Þjóðviljinn - 26.05.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.05.1982, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 26. mai 1982 „Kaupmannsvershin” nú orðfn að kjörbúð Ein af siöustu „kaupmannsverslunum” höfuöborgarinnar hefur nú skipt um svip, en þaö er verslun Sláturfélags Suöurlands viö Skóla- vöröustig 22. Verslunin var stofnuö áriö 1931 og var lengst af meö gamla „kaupmanns”-fyrirkomulaginu, en nú hefur henni veriö breytt i kjörbúö. Þar veröur einnig seldur heitur matur i hádeginu, eins og áö- ur. Verslunarstjóri er Bjarni Óskarsson. — Myndin er af Bjarna og afa hans, Sæmundi Bjarnasyni, fyrrverandi verslunarstjóra, sem er áfram i versluninni dóttursyni sinum til trausts og halds. Hafnarfjörður Borgarafundur um skipulagsmál í kvöld kl. 20.30 verður haldinn fundur um skipulagsmál i félagsheimili íþróttahúss- ins við Strandgötu. Kynnt verður nýtt aðalskipulag Hafnar- fjarðar sem gilda á til ársins 2000, nýtt miðbæjarskipulag og deiliskipulag að nýrri ibúðabyggð á Setbergssvæði. Bæjarbúar eru hvattir til að koma og kynna sér áform um uppbyggingu bæjar- ins. Bæjarstjóri Bæjarstjóri ÍStarf bæjarstjóra á Eskifirði er hér með auglýst laust til umsóknar. Umsóknar- frestur er til 11. júni n.k. Upplýsingar veit- ir bæjarstjóri i sima 97-6175. Bæjarstjóri Eskifjarðar Aðalfundur SH 1982 Aðalfundur Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna hefst á Hótel Sögu i Reykjavik fimmtudaginn 27. mai 1982 kl. 14. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórnin 6dagar eru eftir þar til dregið verður i kosningahappdrætti Alþýðubandalagsins. Glæsilegir vinningar i boði. Gerið skil sem fyrst. Vflhjálmur Þ. Gíslason Kveðjuorð frá Norræna félaginu Ungur drengur á 4. áratug ald- arinnar haföi af fáu meiri ánægju og unun á vetrarkvöldum en hlusta á útvarp. Þaö varö gjörbreyting i lifi hans þegar ljós kviknaöi á Tele- funkentækinu I fyrsta sinn á þorr- anum 1933. Eitt af þvi sem ekki fór framhjá honum voru fræösluþættir Vil- hjálms b. Glslasonar um bækur og menn. Góö og yfirveguö fræösla, aldrei fullyrt um of, leiö- um haldiö opnum til margra átta, og gáö um gættir allar. Þvi miöur hafa niöur faliiö reglubundnir þættir i hljóövarpi um þaö sem efst er á baugi i bók- menntum og listum hjá nágrönn- um okkar og öörum ibúum jarö- kringlunnar. Væri vel ef þeir yröu upp teknir aö nýju og veröugt verkefni hljóö- varps i minningu þess forystu- manns Rikisútvarpsins sem hér er kvaddur. Hver lyftandi von á i ljósinu heima þvi lif er aö vaka, enekkiaödreyma, kveöur Einar skáld Benediktsson i hinu snjalla kvæöi Morgni. Mikill elju- og vökumaöur er allur. Vilhjálmur Þ. Gislason var einn af stofnendum Norræna félagsins fyrir tæpum sextiu árum 20. sept- ember 1922. Hann var jafnan meö áhuga- sömustu félagsmönnum þess og sat I stjórn þess um hálfrar aldar skeiö, lengur en nokkur annar maöur. Norræna félagiö sem nú starfar i 40 deildum viös vegar um landiö, var I fyrstunni aöeins ein deild I Reykjavik. Vilhjálmur átti sæti i stjórn hennar allt fram til hinstu stund- ar. Hann var sá maöur sem gjör- þekkti starf Norræna félagsins frá upphafi vega. Viö höföum bundiö nokkrar vonir viö aö honum ynnist timi til aö rifja upp ýmislegt úr ferli fé- lagsins sem ekki er skjalfest i gögnum þess, en þvi miöur bönn- uöu annir þaö meöan starfskraft- ar leyföu. Undirteiknaöur átti þess kost meöal annars aö starfa meö Vil- hjálmi aö undirbúningi norræns blaöamannanámskeiös á vegum Norræna félagsins sem haldiö var á öndveröu sumri 1973, ef rétt er munaö. Þaö var mjög ánægjulegt aö njóta reynslu og tilsagnar þessa margfróöa og lifsreynda fræöara og er ljúft aö minnast þeirra stunda sem viö unnum saman. Námskeiöiö tókst meö ágætum og áttum viö þaö ekki sist hugkvæmni Vilhjálms aö þakka. A sambandsþingi Norræna fé- lagsins 1977 var Vilhjálmur kjör- inn heiöursfélagi fyrir langt og heilladrjúgt starf i þágu félags- ins. Ein siöasta ritsmiö sem þessi eljusami öölingur vann aö og lauk var endurskoöun og endurútgáfa mikils ritverks um listaskáldiö góöa Jónas Hallgrimsson sem svo kvaö um norrænar hugsjónir á liöinni öld: Hreysti, ráösnilli og hugprýöi vina styöji von. Sigri sannindi og samheldni. Ast guös öllum hlifi. 1 þessum anda vann Vilhjálmur Þ. Glslason aö sameiginlegum á- hugamálum okkar félaganna i Norræna félaginu. Hans veröur lengi minnst i okk- ar hópi meö þakklæti og viröingu. Viö sendum eiginkonu hans Ingu, börnum þeirra og ööru venslafólki innilegustu samúöar- kveöjur. Til heimkynna sinna kveöur konungur lifsins góöan þegn. Hjálmar ólafsson. Minning Halldór Jónsson Halldór Jónsson Hásteinsvegi 60 var fæddur 28/8 1919. Dáinn 16/5 1982. Hvaö eftir annaö er ég aö sjá á eftir frændum og vinum yfir landamæri lifs og dauöa. Nú hef ég séö á eftir minum besta vini, frænda og leikbróöur i æsku yfir landamærin, Halldóri Jóns- syni eöa Dóra Jóns eins og hann var nefndur. Hann andaöist á sjúkrahúsi úti i London eftir mjög tvisýna hjartaaögerö. Hann haföi þjáöst mjög mikiö af þessum ill- ræmda sjúkdómi kransæöastiflu. Þegar ég kvaddi Halldór niöri i Sparisjóöi Vestmannaeyja, sá ég aö honum var brugöiö. Þaö var feigöarglampi i móbrúnum augum hans. Halldór Jónsson var fæddur 28/8 1919 aö Hafnarnesi viö Fáskrúösfjörö. Hann ólst upp viö knöpp kjör og varö aö fara aö vinna fyrir sér strax eftir ferm- ingu eins og ttt var meö unglinga þá. Hann var sonur Jóns Níels- sonar og konu hans Guölaugar Halldórsdóttur, Halldórs skálds og beykis og konu hans Elisa- betar ólafsdóttur. Fööurleggurinn var hinsvegar kominn frá Guömundi Einarssyni útvegsbónda og hafnsögumanns i Hafnarnesi. Jón faöir hans var sonur Nielsar sonar Guömundar og konu hans Málfriöar Einars- dóttur frá Hvammi. Móöir Jóns var þvi Kristin Jónsdóttir ljós- móöir, sem tók á móti 81 barni ólærö, og varö ekkert aö neinni konu né barni, sem hún fór höndum um. Sagt var aö ljós- móöurnáttúran væri komin frá huldufólki, en um þaö skal ég ekki segja. Svo mikil var fátæktin hjá Jóni og Guölaugu aö ég sá þá bræöur Jóhann og Halldór ganga á hákarlaskrápsskóm, en Siguröur Eiriksson haföi veitt hákarlinn. Og trúi nú hver sem trúa vill. Ég man alltaf eftir leikjunum okkar i æsku. Viö grófum okkur inn i þúfur og hóla og kölluöum þaö safnhús, og söfnuö- um i þau alls konar skrani, sem viö kölluöum nýmóöinsgull. Stundum vorum viö útilegumenn, tegldum okkur trésverö og börö- umst af heift viö óvini okkar. Þá var gaman aö vera ungur og lifa. Þá voru engir sjúkdómar aö hrjá mann. Hvort Halldór hefur veriö skáldmæltur eins og afi hans Halldór Halldórsson veit ég ekki — hann hefur þá fariö dult meö þaö, en hann og Jóhann bróöir hans voru greindir og kunnu vel aö koma fyrir sig oröi. Halldór var á sinum tima útgeröarmaöur átti part i m/b Skuldinni, sem fórst á Selvogsbanka i fyrra sumar, en hann var þá löngu búinn aö selja hana og stundaöi vinnu viö fiskimjölsverksmiöj- una. Halldór var alla tiö félags- hyggjumaöur. Hann var alla tiö á vinstrivæng stjórnmálanna og er sárt aö missa atkvæöiö hans, ef satt er, en hann haföi lokiö sinni skyldu, kosiö. Hann starfaöi tölu- vert aö félagsmálum, var i trún- aöarráöi Verkalýösfélags Vest- mannaeyja. Fyrir skömmu gerði hann mér stórgreiöa. Ég biö al- föður aö blessa sál hans fyrir það, þvi sá greiöi, sem hann geröi mér mun endast meðan ég lifi. Eins og ég sagöi hér fyrr var Halldór glaölyndur, góögjarn og skemmtilegur maöur. Þaö hefur hann erft af afa sinum Halldóri Halldórssyni skáldi og beyki. Þau hjónin hann og kona hans Ánna Erlendsdóttir voru alla tið vinir foreldra minna, og þau mátu þau mikils. Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi • Blikkiðjan Ásgarði 7, Garöabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI53468 Blaðberí óskast! í Hátún—Miðtún (1. júní) MOÐVIUINN Síðumúla 6. Sími 81333.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.