Þjóðviljinn - 21.04.1982, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 21.04.1982, Qupperneq 15
El Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum Verðið í London ogReykja- vík Lesandi sendi okkur um daginn verð á ýms- um grænmetistegundum í London, en lesandinn býr þar sem stendur. Hann (sem reyndar er hún) spyr hvers vegna verðið sé svo miklu hærra uppi á Islandi en í London. Við tökum í sama streng. Og hér kemur svo verðið á grænmetistegundunum i London annars og vegar og hjá Vörumarkaðnum hinsvegar: I öllum tilfellum má margfalda breska verð- ið með a.m.k. þremur til að fá út hið íslenska. Hver er skýringin? lesendum Kilóiö af hvitkáli kostar kr. 5.4S i East End i Lundúnum, en 12.55 hér á Fróni (i Reykjavik). Hvernig vikur þvi viö, spyr lcsandi. Kíló London Reykjavík Blómkál 6.35 (hausinn) 62.95 (kg) Laukur 3.60 10.20 Gulrætur 5.45 18.25 Rófur 3.60 12.80 Hvítkál 5.45 12.55 Barnahornid Hlín Einarsdóttir er f imm ára snót sem býr á öldugötu 44. Hún teikn- aði þessa mynd og sendi okkur og við þökkum kærlega fyrir. Miövikudagur 21. april 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Ævintýri fyrir börnin Tciknimynd um ævintýri selsins Kotik veröur á dagskrá sjónvarpsins klukkan sex i dag. Þessi mynd er ein fimm hálftima teiknimynda, sem óskarsverölaunaleikstjórinn, Chuck Jones, er skrifaöur fyr- ir og sjónvarpiö hefur tekiö til sýninga á þessum tfma. Eru þær feikilega vel gcröar og á minu heimili fellur smáfólkinu þegar i staö verk úr hendi, þegar dýröin hefst. Annars er Hviti selurinn byggöur á frumskóga- ævintýrum Rudyards Kiplings eins og Rikki Tikki Tavi, myndin sem sýnd var i fyrri viku (sum þessara ævintýra hafa veriö þýdd á islensku undir nafninu Dýrheimar). Selurinn Kotec ætlar aö gleöja hugi og hjörtu islenskra barna i sjónvarpinu klukkan sex i dag. Hafi sjónvarpiö þökk fyr- ir aö sýna okkur þessar frábæru teiknimyndir. Sagan segir frá selnum Kotik og hinu langa feröalagi hans um útsæi i leit aö eyju, þar sem selir gætu veriö óhultir fyrir versta óvininum — manninum. Siónvarp kl.18.00: , Steinunn Siguröardóttir á tali viö skáldiö. „Meiningar um Laxness” „Minningar og meiningar um Halldór Laxness”, heitir annar þátturinn af þremur um Halldór Laxness áttræöan, en sá fyrsti var sendur út sl. sunnudagskvöld. t fyrsta þættinum ræddi Steinunn Siguröardóttir viö Halldór Laxness og konu hans, Auöi, um lifiö og tilveruna. I þættinum i kvöld ræöir hún viö ýmsa aöila um kynni þeirra af Laxness og veröur án efa fróölegt aö heyra álit þeirra á skáldinu. En nú koma fram Auöur Jónsdóttir, Jón Helga- son, Jón Viðar Jónsson, Kristján Aöalsteinsson, Kristján Albertsson, Málfriö- ur Einarsdóttir, Pétur Gunn- arsson, Rannveig Jónsdóttir, Sigfús Daöason, Sigriöur Bjarklind, Þórarinn Eldjárn og Ragnar i Smára. Þriðji og siöasti þátturinn verður svo sýndur n.k. sunnu- dagskvöld. Sjónvarp kl. 20.40: Hver man nú þessa tlö? I dag er siöasti vetrardagur, og þótt Majorkahitinn láti sig vanta hérlendis er þó altént hægt aö kom- ast leiöar sinnar á sumrin, svona mestanpart. Fjörkippur í vetrarlok Siöasti vetrardagurinn er runninn upp og ekki seinna vænna aö fara aö fagna sumarkomunni. Útvarpiö hef- ur fengiö Hermann Gunnarsson til þess aö sjá um þessa hliö mála fyrir sig, og i kvöld munu hann og aöstoöar- mcnn hans teygja lopann fram á sumar. „Þetta er ekki beinlinis skemmtiþáttur”, sagöi Hermann i stuttu samtali viö blaöiö. „Eg fæ marga góöa gesti i heimsókn, t.d. popp- söngvarann Ragnhildi Gisla- dóttur, leikarann Hjalta Rögnvaldsson og hérumbil- leikarann Magnús Ólafsson (Þorlákur þreytti öðru nafni hér i bæ). Þetta er semsé fullt af góöu fólki og enginn i fýlu”. Þá sagöi Hermann, aö hljómsveitin START léki i út- varpssal og sagðist hann vona að allir fyndu eitthvaö viö sitt hæfi i þeim flutningi, þótt START væri annáluö popp- hljómsveit. Siöan sagöist Hermann ætla aö gripa niöur i gamla, góöa útvarpsþætti eins og þeir geröust bestir aö sinu mati. ,,Eg fer allt niður i 30 ára gamla þætti,” sagöi Hermann. Hann sagöi útvarpið allt of stirt við að halda úti skemmti- þáttum af fyrsta gæöaflokki, eins og t.d. Svavar Gests og Matthildingarnir gerðu á sin- um tima. Þetta væru nauösyn- legir þættir aö sinu mati og út- varpið ætti aö reyna aö örva þá framleiðslu — fremur en hitt. Þáttur Hermanns Gunnars- sonar er ætlaöur fólki á öllum aldri: — „Fólk getur melt þetta ef þaö nennir,” sagöi Hermann. Útvarp kl. 22.35:

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.