Þjóðviljinn - 18.03.1982, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 18.03.1982, Qupperneq 7
Fimmtudagur 18. mars 1982. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 virkjunarleið 01, Blanda — Fljótsdalur — Sultartangi, sé fjárhagslega hagkvæmust i öllum tilvikum. Aöeins i þvi tilviki aö orkufrekur iönaöur aukist ekki frá þvi sem nú er fram til alda- móta er virkjunarleiö 04, Blanda — Sultartangi — Fljótsdalur, iviö hagkvæmari en hin. Munurinn er þó svo litill aö hann er varla marktækur. 1 tveimur tilvikum, IS-1 og IS-3, er munurinn á virkjunarleiöum 01, Blanda — Fljótsdalur — Sultartangi, og 02, Fljótsdalur — Blanda — Sultar- tangi, svo litill aö hann er á mörk- um þess aö geta talist marktæk- ur. t skýrslu Orkustofnunar er samanburöur virkjunarleiöanna byggöur á núgildi kostnaöar þjóöarbúsins af vinnslu raforku fram til aldamóta og flutningi hennar um meginflutningskerfiö. Sú virkjunarleiö sem gefur lægst núgildi er talin f járhagslega hag- kvæmust. Núgildisreikningarnir eru geröir meö 8% vöxtum miöaö viö fast verölag. Villinganessvirkjun er ekki tek- in meö sérstaklega í athuganir Orkustofnunar. Hún er lang- minnst þeirra vatnsaflsvirkjana sem taldar eru i lögum nr. 60/1981 um raforkuver. Viö svo hraöa markaðsþróun sem athugunin gerir ráð fyrir fullnýtist hún á um það bil einu ári. Stofnkostnaður á orkueiningu er hærri hjá Villinga- nessvirkjun en bæði Blöndu- og Fljótsdalsvirkjun, en svipaöur eða iviö lægri en hjá Sultartanga- virkjun. Þaö sem sagt er i skýrslu Orkustofnunar um Sultartanga- virkjun gæti þvi eins átt við ef ráðist yrði i framkvæmdir viö Villinganess- og Sultartanga- virkjun hvora á eftir annarri. Sökum smæöar hentar Villinga- nessvirkjun vel fyrir raforku- kerfið, þegar vöxtur raforku- notkunar er mjög hægur og stærri virkjanir henta siður. Orkunýting 1 greinargerð Orkustefnunefnd- ar er fjallaö um möguleika á nýt- ingu orkunnar til orkufreks iönaðar og sparnaöar á innfluttu eldsneyti. Sú virkjanastefna sem að framan greinir, gæti gert kleift að hafa til ráöstöfunar um 600-700 GWh/ári til orkunýtingar um- fram þarfir hins almenna markaðar fram aö 1987, áður en næsta stórvirkjun kemst i gagnið. Meöal þeirra iönaðarkosta sem til álita koma til aö nýta þessa orku eru kisilmálmverksmiöja á Reyðarfirði (325-400 GWh), þriðji ofn i Járnblendiverksmiöjunni á Grundartanga (250 GWh), trjá- kvoöuverksmiöja (375 GWh) og natriumklóratverksmiðja (170 GWh). Steinullarverksmiöja, salt- verksmiöja og stálverksmiöja myndu samanlagt nota um 65 GWh af raforku. A timabilinu fram til 1987 væri einnig tækni- lega unnt að auka álvinnslu við Straumsvik t.d. um 40 þús. tonn (550 GWh). Miðað viö að Blönduvirkjun verði næsta meiriháttar vatns- aflsvirkjunin eykst orkuvinnslu- geta landskerfisins um 775 GWh/ári, frá árinu 1988 að telja. Til þess aö hagkvæmni stór- virkjana nýtist hinum almenna markaöi, er eðlilegt að gera ráö fyrir aö hver ný stórvirkjun full- nægi a.m.k. 2-3 ára aukningu á raforkuþörf hins almenna markaöar, en hún vex aö meöal- tali um 120 GWh á ári á næstu ár- um samkvæmt orkuspá. Af þessu leiðir, aö með tilkomu Blöndu- virkjunar eykst svigrúm til orku- nýtingar i iönaöi um allt aö 400-500 GWh. Meö tilkomu Fljótsdalsvirkjun- ar gæti slikt svigrúm enn aukist um allt að 1000-1100 GWh/ári, og meö tilkomu Sultartangavirkjun- ar um 300-400 GWh/ári. Ef þess- um þremur virkjunum yröi öllum lokiðá næstu 12 árum, má ætla aö unnt væri aö auka orkunýtingu i iðnaöi samtals um allt aö 1700-1800 GWh/ári á timabilinu 1987-1993. Þeir iönaðarkostir sem Orkustefnunefnd nefnir sérstak- lega sem hugsanlega á þessu timabili eru islensk áliöja og magnesiumverksmiðja, apk Blönduvirkjun. þeirra kosta sem áöur hafa verið taldir en ekki yröi ráöist í fram að þeim tima. Ekki er ástæöa til aö spá lengra fram i timann, en meöal þess sem fyrr eða siðar gæti komiö til greina er islensk eldsneytisfram- leiösla. Hagkvæmni hennar er m.a. háð þróun orkuverös sem enginn getur sagt um nú, hver verða muni, en auk þess þarf að taka verulegt tillit til öryggis- sjónarmiöa. Samningar um Blöndu — (Framsöguræöa þessi var flutt áður en samningar um Blöndu voru undirritaðir). Rétt er að gera hér i stuttu máli grein fyrir stööu samningaum- leitana vegna Blönduvirkjunar. Um aödraganda aö virkjun Blöndu og áætlaö fyrirkomulag virkjunarinnar skv. tilhögun I er fjallað i fylgiskjali 2 meö frv. til laga um raforkuver og visa ég til þess þar aö lútandi. Ráögjafanefnd iðnaöarráðu- neytisins, og siðar einnig sérstök samninganefnd Rafmagnsveitna rikisins sem virkjunaraöila, hefur haft meö höndum samningaumleitanir viö fulltrúa heimamanna aö undanförnu, en af þeirra hálfu var skipuð samninganefnd um málið með tveim fulltrúum frá hverjum þeirra 6 hreppa sem hlut eiga að máli. Þessar samningaumleitan- ir hafa nú staöiö á annað ár. Eftir allmarga samningafundi voru gerö drög að heildarsam- komulagi um virkjun Blöndu milli fulltrúa heimamanna og virkjunaraðila þann 23. sept. 1981. Þessi samkomulagsdrög voru rækilega kynnt I þeim hreppum sem hlut eiga aö máli og með bréfi dags. 30. nóv. 1981 kynnti ráðuneytið þá afstööu rikis- stjórnarinnar, aö Blönduvirkjun skyldi veröa næsta virkjun i landskerfinu á eftir Hrauneyja- fossvirkjun, ef samkomulag næöist við heimamenn um virkjunartilhögun I, sem lögð var til grundvallar i samkomulags- drögunum. 1 bréfinu var óskaö eftir að samninganefnd heima- manna og hlutaðeigandi sveitar- stjórnir tækju ótviræöa afstööu til samkomulagsdraganna. Skömmu fyrir jól 1981 bárust svör hreppsnefndanna. Tvær hreppsnefndir (Torfalækjar- og Blönduóshrepps,) lýstu sig fylgj- andi samningadrögunum, ein hreppsnefnd (Bólstaðahliðar) hafnaði virkjunarleiö 1, en þrjár (Svinavatns., Seyluhr., Lýtings- staðahr.) lýstu sig aö meirihluta reiöubúnar til frekari viðræöna um Blönduvirkjun, en geröu at- hugasemdir við samningsdrögin á mismunandi forsendum. Áhersla lögð á víðtækt samkomulag 1 framhaldi af þessum svörum voru haldnir fundir meö fulltrú- um þeirra hreppsnefnda, sem óskaö höföu eftir frekari samningaumleitunum og aö þvi loknu voru ýmis atriöi i upphaf- legum samningsdrögum endur- skoöuö á grundvelli virkjunartil- högunar I og án þess að gert væri ráö fyrir teljandi kostnaöarauka eöa óhagræöi fyrir virkjunina. Dagana 22.-26. janúar sl. fóru siðan fram viöræöur um hin endurskoöuðu samningsdrög, sem aö þeim loknum voru enn yfirfarin og geröar á þeim nokkr- ar breytingar á áðurnefndum grundvelli. Meö bréfi til hreppsnefndanna á virkjunarsvæði Blöndu dags. 3. febr. sl. óskaöi ráöuneytið eftir að afstaöa hreppanna gæti legið fyrir viö fyrstu hentugleika. Fljótlega kom i ljós, að þrjár hreppsnefndir (i Torfalækjar- hreppi, Blönduóshreppi og Svina- vatnshreppi), lýstu sig að meiri- hluta til samþykkar hinum nýju drögum, en hreppsnefnd Ból- staðarhliöarhrepps hefur itrekað fyrri samþykkt, þar sem virkjunartilhögun I er hafnaö. Frekari viöræöur hafa farið fram viö hreppsnefndir Seylu- hrepps og Lýtingsstaðahrepps á siöustu vikum til aö leitast viö að samræma sjónarmið og ná sam- komulagi og er vonast til að af- staöa þessara hreppsnefnda geti legið fyrir á næstu dögum. Er heildarmynd liggur fyrir af samningastöðunni og afstööu heimamanna mun ráöuneytiö leggja máliö fyrir rikisstjórnina og kynna jafnframt stööuna fyrir alþingismönnum. Rétt er aö fram komi, aö ráöuneyti og rlkisstjórn hafa ætið lagt áherslu á sem við- tækast samkomulag i þessu viö- kvæma deilumáli um virkjunar- tilhögun. 1 lögum nr. 60/1981, 5. gr., eru heimildir til eignarnáms, en eng- in afstaða hefur veriö tekin til aö beita þeim heimildum. Eins og fram kemur i 6. lið þingsályktunartillögunnar, er ráö fyrir þvi gert, að veröi ekki ráöist i Blönduvirkjun nú, komi Fljóts- dalsvirkjun i hennar stað. Sú mikla viöleitni stjórnvalda til að ná samkomulagi um virkjun Blöndu og sem nú stendur yfir, ber ljósan vott um vilja til að af virkjun hennar geti orðið nú, en jafnljóst er að ákveðin takmörk eru fyrir þvi, hversu langt er unnt að ganga I þessu efni og hvaöa áhættu er hægt að taka meö tilliti til samstööu heima fyrir. Um það ber reynslan órækast vitni. Þrjár virkjanir kosta nær 5 miljarða nýkróna Skýrsla um verkhönnun vegna Sultartangavirkjunar var gefin út vorið 1981, en ýmsum rannsókn- um fram haldiö sl. sumar. Stofn- kostnaöur hennar, miöaöur við verölag i desember 1980, var 923 m.kr. Er þá miðaö viö virkjun þar sem hagnýtt væri hin svonefnda Sultartangastifla, en fram- kvæmdir viö hana hafa þegar verið heimilaöar og hafa tilboð verið opnuð. Stofnkostnaöur Sultartanga- virkjunar hefur ekki verið endur- metinn á sama hátt, en fram- reiknaður til byggingarvisitölu 909 er hann nálægt 1340 m.kr. Verkhönnun Blönduvirkjunar er aö mestu lokið og gert er ráö fyrir, aö endanleg skýrsla um hana liggi fyrir nú alveg á næstunni. Nokkrar minni háttar breyting- ar hafa oröið á tilhögun virkjunar frá þvi sem ráðgert var voriö 1981 þegar siöasta áætlun um stofn- kostnað var gerö, og forsendum orkuvinnsluákvörðunar hefur einnig veriö breytt. Er nú miðað við virkjun eftir Kvislaveitu og aukið miðlunarrými I Þórisvatni. Stofnkostnaöur virkjunarinnar er áætlaöur 1137,3 m.kr. miöaö við verðlag og gengi i desember 1981 og visitölu byggingar- kostnaðar 909. Verkhönnun Fljótsdalsvirkjun- ar er einnig á lokastigi. Magntöl- ur hafa verið teknar saman og unnið er aö frágangi á uppdrátt- um og skýrslugerö. Virkjunartilhögun er i öllum meginatriðum hin sama og i siöustu áætlunum, en forsendur um orkuvinnslugetu eru breyttar. Nú er gert ráö fyrir 252 MW virkjun i staö 290 MW i áætlun vorið 1981. Orkuvinnslugeta miöaö viö virkjun eftir Kvisla- veitu, stækkun Þórisvatns- miðlunar og miðlun viö Sultar- tanga er áætluö 1330 GWh/a. Miðlun veröur 670 Gl, þar af 540 G1 við Eyjabakka. — Fyrir utan minnkun á uppsettu afli og minnkun Eyjabakkamiðlunar eru ýmsar minniháttar breytingar vegna nánari mælinga og rann- sókna. Stofnkostnaöur virkjunarinnar er áætlaöur 2313 m.kr. miöaö við verðlag og gengi i desember 1981 og visitölu byggingarkostnaðar 909, þ.e. sama verölag og i hinum virkjununum. Samtals 522 MW og 2755 GWh á ári t áætlunum þessum um stofn- kostnað eru hvorki meðtaldar bætur fyrir landspjöll né greiöslur fyrir vatnsréttindi. Ennfremur er kostnaöur viö vegabætur utan athafnasvæöis virkjunar ótalinn. Þá er i kostnaðaráætlunum gert ráö fyrir að virkjunaraðili veröi undanþeg- inn greiöslu á söluskatti og aö- flutningsgjöldum af aflvélum og rafbúnaði. Aftur á móti er gerð sérstök staðarleiðrétting fyrir Blöndu- virkjun og Fljótsdalsvirkjun og hún innifalin i stofnkostnaöi. Er þar tekinn inn i myndina ýmis- konar aukakostnaöur viö þessar virkjanir miöaö viö virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu, svo sem fjarlægö frá þéttbýli, hæö virkjunarsvæöis yfir sjávarmál, mismunur i veðurfari og aörir slikir þættir. Ef til viðbótar er gert ráö fyrir aö kostnaöur fyrir landspjöll og vatnsréttindi viö Blöndu verði um 5% af virkjunarkostnaöi umfram Fljótsdalsvirkjun og Sultartanga- virkjun verður stofnkostnaöur Blönduvirkjunar um 1195 m.kr. Samanburöur þessara þriggja virkjunarkosta, eins og þeir nú liggja fyrir, veröur þannig: Hagnýting orkulindanna I okkar eigin þágu er stórbrotið verkefni og er þá áætlaöur umfram- kostnaöur vegna bóta við Blcndu- virkjun meötalinn. Forræði islendinga yfir orkulindum og atvinnulifi Þaö mál sem hér er til umræöu, virkjanir og hagnýting orkulind- anna á næstu árum og áratugum er meö stórbrotnustu viöfangs- efnum, sem Alþingi hefur haft til meöferðar um langt skeiö og varöar miklu i efnahagslegu tilliti og fyrir öryggi fólks um land allt ; svo og byggöaþróun. Meö fyrir- huguöum stórvirkjunum nyröra og eystra og öflugri samtengingu raforkukerfisins meö stofnlinum er brotiö blað i orkumálum lands- ins alls. Það öryggi sem meö þvi skapast einnig fyrir þéttbýliö hér suðvestanlands er meira en menn almennt átta sig á og sú jöfnun orkuverðs og atvinnuuppbygging sem gerast þarf samhliöa mun i senn jafna lifskjör og renna stoðum undir fjölbreyttara at- vinnulif, ef vel tekst til. Sérstök áhersla er i þessari þings- ályktunartillögu lögö á forræöi landsmanna yfir orkulindunum og þeim atvinnurekstri er sækja mun til þeirra aflgjafa. Er þar lyft svipuðu marki og geröist i landhelgisbaráttu okkar og snúið frá þeirri orkusölustefnu til er- lendra auðfélaga sem leidd var til öndvegis fyrir 15 árum og ált hefur sér öfluga talsmenn allt til þessa. Við þjóðinni blasir stór- brotiö viöfangsefni aö hagnýta orkuiindirnar til almennra nota og atvinnuuppbyggingar i eigin þágu, og gæta þarf þess að þetta sóknarskeið i orkumáium nýtist til fjölþættrar eflingar atvinnulifs og byggöar i landinu. Ég vænti þess aö þings- ályktunartillaga þessi fái góðar viötökur hér á háttvirtu Alþingi og legg rika áherslu á afgreiöslu hennar. Þar sem hér er um stórt fjárhagsmál aö ræöa tel ég viö hæfi aö tillögunni veröi aö lokinni þessari umræöu visaö til hátt- virtrar fjárveitinganefndar. Stofnkostnaöur lllutfall m.kr. kr/kWh/a 1195 1.56 1,00 2313 1,74 1,12 1340 2.03 1,30 Virkjun Grkuvinnslu- Ail geta, GWh/a MW Blanda 765 ... 150 Fljótsdalur 1330 ... 252 Sultartangi 660 120

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.