Þjóðviljinn - 26.05.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.05.1982, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 26. mai 1982 Elsta íslenska kvik- myndin Kvikmyndasafn Islands veitti ný- lega viðtöku stuttri kvik. mynd, sem er elsta kvikmyndin frá tslandi, sem tekist hefur að hafa upp á fram til þessa. Nefnist kvikmyndin Slökkviliðsæfing i Reykjavik 1906 og er þvi hér um 75 ára gamla kvikmynd að ræða. Fram til þessa hefur kvikmynd af konungskomunni 1907 verið álitin elsta varöveitta kvikmyndin frá íslandi. Talið hefur verið að Siökkvi- liðsæfingin væri með öllu glötuð, en fyrir skemmstu fannst frum- myndin i Kaupmannahöfn. Það var Þóra Höberg-Petersen, tengdadóttir Biópetersens gamla, sem fann myndina og gerði Kvik- myndasafninu viðvart. Safniö lét þegar gera kópiu eftir myndinni og er þar með þessari 75 ára gömlu kvikmynd borgið, þótt hinu sé ekki aö leyna að hún sé farin að láta allmikið á sjá. Biópetersen segir frá þvi i ævi- minningum sinum, að danski kvikmyndatökumaðurinn Alfred Lind, sem kom hingað til lands til þess að koma Gamla biói þá nef nt Reykjavikur Biógraftheater, á laggirnar, hafi tekið þessa kvik- mynd og hafi Petersen aðstoðað hann. Segir Petersen að taka þessarar kvikmyndar hafi verið það spaugilegasta, sem hann hafi nokkru sinni tekið þátt i; þótt mikil alvara hafi verið á bak við fyrirtækið. Eins og vera ber, þegar um al- varlega kvikmyndagerð er að ræða var greint frá töku myndar- innar, áður en til sýningarinnar kom eða eins og segir i ísafold, 24. nóvember 1906: „Nokkrar lifandi myndir hafa verið teknar af slökkvitólaæfingunni”. Slökkviliðsæfing i Reykjavik 1906 var frumsýnd i Reykjavik 1. desember 1906 og er tekið fram i bióauglýsingunni, að sýnendur hafi sjálfir tekið þá mynd. Óhætt er að fullyrða að kvikmynd þessi hafi notið mikilla vinsælda, sökum þess að sýningar myndar- innar voru framlengdar um viku eftir almennri áskorun, eins og segir i auglýsingu biósins 8. desember 1906. Kvikmyndin sem er um 2 min- útur að lengd, lýsir þvi hvernig kallaö er til slökkviliðsæfingar. Slökkvitólin eru tekin út úr geymslustað sinum, farið er með þau upp Bankastræti, fjöldi fólks fylgist með; þvi næst hefst æfing- in með þvi að sprautað er úr slöngunum, klifrað er upp stiga. Undir lok myndarinnar er ekki laust við að slökkviliðsmenn séu farnir að sprauta hver á annan. Salka Valka.l tengslum við af- mæli Halldórs Laxness hefur Sænska kvikmyndasafniö afhent Kvikmyndasafni Islands nýtt ein- tak af kvikmyndinni um Sölku Völku, sem tekin var á íslandi 1954. Sauðárkrókur: Tjaldstæðið verður opn- að 1. júní Eins og undanfarin tvö sumur veröur tjaldstæðið við sundiaug- ina á Sauðárkróki starfandi frá 1. júní fram i fyrstu viku af septem- ber. Þar eru ágætis aðstöðuhús, vatnssalerni, vaskar og geyrnsla. Vaskur til uppþvotta er utan á húsinu, auk þess sem settur hefur verið upp bekkur með áföstu mat- arborði fyrir tjaldgesti. Fyrir yngstu gestina hefur ver- ið komið upp rólum, vegasalti og boltaleikspili. Verðin eru krónur 30 fyrir tjaldiö eða krónur 10 fyrir mann- inn og krónur 10 fyrir tjaldiö. Frftt er að sjálfsögðu fyrir börn undir tólf ára aö aldri. Ibúar 1 Grjótaþorpi vilja fá aö sofa á nóttunni og segja aö eini skapnaðurinn sem einhverra réttinda njóti i þorpinu séu bifreiðar. íbúasamtök Grjótaþorps: ÖPIÐ BRÉF til borgaryfirvalda Enn einu sinni snúa ibúasamtök Grjótaþorps sér til ykkar. Enn einu sinni förum viö fram á lagfæringu á því óf remdarástandi sem rikir hér daga og nætur. 1 áraraöir hafa ibúasamtök og einstakir ibúar Grjótaþorps snúiö sér til borgaryfirvalda meö frómar og hógværar óskir um heimilisfriö. Ollum þessum óskum hefur verið tekiö eins. Komi svar, er þaö stutt og af- dráttarlaust: Ekki samþykkt. Auövitað þarf vart aö rekja alla þá sögu fyrir þeim sem stjórnaö hafa borginni. Þeir hljóta allir að þekkja hana. Hinna vegna sem lesa þetta opna bréf og kunna að hafa áhuga á högum samborgara sinna, ætlum viö aö lýsa ástandinu i stuttu máli, enda fljótgert: Ibúar þorpsins, sem eru skattborgarar, viröast ekki njóta nema aö hluta til al- mennra mannréttinda svo sem heimilisfriöar meö verndar lag- anna. Viö ætlum að sinni ekki aö kvarta yfir stefnuleysi og hringiandahætti borgaryfir- valda hvaö viðvikur kaupum og sölu húseigna I þorpinu. Þó að borgin kunni aö selja hús eða kaupa önnur, hefur hún þá eina stefnu aö láta húsin grotna niður, þrátt fyrir tiiburði ibú- anna til annars. Við ætlum heldur ekki að kvarta yfir aö eini skapnaöurinn sem þar viröist njóta einhverra réttinda eru bifreiöar. Viö ætlum ekki einu sinni að kvarta yfir þvi aö þó aö skipulag þorpsins hafi veriö samþykkt, virðast flestir stjórnendur borgarinnar sammála um aö gera ekki neitt. Viö ætlum einungis aö krefj- ast þess að fá að sofa á nóttunni — lika um helgar. Hallærisplan Svo er fjölmiölum fyrir að þakka, að allir landsmenn þekkja til „Hallærisplansins” og þeirra persónulegu og félags- legu vandamála sem hrannast upp. Hitt virðast færri vita — aö þetta vandamál á sér bakhlið, annað vandamál, sem er lika al- varlegt á sinn hátt. Það er nefnilega svo að þetta „leik- svæði” æskulýösins er ibúöar- hverfi lika. Þaö er „tætt á tryllitækjum”, bæði I kringum hverfið og innan þess. Margskonar þjónusta er rekin um helgar i þorpinu og er þá átt vib aimenningssalerni og hamborgarasölu. Mikill fjöldi unglinga safnast saman um- hverfis þessar þjónustumið- stöðvar og valda ólýsanlegu ónæöi. I nóvember sl. fóru Ibúa- samtök Grjótaþorps þess á leit, eins og oft áöur, aö þessi bikar yrði frá fbúunum tekinn. Viö báöum um aö umferö vegna „rúntkeyrslu” unga fólksins yrði létt af Garðastræti og að hringakstri innan þorpsins yrði lokaö. Aö geröur yrði barnaleik- völlur á öruggum staö á svæöi milli Grjótagötu og Bröttugötu þar sem nú er bilastæði.en leik- völlurinn á horni Túngötu og Garðastrætis er stórhættulegur vegna umferðar. Þess skal getið aö gert er ráö fyrir sliku svæöi 1 samþykktri skipulagstillögu af Grjótaþorpi. Meö þessum aðgeröum er um leiö komiö I veg fyrir ágang utanaökomandi aöila sem finna ekki bilastæði I miöborg Rvk og leita þá uppl Grjótaþorp. Þar sem Islensk umferöarlög viröast ekki gilda. Umferðar- nefnd borgarinnar tók málaleit- an okkar vel og samþykkti ein- róma tillögur sem við teljum að hefðu talsvert I rétta átt. Engu að slður hafnaöi borgarráð til- lögunum án minnsta rökstuön- ings. Svariö var samkvæmt venju „Ekki samþykkt.” Þannig samþykktu allir borgarráðsmenn að undanskild- um forseta borgarstjórnar, sem samþykkti tillögur umferðar- nefndar, að hundsa enn einu sinni óskir Ibúa Grjótaþorps, ibúanna handan Garðastrætis einnig og loks einróma sam- þykkt umferðarnefndar. Borgar- ráö hefur ekki einu sinni fengist til að loka hringakstri innan hverfisins sem má þó gera án nokkurs tilkostnaðar og að þvl er virðist öllum að meinalausu. Oðrum en þeim sem kjósa að leika ser með gný meöan aörir sofa. Við viljum fá að sofa Þegar svefnlausir og lang- J þreyttir Ibúar hverfisins hringja ■ Ilögregluum miöja nótt og jafn- I vel með grátandi smábörn sér I við hliö svarar lögreglan kurt- J eislega þvi til.aö þvl miöur sé ■ mannafli ekki fyrir hendi til aö I ráöa viö vandann. „Máliö er af- I greitt”. Eins og fyrr sagði er þetta ■ ekki I fyrsta sinn sem Ibúar I Grjótaþorps snúa sér til yfir- I valda I bón um miskunn. Hins- J vegar hefur ekki áöur verið far- ■ in sú leið að skrifa borgaryfir- I völdum opið bréf. Viö höfum haldiö I þaö hálm- J strá, aö einn dag berist okkur . ekki lengur hið slgilda svar: I „Ekki samþykkt”. Sú von hefur I ekki ræst enn. Við ætlum að fá að sofa Fái borgarar einhvers sam- ■ félags ekki notið grundvallar- I mannréttinda eins og heimilis- I friöar, og fá ekki þá lagalegu J vernd sem hver og einn á rétt á, . kemur að þvi að biölundina I þrýtur. Skiptir þá ekki máli I hvort hópurinn sem nlðst er á er J stór eöa litill. Ekki eykur þaö . biðlundina að lif og limir ungra I og gamalla séu I bráöri hættu I vegna geðsýkistilþrifa við akst- J ur og brot á öllum umferðar- ! reglum. Þetta bréf er ekki sent til ykk- I ar I trú á skjót viöbrögð ykkar, 1 borgarráösmenn. Það er ein- J ungis sent til að láta vita af þvl I að langlundargeö ibúa Grjóta- I þorps er þrotið. Hafist borgar- * yfirvöld ekkert aö, þó aö ekki j væri nema að tryggja okkur svefnfriö, neyöumst viö til aö I gripa til okkar eigin ráöa. Okk- [ ur er fullljóst aö slikt er neyöar- J úrræði og getur haft ófyrir- sjáanlegar afleiðingar. Viö I hljótum þvi i þvi sambandi aö 1 visa frá okkur allri ábyrgð og á J hendur sljóum borgaryfirvöld- I um. Við bendum á þann rétt og I skyldu hvers manns aö verja [ hendur sinar sé á honum troöið. . Af oröum höfum viö nóg. Okkur vantar aögeröir. Ibúasamtök Grjótaþorps J 10/5 1982j erlendar bækur D.M. Thomas: The White Hotel A King Penguin. Penguin Books 1982 Höfundurinn er enskt skáld og skáldsagnahöfundur. Hefur gefiö út fjórar ljóöabækur og eina skáldsögu auk þessarar, sem kom út i fyrra (1981). Hann hefur einn- ig þýtt ljóð úr rússnesku, m.a. eftir Pushkin. Þessi skáldsaga er saga Lisu Erdman og jafnframt lýsing þeirra djúpa sem i manninum búa og þess hryllings mannlegs hátternis, sem brýst fram þegar lögmáliö er brotið og djöfulleg öfl ná valdi á sálum mannanna. Saga Lisu hefst með bréfa- skiptum Freuds og starfsbræðra hans um væntanlegan sál- fræöingafund og um kynni Freuds af aöal-sögupersónunni. Freud kemur mikiö viö sögu og hysteri- an sem þjáir aöalpersónuna. Höf- undurinn segir i athugagrein, aö sögusviöið sé „svið hysteriunn- ar” öðrum þræði og það er einnig sviö „hólókastsins”, en aðalper- sónan reynir það i öllum sinum hryllingi. Sagan er þrungin fyrirboðum og táknmyndum sem höfundur beitir af mikilli snilli, frásögnin veröur strax þrungin spennu og atburðarásin full af spádómum, sem veröa sjálfsagöir vegna þess aö sviðiö er „sviö hysteriunnar” og aöalpersónan lifir fantasiuna. Tækni höfundar er einstök, hann segir sjúkdómssögu Lisu, lýsir sex-fantaslum hennar bæði i ljóðum og prósa, birtir bréf sem varða persónurnar og endursegir sögulegar staðreyndir sem áttu sér staö I siðari heimsstyrjöld og kryfur sálarástand Lisu. Allt þetta verður ein heild, draums, sálsýki og veruleika. Kenning Freuds um að siðmenningin sé likust kertaljósi I heimi fullum af hryllingi og djöfli verður skýr staöreynd I heimi sögunnar, eins og I raunveruleika 20. aldar. Sagan er tjáning timanna og ættu sem flestir aö lesa hana. Egon Friedell: Kulturgeschichte der Neuzeit/ Band 1-11. Deutscher Taschenbuch Verlag 1980. Menningarsaga Friedell kom út á árunum 1927-31. Aðal þessa rits er hvaö þaö er skemmtilegt án þess aö vera þunnt. Höfundurinn er snjall og hugkvæmur og skrif- ar mjög skemmtilegan stil. Þaö væri hentugt fyrir þá sem þykir saga leiöinleg, aö lesa rit Frie- dells; ef þeim þætti það ekki skemmtilegt, þá er þeim ekki viö- bjargandi. Þetta er persónuleg menningarsaga og hann hefur áreiöanlega haft mjög gaman af aö skrifa hana. Gáfur hans og þekking samhæfðust menningar- timabilinu I Evrópu fyrir fyrra striö og ritiö ber auösæ einkenni þeirrar menningar. Þaö væri full ástæöa til aö þýöa þetta rit á islensku, þaö hefur veriö þýtt á flest Evrópumál og viröist alltaf vera jafn eftirsótt. The Pelican Guide to English Literature Vol. 7: The Modern Age. Edited by Boris Ford. Penguin Books 1981 Siðasta endurskoðaða útgáfan af þessu riti kom út 1979. Timabil- ið sem bókin spannar er frá þvi nokkru fyrir og um siöustu heimsstyrjöld og fram yfir miðja þessa öld. Fjallað er um Hardy, Virginiu Woolf, Yeats, Shaw, Eliot, Auden, Green, Sylviu Plath ofl. ofi. Þessi bókmenntasaga er nú öll fáanleg og hefur reynst hentugt og handhægt uppsláttar- rit. Bókaskrár fylgja. Ctgáfurnar eru orðnar margar og ööru hvoru eru þær endurskoðaöar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.