Þjóðviljinn - 08.06.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.06.1982, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Þriftjudagur 8. júni 1982 viðtalið Rætt við tvo félaga úr Samhygð, nýkomna úr „víking” frá New York ,,Fólkið er hrætt Nú i vikunni komu heim úr viking til Bandarikjanna þrjár stöllur úr Sainhygð, þær Edda Björnsdóttir, Ingibjörg Guð- mundsdóttir og Þóra Björns- dóttir. Tvær siðarnefndu litu við hér á ritstjórninni og þótti upplagt að fá að heyra nánar frá þessu ferðalagi. — Við vorum ytra i 10 daga i Forest Hill úthverfi New York. Þessi hópur var annar af þremur fyrirhuguðum, en eftir reynsluna sem komin er þá höf- um við i Samhygð ákveöið að senda hóp til New York i hverjum mánuöi fram til ára- móta. En hvaða erindi eigið þið til Bandarikjanna? — Tilgangurinn er fyrst og fremst að hitta, finna fólk, sem er tilbúið til að gera sitt nánasta umhverfi mannlegra, fólk sem finnur til ábyrgðar varöandi framtiöina. Fólk sem vill vinna skipuiega á jákvæðan hátt að betra mannlifi. Hafiðþið ekki af nægu að taka hér á Fróni? — Til þess að hafa sálarlifið i lagi þá þurfa menn að gefa eitt- hvað frá sér. Þaö er veröugt verkefni fyrir lslendinga að gefa það jákvæöa af sér til ann- arra þjóða sem virkilega þarl'n- ast þess. Það eru ekki margar þjóðir sem njóta jafn mikillar virðingar og islendingar i Bandarikjunum, og það er virkilegahlustað á það sem þeir hafa fram aö færa. Hugsum okkur til að mynda el' Þjóö- verjar ætluðu sér þaö sama i New York og við höfum verið aö gera, boða frið og mannkær- leika. Þarna liggur kannski helsti grundvöllurinn fyrir okkar starfi i Bandarikjunum. Hvernig höguðuð þið ykkar starfi? — Við fórum út á göturnar meðmyndastanda og kynntum i máli og myndum starf okkar samtaka hér á islandi og annars staðar í heiminum. Við ræddum við fólk um starfið að gera heiminn mennskan. Samtök okkar eru starfandi úti um allan heim, en eru að stiga sin fyrstu spor í Bandarikjunum og við vorum að gera okkar til að hleypa meiri krafti I starfsem- ina. Auk þess að vera á götunni með kynningarstarf þá fórum við i neðanjarðarlestirnar og höfðum tal af fólki. Vorum með gjallarhorn og boðuðum fólk til fundar við okkur i aðstöðu sem við höfðum i hverfunum. Hver voru viðbrögð almenn- ings? —-Fólk hafði almennt mikinn áhuga á Islandi. Við fengum góðar viðtökur og jákvæðar. Mörgum þótti sérstakt að heyra boðskap frá islandi. Þarna kom upp 10 manna hópur ungs fólks sem ræddi málin af áhuga og meðan við vorum þarna úti þá hafði þessi hópur tvöíaldast. Er þetta ckki dýrt fyrir ykkar samtök? — Uppihaldiö i Bandarikj- unum fáum við fritt hjá félögum okkar, en ferðir borgum við sjálf og öflum til þess fjár eftir ýmsum leiðum. Hins vegar er rétt aö það komi fram að hjá okkur i Samhygö er ekki neitt til sem heitir „þaö er ekki hægt”. Reynslan sýnir aö allt er hægt aðeins ef viljinn er íyrir hendi. Ilvað kom ykkur helst á óvart í samræöum við fólkiö i Forest Hill? — Fólkið er upp til hópa áber- andi hrætt og tortryggið sifellt að verja sig og brynja gegn alls kyns hættum i samfélaginu. Edda Björnsdóttir á tali við vegfaranda I Forrest Hill. Bakvið sjást myndstandarnir. Ingibjörg Guðmundsdóttir og Þóra Björnsdóttir með gjallarhorn I neðanjarðarlest, og kynna farþegum boðskapinn. Myndir: EB neitt annað að okkur. Það sann- Margir voru undrandi og hissa að við þyrðum að standa i okkar starfi þarna. Okkar starf gekk slysalaust og var ekkert nema ánægjan, enda hvarflaöi aldrei aðist þar sem viðar, að hugar- farið ræður oft mestu um ár- angurinn. -lg- Ur fortíð til nú- tíma Þessar föngulegu og barma- miklu stúlkur eru meðal leik- enda i myndinni frægu „Leitin aðeldinum” óneitanlega erhálf skrýtið að sjá frummennina (konurnar) gæða sér á grilluð- um kjúklingum og neskaffi i skjóli viö rúgbrauð. Svona vill dæmið lita út þegar fortiðin mætir nútimanum. Svínharður smásál Eftir Kjartan Arnórsson PÓ LllUÍl LKLGGPí ÖT,lQE( mF\ £G Slfí F TuNGuWfl • ~Tl < Q O b Fugl dagsins Vepja — Vanellus vanellus, er einkennisfugl þéttbýlla ræktarlanda. Hún er alltiður flækingur á tslandi og hefur orpið hér en annars á hún aðal- sumarheimkynni um alla mið-Evrópu. Veþjan er auð- þekkt á löngum, strýkenndum doppi, breiðu svörtu bringubelti sem stingur i stúf við hvitan lit- inn aö neðan og ekki sist á sér- kennilegri rödd. Það er hávært nasahljóð „ki-úit” eða lengra „kror-úi” með alls kyns til- brigðum. Flugið hjá vepjunni er ákaflega reikult og óstöðugt og vængjatökin hæg og blaktandi. Kjörlendið er akurlendi, engi, mýrlendi, og vepjan verpir i ræktuðu landi eða votlendi eins og gerst hefur hérlendis. Rugl dagsins Vegna þess að meirihluti borgarbúa kaus okkur þá ber okkur samkvæmt þvi að hætta við byggð i Sogamýri. (Rök Daviðs iborgarstjórn) Gætum tungunnar__________ Rétt er að segja: Mig langar, þig langar, drenginn langar, stúlkuna langar, barnið langar, drengina langar, stúlkurnar langar, börninlangar. (Ath.: mig langareins og mig lengir.) Bíll fyrir einstæð- inga Japanska bilafirmað, Suzuki hefur hafið framleiðslu á bil - um fyrir einstæðinga. Það er ekki hægt að segja annað en þessir bilar (framtiðarinnar?) séu sparneytnir, þvi þeir eyða aöeins 2 litrum á hundraðið. Vélin er 50 -ccm, og hámarks- hraði 50 km. Verðið i Japan er i kringum 3000 mörk eða tæpar 14 þús. isl. Mundueftír ÖRYGGISSKÓNUM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.