Þjóðviljinn - 17.04.1982, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 17.04.1982, Qupperneq 15
Helgin 17.—18. aprO 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Drykkjuskapur kvenna getur verið til marks um sjálfstæði þeirra. getið, þegar ritaö er um Chart- ismann, þennan forvera Verka- mannaflokksins að margra áliti? Jú, segir Dorothy, það er einmitt vegna þess að menn vilja gera hreyfinguna forvera Verka- mannaflokksins, að kvenna er aö engu getiö. Sagnfræðingar vilja gefa hreyfingunni virðulegt yfir- bragð — og það segir sig sjálft, ekki satt, að hreyfing sem hefur fjölda kvenna innan sinna vé- banda gott ef ekki i fylkingar- brjósti á stundum — sú hreyfing getur ekki verið virðuleg. Þá má einnig minnast þess, að flestar bækur um Chartismann eru skrif- aðar á timum þar sem konur eru ekki taldar til manna. Það „gleymdist” þvi einfaldlega að geta þáttar kvenna — eða þótti ekki skipta máli. Ummerkin um þátttöku kvenna Dorothy vék þvi næst að þvi aö tina til dæmi úr sögunni um þátt- töku kvenna i Chartismanum. Og þar reyndist af mörgu að taka. Dorothy hefur fundið i heimild- um, aö árið 1839 hafi verið 70 kvenfélög, hvorki meira né minna i hreyfingunni. Ariö 1847 er þess getið i einni heimild, að fram- bjóðandi Chartista hafi þegið te- boð eftir kosningarnar og heim- ildin getur sérstaklega, að fjöldi kvenna hafi verið þar saman- kominn með græna skýluklúta eða hálsklúta til að fagna kosn- ingunum. Dorothy getur þess, að margar heimildir eru til um hvernig búð- areigendur og kráareigendur voru meðhöndlaðir, allt eftir þvi hvort þeir voru Chartismanum vilhollir eöa ekki. Konur fóru þar framarlega i flokki, og dæmi eru um, aö þær hafi tekið saman lista um vonda kaupmenn og látið þá ganga. Annað dæmi er, að árið 1839 tóku Chartistar sig til og héldu inn i sóknarkirkjurnar og settust þar sem þeim sýndist án þess að spyrja prest. Þá var það þannig, að menn þurftu að borga fyrir góð sæti og verkalýðurinn — hann gat sko staðið aftast og þagað i kirkj- um sem annárs staðar. En nú hélt þessi sami lýöur inn i kirkj- urnar, settist I sæti annarra og fór jafnvel fram á aö prestlingurinn legöi út af alveg ákveönum texta. Eitt dæmi er um, aö kvennahópur hafi farið þannig að i a.m.k. einni kirkju, án þess að karlmenn kæmu þar nokkuð nærri. Arið 1842 hélt breskt verkafólk sinn siöasta stórfund. Það ár komst Bretland næst þvi að hafa uppiifaö allsherjarverkfall I iðn- aðarhéruðum landsins. Annað eins umrót og jrfri viðtækt hefur ekki átt sér stað siðan. 1 Halifax steðjaði verkafólk inn i allar verksmiðjur og stöðvaði vélarnar.Ein samtimaheimild get- ur þess, aö 5000 manns hafi farið i einni fylkingu þessara erinda. Þar stóðu konur fremst og það voru þær sem sýndu af sér mesta dirfsku og ögruöu lögreglumönn- um af fullu kappi. Dregur úr umsvifumkvenna Myndin sem heimildirnar gefa er skýr, segir Dorothy. Konur voru meö — konur voru virtar til jafns við karla — konur voru á- berandi innan hreyfingarinnar — þær tóku fullan þátt i flestum að- gerðum og áttu jafnvel stundum frumkvæðiö. Einhvers staöar við enda ára- tugarins 1840-1850 fór siðan að draga úr umsvifum kvenna. Þær detta siðan úr sögunni og á siöari hluta aldarinnar fer fjarska litiö fyrir konum innan Chartismans sem annars staðar. Nú beinast kröfur kvenna aö pólitisku jafn- rétti og þar koma efri stéttar- og millistéttarkonur helst við sögu. Blaöaskrif kvenna um fátækt, illa meðferð og barnaþrældóm, sem voru svo mikil á árabilinu 1834 - 1840, hverfa nú nær alveg; a.m.k. komast þau hvergi nærri þvi magni sem áöur var. Sömu sögu er að segja af kröfugöngum og fundum kvenna um þessi sömu mál. Breytingar á hreyfingunni Þá er að velta fyrir sér skýring- um á þessari breytingu. Hvað veldur þvi, að konur hverfa svo skyndilega og nær að fullu og öllu úr hreyfingu Chartista? Dorothy sagðist geta varpað fram þrenns konar skýringum, sem að sinu mati væru heldur léttvægar, en mætti taka til at- hugunar. 1 fyrsta lagi gerðist hreyfingin miklu harðari en áður og barátt- an sömuleiðis. Lögreglan fór að koma fram með meira offorsi og meiri hætta varð þvi á slysum á fundum og i kröfugöngum. Þessi þáttur kann að hafa fælt konur frá. 1 ööru lagi jókst skrifræði hreyfingarinnar mjög á þessum tima. Miðstýringu var komiö á, félagatali með félagsgjöldum og ýmsu öðru, sem slikri stýringu fylgir. Þetta fyrirkomulag var mjög óhentugt fyrir ýmsa hópa sem ekki voru i reglulegri vinnu, svo sem irsk þjóðarbrot og konur. Þeir hópar gátu ekki borgað fé- lagsgjöld reglulega og hurfu þvi af sjónarsviði hreyfingarinnar. I þriðja lagi breyttist pólitikin og áróöurinn I þjóðfélaginu mjög. Komin voru til sögunnar mjög sterk öfl, sem lögðu alla áherslu á bliðu konunnar og „kvenlega” eiginleika aðra. Óhemju magn af blööum um þetta efni var gefiö út, segir Dorothy. 1 þeim var gassa- gangur kvenna i verkalýðsstétt mjög gagnrýndur en konur þar höfðu unnið sér þann orðstir aö vera kjaftforar meö afbrigðum og sinna ekki sinum heimilum. Þá var einnig barist hart gegn drykkju kvenna og fór þar bind- indishreyfingin aö sjálfsögðu fremst i flokki, en innan hennar voru konur einmitt mjög áber- andi. Dorothy nefnir sem dæmi um þennan bátt, að á fyrri hluta aldarinnar sáust konur jafnt sem karlar lyfta bjórglösum á teikn- ingum. Þvi er ekki að heilsa á sið- ari helmingi aldarinnar. Þá voru konur komnar „heim”. Þetta voru þó smámunir hjá hinu, sem gerðist innan veggja heimilisins, segir Dorothy. Vinn- an, þessi grundvallarþáttur mannlifsins, fluttist nefnilega á brott og inn i sérstök húsakynni, fjarri heimilum manna. Aður fyrr tóku konur fullan þátt i vinnu karla sinna, þótt ekki hlytu þær iönmenntun og starfs- þjálfun. Vinna karlanna var inn- an veggja heimilanna og allir heimilismenn þekktu til hennar og gátu jafnvel tekið til hend;ekki sist eiginkonurnar, þegar karlinn þurfti að bregða sér frá. Þróunin gekk hins vegar i þá átt að aðskilja þetta tvennt, eöa öllu heldur að færa allt til aukins sam- ræmis fjöldaframleiðslunnar. Brátt fór karlinn aö hverfa að heiman lungann úr deginum til vinnu, sem spúsa hans kunni ekki lengur skil á. Umræöur um vinn- una uröu þvi heldur litlar. Karl- inn og konan hættu aö kunna skil á hvors annars verkum. Þótt útivinna kvenna hafi veriö meiri en hægt er að fá heimildir um i t.d. manntölum, vill Dorothy meina að sú vinna hafi ekki fært konum neina mannviröingu. Þær unnu mikil láglaunastörf, svo sem við skúringar og þvotta, og langflestar voru þjónustustúlkur. Heimili manna verða nú ein- vöröungu heimili. Starf kvenna léttist til muna, þvi nú þurftu þær ekki að kunna skil á öllum hlutum — en um leið minnkaði virðing þeirra i mannfélaginu. Völd kvenna minnkuðu tökin á börnun- um og uppeldi þeirra hvarf mikið til skólanna, sem komu til sög- unnar á siðari hluta aldarinnar, eða um leiö og þessar breytingar allar áttu sér stað. Hlutverk skól- anna er alls ekki aö kenna börn- um að lesa eða skrifa, segir Dor- othy — heimildir þessara tima eru besta vitniö um það. Skólarn- ir voru settir á laggirnar til þess að vaka yfir siðgæði manna — og menn sögöu það hreint út þá. Hugmyndir mæðranna tóku aö dynja á daufum eyrum barnanna. A siðari helming 19. aldarinnar eru allar hreyfingar fyrir karla eingöngu. Innan þeirra fór litiö fyrir konum — ef þær á annað borð voru nokkuö með. Völd þeirra fóru þverrandi og virðing er ekki borin fyrir konum. Hvað getum við lært? Þessi saga felur i sér mikla reynslu og lærdóm eins og allar góðar sögur. Hún felur m.a. i sér ábendingu til kvennasögurýn- enda um það, aö i guðanna bæn- um skyldu menn rýna i fleira en kosningaréttinn einan og kröfuna um pólitiskt jafnrétti kynja. Hún felur i sér ábendingu um þaö, aö völd kvenna geta verið mikil þótt þeirra sé i engu getið i lagaheim- ildum. Lög eru eitt og þjóðfélög annað. Sú spurning var borin fram i lokin til Dorothy Thompson hvort saga kvenna i hreyfingu Chart- ista á 19. öldinni feli kannski i sér þá visbendingu, að auöveldara sé fyrir konur aö taka þátt I smáum einingum en stórum — svonefnd- um „grasrótarhreyfingum” þar sem miöstýring er litil ef nokkur og þar sem allir þekkja alla. Dorothy sagðist svara spurn- ingunni hiklaust játandi. Konur séu t.d. ekki áberandi á breska þinginu, en i bæjar- og sveitar- stjórnum séu þær öllu fleiri og hafi ávallt verið. Dorothy sagðist einnig bera kviðboga fyrir þjóðfélögum á borð við Amerfku og Indland. Stærð þjóðfélaganna, svo og sú pólitik sem rekin er, býður ekki upp á starfsemi kvenna. Þá var hún einnig spurð hvers vegna svo fáar konur tækju þátt i pólitikinni nú þrátt fyrir fullan kosningarétt og rétt til að ráða eignum sinum sjálf. Ef kona tekur sér ekki félags- hlutverk karls, getur hún ekki staöið i póiitlsku starfi, segir Dor- othy. Hún verður sem sé að afsala sér heimili og börnum. Starf þingmanna er t.d. sniðið aö karl- mönnum — þing byrjar ekki fyrr en kl.2 á daginn og fundir standa siðan fram á miðnætti. Engin kona með börn getur unað þess- um vinnutima. — Þarf þá ekki að breyta starf- inu? Jú, vissulega.Undir það getum við öll tekið. — ast. 4=^. Alþydubanklnn hf Aðalfundur Alþýðubankans h/f árið 1982 verður hald- inn i Súlnasal Hótel Sögu, Reykjavik, laug- ardaginn 24. april 1982 og hefst kl. 14.00. Á dagskrá fundarins er: a) Venjuleg aðalfundarstörf i samræmi við ákvæði 18. gr. samþykkta bankans. b) Samþykktir og reglugerð bankans. c) Tillaga um heimild til bankaráðs um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæða- seðlar verða afhentir i aðalbankanum, Laugavegi 31, dagana 20.,21. og 23. april n.k. og við innganginn á fundarstað. F.h. bankaráðs Alþýðubankans h/f Benedikt Daviðsson, formaður Þórunn Valdimarsdóttir, ritari. Afgreiðslustarf Óskum eftir að ráða starfsmann, til fram- búðarstarfa við afgreiðslu á varahlutum. Enskukunnátta svo og þekking á vélum æskileg. Umsóknareyðublöð hjá starfsmanna- stjóra, er veitir nánari upplýsingar. SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉ1AGA STARFSMANNAHALD Tfl sölu MinoltaXD-7 myndavél, 135 mm linsa f2.8 (Vivitar), 35 mm linsa f2.8 (Minolta), 500 mm linsa fl.7 (Minolta), Auto winder, zoom flass (Vivitar 285) og taska. Upplýs- ingar isima 36513. ^|ÚTBOЧ|| Tilboð óskast i að leggja Reykjaæð 1, endurnýjun á Ar- túnsholti. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frikirkjuvegi 3 gegn 1.500 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama staðmiövikudaginn 28. apriln.k. kl. 11 f.h. INIMKAUPASTOFNUN REYKJ AVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Búðarhreppur Fáskrúðsfirði óskar eftir að ráða verkstjóra. Umsóknarfrestur er til 25. april. Upplýsingar i sima 97-5220. Rafmagnsverkfræðingur Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen óskar að ráða sterkstraumsverkfræðing til starfa sem fyrst. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN hf ARMÚU 4 REYKJAVlK SlMI 84499

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.