Þjóðviljinn - 04.05.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.05.1982, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 4. mal 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Lúðvík Jósepsson ræðir um samþykkt nýs hafréttarsáttmála: Merkilegur og þýöingarmikill í samskiptum þjóða heimsins Mjög víðtœk samstaða og ákvœði sem skipta íslendinga miklu máli — Formleg afgreiðsla nýja haf réttarsáttmálans er mikilvæg vegna þess að úr því sem nú er komið verður ekki lengur hægt að halda uppi deilum og við getum verið öruggir um það að á rétt okkar íslend- inga verður ekki gengið nema þá gegn ótvíræðum alþjóðlegum lögum um hafréttarmál, sagði Lúð- vík Jósepsson i samtali við blaðið í gær, en hann kom heim frá New York um helgina þar sem hann starfaði í sendinefnd ís- lands á lokafundi þriðju Haf réttarráðstef nu Sam- einuðu þjóðanna. Samþykkt þessa nýja hafrétt- arsáttmála verður að telja mjög merkilega og þýyðingarmikla i samskiptum þjóðanna, þvi að miklar og margvislegar deilur hafa lengi verið uppi um land- helgismál, mengun fiskveiðar og siglingarétt, en með þessum nýja sáttmala er búið í ýtarlega út- færðum lögum að setja ákvæði um nær öll slik deilumál, og i þeim efnum er gert ráö fyrir sér- stökum dómstól sem hafi fullt vald til þess að skera úr deilum sem upp kunna að koma og varða þessa nýju löggjöf. Telja verður að hér hafi náðst mjög viðtæk samstaða, þvi nær allar þjóðir heims standa að þessari samn- ingagerð, og hljóta aö verða að beygja sig fyrir henni i reynd, jafnvel þó að einhverjar örfáar þjóðir fáist ekki til að undirskrifa sáttmálann eða staðfesta hann. Kröf uharka auðhringa Nýr hafréttarsáttmáli var sam- þykktur föstudaginn 30. april á fundi þriðju hafrcttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna I New York. Lokaatkvæðagreiðsla um sátt- málann fór á þann veg að 130 þjóðir samþykktu, 4 greiddu at- kvæði á móti og 17 sátu hjá. Þjóð- viljinn innti Lúðvik eftir þvi hvernig meta bæri þessi úrslit mála. — Þau fjögur riki sem greiddu atkvæði á móti voru Bandarikin, Tyrkland, Israel og Venesúela. Af þessum rikjum eru það i raun og veru Bandarikin ein sem telja má að hafi alvarlegar athugasemdir við sáttmálann. Hin greiða at- kvæði á móti af ýmsum sérstök- um og staðbundnum ástæðum. Ágreiningur Bandarikjanna er meiriháttar og varðar mjög þýð- ingarmikinn hluta sáttmálans um vinnslu verðmæta af úthafsbotn- inum. Ég tel ekki útilokað að Bandarikjamenn eigi eftir að hverfa frá þessari afstöðu áður en sáttmálinn verður formlega stað- festur af þjóðþingum vegna þess að þau eiga mikilvægra hags- muna að gæta varðandi ýmis atr- iði sáttmálans. Sú óvissa sem enn rikir um afstöðu Bandarikjanna vegna kröfuhörku hinna risastóru alþjóðlegu auðhringa sem vilja fá meiri rétt til vinnslu á hafsbotni er bagaleg. En það verður að telja óliklegt að andstaða þeirra geti enst lengi, eða að þeir geti náð meiri réttindum en þegar er búið að ákveða auðhringunum til handa, enda var það svo að rikis- stjórn Carters var á árinu 1980 þegar búin aö ganga til sam- komulags um öll þau atriði sátt- málans sem núverandi stjórn Bandarikjanna er enn að þrátta um. Hjá seta Sovét og EBE-ríkja — Afstaða þeirra rikja sem sátu hjá er af allt öðrum toga spunnin. I þeim hópi voru Sovétrikin og þau riki i Austur-Evrópu sem þeim standa næst. Agreiningur þeirra var aöeins um þau sér- stöku réttindi sem ákveðið var að veita alþjóða auðhringum til vinnslu verðmæta á úthafsbotni, og sett voru inn i samninginn á siðustu stundú til þess að reyna ai sætta Bandarikin við sáttmálann i heild. Fulltrúi Sovétrikjanna sagði við atkvæðagreiðsluna að hann teldi sáttmálann i öllum öðrum greinum góðan og að- gengilegan, og Sovétmenn myndu nú á næstu mánuðum taka til at- hugunar hvort þeir teldu sér fært að skrifa undir sáttmálann. I hjásetuhópnum voru einnig flest riki Efnahagsbandalags Evrópu og telja má nokkurnveg- inn vist að hjáseta þeirra hafi stafað af þrýstingi af hálfu Bandarikjanna. I þeim hópi voru Vestur-Þýskaland, Holland og Belgia, Italia, Luxembourg og Bretland. Frakkar og Danir sam- þykktu hinsvegar samninginn. 6 meginatriði Hér er um að ræða griðarlega yfirgripsmikinn samning. Hver eru þýðingarmestu atriði hans? 1 fyrsta lagi er gert ráð fyrir að öll strandriki geti tekið sér tólf milna almenna landhelgi, algjör- lega fullkomna lögsögu. 1 öðru lagi eiga öll strandriki rétt á 200 milna efnahagslögsögu, en á þvi svæði geta þau hagnýtt sér ein öll verðmæti i hafinu og á hafsbotni innan þeirra marka. Hinsvegar eru siglingar frjálsar um efnahagslögsöguna. t þriðja lagi er um að ræða i þessum nýja sáttmála ýtarleg ákvæði um allar siglingar um höf og sund, og réttindi til frjálsra siglinga um þröngar siglingaleið- ir. Talið er t.d. að með þessum sáttmála sé ákveðið siglingafrelsi um u.þ.b. eitt hundrað sund. I fjórða lagi eru ýtarleg ákvæði er snerta mengunarmál hafsins, hverju megi fleygja, og hvernig fara skuli með öll slik mál. I fimmta lagi eru svo ákvæði um úthafsbotninn fyrir utan lög- sögu hinna einstöku strandrikja, hið svokallað alþjóðlega hafs- botnssvæði. Þar er ákveðið að sett skuli á stofn sérstök yfir- stjórn yfir þetta svæði sem út- hluta á vinnsluleyfum til þeirra sem vilja vinna verðmæti úr hafs- botninum og sem séð getur sjálf um að annast slika vinnslu. Nettóhagnaður sem af slikri vinnslu af úthafsbotninum verður á að ganga sem framlag til þró- unarþjóða. 1 sjötta lagi má nefna að varð- andi 200 milna efnahagslögsög- una er einnig f jallar ýtarlega um landgrunnsmálin. Mikilvæg ákvæöi fyrir Is- land Nú hefur þú sjálfur komið mjög við sögu i þróun hafréttarmála. Er það ekki stór stund þegar mál- ið cr komið i höfn? — Það er alltaf gott að stýra heilum báti að landi eftir langa útivist og þessi þriðja hafréttar- ráðstefna Sameinuðu þjóðanna er búin að standa yfir óslitið i átta ár. Fyrsti formlegi fundur ráð- stefnunnar hófst sumarið 1974 i Venezuela, en áður hafði reyndar starfað sérstök nefnd á vegum Sjálf hefur hafréttarráðstefnan staðið f átta ár, en löngu fyrr var þingað um þessi mál: hér er Lúðvfk Jósepsson og aðrir islenskir sendinefndarmenn á fundi I Genf þegar um það leyti sem barist var um tólf milur. Lúvik Jósepsson: Almennt álitið að islendingar hafi haft drjúg áhrif á mótun þeirrar stefnu sem ofaná varð á hafréttarráðstefn- unni. Sameinuðu þjóðanna i nærri fjög- ur ár til þess að undirbúa þessi mál. En nú er semsagt þessu verki lokið og ég tel að við getum unað vel við okkar hlut. En hver eru helstu hagsmuna- mál islands i sambandi við þessa hafréttarlöggjöf? — Þau atriði sem að sjálfsögðu skipta okkur Islendinga mest i sambandi við þennan nýja sátt- mála eru ákvæðin um 12 milna fullkomna landhelgi frá grunnlin- um, og tvö hundruð milna efna- hagslögsögu frá sömu viðmiöun. Einnig má geta þess að við fáum rétt samkvæmt þessum sáttmála j Afganistan j fyrir stríð j | Myndir og frásögn J 1* Joelle Hamel sýnir myndir I frá Afganistan eins og landið I var áður og útskýrir þær i I , Franska bókasafninu, Lauf- • Iásvegi 12, i kvöld. Þessi frá- I sögn i myndum af Afganist- I an heföarinnar hefst kl. I , 20.30. Aðgangur er öllum 1 ■ heimill. til vinnslu hugsanlegra verðmæta af hafsbotni allt út að 350 sjómil- um frá grunnlinum á vissum svæðum við landið eins og t.d. á Reykjaneshryggnum sem gengur suð-vestur af landinu. Auk þess eru margvisleg önnur ákvæði sem varða Island eins og öll önn- ur strandriki i sambandi við sigl- ingar og mengunarmál. Vorum brautryðjendur Má ekki i raun segja aö hafrétt- arráðstcfna Samcinuðu þjóðanna hafi i raun gert sjónarmiö tslend- inga I hafréttarmálum að al- þjóðarétti? — Það er rétt að með formlegri samþykkt þessa sáttmála erum við ekki að öðlast þessi réttindi varðandi 12 milurnar og 200 mil- urnar. Þau atriði voru raunveru- lega orðin viðurkennd i fram- kvæmd löngu fyrr, eða á starfs- tima þessarar þriðju hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Eins og öllum Islendingum er kunnugtþá tókum við tslendingar 12 milna fiskveiðilandhelgi 1. september 1958, og vorum þá langt á undan velflestum öðrum rikjum i þeim efnum, enda þurft- um við að heyja margra ára átök við Breta og aðrar þjóðir i V-Evr- ópu i sambandi við þá ákvörðun. Hið sama var að segja þegar við tslendingar tókum okkur 50milna fiskveiði landhelgi 1. september 1972. Þá vorum við lika á undan flestum öðrum þjóðum. Það er þvi almennt talið og hefur oft komið fram i umræðum á þessari hafréttarráðstefnu að Islendingar hafi haft drjúg áhrif á mótun þeirrar stefnu, einkum varðandi fiskveiðilandhelgi, sem ofan á varð á þessari ráðstefnu. Þegar við Islendingar fengum fullan yfirráöarétt yfir 200 milna landhelgi 1. desember 1976, eða einum mánuði áður en Bretar lýstu sjálfir yfir 200 milna efna- hagslögsögu hjá sér, var þróun þessara mála komin það langt á veg og i tillögugerð á hafréttar- ráðstefnunni að segja má að við höfum fengið 200 milna fiskveiði- landhelgina samkvæmt hinni al- mennu þróun sem þá var orðin i hafréttarmálum. — ckh Félagsmenn B.S.F. Vinnunnar Framhaldsaðalfundur verður haldinn fimmtudaginn 6. mai kl. 20.30 i Hamra- görðum. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundastörf. 2. Aðild að nýju byggingasamvinnufélagi. 3. Önnurmál. Stjórnin. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför Þórðar Benediktssonar Sérstakar þakkir færum við sambandsstjórn S.l.B.S. Anna Bcnediktsson og börn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.