Þjóðviljinn - 04.05.1982, Qupperneq 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 4. maí 1982
UOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs
hreyfingar og þjódfrelsis
tJtgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan
Ölafsson.
Fréttastjóri: Þorunn Siguröardóttir.
l'msjónarmaður sunnudagsbiaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglysiugastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir.
Afgreiðslustjóri: Filip W. Franksson.
Klaðamenn: Auður StyrkársdóUir. Helgi Ólafsson
Magnús H. Gisiason, olafur Gislason. Óskar Guðmundsson,
Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson.
íþróttafréttaritari: Viðir Sigurösson.
i'tlit og hönnun: Andrea Jonsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson.
l.jósmvndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson.
Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar. Trausti Einarsson.
Auglvsingar: Hildur Ragnars. Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir.
Simavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn óiadóttir.
Ilúsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri; Sigrún Bárðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjóllur Vilhjálmsson, Gunnar
Sigúrmundsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen
Jónsdóttir.
1 tkevrsla. afgreiðsla og auglýsingar: Sfðumúla 6,
Keykjavfk, sími 81:53:1
Preniun: Blaðaprent hf.
Fullur sigur
• Á föstudaginn lauk í New York hafréttar-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og var hinn nýi haf-
réttarsáttmáli samþykktur af fulltrúum 130 ríkja, —
aðeins4 ríki greiddu atkvæði gegn sáttmálanum, en 17
sátu hjá.
• Fyrir okkur íslendinga er rík ástæða til að fagna
því, að haf réttarsáttmálinn hefur nú loks verið sam-
þykktur og felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á
þeim sjónarmiðum, sem við höf um lengi barist f yrir.
• Það er líka mála sannast, að þótt við íslendingar
séum dvergríki að mannf jölda til, þá munu f lestir um
það sammála, að við höf um með f ramgöngu okkar átt
drjúgan hlut að þróun haf réttarmála á liðnum árum.
• Með einhliða útfærslu fiskveiðilandhelginnar í 12
mílur 1958 og í 50 mílur 1972 var brautin rudd til þeirr-
ar þróunar sem síðar varð. Þá þurfti í bæði skiptin að
heyja mjög harða og tvísýna baráttu við erlent her-
vald, þar sem við hlutum að setja lífshagsmuni
þjóðarinnar öllu ofar og byggja fyrst og fremst á
þeim rétti sem nær ellefu alda búseta í landinu og
mikilvægi fiskveiðanna fyrir alltokkar mannlíf gaf.
• Á þeim árum vorum við Islendingar í hópi örfárra
þjóða, sem brautina ruddu, en f lest ríki heims stór og
smá voru þá enn á öndverðum meið við okkar kröf ur.
• Með harðfylgi og hyggindum tókst okkur íslend-
ingum hins vegar ekki aðeins að sækja okkar eigin
rétt, heldur Ifka að hafa veruleg áhrif á þróun haf-
réttarmála og má það kallast lýsandi dæmi um for-
ystusem smáþjóðir stundum hafa á alþjóðavettvangi.
• Þegar við síðan færðum efnahagslögsöguna út í
200 mílur á árinu 1976 hafði alþjóðleg þróun þessara
mála tekið heljarstökk fram á við, og ekki lengur á
brattann að sækja f yrir okkur Islendinga. Að því sinni
urðum við að heita má samferða okkar gömlu höfuð-
andstæðingum Bretum, sem þá höfðu ásamt fjöl-
mörgum öðrum þjóðum loks snúið við blaðinu og tekið
stef nu á 200 mílna ef nahagslögsögu strandríkja. Síðan
þá má segja að 200 mílurnar haf i gilt sem alþjóðalög,
þótt sáttmálinn yrði f yrst staðfestur nú.
Nú þegar hafréttarsáttmálinn hefur loks verið
samþykktur er ástæða til að þakka öllum þeim sem
báru hitann og þungann í landhelgisbaráttu okkar
íslendinga á liðnum árum. Þar komu margir við sögu
bæði á sjó og landi, og oft var samstaðan góð, þótt
stundum yrði líka slæmur misbrestur á í þeim efnum.
Sagan verður ekki rakin hér nú, en trúlegt er að seint
muni gleymast hlutur Lúðvfks Jósepssonar, sem
gegndi störfum sjávarútvegsráðherra fyrir Alþýðu-
bandalagið bæði 1958 og 1972, þegar harðast var bar-
ist.
— k.
Kjarabœtur strax!
Vegna skrifa Morgunblaðsins um kjaramál að
undanförnu er rétt að minna á eftirfarandi
staðreyndir:
1. — Þótt þjóðartekjur standi í stað, þá er hægt að bæta
kjör láglaunafólks í landinu. Þetta er hægt að gera
með réttlátari skiptingu þjóðartekna og minni sóun
hjá þeim sem úr mestu haf a að spila.
2. — Ráðstöfunartekjur heimilanna í landinu voru að
jafnaði hærri að raungildi en nokkru sinni fyrr á
síðasta ári samkvæmt upplýsingum Þjóðhags-
stofnunar.
3. — Sú könnun, sem Kjararannsóknarnefnd hefur
gert varðandi yfirborganir bendir til þess, að um
helmingur launamanna innan A.S.I. sé yfir-
borgaður, og að yfirborganirnar nemi að jafnaði
um 15%.
4. — Kaupmáttur kauptaxta landverkafólks innan
A.S.Í. var í nóv. til janúar s.l. (síðustu þrír mán-
uðir, sem Kjararannsóknarnefnd hefur upplýs-
ingar um) að jafnaði um 7% lakari, en það ár sem
hann varð bestur.
Þessar fjórar staðreyndir sýna að kaupmátt
kauptaxta láglaunafólks þarf að bæta í kjarasamn-
ingunum nú, og að atvinnurekendur, sem margir
greiða ríflegar yf irborganir hafa efni á að leggja þar
nokkuð af mörkum. __k.
Loforð og
efndir
meiri-
hlutans
Sigur vinstriflokkanna i
i kurgarstjórnarkosningunum I
Keykjavík fyrir fjórum
ée.,™ ....
: Illt og bölvað
II Helgarpóstínum var á
dögunum gerð tilraun til að
* bera saman loforð og efndir
Iþeirra flokka þriggja sem
hafa farið meö meirihluta i
borgarstjórn Reykjavikur
’ undanfarið kjörtimabil.
IMargt er einkennilegt og
beinlinis rangt í þeim
fræðum og verður nánar
* farið i saumana á þeim hlut-
Ium á öðrum staö. En hér
skal aðeins minnist á eitt:
erfiðleika blaðsins með að
J komast að einhverri lág-
I marksniöurstööu i þessum
I málum.
Helgarpósturinn hefur
I* nokkra ánægju af þvi að
fjalla um pólití'k i þeim anda,
sem einu sinni var settur
fram á svofelldan hátt: „Illt
■ er það allt og bölvaö, skitt
Iveri með það og svei þvi”. 1
þeim dúrer skrifaður leiðari
um loforða- ogefndayfirlitið.
* Nokkuö kyndug samantekt.
I Fyrst er sagt að kosninga-
I baráttan sé hin ómerki-
■ legasta, ef þá nokkur, siðan
* að hvorki sé að marka slag-
Iorð né vigorð neinna flokka
— hvorki þeirra sem nú sitja
i borgarstjórnarmeirihluta,
J né heldur Sjálfstæðisflokks
I hér áður fyrr. Nú, einhvern-
I veginn verður leiðara-
I höfundur að halda áfram,
I' þótt hann sé eiginlega búinn
að loka að sér með þessum
formúlum. Hann gripur þá
næst til þess að segja um
1 samanburðinn á ioforðum og
Iefndum hjá vinstriflokkun-
um:
j Vonum framar,
I en þó ekki
■ „Niðurstaöan gæti orðiö sú
Iað vinstri meirihlutinn hafi
staðið sig framar vonum þótt «
I' margt hafifarið á annan veg I
en lofað var”.
Jæja, einhver niðurstaða
sýnist þó i uppsiglingu. En ■
I' leiöarahöfundur áttar sig I
strax, að hann má ekki stiga
ur Hásæti Fjölmiölarans I
ofan til vesælla pólitikusa. •
I" Þessvegna bætir hann strax I
við um það liö sem stóð sig
„framar vönum” i næsta
orði á undan: *
I,,En það verður heldur I
ekki séð aö mannlif i borg-
inni hafi breyst svo mikiö til I
hins betra að það skipti ■
I' sköpum fyrir heill og ham- I
ingju borgarbúa”.
Það væri sannarlega |
t gaman að sjá þá borgar- ■
Istjórn í víðri veröld, sem I
hefði á fjórum árum tryggt
þegnum sinum „heill og I
hamingju” svo sköpum •
I' skipti. Hað halda menn I
eiginlega að borgarmála- I
pólitik sé? Siöasta bindið af |
t heilagra manna sögum ■
• kannski?
klippt
„Lystaukandi”
Falklandseyjastriðið er hafið
með venjulegu misræmi i frá-
sögnum striðsaðila af þvi hve
margar flugvélar hafi verið
skotnar niður og hvert hafi orðið
manntjón. Breski aðmirállinn
John Woodward sagði á dög-
unum, að hertaka Suður -
Georgiu hefði verið einskonar
„lystaukandi” fyrir striðs-
veisluna sjálfa —og hann hefur
bersýnilega meint það sem
hann sagöi. Nú þegar þetta er
skrifað hafa menn fengið i
fregnum tiðindi af loftárásum,
kafbátaárásum, stórskotahrið
og argentinsk skip á vegum
hersins hafa sokkið eða laskast.
Og páfinn biður deiluaðila að
stilla sig og sérfræðingar deila
um það hvort Bretar geti sigrað
Argentinumenn i striði og fylgt
eftir sigri; Argentinumenn
hamstra vörur og það er fariö i
einkennilegar mótmælagöngur
gegn Bretum i Buenos Aires þar
sem annarsvegar er lögö
áhersla á að „Malvinueyjar til-
heyra Argentinu” en hinsvegar
á að „fólkið tilheyrir
Perón” —hinum látna ein-
ræðisherra, sem núverandi
valdhafar vilja gleymdan.
rikjum á borð við Venezuela og
Ekvador, og þeir sósialdemó-
kratar sem fá að vera til i álf-
unni eru einnig á bandi Argen-
tinustjórnar — svo eru reyndar
lika þeir Argentinumenn sem
hafa orðið að flýja land til að
bjarga lifi sinu. Astæðurnar
fyrir þeirri samstöðu sem
Argentinumenn njóta eru bæði
sögulegar og landfræðilegar.
Þær byggja á nýlendueðli fyrr-
verandi yfirráða Breta yfir höf-
unum, á sjálfvirkri andúð á þvi
að evrópskur floti sé kominn i
námunda við álfuna og á sam-
stöðu með nágrönnum.
Undantekningin
Undantekning frá þessari
samstöðu er svo næsti granni
Argentinu — Chile. Þessi riki
hafa átt i ýmiskonar árekstrum
út af landamærum á liðinni tið
og eiga sitthvað eftir óuppgert
um nokkrar smáeyjar við
suöurodda rikjanna. Galtieri,
forseti Argentinu, hefur látið i
ljósi ótta um að Chilemenn
kunni að nota tækifærið og ráð-
ast á Argentinumenn meðan
her þeirra hefur ærinn starfa
við austurströnd landsins — og
„yrði það nýtt Sarajevo” segir
hann. En það var i Sarajevo að
sá neisti kviknaði með hertoga-
morði sumarið 1914 sem heims-
Breskir sjóliöar á suöurleiö æfa sig i þyrluáhlaupum.
Norðrið
gegn suðri
Þetta mál hefur vakið upp
gifurlega ringlureið og búið til
hin einkennilegustu bandalög.
Allmikið hefur verið gert úr þvi,
að Sovétrikin hafa liðsinnt
Argentinu með ýms-
um hætti — bæði vegna þess, aö
málið setur höfuðandstæðing-
inn, Bandarikjamenn, i mikinn
bobba, og til að launa fyrir
kornviðskiptin i hitteðfyrra,
þegar Carter Bandarikjaforseti
hafði sett kornsölubann á Sovét-
rikin.
En það er mest áberandi, að
enda þótt Falklandseyjamálið
sé ekki nýlendumál i þeim hefð-
bundna skilningi, að innfæddir á
umdeildu landi vilji nú brjótast
undan heimsveldi, þá hefur
málið i reynd oröið einskonar
framhald á nýlendumálum,
deilumál þar sem riki og flokkar
taka afstöðu mest eftir þvi
hvort þau eru i noröri eða suðri
eftir þvi hvort menn eru staddir
i „nýja” heiminum eða þeim
gamla.
I Vestur-Evrópu sitja frjáls-
lyndir kristilegir demókratar og
sósialdemókratar i þeim rikis-
stjórnum sem hafa tekið máli
breskra sessunauta i Efnahags-
bandalaginu og samþykkt efna-
hagslegar refsiaögerðir gegn
Argentinu (til eru þó þeir sósial-
istar sem hafa mjög hvatt Breta
til að spara púörið þar suöur i
höfum). I Rómönsku Ameriku
fá Argentinumenn hinsvegar
stuðning bæði frá herforingja-
klikum sem og þeim kristi-
legum demókrötum sem stjórna
styrjöldin fyrri var látin kvikna
af.
Afstaðan til Falklandseyja-
málsins i Suður-Ameriku hefur
þvi litið blandast inn i herfilega
reynslu af mannréttindabrotum
i Argentinu — eins og sérstaða
Chile minnir á — herforingja-
stjórnirnar I þessum rikjum
tveim eru náskyldar að öllu
eðli — sögulegar flækjur hafa
hinsvegar viljað haga þvi svo,
að einmitt nú fara hagsmunir
þeirra ekki saman
Og Norðmenn
líka
Norðmenn frændur okkar eru
meðal þeirra sem taka afstöðu
með Bretum i þessu máli. Þeir
hafa sinar ástæður — 1939 lýstu
Norðmenn þvi yíir, að þeir ætl-
uðu sér svonefnt Land Maud
drottningar, en það er um sjötti
hluti af öllu Suðurskauts-
svæöinu. Argentinumenn hafa
einnig fullan áhuga á þvi, að
eigna sér væna sneið af Suður-
skautslandinu þegar alþjóðlegir
samningar um þann heimshluta
renna út að tæpum áratug liðn-
um. Norðmenn hafa semsagt
áhyggjur af þvi, að Faiklands-
eyjatakan gæti verið forleikur
aö hernaðarátökum um Suöur-
skautslandiö, enda þótt i yfir-
lýsingu norska utanrikisráðu-
neytisins um málið á dögunum
sé það tekið fram aö „Falk-
landseyjadeilan muni varla
ógna norskum landakröfum á
Suöurskautslandinu, né heldur
muni hún leiða til breytinga á
suöurpólsstefnu Noregs".
áb
ðfl skorið