Þjóðviljinn - 07.04.1982, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 07.04.1982, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 7. apríl 1982 1X2 1X2 1X2 30. leikvika — leikir 3. apríl 1982 Vinningsröð: lxx — 222 — xl2 — llx 1. vinningur: 11 réttir — kr. 154.805.- 38262(1/11, 6/10) + 2. vinningur: 10 réttir — kr. 1.474.00 88683(2/10) 127 7445 23017 38260+ 43478 78548 886 3156 8521 23031 38264 + 58935 79791 4019 12791 24617 + 38268+ 65982 85967 4340+ 15975+ 35353 39233 76436 88051 5350 17203 36949 39397 77478 + 68580(2/10) 6040 21326+ 38258+ 42476 78541 73300(2/10) Kærufrestur er til 26. april kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöð fást hjá umboösmönnum og á skrifstofunni i Reykjavik. Vinningsupphæðir geta iækkað ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fuilar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. Getraunir — íþróttamiðstöðinni — Fteykjavik Wartburg ’78 til sölu ekinn 47 þús. km Upplýsingar i sima 18392 siðdegis. ÚTBOÐp Tilboð óskast i að unc\£byggja og steypa gangstéttir I Reykjavik, aðallega i breiðholti. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frikirkjuvegi 3 gegn 300 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuö á sama stað þriðjudaginn 27. apríl n.k. kl. 11 f. hád. iNNKAUPASTOFNUN REYKiAVÍKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Tónllstarskóli Húsavfkur óskar að ráða strengjakennara frá 1. sept. 1982. Umsóknarfrestur er til 15. mai n.k. Upplýsingar gefur skólastjóri i sima 96- 41778 og formaður skólanefndar i sima 96- 41440. Skólanefnd Húsavíkur ÚTBOÐ^ Tilboð óskast i eftirfarandi viðhaldsverk fyrir Fræðslu- skrifstofu Reykjavikur. A — Málningarvinnu i grunnskólum Reykjavikur. Til- boðin veröa opnuð þriðjudaginn 4. main.k. kl. 11 f.h. B — Viðgerðir á gluggum I Vörðuskóla og Melaskóla. Til- boöin verða opnuð miðvikudaginn 5. mai n.k. kl. 11 f.h. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Frikirkju- vegi 3 gegn 300 kr. skilatryggigu. Tilboðin veröa opnuð á sama stað. KMNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 F j ármálaráðuney tlð óskar eftir að ráða nú þegar i stöðu skrif- stofumanns. Góð vélritunar- og islensku- kunnátta áskilin. Umsóknir sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 17. april n.k. Fjármálaráðuneytið, 2. april 1982. Erlingur Sigurðarson frá Grænavatni: Hvaða gildi viljum við hafa í heiðri? Félagar, Hjörleifur, Ragnar og Svavar! Ég skal vera stuttorður i þetta sinn, þar sem ég veit að þið hafið meira en nóg að lesa. En tilefni þess að ég sendi ykkur linu er breytni ykkar og ýmissa annarra valdamanna i Blöndumálum. Ég ætla ekki að reifa þau hér, það hefur Þórarinn vinur minn á Frostastöðum gert i ágætri grein. (Það var annars einkennilegt að hún skyldi vera orðin 2—3 vikna gömul þegar hún loks birtist I málgagninu og þá þegar búið var að ráða málinu opinberlega til lykta.) Astæða þess að ég og vafalaust margir aðrir hafa ekki látið i sér heyra er sú að lengi vel hélt ég að svokallaðar „samningaviðræð- ur” væru samningaviðræður en nú sýmist mér að þær hafi verið skripaleikur einn. Eins og bent hefur verið á eru það ekki samn- ingar að gefa mönnúm kost á að velja um tvo kosti og báða vonda. Það minnir á þá kosti sem hetjur Eddukvæða áttu, og þær völdu fremur þann að deyja með sæmd en lifa við skömm. Ykkar kostir virðast hafa verið, „Engin virkj- un i Blöndu” eða „Leið 1 og ekkert nema „Leið 1” með ein- hverjum tilbriðgum um peninga- greiðslur en engum möguleikum á breytingum á stiflugerð, uppi- stöðulónum og skuröum. Eins og stundum áður hafa menn nefnt ýmsar kostnaðartöl- ur. Ég ætla ekki að meta þær hér; hef ekki til þess þekkingu. En töl- urnar eru byggðar á forsendum og þær forsendur eru ekki náttúrulegar, heldur gefnar af þeim sömu sérfræðingum og reikninginn annast. (Mörgum þeirra yrði ekki skotaskuld úr þvi að fara að dæmi Sölva Helgason- ar þegar hann reiknaði tvibura i eina afrikanska annan hvitan og hinn svartan!) En þegar fjallað er um landið, undirstöðu lifsins, er það i þessum forsendum einsk- is metið. Það skiptir ekki máli hvort „hagkvæmnismunur” er 3%, 5% eða 9% — hér er um „prinsipmál” að ræða. — Hvaða gildi viljum við i heiðri hafa — helstefna blindrar hagvaxtarpóli- tikur eða lifstefnu landverndar? Viðvorum seinar á okkur ýmsir að sýna samtökum landverndar- manna i Norðurlandskjördæmi vestra stuðning. Eins og ég gat um að framan veldur þar mestu um að við vorum svo saklausir að halda að við samningagerð yrði gengið til móts við andmælendur landeyöingarinnar og best færi á þvi að málið yrði leyst á heima- velli. En nú sést að okkur skjátla- ist. Málið er auk þess ekkert einkamál heimamanna, Land- eyðing er mál allra landsman'na og ekki er ég grunlaus um að virkjun Blöndu geti haft i för með sér ýmsa váboða fyrir umhverfis- mál hér við Eyjafjörð a.m.k. hygg ég að einhverjir hyggi gott til glóðarinnar og hengja aftan i hana „eiturspúandi efna- brennsluhelviti” hér um slóðir og sökkva enn meira landi til að það fái risið, i það skiptið austur á Fljótsdalsheiði. En þá er komið að spurningum minum til ykkar, sem ég vænti að Erlingur Sigurðarson Opið bréf til ráðherra Alþýðu- bandalagsins einhver ykkar svari lið fyrir lið, en ekki á þann hátt sem tiðkast i fjölmiðlum. 1 bréfi Þórarins til Svavars og itrekun Benedikts bróður mins á þvi i Þjóðviljanum 26. mars er nefnilega ekkert sem krefst beinna svara. Ráðamenn geta þvi leitt báðar þessar ágætu greinar hjá sér og hulið þær þögn- inni. Guðriður i Austurhlið skrif- aði lika þingmanni sinum linu i vetur og beindi til hans spurning- um, scm mér þótti svarað óbeint aðekki sé meira sagt. En spurn- ingarnar mínar eru þessar: 1. Hvers vegna ljáið þið ekki máls á öðrum vikjunarkosti við Blöndu en „Leið 1” sem felur i sér mesta landeyðingu. Hvað er það við „Leið 1 A og Leið 2” sem kemur i veg fyrir að þær verði farnar? 2. Ef svar ykkar byggist á „hag- kvæmnissjónarmiðum” ein- göngu ásamt tilhcyrandi prósentutölum spyr ég hvort þau séu að ykkar dómi svo sterk að réttlæti þá kaffæringu lands sem yfir vofir. Eru önnur rök en þau sem hægt er að „sanna” með tölum að ykkar dómi ekki gild og beri i þessu tilviki að virða? 3. Hefur Alþýðubandalagið að ykkar dómi ekki framundir þetta höfðað með pólitfk sinni til umhverfisverndarmanna I kjölfar hins nýja verðmæta- mats áranna um 1970? Óttist þið ekki að fótumtroða sjónar- mið þessa fólks, og slikt kunni að hafa alvarlegar pólitfskar afteiðingar fyrir Alþýðubanda- lagið sem flokk? Að lokum langar mig að itreka spurningu Starra i Garði til Hjör- leifs Guttormssonar um viðskipt- in við John Manville og sölufélag þess á Húsavik um sölu á fram- leiðslu Kisiliðjunnar. Grein birtist á Þorláksmessu og hefur þvi vafalitið týnst i jólabókaflóð- inu, a.m.k. minnist ég ekki að hafa séðsvar við henni. Kisiliðjan er að meirihluta eign Islenska rikisins, þ.e.a.s. það á meirihlut- ann i framleiðslufélaginu. Upp- gjör flestra ára hefur sýnt bók- fært tap á framleiðslunni en stundum hefur þvi verið mætt að nokkru með eftirgjöf sölufélags- ins á Húsavik sem er að öllu leyti i eigu Johns Manville. Með þvi að láta þetta gervifélag annast söl- una er tryggt að hagnaðurinn af framleiðslunni lendi einkum i hendur eigenda þess — erlenda aðilans, Johns Manville. Það er nánast bókhaldsatriði hvert söiu- verð framleiðslufélagsins er skráð. Þetta dæmi bendir okkur á að meirihlutaeign Islendinga i fram- leiðslufyrirtækjum getur verið nánast einskis virði ef salan er i höndum erlendra auðhringa sem framfylgja þar auðvitað sinum lögmálum um hagræðingu hagn- aðar. Þvi itreka ég, félagi Hjör- leifur, spurningu Starra, um að við fáum að vita um hagnað Johns Manville af sölufélaginu sínu á Húsavik og til samanburð- ar væri gott að fá hagnað islenska rikisins af Kisiliðjunni. Þess má geta að lengstum munu vinna hjá Kisiliðjunni um 60 manns en starfsmenn sölufélags- ins á Húsvik dugir að telja á fingrum annarrarhandar.jafnvel þótt sunúr séu afhöggnir. Ég vænti þess að þessar spurningar minar týnist ekki i páskaeggja- flóðinu, heldur verði þeim svarað i málgagninu fljótlega. Með ósk um að þið minnist okk- ar „græningjanna” i verkum. „Vilji er allt sem þarf.” Akureyri 28. mars 1982, Erlingur Sigurðarson frá Grænavatni. Blikkiðjan Ásgaröi 7, Garöabæ Önnumst þakrennusmíöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar biikksmíöi. Gerum föst verðtilboð SÍMI 53468 Skjút viðbrögð Þaö er hvimleitt aö þurfá aö biöa lengi meö bilaö rafkerfi, leiöslur eöa tæki. Eöa ný heimilistæki sem þarf aö leggja fyrir. Þess vegna settum viö upp neytendaþjónustuna - meö harösnúnu liöi sem bregöur skjótt viö. o »RAFAFL SmiðshöfSa 6 ATH. Nýtt simanúmer: 85955

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.