Þjóðviljinn - 16.04.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.04.1982, Blaðsíða 1
DJOÐVIIIINN Föstudagur 16. april 1982 — 84. tbl. 47. árg. I i i i i j ! Fulltrúar i 72ja manna samninganefnd Alþýðusambandsins ræðast við, áður en fundur nefndarinnar I hófst i húsnæði rikissáttasemjara i gærdag.—Mynd. — eik. Einróma samþykkt 72 manna nefndar ASÍ: V erkf allsheimildar verði aflað strax t einróma samþykkt sem gerð Ivar á fundi 72ja manna samn- inganefndar Alþýðusambands- ins i gær, eru verkalýðsfélögin hvött til að afla sér nú þegar Iheimilda til boðunar vinnu- stöðvunar. í samþykktinni segir að eigin- legum samningaviðræðum hafi enn ekki þokað áfram þrátt fyr- ir að viðræður hafi að nafninu til staðið i mánuð. „Samninganefndin vitir harð- lega vinnubrögð samningaráðs Vinnuveitendasambandsins og skorar á viðsemjendur að þeir gangi til raunhæfra viðræðna um kröfur verkafólks i stað þess að búa stöðugt til tækifæri til þess að tefja viðræður og drepa málum á dreif,” segir ennirem- ur i samþykkt 72ja manna nefndarinnar. 1 dag hefur verið boöaður fundur með aðalsamninga- nefndum ASl og VSl hjá rikis- sáttasemjara kl. 11,30. —Ig. 30% hækkun erlendra lána frá síðasta ári: Langstærsti hluti fer til orkumála — Sú staðreynd að hækkun ér- lcndra lána, miðað við siðasta ár, nær ekki verðbólgustiginu merkir, að ekki er um magn- aukningu á erlendum lánum að ræða á þessu ári, sagði Kagnar Arnalds fjármálaráðherra, þegar hann kynnti niðurstööutölur láns- fjáráætlunar 1982 fyrir frétta- mönnum i gær. Alls eru áætlaðar erlendar lán- tökur á árinu 2,256 milj. kr. í siðustu lánsfjáráætlun var reiknað með erlendum lántökum að upphæð 1.735 milj. kr. Hækk- unin milli ára nemur um 30% og er þvi talsvert minni en áætluð hækkun byggingarvisitölu milli ára. Eftirtektarvert er, að rikis- sjóður tekur ekki erlend lán til eigin þarfa, heldur er lánsfjár- öflun rikissjóðs af innlendum toga sprottin og rennur að stærstum hluta til vegagerðar. Fjármálaráðherra vakti at- hygli á þvi, að 80% allra þeirra lána sem riki og sveitarfélög taka renna til orkumála. Þar eru stærstu póstar hitaveitur, almennar framkvæmdir Raf- magnsveitna ríkisins, virkjunar- rannsóknir, næsta stórvirkjun, jarðhitaleit, boranir við Kröflu og byggðarlinur. Aðrar stórar erlendar lántökur eru til Skipaútgerðar rikisins vegna skipakaupa, til Pósts og sima vegna lagningar sjálfvirks Hörð barátta á þessu móti segir Jón L. ✓ Arnason nýbakaður íslandsmeistari í skák Seint á miðvikudagskvöldið sfð- asta lauk keppni i landsliðsflokki á Skákþingi islands. Hún hafðiþá varað i næstum 2 vikur og barátt- an utn islandsmcistaratitilinn staðið á milli þeirra tveggja keppenda sent sigurstranglegast- ir þóttu, Jóns L. Arnasonar og Jó- hanns Iljartarsonar. Þegar upp var staðið frá skákunt i elleftu og siðustu untferð hafði Jón reynst hlutskarpari, og hlotið 9 vinninga úr 11 skákum en Jóhann 8 1/2. Jón er þvi íslandsmeistari árið 1982. „Þetta var ekkert annað en kapphlaup milli min og Jóhanns og þvi gat sigurinn allt eins orð- ið hans. Reyndar var Jóhann efstur lengi vel en undir lokin fannst mér taflmennsku hans hraka og það dugði mér til að ná efsta sæti”, sagði Jón L„ nýbak- aður IslandsmeiStari Afíeitar aðstæður „Raddir heyrðust um að að- stæður hefðu verið lélegar. Hvað viitu segja um það?” „Þaðer rétt. Aðstæður voru af- leitarogmá reyndar segja að það hafi verið óteflandi i Norræna húsinu fyrri hluta mótsins. Þetta lagaðist þegar kvartanir tóku aö berast. Það er afar hljóðbært i Norræna húsinu, lá við að maður heyrði peð falla eða möo. ef ein- hver lék af sér peði. Annars vil ég að það komi fram að ásetningur Skáksambandsins var góður og það voru mér mikil vonbrigði að sterkustu skákmenn þjóðarinnar skyldu ekki láta sjá sig. Fundust mér ástæður sumra léttvægar. Annars var þetta hið prýðilegasta mót og hart barist, ekkert einasta stutt jafntefli.” —hól. Ragnar Arnalds sima, framkvæmdasjóös og til einkafyrirtækja. — lg Jón L. Arnason: lá við að peð heyröist detta (ljósm —eik) Brádbirgda- uppgjör rikis- bókhalds: | Greiðslu- Í afgangur \uppá 72 i j miljónir ISamkvæmt bráðabirgöa- tökum rikissbókhalds um fjármál A-hluta rikissjóðs , fyrir siðasta ár nam Irekstrarafgangur rikissjóðs 86 milj. kr. , Skuldir rikissjóðs á Iviðskiptareikningum jukust hins vegar um 14 milj, þannig að heildarniðurstaða , rekstrar- og fjármagns- Ihreyfing er þvi sú að greiðslujöfnuður A-hluta rikissjóðs var hagstæöur á , siðasta árium 72milj.kr. IÞessar upplýsingar komu fram á fundi með Ragnari Arnalds fjármálaráðherra i . g®r- ITekjur rikissjóðs reyndust 8,7% hærri en áætlað var i fjárlögum siðasta árs og I* reyndust óbeinir skattar fyrst og fremst tekjudrýgri en gert hafði verð ráð fyrir. Skýrist það af miklum inn- I* flutningi til landsins siðari hluta siöaliöins árs. Aðflutn- ingsgjöld urðu 27,2% hærri , og sölugjald 10,1% hærra en , reiknað hafði verið með. Nýr verðtryggður skyldusparnaður: Hærri lán á fyrstu íbúð f gær var lagt fram frumvarp um verðtryggðan skyldusparnað á árinu 1982 vegna Byggingarsjóðs rikisins. Astæðan fyrir frumvarp- inu er m.a. sú.að gert er ráö íyrir að lán verðihækkuötil þeirra sem eru að eignast ibúð i fyrsta sinn. Verði frumvarpiö aö lögum má reikna með að ráöstöfunarfé Byggingarsjóð rikisins aukist um 35 miljón króna á þessu ári. Meginreglan er sú um einstak- linga að skyldusparnaðarupphæð er 6% af tekjuskattstofni yfir 135.000 krónur. Þeir sem hafa tekjur neðan ákveðinna marka og eru annaðhvort yngri en 16 ára ellegar eldri en 67 ára eru undan- þegnir skyldusparnaði. Sér- ákvæði verða vegna sérsköttunar hjóna og skyldusparnaðarmark er einnig hækkað vegna fram- færslu barna. —óg Hins vegar urðu útgjöld rikisins 8,3% hærri en stefnt var að og skýrist það aðal- lega i hærri launaútgjöldum. Staða rikissjóðs gagnvart Seðlabankanum batnaði talsvert á siðasta ári. 1 árs- lok hafði heildarskuld rikis- ins gagnvart Seðlabank- anum að teknu tilliti til verð- bótaþáttar lækkað úr 3,4% af vergri þjóðarframleiðslu 1979 i 1,1%, eða i 223 milj. kr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.