Þjóðviljinn - 07.04.1982, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 07.04.1982, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 7. aprlí 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 M Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum fra lesendum Fréttasending frá Berlín Ekkert spurst til „Útlagans” Ég las hér i blaðinu ég held upp úr nýárinu, að kvikmyndin „Útlaginn” yrði send á Kvik- myndahátiðina i Berlin vestur. En hér i borg hefur ekkert til hennar spurst. Þar sem ég hef viljað halda við menningar- tengslum milli landanna, hafði ég áhuga á að fylgjast með þessu og vita hvað blöð myndu skrifa um myndina. Þvi bað ég góðvin minn einn, sem i V-Ber- lin býr, að athuga þetta fyrir mig. Maður sá er próf. Heinz Baraske, ekki óþekktur maður á tslandi, bæði vegna heimsókna sinna og bóka (ísland, Dan- mörk, Færeyjar). Hann gaf út bók með islenskum sögum á þýsku, og ætlun hans er að gefa út þýðingar á nútimalegum ljóðum islenskum. Heinz og frú koma til min öðru hverju og ég bað hann að athuga þetta fyrir mig. Eins að hringja til skandi- navisku deildarinnar i Flihá- skólanum i Dahlem, svo að norrænustúdentar þar gætu kynnt sér Gisla sögu á einu bretti, ef áhugi væri á sögunni eða þá að vekja hann. Heinz hringdi í mig á dög- unum, athugaði þetta sam- viskusamlega eins og hans var von. Fór á staðinn, hátiðin var ekki á enda, á leikskrá stóð ekk- ert um þetta og skrifstofan kannaðist ekkert við Gisla Súrs- son. Af þvi má álykta að Gisli hafi sigið upp i vitlausa lest og haldið i aðra átt. Þar sem Gisli var ekki sterkur i öðrum evrópu- málum, hefði hann átt að vera betur nestaður að heiman. Hinir ábyrgu ef einhver hefði átt að sjá um, að ætlun hans stæð- ist — sem stafur á bók. Hvað ætli að Rúmenar skilji, þvi Gisli hafði mælt fram dróttkvæöar visur, sem ekki voru ortar fyrr en löngu eftir dauða hans — að auki. Gat enginn fariö með film- una? t öllu falli á ekki svona' nokkuð að koma fyrir. Fyrir okkur islendinga er þetta ekki aðeins áhugamál, heldur og metnaöarmál — jafnvel þótt þessi tilraun félli ekki erlendum i geð. Berlin mars 1982 Sveinn Bergsveinsson ÖRgyrrSSTAMBAlDAAgi k.iÁj2M Hraf nkell Ásmundsson er 9 ára og býr í Neskaup- stað Hann teiknaði þessa sögulegu mynd frá ör- lygsstaðabardaga 1238.— Hrafnkell er eldri bróðir Jóns Knúts, sem átti myndina af Tyrkja- ráninu sem við birtum hérna í horninu í síðustu viku. Barnahornid Sjónvarp tT kl. 18.00 Sjónvarp TF kl._18.30 Verkfæri dýranna Vissir þú að sjóoturinn sem býr við Kaliforniustrendur i Bandarikjunum, notar hamar, já steinhamar, til að komast að matnum i skelfiski og öðrum krabbadýrum. Það mun sjálfsagt koma mörgum á óvart i þessari fræðslumynd, hvernig dýrin nota hina ýmsu hluti sem verkfæri rétt eins og maður- inn. í raun voru það dýrin sem fundu upp hamarinn löngu áð- ur en maðurinn hafði vit á að útbúa slikt verkfæri. I þessari fræðslumynd ferðumst við með breskum kvikmyndatökumönnum viða um heimsbyggðina og kynn- umst furðulegum dýrum og ennþá furðulegri verkfærum og öðrum „tækjabúnaði” sem Dýrin höfðu vit á þvi að notast viö ýmis konar verkfæri I llfs- baráttunni, löngu áöur en „maöurinn” kom til sögunnar og fór aö fjöldaframleiöa sllk tól og tæki. þau notast við i hinu daglega lifi sinu. M.a. heimsækjum við Egyptaland, Galapagoseyj- arnar, Astraliu, Kaiiforniu og viðar. Þýðandi myndarinnar er Öskar Ingimarsson en þulur Friðbjörn Gunnlaugsson. 1 kvöld er komiö aö þvi að bikarmeistarar Þróttar leika fyrri leik sinn i undanúrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Mótherjarnir eru engir byrjendur i handknattleik, sjálfir Dukla Prag, sem islenskir handknattleiksunn- endur þekkja vel frá þvi fyrr á árum. Leikurinn i kvöld kemur til með aö hafa gifurlega þýðingu fyrir Þrótt, þvi tapi þeir, eru möguleikar þeirra sjálfsagt úr sögunni, en nái þeir hins vegar að sigra og þá vonandi með nokkrum mun, veit enginn hvernig fer að endum. Það á ekki að þurfa að hvetja alla áhugamenn að fjölmenna i Höllina i kvöld, en hinir sem einhverra hluta vegna geta ekki komið þvi við, að styöja viö bakið á Þrótt- urum, geta hlýtt á beina lýs- ingu Hermanns Gunnarssonar úr Laugardalshöll kl. 20.35, og horft siðan á valda kafla úr leiknum i sérstökum aukaiþróttaþætti hjá Bjarna Felixsyni i sjónvarpinu, sem hefst kl. 23.15 og stendur til miðnættis. Áfram Þróttur!!! Ná Tékkarnir að stöðva Sigurð Sveinsson i kvöld??? Prinsessan Lindagull Prinsessan Lindagull er við- fræg ævintýrasaga eftir finnska rithöfundinn Zachar- ias Topelius. Lindagull er fögur prinsessa, dóttir Shah Nadir sem var æðsti höfðingi i Persiu fyrir langa langa löngu siðan. Móðir hennar var norræn og gaf dóttur sinni þetta fallega norræna nafn. Óvinur Shah Nadirs heitir King Bombal. Hann vill ná yf- irráðum i Persiu og rænir þvi Lindagull og heldur henni fangri norður i Lapplandi hjá galdranorninnu Hirmu. En hann Abderraman prins i Persiu er ekki á þvi að Linda- gull sé haldið fangri i Lapplandi. >• Afram Þróttur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.