Þjóðviljinn - 07.05.1982, Side 10
10 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Föstudagur 7. mal 1982
ÚTBOÐ
Vegagerð rikisins óskar eftir tilboðum i
gerð styrkingar og bundins slitlags i
Rey k janesumdæmi.
Útboðið nefnist:
SLITLÖG 1982
YFIRLAGNIR í REYKJANESUMDÆMI
Helstu magntölur eru eftirfarandi:
Burðarlag 5.000 rúmmetrar
Oliumöl 67.000 fermetrar
Verkinu skal að fullu lokið eigi siðar en 1.
september 1982.
Útboðsgögn verða afhent hjá aðalgjald-
kera Vegagerðar rikisins, Borgartúni 5,
Reykjavik, frá og með föstudeginum 7.
mai n.k., gegn 1000 kr. skilatryggingu.
Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsing-
ar og/eða breytingar skulu berast Vega-
gerð rikisins skriflega eigi siðar en 14.
mai.
Gera skal tilboð i samræmi við útboðs-
gögn og skila i lokuðu umslagi merktu
nafni útboðs til Vegagerðar rikisins, Borg-
artúni 7, Reykjavik, fyrir kl. 14.00 hinn 19.
mai 1982, og kl. 14.15 sama dag verða til-
boðin opnuð þar að viðstöddum þeim bjóð-
endum, sem þess óska.
Reykjavik, i mai 1982
Vegamálastjóri
Garðbæingar
Bókasafnið verður opnað i nýjum húsa-
kynnum i Garðaskóla v/Vifilsstaðaveg
(suðurdyr) laugardaginn 8. mai n.k. og
verður almenningi til sýnis þann dag frá
kl. 16 til 18 og sunnudaginn9. mai frá kl. 13
til 17.
Á sama tima liggja frammi til kynningar
á safninu skipulagsuppdrættir svo sem að-
alskipulag, skipulag miðbæjar og fleira.
Fyrirhugað húsnæði æskulýðsmiðstöðvar
Garðabæjar á neðri hæð skólans verður til
sýnis á sama tima.
Bæjarstjóri
Skjót viðbrögð
Þaö er hvimleitt aö þurfa aö harösnúnu liöi sem bregöur
biöa lengi meö bilaö rafkerli, skjótt viö
leiöslur eöa tæki.
Eöa ný heimilistæki sem þarf
aö leggja fyrlr.
Þess vegna settum viö upp
nevtendabiónustuna - meö
RAFAFL
Smiðshöfða 6
ATH. Nvtt simanúmer: 85955
ÍSSKAPA- OG FRYSTIKISTU
VIÐGERÐIR
Breytum gömlum ísskápum
í frystiskápa.
Góð þjónusta.
ws
REYKJAVIKURVEGI 25 Hafnarfirði simi 50473
Blikkiðjan
Ásgarði 7/ Garðabæ
önnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð
SÍMI 53468
Minning
Guðmundur Högnason
frá Vatnsdal, Vestmannaeyjum
Fæddur 10.5. 1908
Dáinn 18. 4. 1982
Fæddur;10. mði 1908.
Dáinn: 18. apríl 1982.
Hann Gummi frændi er fallinn
frá, 73 ára gamall, fyrir þeim vá-
gesti sem herjaö hefur mann-
kyniö i árþúsundir, en sökum
vanþekkingar var kallaö innan-
mein áöur fyrr en nú krabba-
mein.
A vori lifs mlns, er ég lltill
sveinn dvaldi á sumrum I Vatns-
dal hjá Högna Sigurössyni
móöurfööur minum og bónda, þá
var þar sterkust höndin hans
Gumma frænda, þá ungur maöur.
Mér er I barns minni hversu ég
dáöi Gumma þegar hann keyröi
gamla Fordinn sem leiö lá eftir
Landagötu, Vestmannabraut upp
Kirkjuveg aö beygjunni viö
Landakirkju, sem þá lá noröan I
hólnum viö kirkjugaröinn. Þá
hökti stundum I Fordinum ef
hlassiö var mikiö er viö lögöum i
Dalaveginn framhjá Strembu og
inn á afatún sem viö þrlr ættliöir I
Vatnsdal kölluöum svo.
í minni mínu var ávallt sól I
Eyjum þá, ég er búinn aö gleyma
allri þeirri rigningu sem þá
herjaði Eyjar sem enn I dag, er ég
minnist þeirra daga. Hann var
svo hlýr viö mig hann Gummi,
þennan systurson sinn, svo hjálp-
samur og hvetjandi. Eitt sinn
man ég er viö Högni mágur minn
vorum aö dásama þessa feikna
upphandleggsvööva á Gumma og
vonast til að slika fengjum viö
siöar.
Þarna uppi i afatúni kenndi
Gummi mér aö slá meö hesta-
sláttuvél og bera á þann sterkasta
áburð sem ég hef vitað settan á
tún, það lá við aö grænkan elti
tankvagninn er dreift var.
Bændur I Eyjum áttu þá I túni
sinu steyptar safnþrær sem keyrt
var I mykju og fiskslori og varö af
þessu fnykur mikill. Stundum
gengum viö á reka austur á Urðir,
þá var allt tré verömæti.
Gummi var sósialisti aö lifs-
skoöun, hann var sama sinnis og
Bernhard Shaw, sem sagði: sá
sem aldrei hefur verið heillaöur
af kenningu sósialista er annað
hvort ólæs eöa Idiót nema hvort-
tveggja sé.
Gummi keyrði ein 40 ár á Vöru-
bflastöö Vestmannaeyja og var
farsæll i starfi, hæggeröur, dulur
og litt gefinafyrir aö fllka tilfinn-
ingum sinum, bókhneigöur var
hann sem faöir hans. og afi
Gummi var hraustur vel til þess
tima er hinn mikli vágestur baröi
aö dyrum.
Hinn stóri frændgaröur frá
Vatnsdal kveöur Gumma meö
söknuöi og sárt er hans saknaö af
Stellu systur minni, sem búið
hefur I Englandi og ávallt
hlakkaö mikiö til aö hitta Gumma
frænda, enda fór vel á með þeim.
Ég kveö þig frændi meö þessum
fáu linum og ef Davið hefur rétt
fyrir sér er hann segir: Hin
dýpsta speki boöar lif og friö, þá
hittumst viö siöar.
Siguröur Sigurösson
frá Vatnsdal.
Minning
Kormákur Erlendsson
Hvar skyldi fremur minnast fá-
einum oröum fallins drengs en i
þessu blaði, blaðinu hans?
A leiö um loftin blá á hraö-
fleygri stund hitti ég hann sein-
ast, hinn sérstæða og merkilega
mann, Kormák Erlendsson.
Og hvergi var dul á dregin
hversu seint honum sýndist sækj-
ast leiðin til þess framtiðarlands
fagurra hugsjóna, sem hann ung-
ur vigöist og aldrei brást.
Hreinskilni hans var söm við
sig, einlægnin einnig, en þó eldur
brynni undir var i öndvegi raun-
sæi alþýðumannsins, sem gerði
sér ljósa grein fyrir orsökum þess
aö enn var langt til lands þess,
sem hann setti ofar öllu ööru.
Ég kynntist honum aldrei að
marki,hannvarraunar ætið fyrir
Egilsstöðum
mér sem þjóösagnapersóna aö
nokkru, sem ákveöin dulúö var
yfir. Þóátti ég meö honum nokkr-
ar samræðustundir, sem sýndu
mér inn i sérstakan heim firna
fróöleiks um lönd og lýöi, viöa
heimssýn viturs manns. Hann
batt sina bagga á sinn hátt, var
einfari og heimsmaður i senn,
verkmaöur hinn mesti, þegar
vinnan var annars vegac og vinn-
an göfgar hvem mann, ef alúð er
þar aö lögö, þaö var m.a. einn
þáttur lifsspeki hans. Þvi hann
var lifsspekingur, skáldeöli og
skarpar gáfur voru vöggugjafir
hans.
Það var sérstök reynsla og lær-
dómur i senn aö ræöa við Kor-
mák.
Hann er nú allur og hinn svip-
mikli og sérstæöi persónuleiki
með hlýja barnshjartað er nú
geymdur meö okkur samferöar-
mönnunum i minningunum. Og
þaö fer vindblær um sviðið, feykir
þvi feyskna og rotna á braut og
færir okkur sýn inn i þaö ódáins- •
land þar sem jafnrétti og bræðra-
lag ráöa rikjum.
Hann fylgir þér út af sviðinu
þessi svali gustur, sem vekur
okkur upp úr ládeyðu lognmoll-
unnar. Vertu kært kvaddur, Kor-
mákur.
Helgi Seljan
Tónmennta-
skólinn:
Síðustu
vor-
tónlelkar
á morgun
Tónmenntaskóli Reykjavikur
er nú aö ljúka 29. starfsári sinu. 1
skólanum voru um 470 nemendur
i vetur. Kennarar voru 35 talsins.
Meöal annars starfaði viö skólann
hljómsveit meö um 50 meölimum
og lúörasveit, einnig meö um 50
meölimum. Mikiö hefur veriö um
tónleikahald á vegum skólans I
vetur og vor.
Sföustu vortónleikar skólans
veröa haldnir I Austurbæjarbiói á
morgun, laugardag 8. mai, kl. 2
e.h. A þessum tónleikum koma
einkum fram eldri nemendur
skólans. A efnisskránni verður
einleikur, samleikur og hópatriöi.
Aögangur er ókeypis og öllum
heimill.
Jafnréttisráð
óskar að ráða framkvæmdastjóra. Há-
skólamenntun á félagssviði, lögfræði eða
viðskiptafræði æskileg. Æskilegt er að
umsækjandi hafi starfað að jafnréttismál-
um. Laun samkvæmt launakerfi opin-
berra starfsmanna. Umsóknir með upp-
lýsingum um menntun og fyrri störf send-
ist Jafnréttisráði, Laugavegi 116, fyrir 24.
mai 1982.
Harmóníkuuimendiir
Vordansleikur FHU verður haldinn i fé-
lagsheimili Seltjarnarness i kvöld, föstu-
daginn 7. mai. Meðal annars leikur 9
manna harmónikuhljómsveit. Allir harm-
onikuunnendur velkomnir.