjóö- félagsmál, en i skúmaskotum þess má finna ábendingar um hvernig bæta megi mataræði, s.s. með neyslu jurtafæðu. —hól. / Landsliðsflokkur á Skákþingi Islands Guðmundur Pálmason hugsanlega með á ný Landsliðsflokkur á Skákþingi islands fyrir árið 1982 verður háður i Norræna húsinu og fer fram dagana 2.-14. aprll. Mjög verður vandað til mótsins og þess má geta að hugsanlegt er að Guðmundur Pálmason, einn sterkasti skákmaður islendinga um árabil, verði meðal þátttak- enda. Iiann hefur ekki teflt á opinberu skákmóti siðan 1966. Verðlaun i landsliðsflokki nema samtals 34 þúsund krónum. 1. verðlaun verða 15þús.,2. verðlaun 9 þús. krónur, 3. verðlaun 6 þús. krónur,4. verðlaun 3. þús krónur. Keppni i öðrum flokkum á skák- þingi verður háð i skákheimili Taflfélags Reykjavikur að Grensásvegi 46dagana 3-12. april höl. I---------------------------------------- ! Framleiðslusamvinnufélag iðnaðarmanna: jBauð lægst í iSultartanga ISmiði og uppsetningu á lokum ásamt tilheyrandi búnaði fyrir Sultartangastiflu skal framkvæma á þessu og næsta ári. A föstu- daginn siðasta voru opnuð tilboð til þessa verks hjá Landsvirkjun og reyndist Framleiðslusamvinnufélag iðnaðarmanna vera með tvö I lægstu tilboðin. I Eftirfarandi tilboð bárust i verkið: I Bjóðcndur I* Framleiðslusamvinnufélag iðnaðarmanna Framleiöslusamvinnufélagiðnaðarmanna Vélsmiðjan Stál h .f. • Landssmiðjan IVevey SA GanzMávag Stálsmiðjan h.f. • VélsmiðjaOrmsog Viglundars.f. IZschokke Wartman AG Stálsmiðjan h.f. Newton Chambers Eng. Ltd. • Sorefame IGránges Hedlund Normi h.f. Glenfield & Kennedy Ltd. ■ SumitomoCorporation Tilboðsfjárhæð ikrónum (gengi 12.03.82) 7.883.300 8.694.646 8.806.000 9.337.200 9.741.857 9.770.031 9.929.682 10.170.132 10.599.340 10.759.909 11.207.827 11.480.570 13.461.772 14.391.720 14.901.233 16.324.103 Aætlun ráðunauta Landsvirkjunar 10.889.000 L Tilboðin verða könnuð nánar með tilliti til útboðsgagna og borin endanlega saman. Að þvi loknu mun stjórn Landsvirkjunar taka af- stöðu til þeirra. /

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.