Þjóðviljinn - 17.04.1982, Síða 30
30 StÐA — ÞJÓÐVIL'JINN Helgin 17.—18. april 1982
Verðlaun veitt
fyrir skipulagstil-1
lögur að íþrótta -
og útivistar-1
svæði í Suður-
Mjódd
Arkitektarnir Guðni Pálsson og
Dagný Helgadóttir hlutu i gær
fyrstu verðlaun i hugmyndasam-
keppni Reykjavikurborgar um
skipulag iþrótta- og útivistar-
svæðis I Suður-Mjódd. t umsögn
dómnefndar segir m.a. að tillaga
þeirra geri heildarskipulagi mjög
góð skil og sýni jafnframt
frumleika og hugmyndaauðgi.
Alls bárust 12 tillögur i
samkeppnina og voru 11 þeirra
teknar gildar. 5 tillögur voru
verölaunaðar og hefur dómnefnd
gert það aö tillögu sinni, að höf-
undum þeirra allra verði gefinn
kostur á að taka þátt i samkeppni
um nánari útfærslu skipulags i
Suður-Mjódd og hönnun helstu
mannvirkja á svæðinu.
Keppendum vord gefnar mjög
frjálsar hendur viö úrlausn verk-
efnisins og lét dómnefndin heild-
aryfirbragö tillagna og áberandi
kosti ráöa meiru viö mat þeirra
en hvort tillagan fullnægði i smá-
atriðum öllum kröfum.
Athyglisvert við veröiaunatil-
lögur þeirra Guöna og Dagnýjar
er, að hún byggir skipulag svæð-
isins að verulegu leyti á tjörnum
og vatnavegum, sem ganga eftir
endilöngu svæðinu. ,,Þaö er litil á
fyrir á þessu svæði og við leyfðum
okkur að færa það i nyt, og tengja
það I beinu framhaldi af skauta-
svelli sem gert er ráö fyrir I út-
boðsgögnum”, sögðu verölauna-
hafarnir i örstuttu spjalli I gær,
þegar verðlaun voru afhent, en
sýning á verðlaunatillögum verð-
ur um helgina á Kjarvalsstöðum
Frumlegar og merkar
1 verölaunatillögu þeirra Guðna
og Dagnýjar er gert ráð fyrir að
syösti hluti svæðisins veröi ein-
göngu helgaður útivist — skokk-
brautir, hjóla- og göngustigar I
breytilegu landslagi. Knatt-
spyrnuvöllum, tennisvöllum og
öðrum æfingasvæðum auk litils
útileikhúss og sundlaugar. Þá er
gert ráð fyrir stórri iþróttamið-
stöð sem er hugsuö sem keppnis-
og sýningarhöll og með aðstöðu til
tónleikahaids og annarra listvið-
burða, en i tengslum við aðal-
iþrótta- og samkomuhús eru
hugsaðar smærri iþróttahallir
fyrir hinar ýmsu iþróttagreinar.
2.verðlaun I samkeppninni
hlutu arkitektarnir, GIsli
Halldórsson, Halldór Guðmunds-
son, Jósef Reynis, og Bjarni Mar-
teinsson. 3. verðlaun hlutu arki-
tektarnir, Börkur Bergmann,
Geirharður Þorsteinsson, Hró-
bjartur Hróbjartsson, Richard
Briem og Sigurður Björgúlfsson.
Þá voru einnig keyptar tvær til-
lögur. Annars vegar eftir arki-
tektana Hilmar Þór Björnsson og
Finn Björgvinsson og hins vegar
eftir arkitektana Björn Kristleifs-
son og Þórarinn Þórarinsson.
-»g-
Verðlaunahafarnir: arkitektarnir Guðni Pálsson og
manni Þjóðviljans á Kjarvalsstöðum i gær.
Dagný Helgadóttir kynna tillögur sinar fyrir blaða-
Mynd — gel.
Þróttmlkið
þlng iðn-
verkafólks
„Það hafa verið miklar og fjör-
ugar umræður á þinginu, og mik-
ill hugur i fólki”, sagði Guð-
mundur Þ. Jónsson formaður
Landssambands iðnverkafólks i
samtali við Þjóðviljann i gær, en
5. þing sambandsins hófst I gær
að Hótei Esju og veröur fram-
haidið i dag, og er ráðgert að
Ijúka þvi I kvöld.
„Þetta er þróttmesta þing sem
við höfum haldið hingað til og
umræður hafa verið mjög al-
mennar. Þær hafa aðallega snúist
um kjaramálin, bónus og at-
vinnumál auk þess sem menn
hafa komið viðar við i ræðum
sinum”, sagði Guðmundur.
-»g.
Riflega 40 fulltrúar sitja 5. þing
Landssambands iðnverkafólks.
Mynd _ eik.
íjánblendiverksmiðjan á Grundartanga 1
jHrapalleg místök
Barnatíminn
Bryndís er
ekki að
hætta
„Það hefur komið fram i dag-
blöðum að Bryndís Schram sé að
hætta sem umsjónarmaður
barnatima sjónvarpsins, en eftir
þvi sem ég best veit þá er þetta nú
ekki rétt”. sagði Tage Ammen-
drup hjá Lista- og skemmtideild
sjónvarps aðspurður um fyrir-
komulag barnatima sjónvarps
næsta vetur.
„Bryndis hefur á hinn bóginn
óskað eftir þvi að vera i hálfu
starfi þannig að auglýst hefur
verið eftir umsjónarmanni á móti
henni”, sagði Tage.
11 manns hafa sótt um starfið
og það eru: Sigriður Sigurðar-
dóttir, Asta Helga Ragnarsdóttir,
Guðrún Birgisdóttir, Þorsteinn
Marelsson, Kolbrún Halldórs-
dóttir, Oddur Albertsson, Sigrún
Björnsdóttir, Sólveig Halldórs-
dóttir, Sigriður Guðjónsdóttir og
Ólafur H. Torfason. Einn um-
sækjandi óskaði eftir nafnleynd.
titvarpsráð mun nú taka af-
stöðu til umsóknanna.
—hól.
IHarðvítugar deilur urðu i efri
deild alþingis i gær þegar þeir
Hjörleifur Guttormsson og
■ Stefán Jónsson öttu kappi við
Italsmenn Sjálfstæðisfiokksins
Þorvald Garðar og Lárus Jóns-
son. Sagðist Stefán vilja fjalla
■ um þetta mál i sögulegu sam-
Ihengi og vitna til ummæla
iðnaðarráðherra þegar ákvörð-
unin var tekin um Járnblendi-
• verksmiðjuna á Grundartanga.
IÞáverandi iðnaðarráðherra var
Gunnar Thoroddsen forsætis-
ráðherra en hann var ekki við-
• staddur umræðuna i gær. Hét
IStefán þvi að þetta mál yrði ekki
afgreitt frá dcildinni fyrr en
farið hefði verið I forsöguna. Þá
* hefði ýmsum andþingræðis-
Iiegum og ólýðræöislegum að-
ferðum verið beitt til að koma
verksmiöjunni i gegn.
■ Hjörleifur Guttormsson og
IStefán Jónsson voru samdóma
um að þann lærdóm ætti að
draga af starfsemi þessarar
• verksmiðju, að betur hefði átt
— sögðu Stefán
Jónsson og
Hjörleifur
Guttormsson
um stofnun
verksmiðjunnar
að vanda til undirbúnings við
verksmiðjureksturinn — og
væri mönnum hollt að minnast
þess nú. Talsmenn Sjálfstæðis-
flokksins sögðu hins vegar að
draga ætti þann lærdóm af
núverandi örðugleikum verk-
smiðjunnar að Islendingar ættu
ekki einir að taka alla áhættu
heldur ættu útlendingar að eiga
verksmiðjurnar að hluta.
Stefán Jónsson sagði m.a. að
sjálfsagt væri að iðnaðarnefnd
deildarinnar fengi þá sér-
fræðinga til viðtals sem á sinum
tima hefðu gefið út álit um að I
stofnsetja ætti Járnblendiverk- I
smiðjuna á Grundartanga. A I
áliti þeirra hefðu þeir þingmenn •
byggt afstöðu sina sem greiddu I
atkvæði með þvi að hún skyldi I
sett á laggirnar. Hins vegar I
hefðu framkvæmdir verið •
hafnar á Grundartanga áður en I
verksmiðjan hafði hlotið sam- I
þykki á aiþingi. Nú þyrfti að I
greiða aukalega með henni fjár- ■
upphæð, sem samsvaraði þeirri I
upphæð sem nægði til að setja
varanlegt slitlag á 3/4 hluta |
hringvegarins um landið. ■
Hjörleifur Guttormsson lagði I
áherslu á að Járnblendiverk- I
smiðjan hefði góðu starfsfólki á |
aðskipa, en bersýnilegt væri að ■
fljótagangur hefði verið á undir- I
búningsvinnu fyrir Járnblendi- I
verksmiðjuna. „Leiða má I
sterkar likur að þvi að ákvörð- ■
unin um byggingu þessarar I
verksmiðju hafi verið hrapalleg I
mistök frá efnahagslegu sjónar- I
miði” sagði Hjörleifur orðrétt. •
J
Yfirlýsing
vegna um-
ræðna um
skólamáltíðir
Vegna umræðna á siðasta
borgarstjórnarfundi um skóla-
máltiðir og frásagna af þeim i fjöl-
miöium skal eftirfarandi tekið
fram:
Það sem sagt var i dreifiritum
frá Alþýðubandalaginu um skóla-
máltiðir er ekki byggt á sam-
þykktum fræðsluráðs. Engin
samþykkt hefur verið gerð um
það mál önnur en sú að fræðslu-
ráð kaus 1. mars s.l. tvo fulltrúa
úr ráðinu til að taka sæti I starfs-
hópi til að fjalla um „skólamál-
tiðir og samfelldan skóladag
nemenda” og beindi jafnframt
þeim tilmælum til borgarlæknis,
skólayfirlæknis og skólafulltrúa
að þeir tækju sæti í hópnum
ásamt fulltrúum frá Skólastjóra-
félagi Reykjavikur, Kennara-
félagi Reykjavikur og nefnd sem
þrjú ráðuneyti hafa skipað til að
gera tillögur um svipað efni.
1 fundargerð kemur fram að
„Óskað er eftir að nefndin athugi
annars vegar, hvernig hægt væri
að koma á til frambúðar sam-
felldum skóladegi og aðstöðu til
að neyta máltiðar 1 skólanum og
hins vegar, hvort hægt væri að
gera tilraun næsta skólaár með
að hefja þetta starf i einhverjum
skólum, þar sem aðstaða væri
talin fyrir hendi og áhugi aö koma
á þessari breytingu á skóla-
starfi”.
Skilja mætti á umræddum
dreifiritum að fræðsluráð heði
samþykkt framkvæmdir I málinu
næsta vetur og hlutverk nefndar-
innar væri einungis að fjalla um
tilhögun þeirra. Þar sem fræðslu-
ráð kaus mig á sinum tima for-
mann starfshópsins þykir mér
miður aö slíkur skilningur skyldi
komast á þrykk, en ég hafði
aldrei tækifæri til að leiörétta
hann þar sem ég hafði engin af-
skipti af gerð bæklingsins.
Hins vegar vænti ég þess að
þetta verði ekki til að hindra
framgang málsins og sem
viðtækust samstaða myndist um
framkvæmdir þegar næsta vetur.
Hörður Bergmann
Hvað gerist
við skilnað?
Félag einstæðra foreldra
heldur almennan fund um bama-
lögin á Hótel Heklu þriðjudaginn
20. april kl.20.30. Ólöf Péturs-
dóttir fulltrúi í dómsmálaráðu-
neytinu hefur framsögu um
barnalögin með hliðsjón af
s k i 1 n a ð a r m á 1 u m . Sál-
fræðingarnir Alfheiður Stein-
þórsdóttir og Guðfinna Eydal tala
um foreldraráðgjöf með sérstöku
tilliti til skilnaðarmála. Asdls J.
Rafnar lögfræðingur FEF svarar
fyrirspurnum. Fundurinn er op-
inn öllum og er áhugafólk um
málefni barna og foreldra í skiln-
aði sérstaklega hvatt til að fjöl-
menna.
• •
Orn Bjarna-
son for-
stjóri Holl-
ustuverndar
ríkisins
Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytið hefur i dag skipað öm
Bjarnason, skólayfirlækni, til
þess að vera forstjóri Hollustu-
verndar rikisins skv. lögum nr.
50/1981, um hollustuhætti og heil-
brigöiseftirlit, en stofnunin tekur
til starfa 1. ágúst n.k.
Auk hans sótti um stöðuna
Eggert Asgeirsson, fv. fram-
kvæmdastjóri.