Þjóðviljinn - 21.04.1982, Síða 4

Þjóðviljinn - 21.04.1982, Síða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 21. april 1982 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Otgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan ólafsson. Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir. L'msjónarmaður sunnudagsbiaðs: Guðjón Friðriksson. Auglvsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Filip W. Franksson. Blaðamenn: Auöur Styrkársdó'tir. Helgi Ólafsson Magnús H. Gislason, óiafur Gislason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hiöðversson. iþróttafréttaritari: Viðir Sigurðsson. t'tlii og hönnun: Andrea Jonsdóttir. Guðjón Sveinbjörnsson. l,jósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar. Trausti Einarsson. Auglvsingar: Hildur Ragnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Gúövaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjóllur Vilhjálmsson, Gunnar Sigúrmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. t tkeyrsla. afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Keykjavik, simi 81Jj:i Prentun: Blaðaprent hf. Þreklaust íhald í Reykjavík • Það er eins og Sjálfstæðisf lokkurinn haf i ekki náð sér eftír þá miklu þrekraun að koma saman borgar- stjórnarlista og beygja Albert Guðmundsson undir Davíð Oddsson sem borgarstjóraefni. Það var á margra vitorði að sterk hreyfing var fyrir því að fá Birgi Isleif Gunnarsson til þess að leiða borgar- stjórnarbaráttuna á ný, en það varð úr að gömlu for- ystumönnunum sem töpuðu borginni var sparkað. Það er síður en svo að ánægja ríki meðal Sjálfstæðis- manna með þessa ráðstöfun. • Það hefur verið einkenni hinna nýju forystu- manna Sjálfstæðisf lokksins i Reykjavík að hopa úr einu árásar- og gagnrýnisefninu á meirihlutann í ann- að. Þeir hafa heldur ekki haft nennu í sér til þess að koma með heildstæðar og ábyrgar gagntillögur við stef nu meirihlutans, heldur einungis vísað til þess að ef þeir kæmust til valda yrði allt í Reykjavík eins og áður fyrr meðan íhaldið réði eitt. • Áratugum saman glumdi það við hjá íhaldinu að útilokað væri fyrir þrjá ólíka stjórnmálaflokka að koma sér saman um stjórn borgarinnar. Þeir myndu eilíflega deila sín á milli. Þessar raddir eru nú þagnaðar. Enda hef ur það sýnt sig á k jörtímabilinu að ágreiningur innan Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hefur verið tíðari en milli f lokkanna þriggja, sem þó hafa aldrei leynt því að þeir séu með ólíkar skoðanir. • Sú kenning heyrist heldur ekki lengur frá Sjálf- stæðisflokknum að vinstri mönnum í Reykjavík sé engan veginn treystandi fyrir f jármálum. Fullyrt var að svonefndir eyðsluf lokkar myndu aðeins eyða og spenna og ekki hugsa um að útgjöld og tekjur yrðu að standast á. Það kom Sjálfstæðisflokknum ákaflega illa þegar nýi meirihlutinn lét gera raunverulega út- tekt á fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar eftir kosningarnar 1978. Þá kom í Ijós að hin góða fjár- málastjórn sem íhaldið hafði státað af var aðeins gömul blekking sem Sjálfstæðismenn trúðu orðið sjálfir á. Nú reyna Sjálfstæðismenn í Reykjavík að gleyma fyrri yfirlýsingum um f jármálaóreiðu vinstri meirihlutans. • Svo er um mörg önnur árásarefni. Eftir að hafa hamrað á því í eitt og hálft ár að pólitíska forystu skorti í Reykjavík vegna þess að borgarstjórinn væri orðinn embættismaður var blaðinu snúið við og tuðað í mikilli vandlætingu um pólitíska ofstjórn Alþýðu- bandalagsins og ógnarstjórn þess á meirihlutanum. Á þessu er enn verið að stagast þótt allir viti að sam- starfið milli hinna þriggja misstóru meirihlutaflokka er á jafnréttisgrundvelli. • En f leira hef ur Sjálf stæðisf lokkurinn reynt. Hann hef ur skammast út i þéttingu byggðar í Reykjavík og fullyrt að hvergi mætti vera blóm eða strá í borginni án þess að meirihlutinn legði það svæði undir bygging- ar. Nú reyna forystumenn Sjálfstæðisflokksins í borgarmálum að gleyma því að þeir börðust gegn þéttingu á þeim svæðum sem nú er að byggjast, vegna þess að hún hefur mælst vel fyrir. • Þannig mætti áfram að telja áróðursrokur sem gufað hafa upp eins og allt talið um gíf urlega skatta- áþján, lóðaúthlutunarreglurnar, verndun gamalla fúaspýtna í miðbænum o.s.frv. Það hefur bæði skort úthald og sannfæringu í málflutning Sjálfstæðis- f lokksins í Reykjavík, enda hefur nýja meirihlutanum farnast vel þegar á heildina er litið. Og ekki getur Sjálfstæðisflokkurinn yfirboðið og lofað meiri út- gjöldum til félagsmála í Reykjavík en hjá vinstri f lokkunum. Þar blikar á hnffana bak við þá steina þar sem leiftursóknarmenn bíða færis. —ekh | Hvað á að gera j j við miðbœinn? I Fyrir nokkru birtist i * ■ Morgunblaðinu grein eftir ! IRagnar Þórðarson. Þar eru I viðruð ýmisleg sjónarmið, I sem annars eru ekki algeng i J • þvi blaði og heyrast yfirleitt , Iof sjaldan, að minnsta kosti I sum. En Ragnar segir meðal I annars: ■ * I,,Ég hef heyrt að ca. 1500 I manns hafi sótt um að koma I til greina við úthlutun ein- J • býlishúsalóða sem nú hafa , Iverið auglýstar til úthlut-, I unar. Það væri gaman að sjá iblöðum.hvemargiraf þeim | ■ sem fá þessar lóðir eru nú , Ihúsnæðislausir og hve marg- I ir þeirra búa i heilsuspillandi I ibúðum. I | IEkki er óliklegt að hvert I einstakt umræddra húsa | muni komast upp i ca. ■ ■ 1.5—2.5 milljónir nýkróna og l Ijafnvel meira meö gatna- I gerðarkostnaði. Liklegt er að | meðalibúafjöldi hvers ein- • * býlishúss verði 4, þ.e. að, Imeðalkostnaður við að byggja yfir hvern þessara ibúa verði ca. 500.000 ný- * krónur. Ef byggðar yrðu i I staðinn smáibúöir mið- I svæðis, við þegar gerðar ■ gamlar götur, og stærð þess- ■ I' ara ibúöa yrði ca. 30—90 I ferm, yrði kostnaðurinn á I hvern ibúa liklega ca. ^ 150.000—250.000 nýkrónur. i | Auðvitað á rikt fólk og ^ , valdamenn að fá að byggja ! Isér skrauthýsi en mér finnst I ástandið i húsnæðismálum, i I bili vera þannig að það sé ' ■ enn nauðsynlegra að byggja ] Iyfir þá húsnæðislausu og yfir j fatlaða og gamla. Þessvegna I legg ég til að bæjarstjórnar- ' • meirihlutinn ákveði og komi ! Iþvi i framkvæmd að á næstu I 5 árum séu i Reykjavík aðal- | lega eða eingöngu byggðar " • 30—90 ferm. ibúðir og ein- ! Igöngu byggt miðsvæðis við I þegargerðar götur.... ... En fyrir alla muni látum • ! þarfir hinna öldruðu, hinna I | sjúku, og hinna húsnæðis- | | lausu sitja fyrir þvi að full- | ■ nægja hégómaóskum þeirra ■ I' kröfuhörðu, hinna riku og I þeirra sem ráða landinu... | ... Það á að vera forgangs- ■ I' sjónarmið um lausn skipu- I lagsverkefna i Reykjavik, að sjá til þess að i bænum verði | ætlð nóg framboö af ódýrum ■ I' og litlum leiguibúðum mið- I svæðis þar sem fólk getur búið án þess að eiga bil eða | eyða stórfé i leigubila og ■ " strætisvagna.” I klíppt Tilgangur í lífinu Einhver furðulega samkoma er enn við lýði sem heitir stjórn Félags islenskra rithöfunda. Hún hefur það hlutverk undir sólinni að kvarta yfir þvi, að vinir og skjólstæðingar þessa hóps fái ekki fé sem skyldi úr Launasjóði rithöfunda. Og eins og sagt var um villur þær sem i gang fara i fræðum ýmsum: hefur svo hver nokkur að iðja. Stjórn þessi hefur eina ferðina enn sent frá sér harðorð mót- mæli gegn þvi sem hún kallar einhliða pólitiskar úthlutanir stjórnarLaunasjóðs. Þar er upp tekið tilbrigði við þá staðhæf- ingu, aðrithöfundar fái ekki náð fyrir augum stjórnarinnar nema þeir sýni „fylgispekt við róttækt stjórnmálaafl”— næst- siðastminnir okkur að formúlan hafi verið sú að rithöfundar þurfi að vera ,,inni i eða utan á Alþýðubandalaginu” til að fá þau starfslaun sem hér um ræð- ir. Ömurleiki Eins og margsinnis hefur fram komið er málafærsla þessi öllhinömurlegasta.ífyrsta lagi er látið að þvi liggja, að höfund- ar, sem einhver tiltekinn hópur skrifandi manna vill kalla rót- tæka, sé ekki fyllilega heiðar- lega að starfslaunum úr launa- sjóði kominn. Kvörtunarmenn svara að visu venjulega með þvi að segja, að allir séu góðs mak- legir eða eitthvaö þessháttar. En slik undanbrögð verða marklaus þegar þau eru skoðuð i þvi samhengi sem kvartanirn- ar eru fram bornar — með öðr- um orðum þvi, að verið sé að mismuna mönnum eftir þvi hvort þeir eru róttækari eða ekki. Rökleysur I annan stað er ekki að undra þótt það fólk sem hefur tekið sæti i fyrrgreindri stjórn Launa- sjóðs visi frá sér snakki þessu sem „fullkomlega órökstuddum svivirðingum” eins og Heimir Pálsson kallar samþykkt FIR i Dagblaðsvisi i gær. Ef menn vilja t.d. nefna þá fjóra rithöf- unda sem á þessu ári fengu flest mánaðalaun úr margnefndum sjóði og kalla þá úthlutun rang- láta, þá verða menn að gjöra svo vel, að nefna þá snillinga sem sendu inn svipaöar um- sóknir, svo að fólk geti séð hvert tjón bókmenntirnar eru að biða fyrir sakir skelfilegs ofrikis komma. Ef menn hinsvegar treysta sér ekki til þess að segja hreint út hvað þeir meina, þá er ekki annar kostur fyrir hendi en að visa lágkúrulegu öfundar- hjali til föðurhúsa. Versta lausnin Gleymum þvi heldur ekki, að stjórn Félags islenskra rithöf- unda nefnir það sér til hressing- ar og trausts, að ýmsir þing- menn hafi tekið undir við sjónarmiðhennar. Þarna erenn og aftur komið að þvi, að ákveð- inn hópur rithöfunda getur ekki sættsig við þá meðferð mála, að rithöfundar sjálfir beri ábyrgð á sinum hagsmunamálum. Þeir vilja heldur hlaupa undir pils- fald alþingismanna og láta þá um að skakka leikinn. Vitanlega eru til ýmsar hugsanlegar lausnir á þrá- hyggjumálum eins og launa- sjóðsmálin virðast vera orðin ákveðnum hópum. En hug- myndin um enn eina þingnefnd er þvi miður einhver sú lakasta sem hugsast getur. Slik nefnd starfar að annarri úthlutun, sem kennd er við listamanna- laun. 1 þeirri nefnd hafa gerst bæði skárri og lakari tiðindi i rás áratuganna eins og að likum lætur. En hitt er ljóst, að nefnd af þvi tagi er sett i' þá stöðu sem gerir enn óliklegar en flest ann- að, að á hennar vegum verði út- hlutað einhverju sem kalla má starfslaun án þess að um blygð- unarefni sé að ræða. Þingnefnd af þessu tagi er fyrr en varir farin að flækja i eina bendu ólik- legustu sjónarmiðum og inn- bygðis óskyldum — 0g loks verður útkoman sú, að helst vilji nefndarmenn forðast allt sem heitir að bera skynbragð á lista- starfsemi og breyta sjóði sinum i neftóbakssjóð svonefndan: fái þá allir eitthvað, en enginn neitt sem máli skiptir. Og þegar slik nefnd er i þeim hami að vera i raun og veru að gera upp á milli fólks, þá er hún öðrum stjórnum verri. Þarf ekki annað en minna á hinar furðulegu uppákomur hjá þess- ari nefnd nú i vor, sem hefðu stórlega hneysklað sæmilega menn, ef þeir væru yfirleitt ekki búnir að afskrifa þetta undar- lega skipulag sem þingiö ber ábyrgðá. áb. Félag íslenzkra rithöfunda: Launasjóður rit- /\w iv»ici og skorið

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.