Þjóðviljinn - 04.05.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.05.1982, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 27. april 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Kcx)«k pappíri Is Jfi 'ÆMwjSmk % - flBBW Hér má sjá þúsundir manna ganga undir fánum verkalýðsfélaganna og kröfum dagsins um mannsæm- andi laun, óskertar verðbætur og betri vinnustaði. — Ljósm. eik. Ungir sem aldnir tóku þátt i samkomum verkalýðsfélaganna 1. inai. — Ljósm. -eik. Fjölmemiir baráttufundir Á miili 4 og 5000 manns tóku þátt i kröfugöngu og baráttufundi fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna 1. maí sl. Er hér um heldur fleiri þátttakendur að ræða en venjan hefur verið undan- farin ár. Að sögn Kára Kristjánssonar forrnanns 1. mai nefndarinnar aö þessu sinni, tókust aðgeröirnar vel en kuldinn setti að verulegu leyti svip sinn á samkomuna, þvi að göngu lokinni flýttu margir sér inn i bila og hús, enda hægt að hlusta á ræðuhöld á öldum ljós- vakans. — Helstu kröfur dagsins mót- uðust auðvitað af kjaramálunum sem nú eru i brennidepli svo og af vinnuverndarári ASl, sem nú stendur yfir, sagði Kári. Lögð var áhersla á fulla atvinnu fyrir allar vinnufærar hendur, mannsæm- andi laun fyrir 8 stunda vinnudag, óskerta framfærsluvisitölu á öll laun og meiri áherslu á aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðun- um. Á útifundi fulltrúaráðsins að lokinni kröfugöngunni, fluttu þeir Asmundur Stefánsson forseti Al- þýðusambands tslands, Kristján Thorlacius formaður BSRB og Pálmar Halldórsson formaður Iðnemasambandsins, stutt ávörp. Sönghópurinn Hálft i hvoru söng baráttulög af nýútkominni plötu sinni, Almannarómur. Fundar- stjóri var Ragna Bergmann, for- maður verkakvennafélagsins Framsóknar. Rauð vekalýðseining skipulagði einnig göngu niður Laugaveginn og að henni lokinni söfnuðust menn saman viö gamla Mið- bæjarbarnaskólann. Þar voru flutt ávörp og sungin baráttulög. — v. Færri komust inn á Hótel Borg en vildu þegar Alþýöubandalagið í Reykjavik gekkst þar fyrir fundi 1. mai. Urðu menn aö standa i göng- um út undir dyr. — Ljósm. — eik. Fundur ABR á Hótel Borg: Færri komust 1 hús en vildu Færri komust að en vildu á 1. maí fund Alþýðubanda- lagsinssem haldinn var á Hótel Borg að loknum útifund- um dagsins. Er talið að á milli 3 og 400 manns hafi sótt samkomuna. A fundinum fluttu ræður Guð- rún Ágústsdóttir ritari og 3ji maðurinn á G-listanum i Reykja- vik og Þorbjörg Samúelsdóttir verkamaður og 3ji maður á G-listanum i Hafnarfiröi. Var góður rómur geröur að máli þeirra. Hærri varö þó rómur fundarmanna þegar þeir hófu upp raust sina og sungu baráttu- Þorbjörg Samúclsdóttir sem skipar baráttusæti G-listans i Hafnarfirði, flytur ræðu sina á 1. mai fundinum á Hótel Borg. — Ljósm. eik. söngva undir öruggri handleiðslu Sigurðar Blöndal, Alfheiðar Inga- dóttur, Baldurs Öskarssonar og fleiri lagvissra félaga. Fundarstjóri 1. mai fundar ABR var Sigurður Tómasson borgarfulltrúi. — v. Bílbeltin hafa bjargað yUMFEROAR RÁO 09 Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. Miði er mögiileiki Umboðsmenn DAS í Reykjavík og nágrenni. Aðaiumboð, Vesturveri, Símar 17757 og 24530 Verzlunin Neskjör, Nesvegi 33, Símar 19832 og 19292 Sjóbúðin við Granda, Sími 16814 Þórunn Andrésdóttir, Dunhaga 17, Sími 10662 Vcrzlunin Roði, Hverfisgötu 98, Simi 20960 Passamyndir hf., Hlemmtorgi, Sími 11315 Bókabúð Safamýrar, Háaleitisbraut 58-60, Simi 35230 Hreyfill, Fellsmúla 24, Sími 85521 Paul Heide Glæsibæ, Simi 83665 Verzlunin Rafvörur, Laugarnesveg 52, Símar 86411 og 37015 Hrafnista, skrifstofan, Símar 38440 og 32066 Verzlunin Réttarholt, Réttarholtsvegi 1, Sími 32818 Bókaverzlun Jónasar Eggertssonar, Rofabæ 7, Sími 83355 Arnarval, Arnarbakka 2, Sími 71360 Straumnes, Vesturberg 76, Símar 72800 og 72813 Blómaskálinn, Kópavogi, Sími 40980 Bóka- og ritfangavcrzl. Veda, Hamraborg 5, Kópavogi, Sími 40877 Borgarbúðin, Hófgerði, 30, Kópavogi, Sími 40180 Bókaverzl. Gríma, Garðaflöt 16-18, Garðabæ, Sími 42720 Hrafnista, Hafnarfirði, Simi 53811 Kári og Sjómannafélag, jg Strandgötu 11-13, Hafnarfirði, ^ Sími 50248 |

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.