Þjóðviljinn - 04.05.1982, Page 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 4. mal 1982
Vinnuveitendasambandið á sömu íhaldsbrókunum
Neitar að taka þátt í
atvinnulýðræði
Málpípur atvinnurekenda á þingi
á móti lagasetningu
Alþýöubandalagið hefur ævin-
lega barist fyrir atvinnulýðræði
og meöákvörðunarrétti starfs-
fólks i stjórnum fyrirtækja, sagði
Svavar Gestsson f umræðum um
atvinnulýðræöi á alþingi si.
fimmtudag. Geröi hann einnig
grein fyrir afar neikvæðum við-
brögðum samtaka atvinnuveit-
enda við umleitun félagsmála-
ráðuneytisins um viðræður um
atvinnulýðræði.
Sighvatur Björgvinsson spurð-
ist fyrir um störf nefndar sem
skipuð fyrir mörgum árum til að
að kanna lagabreytingar og gera
tillögurum aukinn réttindi starfs-
fólks fyrirtækja og atvinnulýð-
ræði. Sagði Sighvatur að Alþýðu-
bandalagið heföi til skamms tima
veriðá móti hugmyndum af þessu
tagi en nú nýverið hefði eitthvað
breyst. Vitnaði hann i samþykkt
sveitarstjórnarráðstefnu Alþýðu-
bandalagsins sem nýlega er af-
staðin.
Svavar Gestsson sagði þetta
undarlegan málflutning. Vitnaði
hann til málafylgju Alþýðu-
bandalagsins i baráttu fyrir at-
vinnulýðræði, til að mynda hefði
Ragnar Arnalds flutt frumvarp
um þetta efni árið 1965 og oft sið-
an. Um nefndarstarfið sagði
Svavar aðþáverandi félagsmála-
ráðherra Björn Jónsson hefði lagt
nefndina niöur árið 1978. Reynt
hefði veriö að fá aðila vinnu-
markaðarins til viðræöna um at-
vinnulýðræði en samtök atvinnu-
rekenda heföu ekki viljaö ljá þvi
máls. Svavar sagöist hafa viljað
kanna hvort ekki hefði nú skapast
grundvöllurtil viöræðna um þessi
mál og því sent samtökum at-
vinnurekenda og alþýðusam-
bandinu bréf þar sem spurst var
fyrir um vilja samtakanna til við-
ræðna við ráðuneytið um hugsan-
legar lagabreytingar og tillögur
um þessi mál. Er skemmst frá
þvi að segja að Alþýðusambandið
er reiðubúið til þessa starfs
hvenær sem er, enda er það á
stefnuskrá Alþýðusambandsins
aö auka réttindi starfsfólks á
vinnustöðum. Hins vegar sendu
vinnumálasamband samvinnufé-
laganna og þó sérstaklega Vinnu-
veitendasambandið neikvæð
svör. bar er meðal annars til-
greint að Vinnuveitendasam-
bandið sé andsnúið hvers konar
opinberum afskiptum af þessum
málum. Sagði Svavar að þessi
svör atvinnurekenda væru þess
eðlis að ástæða væri til að bregða
hart við.
Friðrik Sophusson sagði að sér
fyndist ekki ástæða til að setja lög
þingsja
um þessi mál. Alþýðubandalagið
gengi með danskar og sænskar
hugmyndir um atvinnulýöræði
(„ökonomisk demokrati”, efna-
hagslýðræði). Sagði hann að inn-
an verkalýðshreyfingarinnar
sjálfrar væri ágreiningur um
þetta mál. Til dæmis hefði Björn
Bjarnason formaöur Iðju (svo)
kallaö þessar hugmyndir dúsu til
verkalýðshreyfingarinnar. Sagð-
ist Friðrik styðja samráðsnefndir
I stað atvinnulýðræðis og að
starfsfólk ætti i fyrirtækjunum og
hirti arð af eign sinni, en þá þyrfti
það að borga eins og aörir eigend-
ur.
Sighvatur Björgvinsson tók
einnig undir það að þaö væri
ágreiningur um þetta mál. Fram
að þessu heföu Alþýðubandalags-
menn hampað hugmyndum um
rekstur fyrirtækja i eigu rikis og
sveitarfélaga en minna farið fy rir
hugmyndum um atvinnulýðræði
Þingsályktunartillaga um atvinnulýðræði
Aukin áhrif starfsfólks
ávhmustöðum
Hugsanleg lögbinding á tilnefn-
ingu fulltrúa í stjómir fyrirtækja
Skiiii Alexandersson og Guðrún
Hallgrimsdóttir hafa lagt fram
þingsályktunartillögu um áhrif
starfsmanna á máiefni vinnu-
staða. Þar segir að alþingi álykti
að fela rikisstjórninni að hefja
viðræður viö samtök iaunafólks
um aukin áhrif starfsmanna og
samtaka þeirra á málefni vinnu-
staða. Jafnframt verði i fram-
haldi af samningum rikisins við
BSRB og BHM um starfsmanna-
ráð i rikisstofnunum könnuð við-
horf þeirra samtaka og ASt til
lögbindingar á rétti starfsmana
til að tiinefna fulltrúa i stjórnir
rikisfyrirtækja.
Meö þingsályktunartillögunni
fylgir svohljóðandi greinargerð:
„Þessi tillaga til þingsálykt-
unar er fram komin til að koma af
stað viðræðum aum aukin áhrif
starfsmanna á málefni vinnu-
staða, jafnframt þvi sem könnuð
verði viðhorf stærstu launþega-
samtaka landsins til lögbindingar
á þvi, að fulltrúar starfsmanna
eigi sæti i stjórnum rikisfýrir-
tækja.
Umræða um aukin áhrif starfs-
Guðrú,'. Hall- Skúli Alex-
grimsdóttir andersson.
manna á stjórn vinnustaða og
aukið lýðræði á vinnustöðum hefur
verið nokkur undanfarin ár, e:<
litlar breytingar hafa þó átt sér
stað I þá átt, aö starfsfólk hafi
fengið aukin áhrif á stjórn fyrir-
tækja eða vinnustaða.
Nýgerðir samningar BSRB og
BHM við rikið um starfsmanna-
ráð í rikisfyrirtækjum eru gdður
áfangi i þessa átt. Þingsálykt-
Alltað sexfaldur munur á hitunarkostaði
Markmiðið er jöfn-
un hitunarkostnaðar
Töluvcrðar umræður urðu utan
dagskrár á miðvikudaginn um
jöfnun hitakostnaöar lands-
manna. Það var Karlvel Pálma-
son sem kvaddi sér hljóðs um
þetta mál sem oftiega hefur
komið á dagskrá alþingis i vetur.
Ráðherrarnir Gunnar Thorodds-
en, Tómas Arnason og Hjörleifur
Guttormsson gerðu grein fyrir
þvi hvernig málið horfði viö rikis-
stjórninni. I máii þeirra kom
fram að nefnd til þess að kanna
þessi mál og gera tillögur til
úrbóta hafði einmitt skilaö áliti
nú I vikunni.
I máli þingmanna kom fram að
munurinn á hitunarkostnaði i
landinu væri alltof mikill að allra
dómi. Þessi munur getur verið
allt að sexfaldur á sumum stöðum
á iandinu. Þingmennirnir Karvei
Pálmason, Sighvatur Björgvins-
son, Alexander Stefánsson og
Matthias Bjarnason voru allir á
Allir virðast sam-
mála um að mun-
urinn verði hvergi
meiri en þrefaldur
einu máli um að eitthvað þyrfti að
gera til að jafna þannan kostnað.
Ráðherrarnir Gunnar Thorodds-
en, Tómas Arnason og Iljörleifur
Guttormsson tóku einnig undir
nauðsyn þessa. Þvi virðist ekki
vera neinn ágreiningur um það at
riði. Þingmenn deildu á rikis-
stjórnina fyrir að hafa ekkert að-
hafst i þessum málum og að orku-
jöfnunargjald svokallað sem
næmi 190 miljónum væri ekki
notaö til þess að jafna áður-
nefndan kostnað. Hjörleifur benti
á að þetta svokallaða orkujöfn-
unargjald væri notaö aö greiða
lögbundin verkefni samkvæmt
fjárlögum. Bentu ráðherrarnir á
að nefnd skipuð fulltrúum allra
þingflokka hefði skilaö áliti
þennan sama dag og þar hefði
náðst samkomulag um nefndar-
álit. í þessari nefnd áttu sæti þeir
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
alþingismaður, Guömundur
Bjarnason, alþingismaður
Kjartan ólafsson ritstjóri og
Gunnar Pétursson frá Patreks-
firði og Eggert Haukdal alþingis-
maður.
Fram kom að nefndin hafði
viða leitað fanga um upplýsingar
og kannað ýmsa kosti, t.d. niður-
greiðslur, verðjöfnun og sér-
stakan orkuskatt og eins konar
blöndu af þessum leiðum. Nefnd-
in er sammála um að leggja til að
næsti áfangi I jöfnun hitunar-
kostnaöar verði að ná þvi marki
að mismunurinn á orkuveröi
veröi hvergi meiri en þrefaldur.
Friðrik Zóphusson Sighvatur Björgvins- Svavar Gcstsson
son
og aukinni aðild starfsfólks áð
stjórnun fyrirtækja. Atvinnurek-
endur væru á móti þessum hug-
myndum hér á landi einsog ann-
ars staðar og væri ekkert við þvi
að gera, — annað en að setja lög
og vinna að þessum málum án
þátttöku þeirra. Samtökin gætu
ekki komið i veg fyrir að nefrid
starfaði um þetta mál og væri
sjálfsagt aðvinna að þviáfram.
Svavar Gestssonsagði að auð-
vitað yröi ekki hætt við aövinna
að framgangi þessa máls bæði á
alþingi og annars staðar. Af ræðu
Friðriks Sophussonar sæist best
hve erfitt gæti verið að þoka mál-
um af þessum toga i gegnum
þingið.Hann heföi haldiöaðþessi
hugsunarháltur Bogesena væri
fyrir löngu liðinn hjá i ódáins-
gleymsku, en annaö kæmi upp á
teningnum.Friðrik væri málsvari
þess ihaldssama hugsunarháttar,
sem meir að segja atvinnurek-
endasamtök nágrannalandanna
hefðu fyrir löngu vaxið frá.
Friörik Sophusson sagöi aö
Sjálfstæðisflokkurinn hefði stutt
hugmyndir um samráösnefndir á
vinnustööum. Um þetta hefðu
verið ákvæði i lagafrumvarpi
unartillagan gerir ráö fyrir að
kannað verði hvort ekki skuli
taka skref til viðbótar til aukinna
áhrifa starfsfólks hjá rikisfyrir-
tækjum með þvi að fulltrúar þess
fái rétt til aðildar að stjórn.
Stjórnir rikisfyrirtækja eru
kosnar eftir breytilegum reglum.
t sumum þeirra munu starfs-
menn eiga aðild aö stjórn (Sigló-
sild), en aðalreglan er að svo sé
ekki. Nokkur fyrirtæki eru I eigu
rikisstofnana og hafa enga form-
lega stjórn (Álafoss h/f og
Norðurstjarnan h/f eru i eigu
Framkvæmdastofnunar rikis-
ins), er jafnvel stjórnað eingöngu
af fnrstiórum eða bá af stiórn
stofnunar sem kjörin hefur verið
til allt annarra hluta en þeirra að
stjórna fyrirtæki sem stofnunin
hefur eignast.
Á Islandi er hlutfallslega meira
um opinberan rekstur en i
flestum löndum Vestur-Evrópu.
Við höfum þvi betri stöðu til að
auka áhrif starfsfólks á stjórn
fyrirtækja i nokkuð rikum mæli
með þvi að veita þvi aðild að
stjórn rikisfyrirtækja heldur en
nágrannar okkar, t.d. á Norður-
löndum”.
— óg
brjú frumvörp liggja fýrir
þinginu um jöfnun þessa
kostnaðar og minntu márgir
ræðumanna á þau. Hjörleifur
Guttormsson benti einnig á að
jöfnun hitunarkostnaðar væri oft
flóknara mál en einungis verðið á
orkugjafanum. Oft væri húsnæði
illa einangrað og orkutap máské
mörgum sinnum meira en i jafn
stóru húsnæði vel einöngruðu.
Þess vegna hefði einn áfangi
þessarar jöfnunar verið að hús-
næðisstofnun veitti lán til að ein-
angra húsnæði. Haildór Blöndal
kvað ekki nóg að gert. Sagðist
hafa langt fram frumvarp um að
kostnaðaur við eingagunarfram
kvæmdir húsnæðis yrði frá-
dráttarbær við álagningu skatts,
en það frumvarp hefði ekki fengið
góðan hljómgrunn.
Alexander Stefánsson sagði að
þingflokkur Framsóknarflokks-
ins ætlaði að gera haröa hrið að
rikisstjórninni, svo frumvarp um
þetta , jöfnun hitunarkostnaðar
yrði lagt fyrir alþingi áðuren
þinglausnir verða. Allir ræðu-
menn lögðu áherslu á að næsta
skref gæti verið að ná hlutfallinu
á milli dýrasta og ódýrasta orku-
gjafans niður i einn á móti
þremur einsog nefndin leggur til.
En það væri bara áfangi á leið til
meiri jöfnuðar. Þannig virðist
staðfesting þeirrar stefnu liggja i
loftinu. Um hann viröist allir vera
sammála.
— óg
sem Svavar Gestsson félags-
málaráNierra hefði keyrt I gegn-
um þingið. Hann skyldi þakka
fyrir það að hafa fengið stuðning
við það frumvarpd).
SvavarGestssonsagði að þarna
væri ihaldinu rétt lýst með eigin
orðum. Það átti að þakka fyrir
það sérstaklega að mannréttindi
væru aukin. Frelsi Sjálfstæðis-
flokksins væri aldrei annað en
frelsi auðmagnsins, frelsi pening-
anna. Alþýðubandalagið væri
þeirrar skoðunar að starfsfólk
ætti rétt á þátttöku I stjórn fyr-
irtækja þó svopeningar væru ekki
annars vegar. Hér væri um fé-
lagsleg réttindi að ræöa, sem
þyrfti að efla á alla lund. —óg
Krístlns Guð-
mundssonar
minnst á þlngi
í upphafi funda alþingis í gær
minntist forseti sameinaðs þings
Kristins Guðmundssonar fyrrv.
utanrlkisráðherra svofelldum
orðum:
„Kristinn Guðmundsson fyrr-
verandi utanrlkisráðherra og
sendiherra andaðist siðastliðinn
föstudag, 30 apríl, á áttugasta og
fimmta aldursári. Hann tók sæti
hér á Alþingi tvisvar skamma
stund sem varaþingmaður, á ár-
unum 1947 og 1949, en átti siðan
setu á Alþingi sem utanþingsráð-
herra þrjú þing, á kjörtimabilinu
1953—1956.
Kristinn Guðmundsson var
fæddur 14. október 1897 að Króki á
Rauðasandi. Foreldrar hans voru
Guðmundur bóndi og hreppstjóri
þar, siðar i Lögmannshlið i Glæsi-
bæjarhreppi, Sigfreðsson og Guð-
rún Júliana kona hans Einars-
dóttir Thoroddsens. Kristinn
stundaöi nám i ungmennaskól-
anum á Núpi i Dýrafirði 1914 --
1916, en lauk siðan stúdentsprófi
utanskóla frá Menntaskólanum I
Reykjavik vorið 1920. Hann las
lögfræði við Háskóla Islands
veturinn 1920—1921, en nam siðan
hagfræði og lögfræði við Háskól-
ann i Kiel 1921 og 1923—1926 og i
Berlin 1921—1923. Arið 1926 lauk
hann doktorsprófi við háskólann i
Kiel. A árunum 1926—1929 vann
hann við einkakennslu og verslun
i Reykjavik og Hamborg. Fastur
kennari við Menntaskólann á
Akureyri var hann 1929—1944 og
stundakennari þar 1944—1953, en
var á þeim árum að aðalstarfi
skattstjóri á Akureyri. Haustið
1953 var hann utanrikisráðherra
oggegndi ráðherrastörfum fram i
júli 1956. Nokkru siðar var hann
skipaður sendiherra Islands i
Stóra-Bretlandi og I ársbyrjun
1961 varð hann sendiherra I
Sovetrikjunum. Af sendiherra-
störfum lét hann sjötugur i árslok
1967 og átti upp frá þvi heimili i
Reykjavik.
Kristinn Guðmundsson var frá
æskuárum mikill námsmaður,
jafnt i skólum sem utan skóla.
Með aldri varð hann fjölfróður
menntamaöur og miðlaði náms-
mönnum af viðtækum fróðleik
sinum og þekkingu. A starfsárum
sinum i Sovétrikjunum á sjötugs-
aldri hóf hann af kappi nám i
rússnesku. A Akureyri voru
honum falin ýmis störf i þágu
bæjarfélagsins og þar var hann
bæjarfulltrúi 1950—1953. Hann
var ágætur liðsmaður i stjórn-
málaflokki og honum voru falin
vandasöm ráðherrastörf á um-
brotatimum. Með góövild og
drengskap ávann hann sér hvar-
vetna vinsældir í störfum. Gilti
þaö um kennslustörf, skatt-
heimtu, stjórnmálabaráttu og ráð
herradóm. Siðasta áratug starfs-
ævi sinnar gegndi hann með
sæmd og háttprýði mikilvægum
störfum fyrir þjóð sina á er-
lendum vettvangi”.