Þjóðviljinn - 26.05.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 26.05.1982, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 26. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 iþróttir 1 íþróttir E3 iþróttir Ur ýmsum áttum Sveinn Sigurbergsson varð sjgurvegari i TAB-keppninni i golfi sem fram fór á golf- vellinum á Hvaleyrarholti um helgina. Sveinn lék 76 holur á 298 höggum. Annar varð Sigurður Hafsteinsson GR á 300 höggum og þriöji Sigurður Pétursson, GR, á 301 höggi. Keppnin gaf stig til landsliös. Daley Thompson, breski ólympiumeistarinn I tug- þraut, setti nýtt heimsmet i greininni á móti I Austurriki um helgina. Thompson fékk 8.707 stig en eldra metið átti V-Þjóðverjinn Guido Krat- schmer, 8,649 stig. Jón Diðriksson setti nýtt tslandsmet i 800 m hlaupi á móti I Bonn i V-Þýskalandi um helgina. Jón varð annar i hlaupinu og fékk timann l:49,2min. en eldra metið átti hann sjálfur, 1:49,4 min. Hamburger SV er öruggt meö v-þýska meistaratitilinn i knattspyrnu. HSV hefur 47 stig þegar ein umferð er eftir og mun betri markatölu en Köln sem hefur 45 stig. Bay- ern er i þriðja sæti með 43 stig. Dösseldorf er sama og öruggt með áframhaldandi sæti i 1. deild eftir 3—3 jafn- tefli við Hamburger um helgina. Atli Eðvaldsson skoraði eitt marka Dössel- dorf I þeim leik og var það 1.000. markiö I 1. deildinni þar i keppnistimabilinu. Allar likur eru á aö Tony Woodcock, enski landsliðs- maðurinn i knattspyrnu, leiki með Arsenal næsta vetur. Woodcock hefur leikið meö v-þýska liðinu Köln sl. þrjú ár en hyggst nú halda heim til Englands á ný. Skotar unnu Walesbúa i landsleik i knattspyrnu á Hampden Park i Glasgow i fyrrakvöld, 1—0. Eina mark leiksins, sem var liður i ■ bresku meistarakeppninni, skoraði Asa Hartford. Sænska knattspyrnuliðiö I Gautaborg varö eins og I kunnugt er sigurvegari i I UEFA-keppninni á dögunum * og kom það gifurlega á I óvart. Flestum leikmanna I liðsins voru boðnir samn- I ingar af evrópskum stór- • liðum en nú hefur stjórn | Gautaborgarliðsins sjálf ■ boðiö þeim atvinnusamning | til að reyna að halda þeim. I 1. deild kvenna... 1. deild kvenna... 1. deild kvenna... Blikastúlkurnar unnu Vík- ing í fyrsta leik mótsins tslandsmeistarar Breiðabliks sigruöu Viking 3:1 i fyrsta leik 1. deildar kvenna á tslandsmótinu i knattspyrnu á Kópavogsvelli i gærkvöídi. t hálfleik var staöan 3:0, Breiöabliki i hag. Breiðablik var sterkari aðilinn i leiknum sem var frekar slakur og strax á 4. min. skoraði Erla Rafnsdóttir fyrsta markið. Bryndis Einarsdóttir bætti ööru viö 10 minútum siðar og Asta B. r Bettega ekki með ttalir hafa orðiö fyrir tals- veröu áfalli þvi i gær kom i ljós að einn skæðasti fram- herji þeirra, hinn leikreyndi Roberto Bettega frá Juventus, leikur ekki með Italska lands- liðinu i knattspyrnu á HM á Spáni i sumar. Bettega sem er 31 árs, hefur átt við meiðsli á hné að striða að undanförnu en miklar vonir voru bundnar viö samvinnu hans og Paolo Rossi i framlinu ttala i úrslitunum á Spáni. —VS I Aston Villa mætir Bayern í kvöld Gunnlaugsdóttir kom Breiðabliki i 3:0 skömmu fyrir hálfleik. t sið- ari hálfleik komu Vikingsstúlk- urnar mun meira inn I myndina en náðu ekki að ógna Breiöa- bliksmarkinu verulega fyrr en á lokaminútu leiksins þegar Telma Björnsdóttir minnkaöi muninn i 3:1 eftir laglegt sky ndiupphlaup. —MM rj I 4 r PETER SHILTON — fyrirliöi enska landsliösins I gærkvöldi. Öruggur sigur Eng- lands gegn Hollandl Englendingar unnu góöan sigur á Hollendingum i landsleik I knattspyrnu á Wembley-leik- vanginum i Lundúnum I gær- kvöldi, 2:0. Bæöi mörkin komu rétt eftir leikhlé, þaö fyrra geröi Tony Woodcock og þaö siöara Paul Mariner. Enska liöiö var mun betraen þaö hollenska og lék ágætlega. Peter Shilton markvörðurinn frægi, var fyrirliði enska lands- liösins I fyrsta skipti i gærkvöldi en Kevin Keegan, sem annars er fyrirliöi liðsins, lék ekki með vegna meiösla. Liðið var þannig skipað: Shilton, Phil Neal, Kenny Sansom, Steve Foster, Phil Thompson, Alan Devonshire, (Graham Rix) Ray Wilkins, Bry- an Robson, Terry McDermott, Paul Mariner, (Peter Barnes) og Tony Woodcock. Leikmenn frá Tottenham og Aston Villa gátu ekki leikiö með vegna úr- slitaleikja þessara liöa i enska bikarnum og Evrópubikarnum i dagogámorgun. —VS Ágúst kennlr I knatt spyrnuskóla Þróttar Úrslitaleikurinn i Evrópu- keppni meistaraliöa i knatt- spyrnu veröur háöur I Rotterdam I Hollandi i kvöld. Þar mætast ensku meistararnir Aston Villa og vestur-þýsku meistararnir Bay- ern Miinchen. Bæði liö veröa meö sina sterkustu leikmenn. óliklegt Fjóðra umferð 1. deildar Is- landsmótsins i knattspyrnu hefst I kvöld meö leik KR og IA á Laug- ardalsvelli kl.20. KR hefur 4 stig úr þremur leikjum en Skagamenn þrjú. Bikarkeppni KSl hefst i kvöld og veröur leikin 1. umferö undan- keppninnar. Leikiö verður á 15 stöðum viös vegar um land og til þrautar, framlenging og vita- spyrnukeppni verða viðhöfð ef úr- slit fást ekki á annan hátt. Eftir- talin liö mætast i kvöld: HV-Víkingur 0. Bolungarvik-Grundarfj. Skallagrimur-FH Vlöir-Hveragerði er að Ásgeir Sigurvinsson verði i byrjunarliði Bayerp,en hann á nú möguleika á aö enda stuttan feril sinn hjá félaginu meö Evrópu- meistaratitli. Eins og kunnugt er fer Asgeir til annars vestur-þýsks félags, Stuttgart, þegar þessu keppnistimabili lýkur. — VS Grindavlk-Stokkseyri Reynir He.-Augnablik Hekla-Njarðvik Haukar-Armann IK-Stjarnan Reynir S.-Fylkir Snæfell-Þróttur R. Afturelding-Selfoss Höttur-Einherji Sindri-ÞrótturN. Huginn-Valur Rf. Liðin af Noröurlandi koma inn i keppnina i næstu umferö. 1 und- ankeppninni eru leiknar þrjár umferöir og þau sex liö sem þá standa eftir komast i 1. umferð aðalkeppninnar ásamt 1. deildar- liðunum. —VS Sifellt fjölgar þeim félögum sem starfrækja knattspyrnuskóla á sumrin. Nú hefur Þróttur Reykjavik bæst i þann hóp og hófst skóli þeirra Þróttara þann 24. mai og stendur væntanlega fram i september. Skólinn er fyrir drengi og stúlkur á aldrinum 7-12 ára; 10-12 ára verða fyrir hádegi og 7-9 ára eftir hádegi. Lögö verð- ur áhersla á að kenna undirstöðu- Knattspyrnustúlkurnar úr Breiðabliki fara til Danmerkur á föstudag og taka þátt i alþjóöa- móti sem haldið verður i Smör- um. Sex lið hafa tilkynnt þátttöku og eru þau frá Danmörku (2), Noregi, USA og Portúgal. Alis leika stúlkurnar fimm leiki á tveimur dögum og veröur leikið i 2x20 min. atriði i knattspyrnu. I lok hvers námskeiðs verða veitt verðlaun og viðurkenningar. I slæmum veðrum er möguleiki á inniaö- stöðu og video-sýningum. Kenn- ari verður Ágúst Hauksson en hann stjórnaði Knattspyrnuskóla Fram 1981. Nánari upplýsingar eru veittar I Þróttarheimilinu i sima 82817 eftir kl.17. Blikastúlkurnar hafa verið ó- sigrandi hér á landi undanfarin ár og má nefna aö þær unnu alla bik- ara sem hægt var aö vinna i fyrra og eru núverandi tslandsmeistar- ar innanhúss 1982. Til gamans má geta aö Breiðablik átti átta stúlk- ur i landsliðshópnum sem tapaði naumlega fyrir Skotum i fyrra- sumar 3:2. KR-Akranes í kvöld — fimmtán leikir í bikarkeppninni Blikastúlkur til Dan- merkur um helgina Kvennalandsliðið í knattspyrnu: Roy McFarland, fyrrum miövörður enska knatt- spyrnuliðsins Derby County og enska landsliðsins, gerð- ist sl. sumar framkvæmda- stjóri og leikmaöur hjá 4. deildarliöinu Bradford City og kom þvi upp i 3. deild i fyrstu atrennu. McFarland er strangur stjóri og á dög- unum sektaði hann sjálfan sig fyrir aö hafa fengið of margar aövaranir frá dóm- urum i vetur. Vikukaupiö fór i að borga sektina! Faxakeppnin, árlegt golf- mót sem Golfklúbbur Vest- mannaeyja gengst fyrir, fer fram á golfvellinum i Eyjum á laugardag og sunnudag. Keppt verður i meistara-, 1., 2 og 3. flokki karla og i kvennaflokki meö og án for- Igjafar. Leiknar veröa 36 holur. Keppnin hefst á laugardagsmorguninn en úr- • slitin fara fram á sunnudag. Undirbúningur þegar hafínn Eins og við höfum áður sagt frá hér á siðum leikur Kvennalands- lið tslands i knattspyrnu tvo landsleiki nú I sumar, hinn fyrri i Osló gegn Norðmönnum 28. ágúst og hinn siðari 9. sept. hér á landi gegn Norðurlandameisturum Svia. Þeir eru liðir i Evrópu- keppni landsliða. Undirbúningur er þegar hafinn og hafa stúlkurnar leikið einn æf- ingaleik, gegn 3. fl. karla hjá UBK. Stefna þjálfarar liðsins þeir Sigurður Hannesson og Guð- mundur Þórðarson að þvi aö hafa æfingar i júni og júli á 10 -12 daga fresti, eða eftir þvi sem aöstæður leyfa, og verður mest byggt á æf- ingaleikjum og þá helst gegn karlaliðum. Sigurður Hannesson þjálfari sagði i samtali við Þjóöviljann að erfitt væri að spá nokkru um möguleika islenska liðsins en rið- illinn væri sennilega sá sterkasti i Evrópukeppninni og róöurinn yröi þvi örugglega þungur. Auk Noregs og Sviþjóðar eru finnsku stúlkurnar i riðli með lslandi en þær uröu i ööru sæti á eftir Svium á siðasta Norðurlandamóti. Auk þeirra tveggja landsleikja sem áður er minnst á veröa fjórir leikir 1 keppninni á næsta sumri. Þá leika tsland og Noregur 25. júli, Island og Finnland 21. ágúst, Sviþjóö og tsland 24. ágúst og Finnland og lsland 27. ágúst. — MM Guðmundur Þóröarson og Sigurður Hannesson — þjálfarar kvennalandsiiðsins i knattspyrnu. Mynd: — gel.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.