Þjóðviljinn - 17.03.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.03.1982, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 17. mars 1982. Opið bréf til Svavars Gestssonar, formanns Alþýðubandalagsins , ,Heimamönnum er stillt upp við vegg” Sæll vertu, Svavar. Þakka þör fyrir spjallið, sem viö áttum i simann fyrir nokkru. Við ræddum um fyrirhugaöa Blönduvirkjun. ÞU baðst mig þá að lita við hjá þér ef ég ætti leið i höfuðborgina, til að ræða þessi mál frekar. A þvi hafði ég reynd- ar fullan hug og hef enn. En þaö hefur dregist úr hömlu, enda i nögu að snúast hér fyrir norðan. Og enn geUir orðið nokkur bið á þvi að við hittumst. Þvi langar mig aðsenda þér fáeinarlinur um þetta stærsta náttUruverndar- mál, sem til umræðu er hér á landi i dag. Raunar liggur mér svo margt á hjarta að fátt eitt af því rUmast i opinberu sendibréfi. En litum á aðalatriði málsins. Það má virkja með ýmsu móti Það er meö Blöndu eins og önn- ur vatnsföll.hana má virkja með ymsu móti. SU leiö, sem stjörn- völdog þar með þú sjálfur, stefna á, hefur verið kölluð leið I. Blanda yrði þá stifluð við Reftjarnar- bungu og 56 ferkm. af vel grönu og frjósömu landi sökkt undir grunnt miðlunarlón. A öllu þessu griðarlega flæmi á aðeins að geyma 420 gigalitra af nytanlegu vatni. Til samanburðar getur þU t.d. haftað Þórisvatn er nálægt 70 ferkm. að flatarmáli, en geymdi, samkvæmt tölum frá árinu 1979, 972gigalitra af nýtanlegu miölun- arvatni. Er þvi nema von að menn spyrji hvort ekki sé unnt að „þjappa” þessu vatni meira sam- an, þannig að lónið verði dypra en aö sama skapi minna að flatar- máli? Bjarga frjósömu landi? Og svarið liggur fyrir. Þetta er ofur auövelt. Með þvi að stifla Blöndu svolitið ofar, við svonefndan Sandárhöfða er unnt að bjarga 46% af gróna landinu eða u.þ.b. 25 ferkm. Þá er miðað við að miöl- AUGLYSING um aðalskoöun bifreiöa i lögsagnarum- dæmi Keflavikurflugvallar fyrir árið 1982. Aðalskoöun bifreiöa fer fram i húsakynn- um biíreiðaeftirlitsins að Iðavöllum 4, Keflavik, eftirtalda daga frá kl. 8 til 12 og 13 til 16. Þriðjudaginn 23. niars J-1 til J-75 Miðvikudaginn 24. mars J-76 til J-150 Fimmtudaginn 25. mars ,1-151 til J-225 Föstudaginn 26. mars J-226 og yfir. Við skoðun skal framvisa kvittun fyrir greiðsfu bifreiöagjafda, svo og gildri ábyrgðartryggingu. Vanræki einhver að færa bifreið til skoð- unar á auglýstum tima, verður hann lát- inn sæta ábyrgð að lögum og bifreiðin tek- in úr umferö hvar sem til hennar næst. Lögreglustjórinn á Keflavikurflugvelli, !). mars 1982. Forval Stjórn Sjóefnavinnslunnar h.f. hefur ákveðið að efna til forvals á verktökum vegna byggingar pönnuhúss, sem er tæp- lega 200 fermetrar á einni hæð, og er hluti af byrjunaráíanga Sjóvinnslunnar á Eeykjanesi. Áætlaður framkvæmdatimi er mai-okt. 1982. — Forvalsgögn verða afhent á skrifstofu Sjóefnavinnslunnar, Vatnsnesvegi 14, Keflavik, frá og með 17. mars 1982. — Þeir verktakar, sem áhuga hafa á að gera tilboð i verkið, skili skýrslu um starf- semi sina til skrifstofu Sjóefnavinnsl- unnar fyrir 25. mars n.k., þar sem fram komi: Fjárhagur fyrirtækis og fjárhagssaga undanfarinna missera. Velta fyrirtækis, miðað við ársgrundvöll. Tækjakostur (starfsmenn). Reynsla. Verkefni (núverandi og umsamin). Sjóefnavinnslan h.f. unargeta lónsins veröi sú sama og samkvæmt leið I eða 420 gigalitr- ar. Þessi tilhögun hefur verið kölluð leið II, og við hana eru reyndar nokkur tilbrigöi, sem vissulega gætu komið til skoöun- Er til ókeypis náttúruvernd? Enhverskyldi nU vera kostnað- armunurmn á þessum tveimur aðferðum? Hann hiytur aö vera verulegur fyrst stjórnvöld ein- biína svo á þann kostinn, sem veldurnæstum tvöfalt meiri land- eyðingu. Eins og þU áreiðanlega veist er opinbera talan sU að leið II sé 9% dyrari en leiö I. Hér sak- ar ekki að hafa það i huga, að Fljótsdalsvirkjun og Sigöldu- virkjun, sem báðar eru taldar mjög hagkvæmar virkjanir, reiknast 20-40% dýrari en Blanda I. En þU veist náttUrlega lika, Svavar, að þessi 9% tala er röng M.a. vegna þess að bætur sem reiknast um 5% af byggingar- kostnaði virkjunarinnar, eru ekki með í þessu dæmi og ætla má að þegar 25 ferkm. af grónu landi bjargast, verði skaðabætur minni sem þvi nemur. Af þesari ástæðu, og fleirum sem ég get ti undað nánar þegar við hittumst, væri nær að segja aö kostnaðar- munurinn væri á bilinu 4-9%. Og vel að merkja. Landið sem slikt, burtséðfrá öllu ærgildatali, er þá metið á kr. 0,00. Þetta finnst mér og mörgum fleirum hér, litið verð fyrir frjósamt land sem verið væri að bjarga um framtið. Ekki sist, þegar tekið er tillit til þess, að við greiðum þessa upphæð i eitt skipti fyrir öll. Og getum við ekki, Svavar, verið sammála Ól- afi Dýrmundssyni um þaö að náttúruvemd sem ekkert má kosta sé hégómi einn. Hvers virði er gróðurmoldin? Ég gat þess í upphafi, að átökin sem nú eiga sér stað um virkjun Blöndu, snerust um stærsta nátt- Uruverndarmál sem uppi er hér á landi í dag: bæði eitt sér og i við- ari skilningi. Hér er nefnilega tekist á um það, hvort landið, gróðurinn og ekki sist gróður- moldin skuli hér eftir sem hingað tíl, metið einskis virði i ,liag- kvæmniútreikningum” tækni- krata. Ég hef um árabil aliö þá von i brjósti að m.a. Laxárdeilan og auk þess almenn siðari tima þekking á samhengi alls hins skapaða, hefði kennt mönnum þá lexiu að virkjun, eins og t.d. leið I við Blöndu, ætti einfaldlega ekki aö koma til greina. Slíkri hel- stefnu skyldi visað á bug strax á teikniborðinu. Til skyringar þess- um orðum minum, langar mig til aðdraga uppfyrir þig mynd.sem sýnir ljóslega hrikaleik þessarar stefnu. Eins og þti vafalaust veist er það í dag hald manna að sti vatns- orka sem „hagkvæmt” er talið að virkja hér á landi, næmi eitthvað nálægt 30.000 gigavattstundum. Það er einnig álit sérfróöra manna að miðlunarstig raforku- kerfisins þurfi að vera um 0,30. Þ.e.a.s. 30% af árlegri rafmagns- framleiðslu þurfa að vera bundin i miölunarlónum sem vetrarforði. Við sjáum þvi, að miðaö við full- nytmgu vatnsorkunnar þurfum við að geyma um 9000 gigavatt- stunda orku i miðlunarlónum. Fyrirhugaö 420 gigalitra Blöndu- lón geymir hinsvegar aöeins tæp- lega 300 gígavattstunda orku. Þ.e.a.s., ef allur okkar vetrar- forði væri geymur i „Blöndulón- um” þyrftum við 30 — þrjátiu — slik lón. Skyldi þá ekki skipta nokkru máli hvort gróna landið sem undir hvert þessara 30 lóna fer, er 56 ferkm. eða 30 ferkm? Sjálfum finnst mér 30 ferkm meira en nóg. Söngur „Blöndunga” I framhaldiaf þessu langar mig til að minnast örlitið á áróðurslag nokkurt sem svokallaðir „Blönd- ungar” syngja fullum hálsi um okkur andstæðinga tilhögunar I. Ég hef reyndar i tvigang heyrt þingmann minn og samráðherra þinn, Ragnar Arnalds, raula þetta lag á fundum hér nyrðra. „Þér hræsnarar” syngja þeir. „Þið kallið ykkur landverndar- mennogþykist vilja bjarga landi við Blöndu eai ætlið svo að sökkva jafnmiklu landi austur i Fljóts- dal”. Hér kveður vitaskuld við falskan tón og sleggjudómar upp kveðnir. Fyrir það fyrsta ræðum viðekki svo mikið um Fljótsdals- virkjun og munum tæpast gera á meðan heimamenn láta sér hana vel líka. I annan stað höfnum við ekki alfarið virkjun Blöndu. Þvert á móti höfum við marg itrekað sagt, að við viljum stifla Blöndu við Sandárhöfða. En sem svar við þessu áróðurslagi má benda á að fyrirhuguð miðlun ý Fljótsdal geymir riflega 1000 —' þtisund — gigavattstunda orku. Þ.e.a.s. á móti 30 „Blöndulónum” þyrftum við aöeins 9 „Fljótsdals- lón”. Rafmagnsskortur ekki yfirvofandi Nei, Svavar minn góður, hér er á ferðinni mikið mál og illa að því staðið af hálfu stjörnvalda. Heimamönnum er stillt upp við vegg og við þá sagt: Annaö hvort samþykkið þið virkjun Blöndu samkvæmt leiö I eða htin verður ekki næsta virkjun. Þetta eru vitaskuld bþolandi lirslitakostir og þjbna þeim tilgangi einum að þvinga menn, sem fyriralla muni vilja fá virkjunina, til að fallast á þessa tilhögun jafnvel þó að þeir hinir sömu viðurkenni, aö frá landverndarsjónarmiði sé þetta versti kosturinn. Og mér er spurn. Hvernig réttlætið þið þessa úrslitakosti þegarþað liggur fyrir i fyrsta lagi: að virkjun Blöndu skv. tilhögun II er til muna ódyr- ari en bæði Fljótsdals- og Sultar- tangavirkjun? Og i öðru lagi: eft- ir að Hrauneyjafossvirkjun er komin í gagnið og veituaögerðun- um sem þegar hefur verið ákveð- ið að framkvæma á Þjórsár- Tungnársvæðinu, iýkur, höfum við nóg rafmagn til almennra nota fram yfir 1990. Her ere.t.v. rétt að staldra ögn við og skjóta nú þegar stoðum undir þessa siðustu fullyrðingu, því svo rækilega hefur ráðamönn- um tekist að koma þvi inn i höfuö miigamannsins hér, að raf- magnsskortur sé yfirvofandi verði ekki nii á næstu vikum tekin ákvörðun um næstu virkjun. Ég vil þá i fyrsta lagi benda þér á fylgiskjal 1 á bls. 6 i frumvarpi til laga um raforkuver frá s.l. vori, sem þú hefur væntanlega undir höndum. Ennfremur get ég vitn- að í skyrslu frá RARIK dagsettri i október s .1. en þar segir orðrétt á bls.49: „Eflitið er nánar á mynd 10.1. sésbað aðgerðir á Þjórsár- svæðinu duga einar sér fram yfir 1990, ef eingöngu veröur virkjað fyrir almennan markað”. Hvað liggur á? Hvers vegna þá þetta ofboö? Liggur e.t.v. svona mikið á með stóriðjuna „sem flestir eru sam- mála um að koma skuli” svo vitn- að sé i fjögurra mánaða gamla skyrslu frá Landsvirkjun? Nei, Svavar. Við höfum nægan tíma til aö stokka upp spilin og leita lausna sem menn geta sam- Þórarinn Magníisson: „Hin stað- reyndin er sti, að íit um allan heim er stöðugt og með ógnvekj- andi hraða veriö að ganga á und- irstöðu alls þess, sem lifsanda dregur, hið græna lif og gróður- moidina, sem það þrifst i”. einast um. Látum stóriðjuna frekar bíða. Þar erútlitið ekki svo glæsilegt í augnablikinu. Og hér vil ég leyfa mérað koma með tvær fullyrðingar. 1 fyrsta lagi: sá „sæmilegi friður” sem allir voru a.m.k. sammála um að þyrfti að rikja um virkjun Blöndu, næst aldrei ef virkja á skv. leið I. Um það vitna m.a. ny- stofnuð samtök um landvernd á vatnasvæði Blöndu og Héraös- vatna og hinn fjölmenni félags- fundur, sem þau stóðu fyrir ny- lega og þér er kunnugt um, svo og fjölmargar ályktanir sem birst hafa i fjölmiðlum. Og í öðru lagi: tiltölulega auðvelt yrði að ná samkomulagi við heimamenn um virkjun Blöndu með stiflu við Sandárhöfða, hvernig sem sti til- högun endanlega yrði. Tilheyrir lörðin okkur eða við henni? Það er nli timi til þess kominn að fara að slá botninn í þetta bréf. Aö lokum vil ég þó segja þetta: • Ég hef stundum getið þess i um- ræðum um þetta mál að tvær staðreyndir beri ávallt að hafa i huga, svona eins og i bakgrunni. önnur ersb,að eigi ibúar þessar- ar jarðkringlu nóg af einhverjum lifsnauðsynjum, þá er það orka. (Og hér á ég ekki við kjarnorku). Spurningin er aðeins um tækni til að nyta hana og hvað við viljum greiða fyrir orkuna. Hin stað- reyndin ersú að Utum allan heim er stöðugt og með ógnvekjandi hraða verið að ganga á undir- stöðu allsþess sem lifsanda dreg- ur, hiö græna lif og gróðurmold- ina sem það þrifsti. NU á timum benda menn gjarnan á eyðingu hitabeltisskóga Brasiliu i þessu sambandi. En við vitum það áreiðanlega1 báðirSvavar, að þar er gömul saga aðeins að endur- taka sig enn einu sinni, og gerist. viðar en i Brasiliu. Þessi gamla og þó siunga saga,þar sem vonin um skjbtfenginn skammtíma gróða byrgir mönnum svo gjör- samlega syn til framtiðarinnar, að „yfirveguð stórslys” af þvi tagi sem nU gerast á Amason- svæðrnu i Brasiliu og fyrirhuguð eru við Blöndu, virðast jafn ár- viss og gangur himintungla. Ég get ekki leynt þvi, Svavar, að mér er það mikið harmsefni hvernbás þingmaðurminn og um margt ágætur skoðanabróðir, Ragnar Arnalds, hefur markaö sér í þessu máli. En um þaö ræði ég ekki frekarhér. Menn koma og fara. Hitt þætti mér öllu verra, ef Alþyðubandalagið sem stjbrn- málaflokkur drægi ekki lærdóm af mistökum ymissa „bræðra- flokka” 'a meginlandinu sem neytt hafa svonefnda „græn- ingja” til að stofna sin eigin póli- tísku samtök, þó flest þetta fólk eigi samleið með sósialistum. Slíkt má ekki henda hjá okkur. Hér er mikið vandaverk aö vinna og ábyrgð þin sem flokksfor- manns mikil. Og Blöndumáliö er prófmál. Meö bestu kveðju. Frostastööum 1. mars 1982 ÞórarinnMagnUsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.