Þjóðviljinn - 21.04.1982, Side 16

Þjóðviljinn - 21.04.1982, Side 16
DJOÐVHHNN Miðvikudagur 21. april 1982 Aðalsfmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaöamenn og aöra starfsmenn hlaðsins i þessum slmum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbroí Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 8i285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiðslu blaðsins 1 sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Breytingar á stjórnarskránni 1983 Ekkert auka- þlng I sumar Tillögu Alþýöuflokksins um sérstakt aukaþing vegna breyt- inga á stjórnarskránni, stjórn- lagaþing um tillögur stjórnlaga- nefndar, var afar illa tekið á fundi alþingis i gærkveldi. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra og formaður stjórnlaganéfndar gerði athugasemdir um grund- vallaratriði og tóku flutnings- menn suin þeirra til greina. Ólaf- ur Kagnar Grimsson sagði að cf þör f væri á auka þingi vcgna þessa máls væri nær að halda það á næsta ári áður en kjörtimabili núvcrandi rikisstjórnar lýkur i desember 1982 — en breytingar á stjórnarskránni þarfnasl stað- : Ljósmœð- j I ur segja • í UPP 1 j störfum j Ljósmæður scm starfa á • , kvennadeild l.andspitalans hafa sagt upp störfum vegna óánægju mcð úrskurð Kjara- dóms. Ljósmæðurnar byrja i III. launaflokki KSKB og Kjaradómur úrskurðaði I- , • 2ja launaflokka hækkun i Iþeim tii handa. Telja Ijós- I mæðurnar á Landspitalan- I um þetta of litla hækkun. , • Á kvennadeild Landspital- ■ ans starl'a nú um 70 ljósmæö- ur, ýmist i fullu eöa hálfu | starfi. L>ær haf'a þriggja , ■ mánaða uppsagnarí'rest, ■ þannig að uppsagnir þeirra taka gildi i júli n.k., en heim- | ilt er að láta þær vinna , • þremur mánuöum lengur en ■ uppsagnarírestur segir til I um. Ljósmæður á Fæðingar- | heimili Reykjavikurborgar , ■ hafa ekki sagt upp störfum, i Iné heldur ljósmæður utan Reykjavikur, þar sem sér- I kjarasamningar hafa ekki , • verið gerðir. _ast ■ festingar i almennum kosningum. Matthias Bjarnason kvað einnig enga þörf á sérstöku aukaþingi i sumar vegna þessa máls. Gunnar Thoroddsen gerði sér- staka grein fyrir störfum stjórn- laganeíndar, sem skipuð er 9 mönnum frá þingflokkunum og þar hafa 25 til 30 atriði verið til umfjöllunar um ýmiss efni. Mest- ur timi hefur íarið i vinnu við breytingar a kjördæmaskipan- inni. Gunnar benti á aö i l'yrsta lagi gerði tillaga Alþýðuflokksins ráð fyrir að á aukaþingi yröi ein- göngu íjallað um stjórnarskrár- málið. Hins vegar væri sam- kvæmt lögum ekki heimilt að heyja þing samkvæmt lögum þar- sem réttur þingmanna til al- mennra þingstarla væri skertur. 1 öðru lagi segir i stjórnarskrá að þegar alþingi haf'i samþykkt breytingar á stjórnarskrá skal rjúfa þing og efna til kosninga. t þriðja lagi skal íorseti kalla sam- an aukaþing, en alþingi geti ekki ákveðið það sjálft einsog gert er ráð fyrir i tillögu Alþýðuflokks- ins. Hér væri um íramkvæmda- valdsathöln að ræða og ekki mætti rjúfa lögbundna verka- skiptingu. Flutningsmaöur Kjart- an .lóhannsson.kvaðst reiðubúinn að taka þessar athugasemdir til greina. Lá sagöi Gunnar aö lítiö stæði eítir annað en nafn flutn- ingsmanna á tillögunni. Páll Fét- urssonlýsti einnig andstöðu sinni við hugmyndina um sérstakt stjórnlagaþing i sumar. Jón Bald- vin Ilannibalssonsem sæti á i áð- urnefndri stjórnlaganefnd lauk loísorði á Gunnar Thoroddsen fyrir lögvisi og stjórnlagavisku. — ög SagaGrænlands í miðaldaritum Ikvöld, miðvikudag 21. april kl. 20.30, heldur ólafur Halldórsson handritafræðingur erindi i Norræna húsinu og nefnir: Saga Grænlands i islenskum miðalda- ritu.m Ólafur mun i erindi sinu ræða um elstu heimildir um landnám Islendinga og Grænland. / Isafjarðarflugvöllur: Hlekktlst á í lendlngu 19 manna Twinotter flugvél frá Flugfélagi Norðurlands hlekktist á ilendingu á ísafjarðarflugvelli i gærmorgun. Vélin var að koma úr áætlunar- flugi frá Akureyri, þegar hún rak annan vænginn niður ví lendingu. Engin slys urðu á mönnum og aðeins litilsháttar skemmdir á vélinni. Að sögn Guðbjarnar Charles- sonar flugvallarstjóra á Isa- fjarðarflugvelli, stóö til að gera bráðabirgðaviðgerð á vélinni og fljúga henni til Akureyrar i gærkvöldi, þar sem fullnustu- viðgerð fer lram. — |g. Kjörskrárstofn fyrir kosningarnar Mest fjölgun í Garðabæ íbúum sem eru á kjörskrár- stofni i Garðabæ, hefur fjölgað um 754 eða 33,3% frá þviárið 1978, og er það mesta fjölgun á kjör- skrárstofni milli kosninga i ein- stöku sveitarfélagi, samkvæmt þeim upplýsingum sem llagstof- an hefur látið frá sér um kjör- skrárstofn fyrir komandi kosn- ingar. Minnst fjölgun á kjörskrár- stofni i kaupstöðum er hins vegar á Siglufirði 1,6%. 1 Reykjavik er fjölgunin 6,4% en alls eru þar á kjörskrárstofni 59.371 fbúi. 1 Kópavogi er fjölgun- in 14,6% og á Akureyri 13,2%. 1 heild hefur kjósendum á kjör- skrárstofni fjölgað um 10,8% frá þvi i siðustu kosningum eða úr rúmum 120 þús. i tæp 134 þús. Þess ber að geta að i kjörskrár- stofni eru teknir með allir þeir sem verða tvitugir á þessu ári, þannig að þessar tölur koma til með að lækka að einhverju leyti. -lg- Þórunn Sveinsdóttir VE er nú aflahæsti vertiðarbáturinn með tæpar ellefu hundruð lestir. Vetrarvertíðin: Afli viðast hvar meiri en í fyrra Allt útlit er fyrir að vctrarver- tiðin i ár verði ein sú besta sem lengi hefur komið hér á landi. Afli er viðast hvar orðinn meiri en var á sama tima i fyrra og virðist ekkert lát á góðum afla. 1 fyrra kom mikil aflahrota i kringum páska, en svo hefur ekki verið að þcssu sinni, cn hinsvcgar hefur afli verið mjög jafn i allan vetur. Aflahæsti bát- urinn á vertiðinni nú er Þórunn Sveinsdóttir VE með 1083 lestir, en fast á eftir fylgir Suðurey VE mcð rétt rúmar eitt þúsuud lsetir og hefur dregið saman með þessum tveimur bátum undanfarna daga. I Vestmannaeyjum var báta- aflinn á vertiðinni orðinn 21.579 lestir miðaö við 15. april en var ásama tima i fyrra 19.061 lest. I Eyjum hefur trollbátum gengið mjög vel i vetur en aflahæstur þeirra var 15/4 Freyja RE með 684 lestir en næst kom Björg VE með 510 lestir. Mun færri menn eru á trollbátunum, þannig að hlutur þar er jafnvel betri en á netabátunum. I Þorlákshöfn hefur borist meiri afli á land i vetur en í fyrra, en þess ber að geta að fleiri bátar leggja upp þar i ár en i fyrra. Heildaraflinn þar um siðustu helgi var orðinn 23.500 lestir en á sama tima i fyrra 17 þúsund lestir. Þá lögðu 50 bátar upp i Þorlákshöfn en 70 i ár. Aflahæstur er Njörður AR með 938 lestir en i öðru sæti Arnar með 845 lestir. 1 Grindavik hafa rúmlega 27 þúsund’WÍtir borist á land sem er heldur meira en á sama tima i fyrra. Þar er aflahæstur Hrungnir GK með 948 lestir. Engin sérstök aflahrota hefur komið hjá Grindavikurbátum, en afli verið nokkuð jafn i vetur. 1 Ólafsvik hefur afli verið svipaður og i fyrra, en fiskisög- ur að sunnan hafa orðið þess valdandi að siöustu daga hafa 8 bátar hætt þar veiðum og flutt sig suður fyrir land. Bátaaflinn i Ólafsvik var orðinn 8.285 lestir og aflahæsti báturinn er Gunnar Björnsson með 613 lestir. — S.dór ---------------------------------1 Starfsfólk Sementsverksmiðjunnar á Akranesi: Samþykktu samningana Samingur sá sem undirritaður var með fyrirvara siöastliðinn sunnudag hjá rikissáttasemjara, inilli starfsfólks rikisverksmiðj- anna og vinnumálanefndar hefur nú verið samþykktur nær sam- hljóða á félagsfundum með starfsfólki Sementsverksmiðj- unnar við Sævarhöfða og Aburðarverksmiðjunni i Gufu- nesi. 1 gær héldu stéttarfélög starfsfólks Sementsverksmiðj- unnar fund á Akranesi og þar var hann samþykktur mótatkvæða- laust. Aðcins er eftir félagsfundur með starfsfólki Kisiliðjunnar við Mývatn, en eftir þvi sem næst verður komist á að haida fund með starfsfólki Kisiliöjunnar i dag. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Þjóðviljinn hefur aflað sér, þá eru stærstu atriöin sem á- unnust i þessum samningi þau, að grunnlaun hækka um 3.25% frá og með 1. desember '81 þ.e. aftur- virkandi. Þá var samið um greiðslu orlofskostnaðar Nær - hann yfir lOdaga i ár en verður að fullu greiddur á næsta ári. Þetta gerir röskar 3 þús. krónur miðað við laun 1. mai i ár. Þá var samið um endurskoðun á launalið samningsins þegar samið hefur verið hjá ASl. Nokkrar leiðrettingar voru gerðará kjörum einstakra starfs- manna. Þar má nefna launatil- færslu hjá lyftunarmanni i Sementsverksmiðjunni við Sævarhöfða og mátráðskonur i Sem entsverksmiðjunni við Sævarhöfða og Áburðarverk- smiðjunni i Gufunesi fá lagfær- ingu sinna mála, einnig verk- stjórar. —hól.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.