Þjóðviljinn - 04.05.1982, Síða 11

Þjóðviljinn - 04.05.1982, Síða 11
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 4. mal 1982 Þriöjudagur 4. mal 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Ræða Svavars Gestssonar formanns Aiþýðubanda lagsins í útvarpsumræð um frá Alþingi 29. maí Fját magnsöfUn krefjast aukins svigrúms i sam- félaginu á kostnað fólksins. Þar er gerð tilraun til þess að vinna aftur eitthvað af þeim löndum sem verkalýösbarátta liðinna ára og áratuga náði i þágu almennings. Það er alvarlegt umhugsunarefni að Sjálfstæðis- flokkurinn skuli telja sér kleift að koma fram á jafn blygðunarlausan hátt og hann gerir nú í ályktunum Vinnuveitendasambandsins. Hann er ekki eins var um sig og áður og óttast ekki að birta sitt rétta eðli sem málpipa atvinnurekenda. Það sýnir að fái Sjálfstæðisflokkurinn lykilað- stÖðu i stjórnkerfi á fslandi, þá mun hann óðara efna til stéttastriðs gegn launastéttunum. Hver vill láta Vinnuveitendasambandið taka við völdum i stjórnarráðinu? Hver vill láta Vinnu- veitendasambandið fá meirihluta borgarfulltrúa i borgarstjðrn Reykjavikur? Hver vill láta Vinnuveitendasambandið, Verslunarráðið eða Kaupmannasamtökin fá meirihluta eða veru- legan hluta af bæjarstjórnum i landinu? Það þarf að treysta bandalag þeirra afla á íslandi sem þora að verja þau lífskjör, sem hér eru, sem þora að verja sjálfstæði þjóðarinnar, sem þora að koma I veg fyrir að leiftursóknar- öflin leggi ávinning liðinna áratuga í rúst. Þjóðin þarf að eiga sterkt Alþýðubandalag. Senn liður að lokum þriðja þings núverandi rikisstjórnar; siðari hluti kjörtimabilsins er hafinn. Rikisstjórnin hefur verið vinsæl og landsmenn vilja ekki að stjórnarandstaðan taki hér við. Samstarf hefur verið gott i stjórn- inni að undanteknum málaflokki Ólafs Jóhannessonar, sem hefur verið mjög fundvis á ágreinings- mál, sem oft hafa verið til vand- ræða i stjórninni. En rikisstjórnin hefur búið við óvenju erfið ytri skilyrði; hagvöxtur hefur verið óverulegur allt frá þvi hún tók við. Stöðnunin á rætur að rekja til alþjóðlegrar kreppu og til fyrri rikisstjórnar Framsóknarflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins — það tekur að sjálfsögðu þó nokkurn tima að yfirvinna fyrirhyggju- leysi I atvinnumálum og þjóðar- framleiðslu, en á þeim tima sem núverandi rikisstjórn hefur starfað hefur verið lagður grund- völlur að alhliða sókn i iðnaðar- og orkumálum. A yfirstandandi þingi, hafa verið afgreidd mörg mál, sem miklu skipta fyrir næstu ár og áratugi og núna á siðustu þingdögunum er tekist á um það með hvaða hætti þingið afgreiðir tillögu rikisstjórnarinnar um virkjanamál, auk þess sem fyrir liggur frumvarp til laga um fyrsta islenska stóriðjuveriö, þ.e. kisilmálmverksmiðju á Reyðar- firði. Auk þeirra mála, sem hér hafa verið á dagskrá i vetur, hefur rikisstjórnin að sjálfsögðu, t þessum kosningum, 1982, hljóta menn að lita yfir farinn veg liðinna ára, frá 1978, en i þeim kosningum tókst að breyta um forystu i fjölmörgum bæjarfé- lögum i landinu og sætti þó stærstum tiðindum 'að íhaldið féll eftir 50 ára samfellda valdasetu i Reykjavikurborg, höfuðstað landsins. Þegar litið er yfir þennan fjög- urra ára tima, 1978 til 1982, kemur i ljós verulegur mismunur á þeim bæjarfélögum þar sem Alþýðubandalagið hefur verið aðili að meirihluta annars vegar, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft afgerandi forystu. 1 þessum efnum má nefna fjölda dæma úr atvinnumálum og félagsmálum, en ekki siður af þvi er gerst hefur almennt i stjórn bæjarfélaganna, þar sem fjár- munum var illa varið og flokks- gæðingar fengu eftirsóttar lóðir fyrir að borga miljón i kosninga- sjóðinn. í þessum þremur mála- flokkum er auðvelt að sýna fram á afgerandi grundvallarmun i stjórn bæjarfélaganna og að um verulegan mun er að ræða eftir þvi hvort Alþýðubandalagið stýrir málum byggðarlaganna eða hvort Sjálfstæðisflokkurinn fer með forystuna. Sveitar- stjórnarkosningarnar fjalla þvi um pólitiskt vandamál og mis- munandi pólitisk viðhorf. Núna i þessum sveitarstjórnar- kosningum leggur Alþýöubanda- lagið megináhersiu á eflingu synlegt að skerða lifskjörin hjá hinum almenna manni meðan þjóðin er að vinna sig út úr þeim vandamálum sem nú er um að ræða og blasa við öðrum þjóðum, kreppu og atvinnuleysi. Þess vegna standa deilurnar um efna- hagsmálin á tslandi i raun á milli Alþýðubandalagsins annars vegar og hinna flokkanna hins vegar. Þeir treysta sér ekki til að lýsa þvi yfir að þeir vilji bæta lifs- kjörin. Óbilgimi atvinnurekenda Núna i kjarabaráttunni sem stendur yfir eru kröfur Alþýðu- sambands tslands hógværar, en þær rekast á viðhorf kauplækk- unarflokka og Vinnuveitenda- sambandið hefur neitað að ræða þær af nokkurri alvöru. ASt gerir kröfur um leiðréttingar á kaupi láglaunafólks á tveimur árum og það er unnt að verða við þeim kröfum er varða láglaunafólkið, m.a. með ýmsum efnahagslegum ráðstöfunum. Þannig er ASl ekki hinn haröi og óbilgjarni kröfuað- ili. En sá sem krefst hér breyttra skipahlutfalla I þjóð- félaginu er Vinnuveitendasam- band tslands. Vinnuveitendasam- bandið vill 20—30% skerðingu á kaupmætti. Þessi óbilgjarna af- staða Vinnuveitendasambands tslands er engin nýlunda, þar Kosningar eru alvarleg pólitísk átök og uppgjör undanfarna mánuði, undirbúið mörg önnur mál, sem verða lögð fyrir þingiö i haust. í þvi sam- bandi vil ég sérstaklega nefna frumvarp til laga um umhverfis- mál, sem gerir ráð fyrir þvi að stjórn umhverfismála i landinu verði tekin nýjum tökum og traustari en nú er um að ræöa. í sambandi við umhverfismálin vil ég geta þess, að núna er heil- brigðisráðuneytið i óða önn að undirbúna stofnun Hollustu- verndar rikisins, sem tekur til starfa frá og meö 1. ágúst n.k. en Hollustuverndin mun hafa eftirlit með mengunarmálum á grund- velli nýrrar löggjafar um meng- unarvarnir og er þetta i fyrsta sinn sem slik lög eru til hér á landi. Það er brýnt hagsmunamál i þessu litla landi að fara vel með náttúruauðlindirnar og það er höfuðatriði aö við skemmum ekki umhverfi okkar með mengun og óþarfa umhverfisröskun af hvaða toga sem er. Loddarabragur yfir stjómar- andstöðunni Þegar þaö liggur fyrir að núverandi rikisstjórn og stjórnar- flokkar hafa á þessum þremur þingum veriö afkastamikil i þvi aö koma frá margskonar umbótalöggjöf, þá liggur einnig fyrir aö stjórnarandstaðan hefur veriö ákakflega fátæk aö mál- efnum I vetur. Þau málefni sem stjórnarandstaöan hefur flutt hafa yfirleitt verið I hróptegri mótsögn viö málflutning stjórnarandstöðunnar i heild. Þannig hefur hún flutt tillögur um stóraukin útgjöld á öllum sviðum þjóðlifsins á sama tima og lagðar hafa veriö fram tillögur um stór- felldar skattalækkanir. Loddara- bragur af þessu tagi kann að hafa skilað árangri i stjórn- málum fyrr á öldinni, en ég er sannfæröur um aö sá tlmi er liðinnn og stjórnarandstaðan mun ekki uppskera af þessum loddaraleik annað en skömmina. Forysta í sveitar- félögum 22. mai næstkomandi fara fram kosningar i þéttbýlissveitar- félögum hér á landi og kosninga- baráttan er þegar hafin. sveitarfélaganna, á lýðræði og valddreifingu. Við teljum sveitar- félögin hornsteina okkar stjórn- kerfis og við viljum að sveitar- félögin fái sem allra best svigrúm til athafna og að einstaklingarnir i sveitarfélögunum fái sem allra besta aðstöðu til aö hafa bein áhrif á sveitarstjórnina, hver á sinum stað. Lýðræöi og valddreifing er kjörórö okkar i þeirri kosninga- baráttu sem nú stendur yfir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 1982. 1 sveitarstjórnarkosn- ingunum er ekki aðeins tekist á um stjórn byggðarlaganna, kosn- ingarnar snúast einnig um lands- málin og siöast en ekki sist um kjarabaráttuna. Ásókn hægri afla varnað A undanförnum árum hefur það komið æ betur i ljós I grann- löndum okkar, að fjármagnsöflin hafa krafist aukins hlutar af þjóðarframleiöslunni handa sér af þvi sem til skiptanna er á hverjum tima. Þessar kröfur hér á landi hafa verið klæddar i margskonar búning, stundum eru þær kallaöar „frjálshyggja”, stund- um „leiftursókn”. Hvor búning- urinn sem hefur verið notaöur er ljóst, að hér er um að ræða sama málið: Fjármunirnir krefjast aukins svigrúms i samfélaginu á kostnað fólksins. Þar er gerð til- raun til að vinna aftur eitthvaö af þeim löndum sem verkalýðs- barátta liðinna ára og áratuga náði i þágu almennings. Hægri öflin hafa komist lengst I þessum efnum i Bretlandi og Bandarikj- unum. Félagsleg þjónusta hefur verið skorin niður, atvinnuleysi hefur aukist og þetta er einnig að gerast i grannlöndum okkar. Munurinn á tslandi og þessum löndum er hins vegar verulegur. A tslandi hefur veriö reynt aö verjast ásókn hægri aflanna á liðnum árum frá árinu 1978, frá þvi að Alþýðubandalagið fékk áhrif á rikisstjórn og sveitar- stjórnir i landinu. Það hefur tek- ist I meginatriöum enda þótt Alþýðubandalagið hafi, eitt flokka, haldið þvi fram, að það væri unnt að verja kjörin, eins og þau eru nú um sinn, sækja siðan fram meö aukinni þjóðarfram- leiöslu og auknum hagvexti. Aörir stjórnmálaflokkar hafa haldið þvi fram að þaö væri nauö- hafa hörðustu leiftursóknaröflin búið um sig, þeir sem réðu stefnu- mótun Sjálfstæðisflokksins 1979. Nú klagar Vinnuveitendasam- bandið yfir þvi að norrænir fjár- munir skuli notaðir til að rann- saka heilbrigðisástand iaunafólks sem vinnur i bónus. Nú bannar sambandiö félagsmönnum sinum að hleypa inn upplýsingum um vinnuvernd nema meö ritskoðun Þorsteins Pálssonar. En hápunktur þessa er þó krafa Vinnuveitendasambandsins frá i gær um að sáttasemjari hætti samningaviðræöum fram yfir kosningar, vegna þess að nokkrir verkalýðsleiðtogar hafa lýst þvi yfir að þeir styðji Alþýöubanda- lagið og að þeir telji að kosninga- úrslitin hafi áhrif á kjarabarátt- una. Krafa Vinnuveitendasam- bandsins um bann viö vinnuvernd þótti tiðindum sæta, en krafa þess til verkalýðsleiðtoga að þeir styðji ekki Alþýðubandalagið markar timamót i sögu stétta- átakanna á tslandi. íhlutun VSÍ kosnlnga- baráttuna Með þessari afstöðu er Vinnu- veitendasambandiö að viður- kenna pólitiskt eðli sitt og með þessari afstöðu viöurkenna at- vinnurekendasamtökin Alþýðu- bandalagið sem sinn helsta póli- tiska andstæðing. Eftir þessa árás Vinnuveitendasambandsins — ihlutun I kosningabaráttuna — hljóta launamenn að átta sig enn betur á þvi aö stuðningur viö Sjálfstæðisflokkinn er stuöningur viö Vinnuveitendasambandiö. Daviö Oddsson og Geir Hall- grimsson eru flokkspólitiskir full- truar og sendimenn atvinnurek- endasamtakanna. Það er alvarlegt umhugsunar- efni aö Sjálfstæðisflokkurinn skuli telja sér kleift að koma fram á jafn blygðunarlausan hátt og hann gerir nú I ályktunum Vinnu- veitendasambandsins. Þaö sýnir að hann er ekki eins var um sig og hann var áöur. Það sýnir að hann óttast ekki sem fyrr aö birta sitt rétta eðli. Þessi útkoma sýnir einnig, að ef Sjálfstæöisflokk- urinn fær lykilaðstööu i stjórn- kerfinu á tslandi, þá mun hann óöara efna til opins stéttastriðs gegn launastéttunum. Það þarf að treysta bandalag þeirra afla á tslandi sem þora að verja þau lifskjör, scm hér eru, sem þora að verja sjálfstæði þjóðarinnar, sem þora að koma i veg fyrir að leiftursóknaröflin leggi ávinning iiðinna áratuga i rúst Pólitísk vöm fyrir lífskjörin Þegar núverandi rikisstjórn var mynduð, hafði staðið yfir stjórnarkreppa mánuðum saman. Þriflokkarnir þorðu ekki að mynda rikisstjórn án Alþýðu- bandalagsins. Þá hafði núverandi forsætisráðherra kjark til að mynda þessa ríkisstjórn, sem er i raun pólitisk vörn fyrir lifskjörin, sem afstýrir allsherjarstéttar- striði ihaldsins. Allt of fáir menn hafa þann kjark sem forsætisráö- herra sýndi þá, þegar mestu skipti að stuðla að sáttum fremur en harkalegu stéttastriði eins og flestir flokksbræður hans kusu helst og kjósa greinilega enn. Eða hver vill láta Vinnuveit- endasambandið taka við vöidum i stjórnarráöinu? Hver vill láta Vinnuveitendasamband islands fá meirihluta borgarfuiltrúa i borgarstjórn Reykjavikur? Hver vill iáta Vinnuveitendasamband ísiands eöa Verslunarráð islands eöa Kaupmannasamtökin fá meirihluta eöa verulegan hluta af bæjarstjórnunum í landinu? Sveitarstjórnarkosningarnar i vor eru átök milli launamanna og atvinnurekenda. Sveitarstjórnarkosningarnar I vor eru átök milli alþýöusamtak- anna og Vinnuveitendasam- bandsins. Sveitarstjórnarkosningarnar i vor eru átök milli Alþýðubandá- lagsins og Sjálfstæöisflokksins. Vanvlrðum ekki kosningar Milliflokkarnir skipta þar ekki ýkja miklu máli og enginn fram- boðsaðili getur skotið sér undan þvi að svara hinum örlagariku spurningum kjarabaráttunnar I vor. Hver einasti kjósandi verður að gera það upp við sig hvaða af- stööu hann hefur til þjóöfrelsis- mála. Vill hann hafa herinn i landinu eða vill hann að herinn fari? Vill hann að erlendir aðilai reisi stórverksmiðjur hér i land- inu eða vill hann að islendingai hafi forræði yfir atvinnuvegum landsmanna? Vill kjósandinn skipa sér undii merki Vinnuveitendasambands- ins eða undir merki verkalýðs samtakanna? Vill kjósandinn starfa met vinstri mönnum eða hægr mönnum I borgarstjóm Reykjavikur? Framboðsaðilar sem ekki þora að taka afstöðu til þessara grund- vallarspurninga islenskra stjórn- mála eru i raun að dæma sig úr leik. Þvi kosningar eru alvarleg pólitisk átök. Kosningar eru lýðræðislegt uppgjör sem okkar stjórnkerfi gerir ráð fyrir að geti farið fram á minnst fjögurra ára fresti. Við megum ekki vanviröa þessar leikreglur með þvi aö koma fram i kosningabaráttu af alvöruleysi, ekki vanvirða þær með þvi að umgangast þær eins og trúðleik, þarsem ekkert skiptir máli nema glansmyndir og slagorð. Alþýðubanda- lagið hleypur ekki írá verkum Kosningabarátta auglýsinga mennsku, hefur haft marga slæma fylgifiska. Til dæmis er allt of litið um það að menn þori að taka afstöðu, standa og falla með verkum sinum. Alþýðu- bandalagiö hefur tekið þátt núna i rikisstjórn um þriggja ára skeið og það hefur oft veriö erfiður timi. Flokkurinn hefur engu aö siður viljað taka þátt i að stjórna þjóðfélaginu á þeim forsendum sem hann samdi um þegar rikis- stjórnin var mynduð. Alþýðu- bandalagiö svikst ekki undan merkjum. Alþýöubandalagiö hleypur ekki frá verkunum þótt þau séu erfið og Alþýöubanda- lagiö ætlast til þess aö veröa dæmtaf verkum sinum. Viö erum óhræddir viö þann dóm. En viö leggjum áherslu á aö ganga hreint til verks og viö berum ekki kápuna á báöum öxlum. Viö höfum ekki tungur tvær og teljum aö þaö sé nauösyn- legt að menn komi fram af heiðarleika i islenskum stjórn- málum og taki skýra afstööu, en hafi ekki æfinlega „hér um bil — og kannski afstööu” til allra hluta, hvaða nafni sem þeir nefnast. Við erum ekki fyrir það að skipta liði innan okkar flokks til þess að gera okkur dýrlega i augum flestra ef ekki allra hópa kjósenda. Við gerum okkur ljóst, að oft á tiðum verðum viö að taka afstöðu sem er óþægileg og ekki vinsæl gagnvart kjósendum, en við erum ekki kosnir á Alþingi til að láta mæla frammistöðu okkar á kvarða vinsældanna. Við ætlumst til þess að fólk meti hlut- ina sjálft. Við ætlumst til þess að fólk geri sér grein fyrir mál- efnum, en láti Morgunblaðiö ekki segja sér fyrir verkum né heldur hvaða skoðanir það á að hafa. Gegn sjálfvirku sóunarkerfi Við skulum gera okkur ljóst, að það er ekki auðvelt að koma til móts viö kröfur verkalýðshreyf- ingarinnar á næstu árum, þó að þar sé um aö ræða hógværar kröfur. Til þess aö hækka raun- veruleg laun láglaunafólks I landinu til langframa og treysta lifskjör þess i heild, þá veröur að breyta tekjuskiptingunni I þjóð- félaginu. Hún er heldur ekki heilög. Og það verður að gripa til margþættra efnahagslegra ráð- stafana. Viö viljum ekki að kaup- breytingar veröi til þess aö valda aukinni veröbólgu. Viö viljum aö kaupbreytingar skili sér I raunverulegum verðætum i höndum þeirra sem helst þurfa á þvi að halda. Viö erum ekki tilbúnir til þess að skrifa upp á kauphækkanir og stórkostlega tekjuaukningu til allra I samfélaginu, vegna þess að þeir eru til, sem hafa miklar tekjur og þurfa ekki verulega kjarabót. Með þvi aö ráöst kerfisbundiö gegn þvi sjálfvirka sóunarkerfi sem hér er um aö ræöa á mörgum sviðum þá er unnt aö skapa svig- rúm fyrir betri kjör láglauna- fólks. Sjálfvirka sóunarkerfiö birtistokkur viöa. Viösjáum þaö I rekstri at vinnuveganna, sjávarútvegsins og landbúnaöar- ins, þar sem fjármagnskostnaður er að sliga þessar heföbundnu at- vinnugreinar landsmanna. Við sjáum hvernig þetta sjálf- virka sóunarkerfi kemur niöur á iðnaði landsmanna. Sjálfvirkt sóunarkerfi er ein- kenni innflutnings- og milliliða- starfsemi. Við sjáum hvernig þetta sjálf- virka sóunarkerfi kemur niður á lifskjörum almennings á fjöl- mörgum sviðum. Ég tel að ráöast þurfi gegn þessu kerfi hvar sem þaö birtist, liður i þvi er að koma i veg fyrir frekari stækkun fiskiskipaflotans. Hann er nógu stór eins og ástandi fiskistofnanna er nú háttað. Af hverju hefur ekki veriö ráðist gegn þessu sóunarkerfi? Þaö er vegna þess að einstakir hópar hafa hag af þvi að viðhalda þessu kerfi, sumir þeirra eru valdam'iklir innan stjórnmála- flokkanna. En án allsherjarupp- skurðar á efnahagskerfinu getum við ekki breytt tekjuskiptingunni, ekki bætt sem skyldi kjör lág- launafólks. Miklar framfarir hafa orðið á mörgum sviöum okkar samfélags á liönum árum, en allt of sjaldan velta menn þvi fyrir sér hvert er stefnt og hvert skal haldið. Þess- ar spurningar hljóta þó aö verða mjög áleitnar, þegar fréttir berast af skemmdarverkum sem unnin eru i skjóli náttmyrkurs, jafnvel á menningarverðmætum eða gróðri i nágrenni borgar- innar. Þessi tiðindi gerast á sama tima og kaupmáttur ráðstöfunar- tekna almennings er allhár. Þessi tiðindi gerast á sama tima og það liggur fyrir að innflutningur á margskonar neysluvörum, m.a. dýrum heimilistækjum og bif- reiðum er meiri en nokkru sinni fyrr. Þessi tiöindi gerast á sama tima og við erum með betri félagslega þjónustu, betri heil- heilbrigðisþjónustu og betra skólakerfi en við höfum haft áöur. Aö minu mati liggur svariö i þvi aö viö höfum um of seit okkur undir ok neyslusamfélagsins þar sem dansinn i kringum vöruna eftir neysluauglýsingum er inntakiö, upphaf og endir alls. Enginn getur þó keypt sér lifs- hamingju þó hann eigi mikiö af peningum, enginn getur tryggt sér lifshamingju þó hann vinni yfirvinnu myrkranna á milli. Enginn getur eignast hamingju fyrir þaö eitt aö eiga stóra ibúö, stórt hús eöa stóran bll. Lifshamingja manna getur ekki falist i neinu af þessu, en óhamingja manna birtist hins- vegar I þvi, þegar fólk ræöst á menningarverömæti og rlfur upp veikan gróöursprota sem hefur verið settur niður i moldina i fyrra og átti að gleöja okkur i ár. Landlð á miklnn auð Þær spurningar verða áleitnar hvort við höfum ævinlega verið á réttri leið, en við getum jafnframt leyft okkur aö vera bjartsýn þegar við gerum okkur grein fyrir þvi að fjöldi vel menntaðra ein- staklinga kemur árlega til starfa i þjóðfélagi okkar. Við getum leyft okkur að vera bjartsýn þegar viö gerum okkur grein fyrir þvi að landið á mikinn auð, miklar auð- lindir, miklarorkulindir, meiri og dýrmætari en nokkur önnur þjóð. Ef Islendingar kunna fótum sinum forráð geta þeir lifað betra lifi i þessu landi en aðrar þjóðir geta gert sér vonir um. Við getum varðveitt sjálfstæði okkar og staðiö á eigin fótum ef við aðeins erum menn til að takast á viö vandann eins og hann birtist okkur frá degi til dags. Sterkt Alþýðubandalag Þessvegna skulum viö glima viö verkefnin og standa þétt saman, þeir sem saman eiga. Eining um Alþýðubandalagið skapaði sigurmöguleika yfir ihaldsöflunum 1978 og ég er sann- færöur um það, að það er nauösyn fyrir launamenn á tslandi að eiga nú, einmitt um þessar mundir, sterkt Alþýöubandalag, sterkara en nokkru sinni fyrr — sterkt bandalag alþýðu um lifskjörin, um varðveislu menningarverð- mæta, um sjálfstæði þjóðarinnar i þessu landi, sjálfstæði atvinnu- lifsins og efnahagslifsins. Þjóðin þarf að eiga sterkt Alþýöubanda- lag. Það er henni lifsnauðsyn. Framundan er kosninga- baráttan vegna sveitarstjórnar- kosninganna. Ég sendi félögum minum og stuðningsmönnum Alþýðubandalagsins um land allt barátukveðjur. Ég sendi þeim heitar óskir um góða útkomu I kosningunum. Ég vona aö viö getum sagt hvert viö annaö að loknum kosningum: Viö geröum allt sem viö gátum. Og það er ekki hægt að gera meiri kröfur til nokkurs manns. En þaö er of seint aö átta sig á þvi eftir kosningar ef ihaldiö kemst til valda á nýjan leik.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.