Þjóðviljinn - 07.04.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.04.1982, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Mibvikudagur 7. aprll 1982 tír framsögu Hjörleifs Guttormssonar um Kísiliðjuna AJl góðar markaðshorfur „Gert er ráð fyrir því að aukning hlutafjár rfkis- sjóðs verði með þeim hætti, að ríkissjóður taki að sér að greiða f jögur lán er nú hvíla á Kísiliðjunni h.f. og eru lánin talin upp í frum- varpinu. Samtals eru þessi lán að upphæð 1.290.460 dollara eða um 13 millj. kr. Annar aöaleigandi Kísiliöj- unnar h.f., Manville, mun yfir- taka lán aö upphæö 262.500 dollara, sem Manville veitti Kisil- iöjunni fyrir nokkrum árum. Samhliöa þessu veröa geröir nýir samningar milli Kisiliöjunnar h.f. og Manville um söluþóknun og greiöslu fyrir tækniþekkingu. í samningi um söluþóknun er kveöiö á um 25% gjald, i reynd hefur gjald þetta veriö mun lægra frá byrjun og áformaö aö semja um 12%, og hugsanlega veröa fleiri breytingar geröar á sölu- samningi. 1 tæknisamningi er kveðiö á um aö Kisiliöjan greiöi Manville 6% tækniþjónustugjald. en i reynd hefur verið greitt 2% tækniþjónustugjald og ætlunin aö fastsetja þaö i nýjum samningi. Ráöstafanir þær sem ég hef hér greint frá hafa það aö markmiði að treysta rekstrargrundvöll Kisiliðjunnar h.f. Fulltrúar iðn- aöarráðuneytisins og Manville hafa átt viöræður um málefni Kisiliöjunnar h.f. og varö niöur- staöa þeirra viðræöna i samræmi viö þaö, sem frumvarp þetta ger- ir ráö fyrir. Frá byrjunar örðugleikum til hagnaðar Rétt þykir aö rekja i stuttu máli, hvers vegna þessi hluta- fjáraukning er talin nauösynlev, en nú eru 15 ár liöin frá stofnun Kisiliöjunnar. Ef litiö er til rekstrarafkomu fyrirtækisins þetta timabil má skipta þvi i þrennt. Arin 1966—1972. Þetta timabil var erfitt Kisiliöjunni. Vinnslan á kisilgUrnum var alger nýjung hér á landi og byggöist á aöferöum sem ekki áttu sér hliðstæðu annars staðar i heiminum. Þessi ár voru erfiö meöan veriö var aö ná tökum á þessari fram- leiöslutækni, sem til þurfti, til aö vinna kisilgUr Ur Mývatni meö gufuorku. Arin 1973—1978. A þeim árum varð nettóhagnaður öll árin. A árinu 1977 varö verulegt eigna- tjón hjá Kisiliöjunni af völdum náttUruhamfara. Má þar sérstaklega nefna, aö á þvi ári eyöilögöust hráefnisþrær fyr- irtækisins. A árinu 1978 var byggö ný hráefnisþró, sem kom i stað þriggja eldri þróa, sem eyöilagst höföu. Kisiliöjan varö sjálf aö standa straum af fjármögnun á byggingu nýju þróarinnar, þar sem engar tryggingabætur fengust Ut á eldri þrærnar. Heildarkostnaöur viö byggingu nýju þróarinnar var $ 1.300.000 og var þaö fjármagnað meö erlendu láni aö upphæö $ 1.000.000 og $ 300.000 voru fjármagnaðir meö eiginfé fyrirtækisins. Hallar undan fæti Arin 1979—180. A þessum árum Hlutafjáraukning ríkisins í Kísiliðjunni Staða fyrlrtækisins hefur farið versnandi á undanförnum árum Til aö treysta rekstrargrundvöil og tryggja greiðsluafkomu Kisiliöjunnar hefur veriö lagt fram stjórnarfrumvarp um aukningu hlutafjár i Kísiliöjunni. Samkvæmt þvi er rikisstjórninni heimilaö aö yfirtaka kröfur aö jafnvirði ailt aö 1,3 miljóna dollara I isienskum krónum á hendur Kisiliöjunni og leggja þá fjárhæö fram til aukningar hlutafjár rikissjóös i Kisiliöjunni hf. Framleiðsla og afkoma Allar tekur Kísiliöjunnar eru i Evrópumyntum en allar skuldir eru hins vegar i bandarikjadollurum. Sterk staöa dollars á undanförnu einu og hálfu ári hefur veikt stööu Kisiliöjunnar mjög, og hefur greiöslustaða fyrirtækisins veriö mjög erfiö. Kisiliöjan h.f. er örugglega eitt af þeim fyrirtækjum er farið hafa hvaö verst út Ur þróun gengismála. Markaðshorfur fyrir kisilgUr hafa farið batnandi á undan- förnum mánuöum og útlit er fyrir hallalausan rekstur á þessu ári meö þeim aögeröum er hér er lagt til að geröar veröi samanber töflu 1. Tafla 1: (upphæöir I milj. kr.) 1979 1980 1981 1982 Framleiðslumagn......................................... 22.2681 19.3521 20.6431 22.5001 Sala ................................................... 21.746 t 18.757 t 20.200 t 22.500 t (Jtflutningsverö cif................................ 22,9 m.kr. 28,7 m.kr. 43,9 m.kr. Útflutningsverðfob.....................................18,4m.kr. 22.7m.kr 35,3 m.kr. 52,6 m. kr. Hagnaður (tap) nettó.............................. l,0m.kr. ',0,3m.kr.)(7,0m.kr.)(7,4m.kr.) Hagnaöur eftir aukningu hlutafjár.......................................................0.7 m.kr. Hlutfall af heildarUtflutningi............................0.65% 0.51% 0.54% Þegar Hjörleifur Guttormssoniönaöarráöherra lauk framsögu sirmi um aukið hlutafé rikisins i Kisil- iöjunni lýstu nokkrir þingmenn yfir stuöningi viö málið. Þaö voru þeir Guömundur Bjarnason, Daviö Aöalsteinsson, Egill Jónsson og Lárus Jónsson. Hjörleifur svaraöi nokkrum fyrirspurnum sem til hans hafði veriö beint frá áöurnefndum þingmönn- um. Sagöi hann aö engar ráðgeröir væru uppi svo vitaö sé um breytta samninga Kisiliðjunnar við sveitarfélög nyröra. Þá sagöist hann mundu fagna þvi ef sveitarfélögin myndu auka sinn hlut i verk- smiöjunni. Hagnaöur sveitarfélaganna væri margvislegug aöstöðugjöld og hafnargjöld svo eitthvað væri nefnt. En hér á siöunni eru kaflar úr framsögu Hjörleifs Guttormssonar um þetta mál. —óg Hjörleifur Guttormsson iönaöar- ráöherra. Kisiliöjan hf. viö Mý- vatn er aö mörgu leyti merkilegt fyrirtæki, þótt staösetning þess i nágrenni Mývatns sé eölilega umdeild. fór aö halla undan fæti í f járhags- stööu fyrirtækisins. Aöalástæöur þess voru: 1. A árinu 1979 gat fyrirtækiö ekki framleitt á fullum afköstum vegna gufuskorts. Or þvl var bætt 1980 meö borun tveggja nýrra hola i Bjarnarflagi. 2. A árinu 1980 gætti nokkurs sölusamdráttar I Evrópu sem rekja má til almenns sam- dráttar i efnahagsllfi i Evrópu. Varö sölusamdrátturinn um 15% frá þvi sem ráð haföi veriö fyrir gert i söluáætlun (þ.e. 22.000 tonn). 3. Fjárfestingar vegna mengunarvarna voru miklar. Sett voru upp hreinsitæki fyrir Utblástursloft frá gufuþurrkur- um og ýmsar Urbætur voru gerðar til að draga Ur mengun i andrUmslofti hið innra vegna starfsmanna. A verðlagi 1. mars 1982 kostuðu þessar f járfestingar rUmar 8 millj. kr. Auk þess leiddu þessar fjárfestingar til aukins rekst- urskostnaðar, þ.e. aukinnar raforkunotkunar og dýrari umbUöa. Þessar fjárfestingar og lántök- ur sem þeim fylgdu uröu til að auka mjög greiöslubyröi fyr- irtækisins og var fyrirtækið þvi illa i stakk bUið til aö mæta sölu- samdrætti og þeirri þróun gengis- mála sem varö i heiminum 1981. Afurðir Kisiliðjunnar eru nær allar seldar til Evrópu, en skuldir Kisiliöjunnar eru aftur á móti i bandarikjadollurum. Sterk staöa dollarans gagnvart Evrópumynt- um hefur þvi veikt fjárhagsstööu Kisiliðjunnar. Bjart framundan Markaöshorfur fyrir kisilgUr eru taldar nokkuö góöar, þannig að fyrirtækiö getur nU framleitt meö fullum afköstum. Otlit er fyrir hallalausan rekstur meö þeim aðgeröum sem frumvarp þetta felur i sér, sarr.anber töflu 1 imeö frumvarpinu. Þær tillögur um aukiö hlutafé. sem ráö er fyrir gert i frum- varpinu, leiöa til nokkurra breyt- inga á eignarhlutdeild i Kisiliöj- unni. NUverandi eignarhlutdeild er þannig að rikissjóöurá 51,6% Manvilleá 47,8% Sveitarfélög á Norö- urlandi eystra eiga 0,6% Ef frumvarpið hlýtur samþykki hér á Alþingi verður eignarhlut- deild i Kisiliðjunni þannig, samkvæmt áætluöum tölum sem gætu breyst litillega við endan- legt uppgjör: rikissjóður 63,0% Manville 36,5% Sveitarfélög á Norðurlandi eystra 0,5% ✓ Ahersla á mengunarvarnir Eg vænti þess aö frumvarpi þessu veröi vel tekiö og fái af- greiðslu á þessu þingi. Kisiliöjan h.f. viö Mývatn er aö mörgu leyti merkilegt fyrirtæki, þótt staðsetning þess i nágrenni Mývatns sé eölilega umdeild. Þeim mun meiri ástæöa er til að leggja áherslu á traustar meng- unarvarnir hiö ytra sem innra og góöa umgengni af hálfu forráöamanna verksmiöjunnar. Kisiliöjan stendur undir blóm- legum byggðakjarna i Mývatns- sveit og skapar umtalsveröar gjaldeyristekjur. Meö þeim aögeröum sem lagt er til að geröar veröi, styrkist fjár- hagsleg staöa Kisiliöjunnar og hUn veröur betur I stakk búin aö ljúka þeim mengunarvörnum, sem ólokið er og bæta starfsum- hverfi á vinnusvæöi slnu.” List- skreytinga- sjóður til þriðju Frumvarp um Listskreytinga- sjóð rikisins var samþykkt til þriðju umræðu i neöri deild al- þingis á mánudaginn með nokkr- um breylingartillögum. 1 breyt- ingartillögunum er gert ráð fyrir meiri samvinnu á milli sjóðs- stjórnar og bygginganefnda og arkitekta viðkomandi bygginga, en einsog kunnugt er skal List- skreytingasjóður hafa það hlut- verk að fjalla um og fjármagna listskreytingar opinberra bygg- inga. Ingvar Gislason, mennta- málaráðherra, Ingólfur Guðna- son, Iialldór Blöndal, Steinþór Gestsson og Vilmundur Gylfason tóku til máls um þetta mál. — óg Lánsfjárlög samþykkt Lánsfjárlög voru samþykkt sem lög frá alþingi I efri deild á mánudaginn. Til orðaskipta kom á milli Ragnars Arnalds fjár- málaráöherra og Lárusar Jóns- sonar og Kjartans Jóhannssonar hins vegar. Var aöaliega þráttaö um erlendar lántökur og sýndist nú sitt hverjum að vanda. Allir eru þá á einu máli um að beri að varast of miklar lántökur. — óg Skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði Skattur á verslunar- og skrif- stofuhúsnæði var samþykktur i neöri deild alþingis á mánudag viðaðra umræðu. Hér er um 1.7% af skattstofni að ræða. Sighvatur Björgvinsson skilaði þvi séráliti frá f járhags og viðskiptanefnd að skatturinn skyldi lækkaður. Þing- menn Sjálfstæðisflokksins eru eðli flokksins samkvæmt alfarið á móti þessum skatti. Frumvarpið var samþykkt á mánudag án breytinga til þriðju umræðu. Guö- rún Hallgrimsdóttir gerði grein fyrir áliti nefndar og Matthias Bjarnason, Magnús Magnússon og Geir Hallgrimsson tóku einnig til máls. — óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.