Þjóðviljinn - 08.06.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.06.1982, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 8. jiinl 1982 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis (Jtgefandi: Otgáfufelag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Óiafsson. Kjartan Fréttastjóri: Þórunn Sigurðardóttir. l'msjónarmaöur sunnudagsblaös: Guðjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson. Blaöamenn: Auöur Styrkársdó'tir, Helgi Ólafsson Magnús H. Gislason, Ólalur Gislason, Oskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlööversson. iþróttafréttaritari: Viöir Sigurösson. ttlil og hönnun: Andrea Jónsdóttir-Guöjón Sveinbjörnsson. i-jósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglvsingar; Hildur Ragnars, Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guövarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir. Ilúsmóöir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigúrmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla. afgreiösla og augiýsingar: Sföumúla 6, Reykjavik, simi 81233 Prentun: Blaöaprent hf. Kjarasamninga strax • Enn hafa ekki tekist samningar í kjaradeilu verkalýðsfélaganna innan Alþýðusambandsins, þótt nokkur hreyfing hafi verið á málum öðru hvoru síðustu dagana. • Mörg verkalýðsfélög, þar á meðal flest hin stærstu hafa boðað tveggja daga vinnustöðvun á fimmtudag og föstudag nú í þessari viku og síðan ótímabundið verkfall f rá og með 18. júní. Ekki þarf að taka f ram, að verkfall er auðvitað neyðarúrræði, sem félögin grípa ekki til nema vegna þess að þau telja sig tilneydd, þar sem viðræðufundir hafa til þessa borið harla takmarkaðan árangur. • Þótt nú séu aðeins tveir dagar til stefnu, þar til tveggja daga verkfallið skellur á, þá er enn hægt að komast hjá þeim sviptingum, ef menn nota tímann vel og Vinnuveitendasambandið sýnir óhjákvæmilegan samningsvilja. • Það var mikið sem bar á milli í upphafi samningaviðræðna nú. Vinnuveitendasambandið setti fram kröfur um skerðingu á ýmsum áunnum réttindum verkafólks, og aðalkrafa þess var meiri- háttar niðurskurður á greiðslu verðbóta á laun. Að mati samningamanna verkalýðsfélaganna jafngilti þessi krafa Vinnuveitendasambandsins um niður- skurð verðbótanna 20—30% skerðingu kaupmáttar launa á tveggja ára samningstíma. • Kröf ur verkalýðsfélaganna fela aftur á móti í sér 13% hækkun grunnlauna í áföngum á samnings- tímanum, óskertar verðbætur samkvæmt fram- færsluvísitölu og auk þess ýmsar sérkröf ur bæði sam- eiginlegar og frá einstökum samböndum. • Augljóster aðfyrir verkafólk og stéttarfélög þess hlýtur eitt allra mikilvægasta atriðið að vera það, að fá fram örugga verðtryggingu launanna, því umsamin launahækkun upp á 5,10 eða 15% verður nær strax að engu sé illa f rá verðtryggingunni gengið, svo ekki sé nú talað um ef kröfur Vinnuveitendasam- bandsins um nýja meiriháttar verðbótaskerðingu næðu fram að ganga. • Verkafólk getur ekki unað neinu minna en sæmi- lega öruggri tryggingu í þessum efnum, þannig að í raun sé verið að semja um kaupmáttinn, en ekki ein- hverja krónuupphæð, sem enginn veit hvaða gildi hefur á næstu vikum og mánuðum. • Það er öllum fyrir bestu að Ijúka kjarasamn- ingunum strax. Komi til langvarandi verkfalla fylgir því verulegt tjón fyrir báða aðila, sem langan tíma getur tekið að vinna upp. Atvinnurekendur verða að gera sér Ijóst, að hvort sem þeim líkar betur eða verr, þá komast þeir ekki hjá því að láta af hendi einhverja launahækkun og einnig bætta verðtryggingu launa. Þetta á að semja um strax í dag. • Það er athyglisvert, að þótt stefnt hafi í alvarleg átök hjá nokkrum hópum ríkisstarfsmanna, ekki síst meðal ýmsra heilbrigðisstétta, á undanförnum vikum, þá hafa öll þau deilumál verið leyst í samn- ingum við f jármálaráðuneytið án langvarandi vinnu- stöðvana. I kjaradeilum nokkurra hópa starfsmanna sjúkrahúsanna á þessu vori var fyrst samið við Starfsmannafélagið Sókn, sem er félag lægst launað- asta fólksins í starfsliði sjúkrahúsanna. Við þetta lág- launafólk samdi f jármálaráðuneytið um lagfæringar, sem stéttarfélag þess taldi jafngilda allt að 10% launahækkun og tókust þessir samningar án verkfalls. Síðan var samið við hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða um nokkrar flokkatilfærslur. • Þarna var komið all nokkuð til móts við kröf ugerð viðkomandi stéttarf élaga og starf shópa, án þes þó að um nein heljarstökk væri að ræða. • Vinnuveitendasambandið þarf líka að koma til móts við kröfur verkalýðsfélaganna innan A.S.Í., og forðast að stefna málum í óefni með þvermóðsku og óbilgirni. • Það skal f ullyrt hér, að af hálf u samningamanna Alþýðusambandsins og verkalýðsfélaganna er fyrir hendi eindreginn vilji til að ná samningum án meiri- háttar verkfallsátaka, og helst án nokkurra verkfalls- átaka. • En til þess að samningar geti tekist verður Vinnu- veitendasambandið líka að sýna raunverulegan samningsvilja. k. Andropof ! Kremlarfrœði Til eru merkileg fræBi og sérkennileg og heita þau Kremlarfræöi. Þau eru fólg- in I þvi, aö fréttamenn sem hafa fylgst meö sovéskum málefnum reyna að átta sig á þvi, hvaöa menn i æöstu stööum i Sovétrikjunum eru á uppleiö og hverjir á niöur- leiö og hvernig á þvl stendur. Þetta eru mikil getgátu- fræöi og hefur stundum veriö likt viö þaö aö spá i kaffi- korg. Ekki endilega vegna þess aö heimskir menn eöa ófróöir fáist viö þau. Astæö- an er miklu fremur sú, aö þaö er ákaflega erfitt aö komast aö þvi, hvort einhver háttsettur flokksmaöur sovéskur hefur i mikilvæg- um málum aöra stefnu en flokksleiötoginn á hverjum tima, enn erfiöara er aö vita hvert hann mundi fara ef hann mætti ráöa. Sovéskir leiötogar koma yfirleitt fram i mjög samræmdum stil og þaö er erfitt aö geta i eyöurn- ar. Sumir segja reyndar aö þaö sé óþarfi — hiö sovéska stjórnkerfi sjálft sjái til þess aö þeir menn hafi ósköp svipuö viöhorf sem I æöstu stööur komast. Betri eða verri? Þetta er nú nefnt vegna þess aö fyrir skömmu hætti Júri Andropof störfum sem yfirmaður sovésku leynilög- reglunnar, KGB, og geröist ritari miöstjórnar Kommúnistaflokksins. Þetta þykja tiöindi, þvi þar meö er gert ráö fyrir þvi aö Andro- pof sé liklegur arftaki Brés- njefs. Margir telja þaö ills viti, aö yfirmaöur þeirrar leynilögreglu, sem leikur ■ andófsmenn grátt skuli á leiö upp til æöstu valda. En svo koma aörir Kremlarfræöing- ar eins og t.d. Jerry Hough, prófessor i stjórnmálafræö- um viö Duke háskóla i Bandarlkjunum, og segja aö fréttirnar um upphefö Andropofs séu þaö bestasem frá Sovétrikjunum hafi lengi heyrst! Andropof sé nefni- lega liklegri til slökunar- stefnu en aörir menn. Ýmislegt úr ævi Andropofs er tilfært þessu til sönnunar. Andropof var sendiherra I Ungverjalandi þegar upp- reisn þar var bæld niður meö sóvéskum skriödrekum. En ’ prófessor Hough tekur ekki miö af þvl, heldur hinu, aö Andropofhafi siöarveriö yf- irmaöur samskipta viö Aust- ur-Evrópu og þá áfram aöal- sérfræöingur stjórnar sinnar um Ungverjaland. Og „þaö er erfitt aö Imynda sér sam- þykki Moskvu viö þær um- bætur sem hafa átt sér staö I Ungverjalandi án þess aö Andropof hafi beitt sér fyrir slikri linu”! Svo segir I grein I Washington Post. Og dæmiö er tekiö rétt til aö minna á sérkennilega krákustigu stjórnmálavlsindanna. klippt Vantrú Galtungs Nú er aö hefjast i New York sérstakt afvopnunarþing Sam- einuöu þjóöanna. Vitanlega óska allir, aö raunverulegur árangur náistáslikum ráöstefn- um, hvort sem þær eru haldnar á breiöum og málfrekum vett- vangi Sameinuöu þjóöanna, eöa á einkafundum risaveldanna, sem ætla aö hittast I Genf innan tiöar og ræöa niöurskurö á kjarnorkuvopnum — eöa svo segja þau sjálf. Til eru þeir sem eru mjög vantrúaöir á samningaviöræöur um afvopnun, ekki sist ef risa- veldin eru látin ein um þær. Einn slikur er norski friöar- rannsóknasérfræöingurinn Johan Galtung, sem hefur lag á að ydda þverstæður og skjóta óskhyggju ýmisskonar i kaf. Hann spyr I nýlegri grein, hvort viöræöur um afvopnun hafi nokkru sinni haft annaö i för meö sér en meiri vigbúnaö? Hann gerist meira aö segja svo „ósvifinn” aö segja aö þaö séu ýmsar ástæöur til aö ætla aö vægiskröfunni) þá leiöir þessi krafa til samanburöar á styrk- leika, og samanburöarfræöin leiöa til vigbúnaöar. Til eru mörg vopnakerfi og þar eftir veröur aö standa oft I flóknum samanburöarfræöum, þar sem báöir vildu helst hafa ögn meira en hinn. Þaö liggur I hlutarins eöli, segir Galtung, aö þaö eina sem menn geta komiö sér sam- an um i þessum efnum er „auk- inn vigbúnaður undir eftirliti” — m.ö.o. þúsnýröá mig meö þvi skilyröi aö ég fái aö snúa á þig. Þetta segir Galtung aö sé kjarni málsins I samningunum sem kenndir eru viö Salt-I og Salt-II. Þá segir hann aö gagnkvæm tillitssemi risaveldanna þýöi um leiö aukið vald þeirra yfir öllum öörum. Krafan um eftirlit meö vig- búnaöi, segir Galtung, hefur leitt til þess aö stórveldin kepp- ast um aö framleiöa einmitt þau vopn sem erfiöara er aö hafa eftirlit meö: þegar hægt er aö fylgjast meö stórum eldflaugum I ákveönum skotsvöövum er reynt aö snúa á andstæöinginn meö miklu minni, hreyfanlegri eldflaugum sem auöveldara er aö fela — eins og t.d. stýris- flaugum. Johan Gaitung: Er hægt aö komast hjá þvi aö viöræöur um afvopn- un leiöi til meiri vfgbúnaöar? viöræöur um afvopnun stuöli aö vigbúnaöi Þaö er nefnilega vandlifaö i heimihér. Þrír skilmálar Galtung vitnar I viðræöusér- fræðinga risaveldanna, McCloy og Zorin, sem hafa komiö sér saman um þaö, aö ef afvopnun- arviöræöur eigi aö vera raun- sæjar þá sé þaö forsendan aö þær séu byggöar á jafnvægi, gagnkvæmni og eftirliti meö vigbúnaöi. Allir þessir skilmál- ar, segir Galtung, virka I raun og veru gegn þvi aö afvopnun eigisér staö. Um jafnvægiskröfuna I vig- búnaöi segir hann aö þaö sé næstum þvi ómögulegt aö skil- greina hvenær hernaöarlegt jafnvægi riki — vegna þess hve mörg og hvert ööru ólik vopna- kerfin eru. Þvi hefur jafnvægis- krafan þaö i för meö sér aö um- ræöur dragast endalaust á lang- inn — eöa þá aö þær snúast um jafnvægii auknumvigbúnaöi. I annan staö gerir jafnvægis- krafan ráö fyrir þvi aö bæöi risaveldin óski jafnvægis. Hann segir aö þaö sé hugsanlegt aö Sovétmenn vilji i raun og veru „jafnræöi” (paritet). En ef menn eigi að trúa bandariskum forsetum þá sé þaö ljóst aö þeir vilja að Bandarikin hafi yfir- buröi og geti talaö „út frá styrk- leika”. Niöurstaðan er aö sjálf- sögöu endalaust vlgbúnaöar- kapphlaup milli þess sem vill hafa forystu og þess sem reynir aö ná honum. Ef Sovétmenn vilja hafa yfirburöi lika veröur kapphlaupiö enn hraöara. Tillit og eftirlit Ef aö rikja á gagnkvæmni — þ.e. aö stórveldin taki tillit hvort til annars (framhald af jafn- Lamar friðarhreyfingar Þá segir Galtung: Þrátt fyrir allt þetta hafa viöræöur um af- vopnun I sjálfu sér lamandi áhrif á friöarhreyfingarnar. Vegna þess aö almenningur hef- ur þörf fyrir aö fá tákn um aö eitthvaö jákvætt sé á seyöi á hann auðvelt meö aö trúa þvi, aö þaö hafi eitthvað merkilegt og jákvætt gerst viö þaö eitt aö risaveldin hafa sest viö samn- ingsborö. En I fyrsta lagi er alls ekki vist aö þau vilji ná þeim árangri i afvopnun aö tortim- ingarmáttur þeirra veröi tak- markaöur. I ööru lagi: jafnvel þótt bæöi vildu er erfitt aö sjá hvernig þau ættu aö ná árangri meö þá þrjá fyrrgreinda skil- mála fyrir viöræöum yfir sér, sem áöan voru nefndir. Þaö er lika erfitt aö sjá, hvernig risa- veldin geta komist hjá þvi að tala um eftirlit, gagnkvæmni og jafnvægi. Þaö er þvi eins vist, segir Galtung, aö þaö sé eitt- hvaö rangt viö viöræöumynstriö sjálft, eins og það hefur veriö sett upp og notaö. Galtung svarar þvi ekki i þeirri grein sem nú var vitnaö til, hvaö skuli þá til bragðs taka — þó þar komi fram ákveðinn vilji til aö friöarhreyfingar séu virkar og þjarmi aö vlgbúnaö- aröflunum. En um galla viö- ræöuformsins milli risanna seg- ir hann m.a. undir lokin : þaö er ekki aö undra þótt eina raun- verulega spennuslökunin sem viö þekkjum sé tengd einhliöa frumkvæöi de Gaulles. Þar mun átt viö þaö aö de Gaulle dró sig út úr hernaöarsamstarfi Nató- rikja og smiöaði sér sjálfstæöa stefnu bæöi gagnvart Banda- rikjunum og Sovétrikjunum,—áb og skorið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.