Þjóðviljinn - 17.03.1982, Page 12

Þjóðviljinn - 17.03.1982, Page 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 17. mars 1982. Viðtöl við fulltrúa á sveitarstjórnarráðstefnu AB „Fólkið ráði sjálft at vlnnuf yrírt ækjum” — Blessaður vertu, viö erum búin aö ganga frá framhoös- iistanum, ekki eftir neinu aö biöa meö þaö, sagði ólafur Þ. Jónsson á Þingeyri. Hreppsnefndin hjá okkur er skipuð fimm mönnum. Tveir voru kosnir af lista óháöra, tveir af lista Framsóknar og ihaldið hefur einn. Það vantaði aðeins herslumuninn seinast aö viö næðum einum manni. Að þessu sinni nefnum við iista okkar lista vinstri manna. Við eigum von á að hann fái drjúgt fylgi. Nýtt fólk hefur flutt hingað á kjörtimabilinu, annað vaxið upp og þær breytingar álitum við okk- ur hagstæðar. Við höfum hér einn togara og nú er Kaupfélagið að festa kaup á öörum. Þess er að vænta aö at- vinna og eftirspurn eftir fólki aukist mjög með tilkomu hans. Það kallar auðvitað á ýmsar framkvæmdir og þá gildir að taka mannlega á móti. Og þar veltur mikið á viðbrögöum hinnar nýju sveitarstjórnar. Hún þarf að búa vel i haginn fyrir það fólk, sem ætla má að vilji flytja til okkar og við þurfum að fá. Og þá hlýtur öflun húsnæðis að vera efst á baugi. Enginn flytur þangað sem ekkert húsnæði er að fá, hvað sem öðru liður.og það er nú ekki úr of miklu að moða af þvi hjá okkur á Þingeyri. Enda mun það vera svo viða út um land, að húsnæðis- skorturinn stendur fólksfjölgun þar fyrir þrifum. — Og nóg að gera á Þingeyri? — Já, það má segja það. Kaup- félagið er aðal vinnuveitandinn og hefur svo verið lengi. Og það eru einmitt þesskonar fyrirtæki sem skapa öryggi fyrir afkomu fólksins á hverjum stað. Eignir þess verða ekki fluttar burtu. Þær eru kyrrar á þeim stað þar sem þær myndast og notast fólkinu þar. Þær eru þess eign. Þvi er öðru visi farið en oft vill verða með einkabraskið, eins og dæmin sanna viðsvegar um land. Þess- vegna riður á þvi að fólkið sjálft ráði atvinnufyrirtækjunum á hverjum stað. Kaupfélagiöhefur staðiö i mikl- um framkvæmdum að undan- förnu. Á fáum árum hefur það komið upp beinaverksmiðju, sláturhúsi, vélaverkstæði og nýrri frystigeymslu. Má segja, að það sé hér allt i öllu hvað atvinnu- rekstur áhrærir og þá um leið við sjálf, félagsmennirnir. Það er þvi augljóst mál að mikið riður á þvi að gott samstarf sé með Kaup- félaginu og þeim, sem fara með málefni sveitarfélagsins. Að þvi munu vinstri menn vinna. Mér finnst þessi ráðstefna ágæt. Hér hafa verið flutt fróðleg erindi og viö höfum orðið margs visari. Það er góðs viti fyrir Al- þýðubandalagiö i komandi kosningum að hér skuli vera samankomnir mikið á annað ólafur Þ. Jónsson: „Nýtt fóik hefur flutt hingaö á kjörtimabil- inu, annað vaxiö upp og þær breytingar álitum viö okkur hag- stæðar”. Mynd: —eik hundrað áhugamanna um sveitarstjórnarmál. En nú má ég ekki vera að þessu lengur, vertu blessaður. —mhg Fjármálastjórn íhaldsins er með eindæmum Meðal þeirra isfirðinga, sem sóttu sveitarstjórnarráðstefnu Al- þýðubandaiagsins á dögunum var Þuriður Pétursdóttir. Þegar fundum bar saman á förnum vegi, nánar tiltekið á ganginum framan við fundarsalinn á Hótel Esju, notaðiblaðamaður tækifær- ið og spurði Þuriði: — Hvernig leggjast kosning- arnar i þig? — Fæst orð hafa minnsta ábyrgð,svaraöi Þuriöur.En ég sé á hinn bóginn enga ástæðu til þess að vera svartsýn. Við byrjuðum nú kosningaundirbúninginn raun- ar strax i haustmeð þvi að kjósa 10 manna bæjarmálaráð, er hafa skyldi meö höndum frekari undir- búning og stjórn kosningabarátt- unnar. Okkur barst bréf frá ihald- inu, i desembermánuði, þar sem boðið var til viðræðna um sam- eiginlegt prófkjör og við sáum ekki ástæðu til annars en taka þvi. Og það stendur nú yfir. (Þvi er raunar lokið þegar þetta spjall birtist eins og frá hefur verið skýrt hér i blaðinu.) Viö eigum núna einn fulltrúa i bæjarstjórninni en hún er skipuð 9 mönnum. Okkur vantaði aðeins 7 atkv. seinast til þess að fá tvo mennkjörna. Meirihlutasamstarf er i bæjarstjórninni með ihaldinu og þeim, sem kaila sig óháða en okkur sýnist nú kratar með i þvi púkki þótt með óformlegum hætti sé. Fjármálastjórnin hjá i'haldinu hefur verið með þeim eindæmum ákjörtimabilinu að það væri með hreinum Olikindum ef fólk fýsti að fela þvi hana áfram. Þegar d það og fleira er litið, m.a. hversu litlu munaði að við fengjum tvo menn kosna seinast, þá sé ég enga ástæðu til þess að Alþýðubanda- lagið geti ekki reiknað með þvi að fá tvo fulltrúa kjörna nú. En auð- vitað þarf að vinna vel til þess; ekkert kemur af sjálfu sér. Ég tel lika að Alþýðubandalag- ið starfi býsna vel á Isafirði. Við höfum verið með fundarhöld og viö gefum út blað, Vestfirðing, sem við vinnum alveg sjálf að öðru leyti en þvi, aö það er prent- að i' Reykjavik. — Einu sinni var tsafjörður nefndur „rauði bærinn” minnir mig. Liklega er sá litur eitthvaö farinn að dofna? — Jú, ekki er nú alveg laust við þaö. Að visu heldur nú ihaldiö nokkurnveginn sínum gamla lit en ýmsum þykir sem kratarnir hafi ærið upplitast frá þeim ár- um. Það slærekki einu sinni leng- ur á þá rauðlitri slikju hvað þá meir. — Hefur þii setið svona ráö- stefnu áður? — Nei, það hef ég nú ekki gert; ekki haft til þess aðstöðu. En ég sé sannarlega ekki eftir þvi að hafa eytt tima i að mæta hérna núna. Hér kynnist fólk sem er að fást við svipuð viðfangsefni hvert isinu byggðarlagi, skiptistá upp- lýsingum og skoðunum og leitast við að móta megin stefnu. Við þurfum bara að fá aðra slika að kosningum loknum. Og einu vil ég svo koma að i sambandi við Þjóðviljann: Ég held að hann eigi fyrst og fronst að vera pólitiskt málgagn. Ekki Þuriður Pétursdótti: „Þaö slær ekki einu sinni lengur á þá rauö- litaðri slikju hvað þá meir”. Myndí — eik. að eyöa takmörkuðu rúmi si'nu i að birla fréttir, sem allir geta séð og heyrt allsstaðar. Og þar með missti ég Þuriði á ráðstefnuna. — mhg Atvinnumálin viðfangsefnið — Við Alþýðubandalagsmenn I Egilsstaðakauptúni efndum til sameiginlegs prófkjörs mcð Framsókn og ihaldi um skipan framboðsiista til sveitarstjórnar- kosninga þeirra, sem nú fara i hönd. Iljá okkur verður sú breyting.að Sveinn Arnason, sem len0 hefur setið i sveitarstjórn- inni af okkar hálfu, gefur nú ekki kost á sér. Við höfum tvo menn af sjö, sem hreppsnefndina skipa og Björn Ágústsson sem var í öðru sæti listans hjá okkur við siöustu kosningar, færist nú upp i fyrsta sæti. Mér finnst allt benda til þess.að við eigum nú auknu fylgi að fagna og stefnum ákvcöið aö því að fá þrjá menn kjörna að þessu sinni. — Er mikið félagsstarf hjá AI- þýöubandalaginu? — Já, ég held ég megi segja að það sé býsna öflugt. Félag okkar er ekki bundið við Egilsstaða- kauptún eitt, heldur nær yfir Héraðiö alltog nefnistsamkvæmt þvi Alþýöubandalag Héraðs- manna. Það hefur verið starf- samt en samt sem áður hyggjum við á enn meira og öflugra starf. Þó að sveitarstjórnarkosningar séu nú á næsta leiti og starfið beinist þvi fyrst og fremst að þeinxþá skyldi þvi ekki gleymt, að alþingiskosningar eru einnig framundan þótt lengra séu undan landi og árangur i kosningum veltur ekki hvað sist á öflugu og skipulegu starfi. — Egilsstaöakauptún er faileg byggö, sem myndast hefur á til- tölulcga fáum árum. Attu von á þvi að vöxtur þess verði jafn ör á næstu árum og hann hcfur verið til þessa? — Þess er nú kannski varla að vænta. Og til þess að svo mætti verða þyrftu atvinnumögu- leikarnir að aukast. Atvinnulifið i kauptúninu hvilir einkum á tveim megin stoðum. Annarsvegar byggist þaðá margháttaðri þjón- ustu við sveitirnar hér i kring. Þessvegna er það mikilsvert fyrir vöxt og viðgang Egilsstaðakaup- megin- túns að blómleg byggð haldist þar. Og sem betur fer bendir margt til þess að svo muni verða áfram. Að hinu leyti er það svo iðnaðurinn.Hann ertalsverður,en þvf miður einkum bundinn við að koma upp ýmsum stærri bygg- ingum, sem verið hafa að risa hér. Slikar framkvæmdir eru auðvitað timabundnar og taka enda. Og þegar þeim lýkur þá vantar okkur iðnað sem við getur tekið og er varanlegur. Það er höfuðnauíeyn að koma honum á fót og efla svo sem föig eru frek- ast til. I raun og veru búum við ekki viö nægilegt atvinnuöryggi a.m.k. ekki eigi byggðin að halda áfram að vaxa. Þessvegna tel ég að atvinnumálin hljóti að verða megin viðfangsefni sveitar- stjórnarinnar næsta kjörtimabil. — Eins og við gátum um hefur Egilsstaðakauptún vaxið tiltölu- iega mjög hratt. Hafa nauðsyn- legar framkvæmdir i sveitar- félaginu haldist i hendur við þann vöxt? — Nei.okkur hefur nú ekki tek- ist að fylgja nógu fast eftir i þeim efnum. Að þvi leyti má segja að kauptúnið hafi vaxið okkur yfir höfuð. Þarna þarf auðvitað úr að Laufcy Eiriksdóttir: „Arangur i kosningum veltur ekki hvaö sist á öfiugu og skipulegu starfi”. Mynd: eik. bæta og er verið að gera eftir þvi sem ástæður leyfa. Og án þess að vikja frekar að þvi i þessu snar- heitaspjalli okkar þá má nefna, að við erum nú með i framkvæmd fimm ára áætlun um varanlega gatnagerð. Hún út af fyrir sig er mikið átak. Og svo segi ég bara: Þökk fyrir ráðstefnuna. —mhg Fyrirlestur um stjórnun Povl Hjelt stjórnarfor- maöur Dansk Management Center og fyrrum forstjóri Dönsku rikisjárnbrautanna dvelur nú her á landi i boði Stjórnunarfélags tslands. Povl Hjelt mun flytja fyr- irlestur í boði viðskiptadeild- ar Háskóla Islands og verður hann haldinn í hátiðasal Há- skólans miðvikudaginn 17. mars kl. 17:00. Fyrirlesturinn nefnist „Ledelse 1990” og mun hann þar gera grein fyrir niður- stöðum umfangsmikilla at- huguna og umræðna sem fram hafa farið i Danmörku um það efni. Fyrirlesturinn eropinn öll- um. ✓ Islands- kynning í Luxemburg Þessa dagana stendur yfir tslandskynning i Luxem- borg, kynningin h'ofst 4. mars og lýkur 21. mars. Að tslandskynningunni standa Flugleiðir, Ferða- m'alaráð, Otflutningsmiðstöð Iðnaðarins og Ferðaskrif- stofa rikisins en undirbtin- ingur hefur verið i höndum ofangreindra aðila hér heima og Flugleiða i Luxem- borg. Auk þess hafa tslend- ingafélögin í Luxemborg veitt mikilsverða aðstoð við framkvæmd kynningarinn- ar. Veitingahtisið Cockpit Inn og Areogolf Sheraton Hotelhafa tekið virkan þátti starfinu. Við opnun tslandskynning- arinnar varð mikils áhuga vart meðal Luxemborgara, að heimsækja Island, og er ekki ofsögum sagt að þessar tvær smáþjóðir eiga ýmsa sameiginlega hagsmuni þött önnur byggi eyju i miðju Atlantshafi en hin sé um- kringd störþjóðum i hjarta Evrópu. I Kvöldvaka á ■ vegum Félags I ísl. rithöfunda • Kvöldvaka á vegum Fé- | J lags íslenskra rithöfunda 1 ■ verður haldin að Hótel Esju I næstkomandi fimmtudags- I I kvöld og hefsthún kl. 20.30. A I , dagskrá verður flutningur á * ■ verkum rithöf undanna I I Sveins Sæmundssonar, Eð- I varðs Ingólfssonar, Gunnars • , Dal og Þrastar J. Karlsson- 1 ■ ar, og lesa þeir tir óbirtum I verkum. Félagar eru beðnir I um að láta sig ei vanta og I , taka með sérgesti. I Bekkjar- : deildum veröi I ekki fœkkaö ■ Eftirfarandi samþykkt var I I gerð á almennum hverfa- I I fundi i Vogaskóla 9. mars I | 1982. • ■ „Almennur fundur ibtia I I Vogahverfis, haldinn á veg- I um Foreldra- og kennara - I , félags Vogaskóla 9. mars J ■ 1982. Fundarmenn krefj- I ast að bekkjardeildum verði I ekki fækkað, kennurum , verði ekki fækkað og * ■ kennslustofur verði ekki af- I hentar öðrum stofnunum til I frambtiðar. , Fundarmenn álita, að J ■ skólinn þurfi að hafa góða I I möguleika á að taka við I nemendum þegar grunn- ■ , sk'olanemendum fjölgar i ! Ihverfinu eða nýjum hverfum i nágrenninu”. Þessitillaga var samþykkt '

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.