Þjóðviljinn - 04.05.1982, Side 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 4. mai 1982
r
Hafnarfjórður
Hafnarfjörður
Mat j urtagarðar
Leigjendum matjurtagarða i Hafnarfirði
er bent á að siðustu forvöð að greiða leig-
una er mánudaginn 10. mai n.k.
Eftir þann dag verða garðarnir leigðir
öðrum.
Bæjarverkfræðingur
fStarf
tæknifræðings
á skrifstofu byggingafulltrúa Akureyrar-
bæjar er laust til umsóknar.
Upplýsingar um starfið og launakjör eru
veittar á skrifstofu byggingafulltrúa.
Umsóknir skulu sendar byggingafulltrúa
Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, Akureyri
fyrir 22. mai n.k.
Byggingafulltrúi
Akureyrarbæjar
Til sölu
7 rúmlesta fiskibátur smiðaður árið 1978.
Er með nýrri aðalvél.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrif-
stofu Fiskveiðisjóðs Islands i sima 28055
og hjá Valdimar Einarssyni i sima 33954.
Tilboð óskast send Fiskveiðisjóði fyrir 18.
mai n.k.
Fiskveiðisjóður íslands
Lausar stöður
Ráðgerter að veita á árinu 1982 eftirfarandi rannsókna-
stöður til 1 - 3 ára við Raunvisindastofnun Háskólans:
a) tværstöðursérfræðinga við eðlisfræðistofu,
b) stöðu sérfræðings við efnafræðistofu,
c) stöðu sérfræðings við jarðfræðistofu,
d) tvær stööur sérfræöinga við reiknifræðistofu og
c) stöðu sérfræðings við stærðfræðistofu.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rfkisins.
Umsækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi eða tilsvar-
andi háskólanámi og starfað minnst eitt ár við rannsóknir.
Starfsmennirnir verða ráðnir til rannsóknastarfa, en
kennsla þeirra við Háskóla íslands er háð samkomulagi
milli deildarráðs verkfræði- og raunvisindadeildar, og
stjórnar stofnunarinnar, og skal þá m.a. ákveðið, hvort
kennsla skuli teljast hluti af starfsskyldu viðkomandi
starfsmanns.
Umsóknir ásamtýtarlegri greinargerð og skilrikjum um
menntun og visindaleg störf, skulu hafa borist mennta-
málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 28.
mai n.k.
Æskilegt er að umsókn fylgi umsagnír frá 1—3 dómbær-
um mönnum á visindasviöi umsækjanda um menntun
hans og visindaleg störf. Umsagnir þessar skulu vera 1
lokuðu umslagi sem trúnaðarmál og má senda þær beint
til menntamálaráðuneytisins.
Menntamálaráðuneytið,
27. apríl 1982.
í vörslu óskilamunadeildar
lögreglunnar
er margt óskilamuna, svo sem:
reiðhjól, barnavagnar, fatnaður, lykla-
veski, lyklakippur, seðlaveski, handtösk-
ur, úr.gleraugu og fl.
Er þeim, sem slikum munum hafa glat-
að, bent á að spyrjast fyrir um þá á skrif-
stofu óskilamuna, Hverfisgötu 113, (geng-
ið inn frá Snorrabraut) frá kl. 14.00 -16.00.
Þeir óskilamunir sem eru búnir að vera i
vörslu lögreglunnar ár eða lengur verða
seldir á uppboði i portinu að Borgartúni 7,
laugardaginn 8. mai 1982. Uppboðið hefst
kl. 13.30.
Lögreglustjórinn i Reykjavik,
3. mai 1982.
Bann við
innflutn-
ingi
á pizzum
Framleiðsluráö landbúnaöar-
ins hefur sent viöskiptaráöherra
áskorun um að taka út af frilista
innflutning á pizzum og takmarka
eða loka fyrir leyfisveitingar á
slikum innflutningi. Rökstyöur
Framleiösluráö áskorun sina meö
eftirfarandi.
1. Nóg er af islensku hráefni frá
landbúnaðinum, kjöti og ostum i
þessa framleiðslu og ekki stendur
á að þessi vara sé framleidd i
landinu.
2. Islenska framleiðslan er
ódýrari fyrir neytendur en erlend
framleiðsla.
3. Við framleiðslu þessa er tals-
verö vinna, sem eðlilegt er að
íslendingar njóti fremur en út-
lendingar.
4. Innflutningi þessarar vöru
gæti fylgt sjúkdómshætta, þar
sem kjötið i henni er steikt en ekki
soðið.
—mhg
Er unnt
að sýkja
villi-
minkinn?
Þegar heimskreppan svarf
fastast aö íslenskum landbúnaöi,
og siöan sauðfjárpestirnar, bundu
ýmsir bændur vonir sinar um
batnandi hag viö minkarækt.
Minni arð bar hún þó með sér
en vonir stóðu titog þar kom, að
hún var með öllu lögð niður en þá
hafði raunar ófátt þessara dýra
sloppið úr haldi. Breiddist minka-
plágan brátt út um landið og
eyddi öllu lifi, sem þessar skepn-
ur réðu við. Hafa sumar fuglateg-
undir þvinær horfið hér og þar um
landið, silungur úr vötnum og
ám og æðarvörp veriö eyðilögð.
Þótt mikil áhersla sé á það lögð
að halda villiminknum i skefjum
virðist viða ekki sjá högg á vatni,
enda timgunin ör.
Nú hefur minkarækt verið leyfð
á ný og þykir ekki óálitleg bú-
grein. Hinsvegar er kominn upp i
stofninum sjúkdómur, plas-
macytosis, og ógnar nú minkabú-
skapnum. Talið er og, að sýkin
hafi fundist i villimink og nú hefur
mönnum komið i hug hvort ekki
mundi unnt að sýkja villiminkinn
með þessari pest, þannig að af
henni megi þó hafa einhver not.
Málið kom til kasta Búnaðar-
þings, sem taldi sjálfsagt að at-
hugað yrði hvort beita mætti með
árangri þessari hernaðaraðferð.
—mhg
■ Arnarflug j
j opnar sölu- •
j skrifstofu I
IArnarflug opnaði siðastlið- I
inn föstudag, 30. apríl, sölu- I
skrifstofu. Er hún til staðar i *
» Lágmúla 7. Þetta er I fyrsta J
Isinn sem skrifstofa af þessu I
tagi er tekin i notkun hjá I
Arnarflugi en á skrifstofunni J
• verður einnig bókunarmiö- .
Istöð. Þarna verða seldir far- I
miðar i áætlunarflug félags- 1
ins til Amsterdam, DQssel- |
■ dorf, og Ztlrich. A söluskrif- .
Istofunni starfa Dröfn Hjalta- I
lin, Helga Sveinbjörnsdóttir I
og Kolbrún Einarsdóttir. J
« Þær hafa allar margra ára .
Istarfsreynslu i farmiöasölu I
og ferðaþjónustu bæði hér á I
landi sem erlendis.
Reykvíkingar athugið!32^
Kvennaframboðið heldur fund um skipu-
lagsmál i Reykjavik á Hótel Vik kl. 20.30 i
kvöld.
Gestir fundarins: Guðrún Jónsdóttir og
fleiri frá Borgarskipulaginu.
Kvennaframboðið
í Reykjavík |V
Sumarstörf -
Hafnarfjöröur
Eins og undanfarin sumur mun Hafnar-
fjarðarbær ráða fólk til sumarvinnu við
garðyrkju og hreinsun („blómaflokkur”).
Lágmarksaldur er 16 ár.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif-
stofu minni, Strandgötu 6.
Umsóknarfrestur er til 10. mai n.k.
Bæjarverkfræðingur
ORLOFSHUS
V.R.
Dvalarleyfi
Auglýst er eftir umsóknum um dvalar-
leyfi i orlofshús V.R. sumarið 1982.
Umsóknir þurfa að berast skrifstofu V.R.,
Hagamel 4, i siðasta lagi mánudaginn 10.
mai 1982.
Orlofshúsin eru á eftirtöldum stöðum:
2 hús að ölfusborgum i Hveragerði
8 hús að Húsafelli i Borgarfirði.
1 hús að Svignaskarði i Borgarfirði
3 hús að Illugastöðum i Fnjóskadal
1 hús að Laugarvatni
1 hús i i Vatnsfirði, Barðaströnd.
Aðeins fullgildir félagar hafa rétt til
dvalarleyfis.
Þeir sem ekki hafa dvalið sl. 5 ár i orlofs-
húsunum, á timabilinu 15. mai til 15. sept-
ember, sitja fyrir dvalarleyfum til 28. mai
n.k.
Leiga verður kr. 700.- á viku og greiðist við
úthlutun.
Dregið verður milli umsækjenda, ef fleiri
umsóknir berast en hægt er að verða við.
Verður það gert á skrifstofu félagsins,
laugardaginn 15. mai n.k. kl. 14.00 og hafa
umsækjendur rétt til að vera viðstaddir.
Sérstök athygli er vakin á þvi, að umsókn-
ir verða að berast skrifstofu V.R. i siðasta
lagi mánudaginn 10. mai n.k.
Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu
V.R., Hagamel 4.
Ekki verður tekið á móti umsóknum sim-
leiðis.
VERZLUNARMANNAFÉLAG
REYKJAVÍKUR