Þjóðviljinn - 26.05.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 26.05.1982, Blaðsíða 16
dwovhhnn Miðvikudagur 26. mai 1982 Abalilmi Þjóbviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag tii föstudags. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsinsI þessum simum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiðslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 30 trésmiðir í Hafnarfirði semja: Okkur óviðkomandi segja forsvarsmenn Sambands byggingarmanna 30 trésmiðir i félagi Byggingariðnaðarmanna í Hafnarfirði gerðu í gær samning við 5 trésmiða- verkstæði um 3.1% grunn- kaupshækkun, launatil- færslur, hækkun á orlofi og breytingar á reiknitölum við ákvæðisvinnu. Þessi samningur gildir til 1, septevber og er gerður án samráðs við Samband byggingarmanna. Þessir 30 trésmiðir i Hafrtarfirði hafa þvi aflýst verkfalli sem boð- að hefur verið til á morgun hjá byggingariönaöarmönnum. Grétar borleifsson formaður Byggingariðnaðarmanna i Hafn- arfiröi segir að þessi samningur merki ekki að byggingarmenn i Hafnarfirði hafi slitið samstarfi við Samband Byggingarmanna sem hefur lýst þvi yfir að Hafnar- . fjarðarsamningurinn sé þvi algjörlega óviðkomandi. —lg- Popptónleikar á Listahátíð í Reykjavík: Human League og Egó í Laugardalshöllinni Breska popphljómsveitin Human League heldur tvenna tónleika í Laugar- dalshöll á vegum Lista- hátíðar í Reykjavík, dag- ana 11. og 12. júní n.k. Ásamt hl jómsveitinni koma fram á tónleikunum Egó og Bubbi Morthens. Human League hefur notið mikilla vinsælda hérlendis sem og i heimalandi sinu á undanförn- um árum. Tónlist hljómsveitar- innar byggist að mestu á svo- nefndu „tölvupoppi”. Hljóm- sveitin var stofnuð i Sheffield árið 1977, en fyrir tveimur árum slitn- aði upp úr og siðan hefur hljóm- sveitin ekki náð vinsældum fyrr en á siöustu mánuðum, og einkum þá með nýjustu breiðskifunni „Dare” er sló i gegn bæöi i Evrópu og Ameriku. Sviösfram- koma hljómsveitarinnar er að sögn ansi lifleg en hvorki meira né minna en 12 lesta sviösbúnaö hefur hljómsveitin með sér á ferðalögum. -lg. Liðsmenn bresku popphljómsveitarinnar Human League sem leika I Laugardalshöll ásamt Bubba og Egó 11. og 12. júni n.k. Óvíst um meirihluta á Akureyri: Stóðum af okkur storminn Helgi segir Helgi Guðmundsson bæjarfulltrúi á Akureyri Það er auðvitað mikið alvörumál hversu íhaldið sækir á um allt land. Við hér á Akureyri teljum að Alþýðubandalagið á Akur- eyri hafi staðið af sér storminn bæði gegn hægri sveiflu íhaldsins og gegn kvennaframboðinu sem sótti verulega til okkar, sagði Helgi Guðmundsson á Akureyri í viðtali við blaðið i gær. Alþýðubanda- lagiö hlaut 855 atkvæði eða 13.1% atkvæða en árið 1978 vorum við með 15.3% at- kvæðanna. Stærsta áfallið fyrir okkur er að missa bæjarfulltrúa en við eigum eftir að sækja á. Um kvennaframboðið hef ég fátt að segja á þessu stigi. Mér finnst rökrétt aö þær gangi til samstarfs við vinstri flokkana um myndun meirihluta en mér finnst einnig skiljanlegt að þær kanni samstarf viö ihaldið. Saman hafa þessir aðiljar sex bæjarfulltrúa og báru hvorugir ábyrgð á siöasta meirihluta bæjarstjórnar. Enn er allt óvist um meirihluta á Akur- eyri og fara þreifingar fram af fullum krafti. — óg Sigurjón Pétursson um bréf íbúasamtaka Grjótaþorps Vona að það ljúki upp augum borgarfulltrúa „Mér finnst það skiljan- legt að langlundargeð íbúa i Grjótaþorpi sé á þrotum", sagði Sigurjón Pétursson í samtali við blaöið í gær í tilefni af opnu bréfi ibúasamtaka Lánskjara- vísitala 359 Lánskjaravisitala fyrir júnimánuö hefur verið reikn- uð út og er hún 359, sam- kvæmt fréttatilkynningu frá Seðlabanka tslands. Grjótaþorps til borgaryfir- valda, en það er birt i heild i Þjóðviljanum i dag. Þrátt fyrir að fulltrúar allra flokka hafi verið sammála i umferðarnefnd um að verða við óskum um úrbætur i umferðar- málum I Grjótaþorpi, þá voru það aðeins fimm borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins sem studdu þessar óskir þegar á hólminn var komið i borgarstjórn. Ég vona sannarlega að þetta bréf ibúa- samtakanna verði til þess að opna augu annarra borgarfulltrúa fyrir nauðsyn þess að ganga tii móts við óskir ibúa Grjótaþorps- ins, og að þeir hafi fyrir þvi aö setja sig inn i málið. A það hefur skort til þessa.” — ekh Sigurjón Sjá síðu 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.