Þjóðviljinn - 26.05.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 26. mai 1982
UOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
ólafsson.
Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir.
L'msjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir.
Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson.
Blaöamenn: Auöur Styrkársdó'tir, Helgi Ólafsson
Magnús H. Gislason, Ólafur Gislason, Óskar Guðmundsson,
Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlööversson.
iþróttafréttaritari: Viðir Sigurösson.
ttlil og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guöjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir :Einar Karlsson, Gunnar Elisson.
Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson.
Auglysingar: Hildur Kagnars, Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir.
Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir.
Simavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir. '
Húsmóöir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar
Sigúrmundsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen
Jónsdóttir.
Útkeyrsla. afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6,
Reykjavik, simi 81333
Prentun: Blaðaprent hf.
Alþýðubandalagiö er
leið íhaldsandstœðinga
• Kosningaúrslitin eru alvarleg aðvörun til
ihaldsandstæðinga. Þau sýna i hnotskurn hvaða
skorður staða Sjálfstæðisflokksins i landinu setur
stjórnmálastarfi vinstri manna. Sundrung i átök-
um við Sjálfstæðisflokkinn gerir vinstri valkosti i
kosningum ótrúverðuga i hugum margra kjós-
enda. Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur biðl-
uðu til Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik um sam-
starf eftir kosningar i stað þess að lofa áfram-
haldandi vinstra samstarfi. Á löngu árabili i
minnihluta höfðu þessir flokkar ásamt Alþýðu-
bandalaginu sannað fyrir Reykvikingum að þeir
gætu unnið saman og það ásamt óvinsældum rik-
isstjórnar Geirs Haligrimssonar felldi ihaldið i
Reykjavik 1978.
• Til viðbótar ihaldsdekri Framsóknar og Al-
þýðuflokks að þessu sinni átti kvennaframboðið
stóran þátt i að spilla fyrir trú á samstjórn gegn
ihaldi i Reykjavik. Kvennaframboðið gerði litið
úr mun á hægri og vinstri, og vildi ekki meta að-
gerðir fráfarandi meirihluta i dagvistar-, heil-
brigðis-, öldrunar- og skipulagsmálum að verð-
leikum. Vafasamt verður að telja að þar hafi ver-
ið raunsætt mat á ferðinni miðað við það sem
vænta má af ihaldsmeirihluta. Eftir kosningar
gerir kvennaframboðið þvi skóna að það skipti
ekki öllu þótt Sjálfstæðismenn hafi endurheimt
meirihluta i Reykjavik þvi að þeir hafi lýst yfir
þvi að þeir vilji beita sér i jafnréttismálum!!!
• Eftir klofningstimabil tókst Sjálfstæðis-
flokknum að koma fram sem sameiginlegt afl i
kosningunum. Þess sér stað um allt land.
Framhaldið gæti orðið i svipuðum dúr ef að þvi
rekur að Gunnar Thoroddsen dragi sig i hlé og
rými sviðið fyrir Geir Hallgrimssyni og leiftur-
sóknarliði hans. Enda þótt djúpstæður klofningur
hafi komið fram á siðasta landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins var fundurinn þó ótvirætt merki um að
átökin milli ihaldsandstæðinga og Sjálfstæðis-
flokksins sem heildar þyrftu ekki að vera langt
undan. Sameinaður gekk flokkurinn til sveitar-
stjórnarkosninga og það á eftir að sýna sig hvort
sigurinn nægir til þess að lima saman flokksbrot-
in fyrir þingkosningar.
• Vinstri menn, ihaldsandstæðingar og sósial-
istar um land allt verða að skoða hug sinn gaum-
gæfilega og spyrja hvernig takast eigi á við Sjálf-
stæðisflokkinn sem heild á næstu árum. Alþýðu-
flokkur og Framsóknarflokkur munu litt duga i
þessum átökum nema þeir söðli um og snarist til
vinstri sem telja verður óliklegt. Eini flokkurinn
sem möguleika hefur til þess að taka á móti
ihaldinu þannig að trúverðugt sé er Alþýðu-
bandalagið.
• Alþýðubandalagið verður fyrir sitt leyti að
taka mið af þeirri stiluppreisn sem felst i stuðn-
ingi vinstri manna við kvennaframboðin og
leggja rækt við vinnubrögð sem laða nýtt fólk til
starfa innan vébanda þess. Alþýðubandalagið
þarf að hef ja gagnsókn og safna ihaldsandstæð-
ingum undir sitt merki reiðubúnum til átaka við
Sjálfstæðisflokkinn. í slikri sókn er ekki megin-
málið að vinstri menn og sósialistar séu sammála
og einhuga um alla hluti, heldur að til sé leið til
þess að sameinast þegar það skiptir máli. Það er
sannfæring Þjóðviljans, m.a. i ljósi kosningaúr-
slitanna sl. laugardag, að sú leið sé leið Alþýðu-
bandalagsins. Það er leið ihaldsandstæðinga.
— ekh
Skœtingur
og kurteisi
Talsmenn Kvennafram-
boösins hafa haft mjög hátt
um það i viðtölum við fjöl-
miðla að flokkarnir hafi ekki
komið fram við þær af nægi-
legri kurteisi, að „málflutn-
ingur flokkanna gagnvart
okkur byggist á gömlum for-
dómum gagnvart konum”
eins og Ingibjörg Sólrún
segir hér i blaöinu I gær. Hún
bætir við „við teljum ekki að
stjórnmál eigi að snúast um
svona skæting”.
Þótt enginn hafi heyrt eöa
lesið allt sem skrifaö var og
sagt i kosningabaráttunni,
þá er óhætt að fullyröa að
þetta er óþarfa viðkvæmni. í
raun og veru komu lang-
flestir þeirra sem til máls
tóku fram af umtalsverðri
kurteisi við Kvennafram-
boðið — málflutningur bar
miklu fremur vitni um að
menn vildu hreint ekki gera
sig seka um „fordóma i garö
kvenna” en hið gagnstæöa.
Ef aö Kvennaframboðsfólki
finnst að umræða hafi verið
„skætingur” eða þaðan af
verra þá vekur þaö nokkurn
efa um úthald þess þegar og
ef aö raunverulegum erfið-
leikum kemur.
j Skilgreiningar-
rétturinn
Guðrún Jónsdóttir sagði i
Morgunblaöinu að Þjóðvilj-
inn hefði brigslað Kvenna-
framboðskonum um „skort á
vinstrisinnuðum rétt-
trúnaöi”. Þetta er rangt.
Kvennaframboðskonur
kröfðust þess, og hafa vitan-
lega rétt til þess, aö „skil-
greina sig” sem afl utan við
hefðbundna skiptingu i hægri
og vinstri, sem ekki skipti
lengur máli — enda væri hún
fyrirbæri úr karlaveldi. Það
var þessi kenning sem viö
Þjóðviljamenn mótmæltum i
nokkrum greinum — I nafni
þess réttar okkar að „skil-
greina okkur” sem sósial-
ista. En þeir sem þaö gera,
og þar með konur ágætar i
framboði fyrir Alþýðu-
bandalagið, þeir hljóta að
slást fyrir þeim skilningi
sinum á samfélaginu, að
hægri og vinstri hafi skipt
máli og skipti máli — bæði i
orði og á boröi. Hitt er svo
miklu likara „skætingi” að
segja, aö þær konur sem ekki
eru sammála Kvennafram-
boðinu i þessum greinum séu
„karlkonur”, eða „bara full-
trúar karlasamtaka eins og
gömlu flokkanna” eða eitt-
hlippt
Geirstúlkun
og Gunnars
Það hefur fljótlega ræst sem
margsinnis var spáð hér i blað-
inu, að Geirsliöiö og Geir sjálfur
, myndi nota fyrsta tækifæri til að
Itúlka gott gengi I borgar- og
bæjarstjórnarkosningum sem
sigur fyrir sig. Geir Hallgrims-
, son segir svo um þetta mál i
IMorgunblaðinu I gær:
„Sjálfstæðisflokkurinn kvað
upp úr um þaö á landsfundi, aö
, hann ætti enga aðild að rlkis-
Istjórn og bæri ekki ábyrgð á
gerðum hennar. Kjósendur hafa
þess vegna sýnt Sjálfstæðis-
, flokknum traust i þessum kosn-
Iingum.”
Gunnar Thoroddsen forsætis-
ráðherra fjailar um úrslitin i
, sama blaði og er heldur betur
Imunur á túlkun hans á kosning-
unum og Geirs. Gunnar segir:
„Það er rétt aö taka fram að
, ég tel aö meö þessari kosningu
Ihafi komiö I ljós að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur ekki beðið at-
kvæðatjón af stjórnarmyndun-
, inni í febrúar 1980 heldur
kannski þvert á móti.”
Hverjum
að kenna?
En meðan Geir telur það fylg-
isaukandi að vera i stjórn og
Gunnar telur það afarsælt i
sama augnamiði aö vera bæði
innan stjórnar og utan, þá sýnist
sem hvorugt komi sér vel fyrir
Alþýöuflokkinn.
1 Alþýðublaöinu i gær eru
menn byrjaðir að leita skýringa
er nefnilega að fara af stað
fyrsta lotan i framboösstriöi Al-
þýðuflokksins I Reykjavik fyrir
næstu þingkosningar. Hann seg-
ir I leiðara sinum, sem „Ósig-
ur” heitir, á þessa leiö:
„Þaö er i ósigrinum sem
reynir á menn. Sama gildir um
stjórnmálaflokka. Verst er þeg-
ar menn vilja varpa sökinni á
aðra og finna upp ótal viðbárur
og afsakanir til aö skýla sér
með. Það er ekki einasta litil-
mannlegt heldur ógiftusamlegt
þegar til lengri tima er litið.”
Og þetta finnst Jóni Baldvini
ekki nóg. Hann heldur áfram i
lok sama leiðara með sama
stef: „Hér dugir engin leit að
syndahöfrum til að varpa sök-
inni á”.
Hvar er
sérstaðan?
En meöan Alþýðuflokksmenn
stunda „krufningu á sameigin-
legum mistökum” er vert að
(k*ir Hallgrímsson um kosningaúrslitin:
Samheldni og sóknarhugur
— styrkur í baráttunni framundan1
■ H«lunt.r»|k l'.lrrti
.Stjórnarmyndunin ekki
valdió atkvaedatapi”
««*lr Gunnar Thoroddsen
Anna M. Helgadóttir:
Forystan á að athuga sinn gang
-RITSIJ0WA8CR1III-
OSIGUR
á þvi, hverjum sé um að kenna.
Bæjarfulltrúi I Hafnarfirði,
Guðmundur Arni Stefánsson,
segir að þar hafi veriö góöur byr
fyrir krata, en „mótbyr” frá ná-
lægu byggðarlagi, Reykjavik,
hafi spillt fyrir. Anna M. Helga-
dóttir, bæjarfulltrúi á Isafiröi,
segir að „forystan eigi að at-
huga sinn gang” og auk þess
skýtur hún lausu skoti á Jón
Baldvin ritstjóra meö svofelld-
um oröum: „Flokkurinn þarf að
fara að huga alvarlega aö þvi,
hvað á að gera við málgagn
flokksins, Alþýðublaðið”. Sig-
urður E. Guðmundsson, sá sem
slapp inn i Reykjavlk, hafði
reyndar talað I sömu átt þegar
hann gaf sinar skýringar á
kosningaúrslitum i fjölmiðlum:
það var eitthvað bogiö við Al-
þýðublaöið (og þá ritstjórann,
væntanlega).
Leit að
syndahöfrum
Jón Baldvin ritstjóri skilur of-
urvel hvaö klukkan slær — hér
veita athygli þeim ummælum
Jóns Baldvins, að Alþýðu-
flokknum „tókst ekki að skapa
sér sérstöðu”. Það er nefnilega
það. Sagan sýnir, að Alþýðu-
flokkurinn þolir ekki að vera i
stjórnarsamstarfi við Sjálfstæð-
isflokkinn — hann stendur i
skugganum og fær ámæli af þvi
sem óvinsælt er. Hann þolir
heldur ekki að vera i stjórnar-
andstöðuvið hliðinaá Sjálfstæð-
isflokknum — allur pólitiskur á-
vinningur af þeirri stööu fer yfir
á höfuöbólið en hjáleigan vesl-
ast upp. Það er kannski ihugun-
ar vert, að i það eina sinn sem
Alþýðuflokknum tókst aö snúa
viö forbrekkisgöngu sinni, þá
haföi hann um skeið verið i
stjórnarandstöðu við hlið Al-
þýðubandalagsins gegn hægri-
og miðjublökk Geirs Hallgrims-
sonar. Það var i Vilmundaræv-
intýrinu svonefnda 1978 — en
eins og Alþýðublaösritstjórinn
segir, þá er þaö „óvæginn dóm-
ur um Alþýðuflokkínn aö hann
skuli hafa tapað nær tveim af
hverjum þrem kjósendum frá
alþingiskosningunum 1978”.
AB.
oa skorrið