Þjóðviljinn - 18.03.1982, Page 5

Þjóðviljinn - 18.03.1982, Page 5
Fimmtudagur 18. mars 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Stjórnarslit vofa yfir í Vestur- Þýskalandi: Foringi miðflokksins Frjálsra demókrata í Vestur-Þýskalandi, Hans Dietrich Genscher utan- ríkisráðherra hefur gefið það til kynna að innan tíðar geti menn búist við stjórnarslitum og taki þá flokkur hans upp st jórnarsamstarf við Kristilega demókrata. Sósíaldemókrataf lokkur Helmuts Schmidts kansl- ara á við mikla innri erf iðleika að etja og getur svo farið að stofnaður verði nýr vinstri f lokkur í landinu. Genscher haföi fyrir skömmu sagt við blaðakónginn Axel Springer, að „eftir tvo-þrjá mánuði kemur upp ný staða”. Nú um helgina talaði Genscher um það að „FDP (Frjálsir demókratar) og hin hægri- sinnaða stjórnarandstaða (CDU/CSU) „hefðu nálgast hvorir aðra með ánægjulegum hætti á sviði utanrikismála”. Um leið lét hann i ljós áhyggjur af þvi að sósialdemókratar væru „að renna burt frá sam- eiginlegum utanrikispólitiskum grundvelli i stjórninni”. Kanslarinn og USA Með viðvörun af þessu tagi er Genscher ef til vill að láta i ljós áhyggjur sinar af þvi fylgi sem friðarhreyfingin á meðal sósialdemókrata, ekki sist meðal yngri kynslóðarinnar. Schmidt kanslari hefur i vax- andi mæli lent i klemmu á milli andstæðinga kjarnorkuvig- búnaðar i eigin flokki og eigin Genscher, formaður Frjálsra demókrata (til hægri) tekur úr bjór- kollu með Franz-Josef Strauss, fyrrum kanslaraefni Kristilegra. „Bráðum kemur upp ný staða”. um flokks sósialdemókrata: það á að skera niöur útgjöld til félagsmála frekar en orðið er, draga úr atvinnuleysisbótum og þar fram eftir götum. Vandi sósialdemókrata er þá ekki að- eins sá, að þurfa að semja við borgaralegan flokk um slika hluti: þeir hafa, eins og Eppler, einn af foringjum vinstri arms flokksins, bendir á i viðtali við Spiegel, ekki getað komið sér saman sjálfir um hvers konar barátta gegn atvinnuleysi gæti reynst árangursrikust. Fylgistap Agreiningur meðal sósialdemókrata sjálfra um vigbúnað, umhverfisverndar- mál, orkustefnu og fleira hefur leitt til þess nú siðast, að fylgj- endur hans sátu heima i stórum stil eða leituðu til vinstri i nýaf- Schmidt sendur í stjórnarandstödu? skuldbindinga um að fylgja eftir ákvörðunum Nató um ný eld- flaugakerfi i Evrópu. Og ekki hefur það bætt úr skák, að bandariskir áhrifamenn hafa mjög legið Schmidt á hálsi fyrir að hafa ekki brugðist nógu hart við herlögum i Póllandi. Sch- midt hefur reyndar haldið þvi fram i nýlegu viðtali að Reagan forseti og ráðgjafar hans hafi ekki lagt að sér um að hætta við áður gerða samninga um gas- kaup frá Sovétrikjunum i refsingarskyni vegna herlaga i Póllandi. En það er augljóst, að kanslarinn hefur átt i vaxandi erfiðleikum með að útskýra fyrir bandariskum ráðamönn- um „austurstefnu” Þjóðverja, sem i augum bandariskra hauka er ekki annað en undan- látssemi og sérgæska. Þegar Genscher nú dregur fram utan- rikismál sem ástæðu til væntan- legra vinslita með stjórnar- flokkunum, þá á hann vist gott veður i Washington fyrir bragðið. Niöurskurðarstefnan En fleiri vandkvæði eru reyndar á döfinni. Hart hefur verið tekist á um efnahags- ráöstafanir i rikisstjórninni. Hart hefur verið barist um ráðstafanir gegn atvinnuleysi og Frjálsir demókratar knýja mjög á um sparnaðarráðstafan- ir, sem koma fyrst og fremst niöur á hefðbundnum fylgjend- stöðnum bæjarstjórnarkosning um i Schleswig-Holstein, sem menn telja veigamikinn mæli- kvarða á hið pólitiska andrúms- loft i landinu. Sósialdemókratar misstu þá um sex prósent at- kvæða og fengu 36,4%. Fylgið flúði ekki inn að miöju til Frjálsra demókrata, sem töp- uðu einnig dálitlu af fylgi sinu. Aftur á móti jókst fylgi „öðru- visi” lista til vinstri, Græningja og fleiri — þeir fengu um 5% at- kvæða en höfðu minna en eitt prósent við siðustu kosningar af þessu tagi i Schleswig-Holstein. En þess má geta, að flokkur þarf 5% atkvæða minnst til að fá fulltrúa á landsþing einstakra fylkja Sambandslýðveldisins eða þá þingiö i Bonn. Stofnun nýs sósíalistaflokks í bígerð Nýr flokkur? Þann tuttugasta mars verður efnt til ráðstefnu i Recklings- hausen til að taka ákvörðun um stofnun nýs vinstriflokks sem væntanlega yrði kallaður Lýð- ræðissinnaðir sósialistar. Höfuðpaurar i undirbúningi eru tveir þingmenn Sósialdemó- krata — annar hefur sagt sig úr flokknum vegna „borgaralegr- ar þróunar” hans, en hinn hefur verið rekinn úr flokknum. Þeir ætla aö reyna aö sameina uppgjafakrata, sósialista sem hafa verið án heimilisfangs, óánægða menn úr verkalýðs- félögunum (þar hafa hneykslis- mál tengd byggingarfélögum á vegum verkalýðshreyfingarinn- ar orðið sósialdemókrötum erfið). Þingmennirnir tveir leggja á það áherslu, að þeir hafi ekki á prjónunum að stofna enn einn „úrvalsflokk mennta- manna” heldur vilji þeir skapa breiðan sósialistaflokk sem styðjist fyrst og fremst við launafólk. Þessi nýi flokkur, sem gæti breytt verulega pólitisku korti Sambandslýðveldisins mun að likindum leita samstarfs við samtök Græningja, umhverfis- verndarmenn sem hafa komið við sögu i kosningum aö undan- förnu og náð umtalsverðum ár- angri. Þaö mun þó ljóst, aö til lengdar mun ekki pláss fyrir tvo flokka á vinstrivæng, sem leggja mikla áherslu á um- hverfisvernd, orkusparnaö og friðarmál — fyrir utan verk- lýösmál þau sem Demókratiskir sósialistar bera fyrir brjósti. Græningjar eru a.m.k. farnir að sýna merki um ótta við að hinn nýi flokkur kunni aö spilla þeirra tilveruskilyröum. ÁB tók saman Mengunarhættan á Suðurnesjum: Frekari rannsóknir vantar t Ijósi þess að mengunarhætta af oliu á Suðurnesjum er orðin að stórpólitisku hitamáli lögðum við þá spurningu fyrir Vilhjálm Grimsson bæjartæknifræðing i Keflavik, hvort hann teldi að nægilegar rannsóknir hefðu farið fram á grunnvatnsrennsli og mengunarhættu á svæðinu til þess aðhægt væri að taka málefnalega afstöðu til þessara hitamála. Að minu viti þyrfti að gera hér mun itarlegri rannsóknir á grunnvatnsrennsli og raunveru- legri mengunarhættu, sagði Vil- hjálmur. Það er alls ekki vist að mesta mengunarhættan stafi af núver- andi oliutönkum. Menn segja að hér á svæðinu séu gamlar oliu- og tjörubirgðir frá striðsárunum, sem á sinum tima hafi verið urð- aðar. Hugsanlega stafar mest mengunarhætta frá þeim, og við teljum nauðsynlegt að gerðar verði kjarnaboranir á þeim stöð- Á fundi bæjarstjórnar tsa- I fjarðar, s.l. fimmtudag var eft- | irfarandi ályktun ásamt grein- • argerðsamþykkt: I Bæjarstjórn lsafjarðar vill ■ benda hæstvirtri rikisstjórn á., um sem menn telja að þetta hafi verið gert, svo að úr þessu verði skorið. Slikar kjarnaboranir hafa hins vegar aldrei fengist gerðar. 1 öðru lagi tel ég að það þyrfti að gera hérna isótóprannsóknir eins og Jón Jónsson jarðfræðing- ur lagði til á sinum tima, en þær mundu gefa okkur fyllri upplýs- ingar um vatnsrennslið en viö höfum nú. Þær rannsóknir, sem gerðar hafa verið hér á svæðinu segja okkur fyrst og fremst, að sprungukerfið frá Ósabotnum við Hafnir inn i Voga hindri það að grunnvatnsstreymi sé frá nesinu hingað út á nestána. I öðru lagi hafa verið gerðar vatnshæðar- mælingar sem segja okkur að grunnvatnsborðið sé um það bil 1.5 m yfir sjávarmál á miðju nes- inu og nái um 30—40 m. niður fyr- ir sjávarmál, en jafnist siðan út við ströndina. Þá má geta þess, að við höfum heyrt, að einni af borholum hers- að skipuleg nýting innlendra orkugjafa á hóflegu verði er for- senda fyrir bættum lifskjörum i landinu. Þvi skorar bæjarstjórn Isafjarðar á rikisstjórn Islands að hrinda i framkvæmd áætlun- um um uppbyggingu innlendra orkugjafa þannig að allir lands- ins uppi á velli hafi verið lokað vegna oliumengunar og annarri hjá Fiskiðjunni i Njarðvikum, en þáð verðið þið að fá staðfest ann- ars staðar. Við höfðum einnig samband við Freystein Sigurðsson jarðfræðing hjá Orkustofnun, sem stundað hefur grunnvatnsrannsóknir á Reykjanesi og spurðum hann, hvort hann teldi nóg að gert i þeim efnum. Þetta er langt mál og flókið, sagði Freysteinn Samspilið á milli þekkingar og ályktunar er flókið ferli, þar sem margt verður sagt út frá likum, en annað verður ekki sagt fyrir nema með verulegum rannsókn- um. Við vitum hins vegar að grunnvatnið rennur til sjávar frá miðju nesi, og mengunarhætta er þvi minnst niður við ströndina. Við vitum hins vegar ekki hvar vatnaskilin liggja, ef menn vildu hugsanlega velja þann kostinn menn geti átt kost á nýtingu I þeirra. Jafnframt skorar bæjarstjórn | ísafjarðar á núverandi stjórn- ■ völd að hrinda i framkvæmd I samþykktum áformum sinum I um jöfnun orkuverðs um land | allt. _________________________________I að staðsetja mengunarhættuna vestan vatnaskilanna. 1 rauninni fylgir mengunarhætta allri byggð, en oliumengun er það sem menn óttast mest. Gróflega má ætla að 1 tonn af oliu eyðileggi vatn á eins ferkilómeters svæði. Hættan af olimengun stafar bæði frá oliugeymum, oliuleiðslum og dælum, og það má einnig segja að flugumferðin sé mengunarvald- ur, þvi þoturnar brenna ekki allri sinni oliu þannig að alltaf fer eitt- hvað á flutbrautirnar. Mér finnst ekki hægt að svara þeirri spurningu beint, hvort nægilega mikið hafi verið gert til þess aðhægt sé að taka endanlega ákvörðun i þessu máli. Hér er um matsatriði að ræða, þar sem menn verða fyrst að gera það upp við sig, hvort þeir ætla að taka vissa áhættu eða stefna að al- gjörri verndun. Eftir þvi fer m.a. hvort menn vilja að mannvirkin verði öll uppi á velli eða niður við ströndina. Þá er ég ekki viss um að kannað hafi verið, hvar koma eigi leiðslunum fyrir. Það skiptir t.d. máli, hvort þær verða lagðar fyr- ir ofan eða neðan vatnsból Kefl- vikinga. Við spurðum einnig Björn Pét- ursson hjá verkíræðideild banda- riska hersins, hvort vatnsholu hefði verið lokað á vellinum vegna oliumengunar. Hann sagð- ist ekki kannast við það. Hins vegar tjáði Ingimar R. Guðnason fyrrverandi starfsmaður Fiskiðj- unnar i Njarðvikum okkur að mengun hefði komið fram i borholu Fiskiðjunnar vegna óhapps, sem orðið hefði við. oliu- geyma hersins, og hefði holan verið tekin úr notkun 1965 en önn- ur boruð i staðinn, ekki ýkjalangt frá,oghefðihún verið notuð siðan og reynst ómenguð. \Bœjarstjóm ísqffarðar} ! ályktar um orkumál j I Jón Helgason. Hann var end- ■ J urkjörinn formaður Eining- I I ar. I Aðalfundur j Einingar:_______________j ! Rausnar- ; J legir styrk-! j ir veittir til j ýmissa ! verkefna IMörg mál voru á dagskrá á aðalfundi verkalýðsfclagsins Einingar sem haldinn var • þann 7. mars. Allmargir Istyrkir voru veittir. Þannig fékk Sólborg kr. 40.000 vegna framkvæma við hinn vernd- 1 aða vinnustað við llrisalund. ISjálfsbjörg fékk 15.000 vegna framkvæmda við Endurhæf- ingarstöðina og lijálparsveit ■ Skáta fékk kr. 5000 vegna Ikaupa á fjarskiptabúnaði. Einnig var samþykkt til- lagi i tilefni af ári aldraðra • að veita styrk úr sjúkrasjóði Ifélagsins kr. 15.000 Stjórn- inni var falið að kanna hvar fé þetta kæmi að sem bestum ■ notum. | ólg.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.