Þjóðviljinn - 07.04.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.04.1982, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 7. apríl 1982 . UOBVIUINN Máígagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafsson. Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir. Omsjónarmaöur sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Filip W. Franksson. Biaöamenn: Auður Styrkársdó'tir, Helgi Ölafsson Maenús H. Gislason, Ölalur Gislason, óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlööversson. iþróttalréttaritari: Viðir Sigurösson. t'tlii og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karisson, Gunnar Elisson. ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglvsingar: Hildur Kagnars, Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Sæunn Oladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigúrmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla. afgreiðsla og auglýsingar: Sfðumúla 6, Reykjavik, sími 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Enginn misskilningur • Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsinsyheiðrar okkur með grein hér í Þjóð- viljanum í gær, og á að vera svar við forystugrein Þjóðviljans á fimmtudaginn var um ósvífnar kjara- skerðingarkröf ur Vinnuveitendasambandsins. • Það er Alþýðusamband fslands, sem á í samningaviðræðum við Vinnuveitendasambandið og hefur veitt kröfum þess viðtöku. Það hefur komið fram að samningamenn Alþýðusambandsins telja kröfur V.S.í. fela í sér um 50% skerðingu á verðbóta- greiðslum á launin í hvert skipti sem nýjar verðbætur eru greiddar á þriggja mánaða fresti. Og hvernig halda menn, að kaupmáttur launanna stæði þá í lok tveggja ára samningstímabils. Augljóst er að yrði verðbólga hér svipuð og á síðustu árum, þá hefði kaupmátturinn með þessu móti skerst um 25-30% f lok tveggja ára samningstíma. Og tillaga Vinnuveitenda- sambandsins er sú að á þessum næstu tveimur árum komi alls engar grunnkaupshækkanir til að mæta þessari miklu skerðingu, nema því aðeins að þjóðar- tekjur á mann hækki svo og svo mikið. í þeirri efna- hagskreppu, sem ríkir allt í kringum okkur þykjast menn hins vegar hvarvetna sleppa þokkalega nú, ef tekst að koma í veg fyrir samdrátt þjóðartekna. • Þorsteinn Pálsson segir kröfur V.S.f. óviðkom- andi flokkseigendafélagi Sjálfstæðisflokksins. Auð- vitað veit framkvæmdastjórinn betur, því hann er enginn einfeldningur. Kröfur Vinnuveitendasam- bandsins nú eru i öllum höfuðatriðum í samræmi við leiftursóknarboðskap Sjálfstæðisflokksins i síðustu alþingiskosningum, nema þær ganga þó heldur skemmra í skerðingarátt. Þetta eru pólitiskar kröfur þess fámenna valdahóps,sem stýrir bæði Vinnuveit- endasambandinu og Sjálfstæðisf lokknum. Og það eru pólitísk styrkleikahlutföll f lokkanna ásamt ytri áhrif- um á þróun þjóðarteknanna sem mestu ráða um víg- stöðu verkalýðshreyfingarinnar í kjarabaráttunni á hverjum tíma. • Auðvitað verður verkalýðshreyf ingin að hafa auga á verðbólgunni við sína kröfugerð og kjarabar- áttu. Það hefur margoft verið sagt hér í Þjóðviljan- um, og það þekkja forystumenn verkalýðshreyf ingar- innar manna best. Þess vegna hafa samningamenn Alþýðusambandsins jafnan sett á oddinn kröfur um tryggingu kaupmáttarins gegn verðbólgunni, en ekki fánýtar kröf ur um ótryggð krónutölu kaupsins. Kaup- hækkun sem ekki er tryggð gegn verðbólgu er einskis virði. — En þetta þýðir að sjálf sögðu ekki það, að hægt sé að réttlæta stórkostlega kjaraskerðingu almenns launafólks í samræmi við kröf ur V.S.I. og Sjálfstæðis- flokksins meðtali um verðbólguna. Kaupmáttur lág- launafólksins á Islandi er of Iftill, hvert sem verð- bólgustigið er. Skiptingu þjóöarteknanna þarf að breyta. • Þorsteinn Pálsson segir að kaup lágtekjufólks hafi þegar hækkað jafn mikið og Þjóðviljinn hafi í ágúst í fyrra talið eðlilegt á næstu tveimur árum. Þetta er fölsun hjá Þorsteini. Þjóðviljinn sagði í ágúst í fyrra, að kaupmáttur greidds tímakaups þyrfti að hækka um 6-10% á einu til tveimur árum. Þessu marki hef ur ekki verið náð, og vafasamt að það næðist, þótt fallist yrði á kaupkröfur Alþýðusambandsins, nema samið yrði um öruggari verðtryggingu launa, en þá sem nú gildir. Rétt er einnig að minna á, að í þessum ummælum frá ágúst 1981 var Þjóðviljinn að tala um almennt launafólken ekki láglaunamenn sérstaklega. Þeirra kjör þarf auðvitað að bæta f remur en annarra. • Þorsteinn Pálsson minnir á að Þjóðviljinn hafi sagt um efnahagsaðgerðirnar í ársbyrjun 1981, að með minnkandi verðbólgu fengi launafólk bættan tæpan þriðjung þeirrar kaupskerðingar, sem fólst í 7% skerðingu verðbóta á laun þann 1. mars 1981. Þetta er rétt og með öðrum ráðstöfunum var sú skerðing verðbóta á laun bætt að fullu. • En þótt við reiknum með, að minnkandi verðbólga dragi úr þeirri kjaraskerðingu, sem felst í kröfum Vinnuveitendasambandsins um þriðjung, þá stæði samt sem áður eftir kjaraskerðing upp á 15-20%, sem engar bætur kæmu fyrir, nái leiftursóknartillögur Vinnuveitendasambandsins og Sjálfstæðisflokksins fram að ganga. — k. Hvað hefur feng-ist fyrir | peningana ? | A konui hirr (<rra*irl kvxmJir ug rcynt >6 (í eiov «f owibfkl 141 kr. * «*m» ir.ikiS fvtir þ» ug mégulígt rr Iilm* >1* fermdrins kotcr $4 þ,r þttar mciiihlu:*oum því lur. 4 AVarívrt . MUmanarlnn mi4i:r cktl tckitr nú$u «e! cpp hrttl tt«K«8 f*Hr mnlklkunu- viðOirnuilKkfjrSmin*. imkjnm. Fr«mkv«::njlr bœjtrini í ; Skuldir 126 % Ekki þykir Alþýöubanda- I lagsfólki á Isafiröi mikiö til ■ fjármálastjórnar ihalds- Imeirihlutans þar koma. Skuldir bæjarsjóös eru nú orönar 126% af tekjum ■ bæjarsjóðs og meirihluti Ilána lentur i vanskilum. I litilli grein i Vestfiröingi rek- ur Þuriður Pétursdóttir a fjármálasnilld ihaldsmeiri- Ihlutans. Dýr sparnaöur I' „Oftar en einu sínni hafa komið fram tillögur um aö Isafjaröarkaupstaöur og nágrannabyggöirnar keyptu I* sér sjálf nauösynleg malbik- unartæki af viöráöanlegri stærð. Þessar tillögur hafa ekki náö fram aö ganga, I' heldur var tekinn sá kostur að láta Oliumöl/ Miöfell h.f. sjá um malbikunina. Allar , vélar, efni og mannskapur I' var fluttur hingað frá Reykjavik og siöan flutt aft- ur suður. Allur þessi flutn- , ingur og aukakostnaöur olli I' þvi aö þegar verkinu var lokið, kostaöi hver fermetri ‘ af malbiki 141 kr. Nokkuð , var rætt um hvort ekki væri Iskynsamlegra aö leggja steypu á göturnar. Þaö þótti þó of dýrt, þegar leitað var tilboða. Steiniöjan, steypu- Istöö Jóns Þóröarsonar, bauð fermetrann af steypu á 138 kr. þá um voriö. , A sama tima og götur voru Imalbikaöar hér á ísafirði, var mikiö malbikaö á Akur- eyri. Þar kostaöi fer- , metrinn af malbikinu hins I vegar ekki nema 84 kr. Ef ' reiknað er út hvaö allt mal- bikið hér heföi kostaö á , Akureyrarverði þá munar J Iþað 2 milljónum króna. Ein stöö á ári J pess má geta aö tækin, I sem tillaga kom um aö I kaupa kostuöu 1.8 milljón I kr., svo þau heföu borgaö sig I' á þessari einu framkvæmd og veriö hér til taks við , viöhald og áframhaldandi * Inýlagningu.” Þetta getur maöur kallaö aö horfa i aurinn en kasta I , burt krónunni. En hvað er 1 Iein malbikunarstöö milli vina? Og ekki eru félags- I legar framkvæmdir sagðar l , Iþyngja íhaldsmeirihlutan- 1 Ium á Isafiröi. Þaö ættu þvi I aö vera öll skilyrði til þess aö I eyða eins og einni malbik- , unarstöö þar vestra einnig á ■ næsta ári. klippt Áróöursblaöiö! „Menn þurfa ekki lengi að lesa svonefnt kynningarblaöum skipulagsmál i Reykjavik til aö komast aö raun um, að þar er einíaldlega umáróöursblaöaö ræöa. Reynt er aö færa til betri vegar allar þær tillögur vinstri meirihlutans i skipulagsmálum, sem mest hefur veriö andmælt af borgarbúum”. Þetta segir Morgunblaðiö i forystugrein I gær, og finnur þaö siöan út af pólitiskri skarp- skyggni og innsæi aö samsvörun sé milli vangaveltna i kynn- ingarblaðinu og stefnuskrár Al- þýöubandalagsins um hvort ekki sé ráð aö bjóöa upp á ýmsar ibúöagerðir, þar sem stærri heild en kjarnafjöl- skyldan getur búið, t.d. fleiri ættlóöir. A blaöamannafundi þar sem hiö umdeilda blaö var kynnt voru Þóröur Þorbjarnarson borgarverkfræöingur, Guðrún Jónsdóttir forstööumaöur Borgarskipulags, Egill Skúli Ingibergsson borgarstjóri og Gunnar Eydal skrifstofustjóri Reykjavikurborgar. Þau höfðu dálltiö aöra sögu aö segja en Morgunblaöiö. Embættis- mannaverk „Aöspurður um þaö álit Sjálf- stæöismanna i borgarstjórn að hér væri um aö ræöa áróöursrit frá meirihluta borgarstjðmar sagöi Egill Skúli slikt vera á al- gjörum misskilningi byggt. Blaðiö væri aö öllu ley ti unniö af embættismönnum borgarinnar en ekki pólitískt kjörnum full- trúum, og allt efni blaösins væri unniö upp Ur skýrslum sem þegar hafa veriö gefnar út um skipulagsmál borgarinnar „Ég veit ekki hvaöa upplýsingar þessir menn hafa haft til aö viö- hafa þessi orö. Þeir höföu ekki séö þetta blaö, né ðskaö eftir því aö fá aö sjá hvaö yröi I þvi”. En nú hefur Mogginn semsagt séö blaöiö og þeir Sjálfstæöis- menn halda fast viö þá skoöun aö hér sé um einhliöa dróöursrit aö ræöa. En eitthvaö er Krummi Timans I fyrradag snefsinn og segir: „Krummi er ekki hissa á þvi að vinstri meirihlutinn hafi látið borgarsjóö borga kynningar- bæklinginn um skipulagsmálin. Þaö fæst enginn stjórnmála- flokkur til aö kosta útgáfu á bæklingi sem hefur jafn litiö áróöursgildi...” Heilbrigð skynsemi Þaö er semsagt ráöist á grandvörustu embættismenn borgarinnar úr öllum áttum, og þeir sakaöir um að vera hvoru- tveggja áróöursmenn og lélegir áróðursmenn. Klippari vill láta þá skoöun i ljós aö burtséö frá áróöursgildinu, sé I blaöinu og verkum embættismannanna dá- góöur skammtur af heilbrigöri skynsemi, og aö hún hafi sett svip sinn á ákvaröanir i skipu- lagsmálum ákjörtimabilinu. Og það er rétt hjá Morgunblaðinu aö ósjaldan fer heilbrigö skyn- semi saman viö sósialisk við- horf i stefnuskrá Alþýðubanda- lagsins. En mikiö veröur gaman aö fylgjast meö áframhaldandi árásum Morgunblaösins á sósialisk viöhorf og áróðurs- starf Þóröar Þorbjarnarsonar borgarverkfræðings i þágu vinstri meirihlutans og Alþýðu- bandalagsins i Reykjavik. Mikil stefnubreyting Aróöurshættan sem Sjálf- stæðismenn sjá i kynningar- blaöinu er aö sjálfsögðu fólgin i þvi aö þaö fer ekki framhjá þeim sem les að i skipulagsmál- um hefur verið athafnasemi á kjörtfmahilinu og verið gjör- breytt frá ihaldsstefnunni. Brugðist hefur veriö viö vissum staöreyndum i' ibúaþróun, aldursskiptingu og hverfamis- vægi meö þéttingu byggöar, minni áherslu á fjölbýli en meiri á sérbýli, stuðlað aö samfelldri byggö og tengslum milli vinnu- staða ogheimila, svo og stööug- leika i búsetu. Þá hefur stefnan gagnvart miðbænum einnig gjörbreyst. Litiö dæmi má rekja úr kynningarblaöinu. „t meira en hálfa öld hafa hugmyndir um skipulag þessa svæöis (Grjótaþorpsins) veriö á þá lund, aö gömlu húsin hlytu aö hverfa og ný aö risa I staöinn. Margar stórbrotnar tillögur hafa veriö geröar um endur- byggingu Grjótaþorps, en lltiö hefur oröiö úr framkvæmdum. Stööugt hefur vofaö yfir, aö hús- in yröu rifin og fiestir eigendur þeirra hafa þvi eins og vænta mátti ekki lagt á sig meiri kostnaö viö iagfæringar en bráönauösyniegt hefur reynst. Fyrir skömmu var samþykkt i borgarstjórn tillaga aö deili- skipuiagi Grjótaþorps. Megin- hugmyndin aö baki þessari til- lögu er sú, að reynt veröi aö stuöla aö þvi, aö flest öll hús, sem þar standa nú, veröi þar áfram og þeim komið I sóma- samlegt horf. A auöum lóöum veröi reist ný hús, sem falli aö umhverfinu. Götur eiga að vera þær sömu og nú, nema hvaö Mjóstræti lengist til noröurs út i Vesturgötu og lóöaskipting veröur aö mestu óbreytt.” Hvort sem þetta á að flokkast undir áróöur eöa ánægjulegar staöreyndir hlýtur þaö aö vera gott fyrirborgarbúaaö hafa þaö undir höndum hvert stefnir I skipulagsmálum. — ekh. og skorrið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.