Þjóðviljinn - 16.04.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 16.04.1982, Blaðsíða 15
Föstudagur 16. aprll 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 íþróttir[/J iþrottir | íþróttir íslandsmót fatlaðra: Þátttakan er stærsti sigurinn t kvöid kl. 18 hefst tslandsmót I íþróttum fatlaóra I Sundhöllinni i Reykjavik. Þar verður að sjálf- sögðu keppt I sundi en að keppni lokinni verður haldið til Akraness og mótinu haldið áfram þar á laugardagsmorguninn kl. 10. Keppt verður allan þann dag fram á kvöld og haldið áfram kl. 10 á sunnudag. Ráögert er að keppninni Ijúki um kl. 18 á sunnu- deginum. Keppt er I fjórum greinum fyrir utan sund, borð- tennis, bogfimi, boccia og lyfting- um en lyftingakeppnin verður reyndar öllum opin og þvi ekki liöur i tslandsmótinu. Til stóð að körfuknattleikssnill- ingarnir bandarisku, Harlem Globetrotters, kæmu upp á Skaga á sunnudeginum og lékju listir sinar þar.en nú er Ijóst að ekkert verður af þvi þar sem flugi þeirra til landsins seinkaði. Þeir ætla þó að bæta fötluðum það upp meö þvi að hafa sérsýningu fyrir þá á mánudeginum i einhverju iþróttahúsanna i Reykjavik en staöur og stund hafa enn ekki ver- iðákveðin. 140 keppendur mæta til leiks á Islandsmótinu og koma þeir viðsvegar að af landinu, flestir þó frá Reykjavik, Akureyri, Vest- mannaeyjum og Isafirði. A móti sem þessu er þátttakan stærsti sigurinn, það eitt að vera með er aðalatriðið. —VS WErlendar '{?»' '0 0 knattspyrnuf réttir Tottenham tapaði stigum Tottenham tapaði dýrmæt- um stigum i 1. deild ensku knattspyrnunnar i fyrrakvöld er liöið náði aðeins jafntefli á heimavelli gegn næstneðsta liöinu. Sunderland, 2:2. Tony Galvin kom Tottenham yfir á 7. min. og Glenn Hoddle bætti öðru marki við á 44.min. og sigurinn blasti viö. En á 78 min. fékk Sunderland vita- ur-Þjóðverja léku sinn 33. landsleik i röð gegn Evrópuliði án taps er þeir unnu Tékka á heimavelli i fyrrakvöld 2:1. Sigurinn var þó naumur þvi Paul Breitner skoraði sigur- mark Vestur-Þjóðverja tveim min. fyrir leikslok. Austur-Þjóðverjar sigruöu ítali 1:0 með marki Hauser, Hollendingar unnu Grikki 1:0 og Argentlna og Sovétrikin skildu jöfn 1:1, I öðrum vin- áttuleikjum I fyrrakvöld. GLENN HODDLE skoraði gegn Sunderland ifyrrakvöld. spyrnu sem Gary Rowell skor- aöi Ur og á 85 min. jafnaði svo Nick Pickering, 2:2. Totten- ham er þvi áfram i 6. sæti með 58 stig Ur 31 leik en Liverpool er efst með 69 stig Ur 34 leikj- um. Einn leikur var i 3. deild. Plymouth sigraði Wimbledon 2:0, og komst þar meö i 6. sæti deildarinnar. 33 í röð an taps! Evrópumeistarar Vest- Wolves og Walsall með sama heimavöll Enska 3. deildarliðið Wal- sall mun i framtiðinni leika heimaleiki sina á velli ná- grannanna, Wolves. Félögin slógu saman vegna fjárhags- örðugleika beggja og liklegt má telja að fleiri lið fari að dæmi þeirra i náinni framtiö vegna hinnar miklu fjárhags- kreppu sem þjakar Englend- inga um þessar mundir. .—VS I ■ I ■ I ■ I "* I m I ■ I ■ I ■ I ■ I i i ■ I ■ I ■ I ■ I i I ■ I ■ I ■ I ■ Ji Baldur Borgþórsson tfl Sovétríkjanna? — fer þá algerlega á eigin kostnað „Það eru talsverðar likur á aö ég fari til Moskvu i sumar og æfi þar með stærsta lyftingaféiagi Sovétmanna”, sagði Baldur Borgþórsson, hinn efnilegi lyft- ingamaður úr KR, i samtaii við Þjóðviljann. „Þetta er þó að miklu leyti háð undirtektum sovéska sendiráðsins en ég hef trú á að þeir verði jákvæðir. Ef svo vcrður, fer ég sennilega i júli og verð i fjóra til sex mánuði ytra", sagði Baldur. Baldur Borgþórsson setti fyrir skömmu Norðurlandamet ungl- inga i snörun i 82,5 kg flokki er hann snaraði 137,5 kg. Annars keppir Baldur vanalega i 90 kg flokki en hann létti sig niður um flokk áður en hann setti metið. Hann er aðeins tveimur og hálfu kg frá Norðurlandametinu i 90 kg flokknum. En ferð sem þessi er kostnaðar- söm og þarf Baldur að greiða öll útgjöld Ur eigin vasa. Er ekki kominn timi til að yfirvöld lyfti undir bagga með þeim sem skara fram Ur i sinni iþróttagrein og geri þeim kleift að æfa við að- stæður eins og þeir fremstu i heiminum búa við án þess að þeir þurfi að setja sjálfa sig á hausinn fjárhagslega fyrir vikið? — VS Bikarkeppni HSl: KR og FH í úrslitum — Haukar voru KR-ingum ekki mikil hindrun í gærkvöldi. Gunnar Gíslason nefbrotnadi Það verða KR og FH sem mætast i úrslitaleik bikarkeppni HSÍ nk. miðvikudagskvöld. KR og Ilaukar léku i undanúrslitunum i Hafnarfirði og unnu KR-ingar öruggan sigur, 28-23, eftir aö hafa verið yfir 12-8 i hálfleik. KR hafði yfirhöndina allan leik- inn, komust i 4-1 og siðan 9-5. I byrjun siðari hálfleiks náðu þeir sjö marka forystu, 17-10 en þá kom besti kafli Haukanna og munurinn minnkaði i aðeins tvö mörk, 18-16. Tvö næstu mörk voru KR-inga og þar með var öll spenna Ur leiknum. Mest sjö marka munur, 26-19 en loka- tölurnar 28-23 eins og áður sagði. KR-ingar voru allan timann sterkari og nokkur munur á getu liðanna. Alfreð og Gunnar Gisla- synir voru bestir ásamt Gisla Felix markverði og Ölafi Lárus- syni. Gunnar nefbrotnaði i siðari hálfleik og þvi óvist hvort hann verður með i úrslitaleiknum. Al- freð 8 og Gunnar 5 voru marka- hæstir. Jón og Þórir voru yfirburða- menn hjá Haukum og skoruðu mest, Jón 9 og Þórir 5. —VS ■1 Reykjavíkurmótið í knattspyrnu: Fylkir lagði Val Reykjavikurmeistarar Fylkis sigruðu Val nokkuð óvænt i Reykjavikurmótinu i knattspyrnu á Melavellinum i gærkvöldi 1-0. 1 fyrrakvöld vann KR Armann 4-0 og hiaut þar með aukastig fyrir aö ná þremur mörkum. Tveir leikir verða á mótinu um helgina, báðir a Melavelli. Fram og Fylkir leika á laugardag kl. 14 og Þróttur og Vikingur á sunnudag kl. 14. Gústaf til ísa- fjarðar Gústaf Baldvinsson, framlinu- maðurinn kunni frá Vestmanna- eyjum, hefur tilkynnt félagaskipti úr IBV yfir til nýliðanna I 1. deild- inni i knattspyrnu, tsfirðinga. Gústaf var talsvert orðaður viö lið Breiöabliks i fyrravor og einn- ig nú fyrir skömmu en lsfiröing- ar, sem leika i 1. deild i fyrsta skipti i 20 ár, fá væntanlega að njóta krafta hans i sumar. Félagi GUstafs úr ÍBV, bak- vörðurinn Guðmundur Erlings- son, hyggst hverfa af landi brott og leika með Götu Itróttarfélag i Færeyjum. Þá hefur Hús- vikingurinn Björn Olgeirsson, ákveðið að snúa heim og leika með Völsungi i 2. deildinni eftir dvöl á Akranesi. Mikill fjöldi félagaskipta hefur verið samþykktur það sem af er þessum mánuði og verðum við að bregða til þess ráðs að skipta hópnum i tvennt, birta fyrri hluta stafrófsins nú og geyma siðari hlutann þar til i næstu viku. Fyrri hlutinn er hér til hægri: — VS Gústaf Baldvinsson — Guömundur Erlings- Björn Ölgeirsson — tii til isafjarðar. son — til Færeyja. Húsavikur á ný. Aðalsteinn Jónsson úr Breiöabliki i Augnablik Agúst Ingi Jónsson úr Gróttu i Viking R. Alexander Þórisson Ur Breiðabliki i Augnablik Andrés Kristjánsson úr FH i Viking R. Anton Jörgensson úr ÍBV i Fram Arni Stefánsson Ur Landskrona (Sviþjóð) i Tindastól Atli ísaksson úr Hveragerði — opið Benedikt Hreinsson úr Breiðabliki i UMFN Björn Jónsson úr Breiðabliki i Augnablik Björn Olgeirsson úr IA i Völsung Björn H. Sveinsson úr Þór Ak. i Dagsbrún Brynjar Jóhannesson Ur Armanni i Þrótt R. Edda Guðmundsdóttir Ur Vikingi R. i Fram Edgar Sólheim úr Þrótti N. i norskt félag Einar Pálsson Ur Aftureldingu i Fylki Erlingur Erlingsson úr Fylki i Armann Finnbogi Hermannsson úr Selfossi i Armann Freyr Hreiðarsson Ur Breiðabliki i Augnablik Guðjón V. Guðjónsson úr HV — opið Guðmundur Erlingsson úr IBV i Götu ttróttarfélag (Fær.) Guðmundur Agnar Kristinsson úr Breiðabliki i Augnablik Guðmundur Magnús Thorarensen úr Leikni R. i Aftureldingu Gunnar Stefán Jónasson Ur Vikingi R. — opið Gústaf Baldvinsson Ur ÍBV i IBl Hafþór Helgason úr Vikingi R. i Þór Ak. Halldór Þórarinsson úr Fram — opið Heiðar Arnason Ur Þór Ak. i ÍBV Helgi Benediktsson Ur Völsungi i Val Helgi Einarsson Ur Vikingi R. i Hugin Helgi Ingason úr Leikni F. — opið Hilmar Hjálmarsson Ur IBK i UMFN Hreggviður Agústsson Ur FH i IBV

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.