Þjóðviljinn - 08.06.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.06.1982, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 5.—«. júnl 1982 RIKISSPITALARNIR s lausar stöður LANDSPÍTALINN HJCKRUNARDEILDARSTJÓRI óskast á handlækningadeild 4 frá 1. ágúst n.k. AÐSTOÐARDEILDARSTJÓRI Óskast sem fyrst á kvenlækningadeild. HJÚKRUNARFRÆÐINGUR óskast til sumarafleysinga á sótthreinsunardeild. Einnig óskast HJÚKRUNARFRÆÐING- AR til sumarafleysinga á ýmsar deildir spitalans. Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkrunarforstjóri Landspitalans i sima 29000. KLEPPSSPÍTALI HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI Óskast á deild I á Kleppsspitala. Einnig óskast HJÚKRUNARFRÆÐINGAR til afleys- inga á hinar ýmsu deildir spitalans. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Kleppsspitala i sima 38160. AÐSTOÐARMATRÁÐSKONA eða MAT- REIÐSLUMAÐUR óskast til afleysinga i eldhús spitalans. Hússtjórnarkennarapróf eða matsveinsréttindi nauðsynleg. Upplýsingar veitir yfirmatráðskona Kleppsspitalans i sima 38160. BLÓÐBANKINN SKRIFSTOFUMAÐUR óskast til frambúðar sem fyrst. Stúdents- próf eða sambærileg menntun æskileg. Upplýsingar um starfið veitir skrifstofu- stjóri Blóðbankans i sima 29000. Reykjavik, 6. júni 1982, RíKISSPÍTALARNIR Kisilmálmvinnslan hf. óskar að ráða framkvæmdastjóra að fyrirhugaðri kisilmálmverksmiðju á Reyðarfirði i samræmi við lög nr. 70/1982. Starfið er i fyrstu m.a. fólgið i eftirfar- andi: Að undirbúa frekari hönnun verk- smiðjunnar. Að leita tilboða i byggingu verksmiðj- unnar og búnað. Að gera ýtarlega áætlun um stofn- kostnað og rekstrarkostnað. Að gera nákvæma framkvæmda- og fjármögnunaráætlun og aðrar þær at- huganir er máli skipta. Að undirbúa samninga um orkukaup, tækniaðstoð og söluafurðir verksmiðj- unnar eftir þvi sem þurfa þykir. Gerð er krafa um háskólamenntun, helst á sviði verkfræði og/eða hagfræði. Umsóknarfrestur er til 21. júni n.k. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknir sendist til: Kisilmálmvinnslunnar hf. co/ Halldór Árnason, stjórnarformaður, Lagarási 8, 700 Egilsstöðum. Nánari upplýsingar veitir formaður stjórnar Kisilmálmvinnslunnar hf., i sima 97-1522, Egilsstöðum, eða i sima 91-42411, Kópavogi, Reyðarfirði, 4. júni 1982. Stjórn Kisilmálmvinnslunnar hf. Hrafn Friðriksson forstöðumaður Heilbrigðiseftirlits ríkisins: Tilefnislaus frétt um fluor- mengað giall Hr. ritstjóri. Vegna rangra og villandi frétta i blaöi yöar 13. og 14. mai s.l. um meöferö fluormengaös gjalls viö álverið i Straumsvik og meintra afskipta Heilbrigöiseftirlits rikis- ins af þvi máli óskar Heilbrigöis- eftirlit rikisins aö eftirfarandi at- hugasemd veröi birt i blaði yöar á jafn áberandi staö og fyrrnefndar fréttir. Fluormenguöu gjalli (kerbrot) er ekki varpaö i sjó viö álveriö i Straumsvik og Heilbrigöiseftirliti rikisins er ekki kunnugt um að þessi efni reki óheft um allan sjó eins og frétt Þjóöviljans frá 13. mai s.T. bendir til. Islenska álfélagiö hefur alfarið fariö aö fyrirmælum heilbrigöis- ráös Hafnarfjaröar frá 23. des- ember 1974 og fargaö kerbrotum og fluormenguðu gjalli i þar til geröar flæöigryfjur sem þjóna tvennum tilgangi. Annars vegar afeitrast fluor- og blásýrusambönd er sjór siast inn i gryfjurnar á flóðum og hins vegar kemur sér- staklega byggöur varnargaröur úr stórgrýti i veg fyrir aö efnin skolist út i sjó og valdi sjáanlegri mengun. Þessi aöferö er almennt viöurkennd sem besta lausnin til aö losna viö þessi efni og var mælt meö henni á sinum tima af sér- fróöum aöilum er fjallaö var um hugsanlega grunnvatnsmengun vegna förgunar kerbrota á sorp- haugum Hafnarfjaröar áriö 1970, sem siöan voru fjarlægö. Þessir aöilar voru t.d. Eiturefnanefnd, Landlæknir, Borgarlæknir, hér- aðslæknirinn i Hafnarfiröi, Nátt- úruverndarráö og Heilbrigöiseft- irlit rikisins. Aö beiöni heilbrigöisráös Hafn- arfjaröar geröi Rannsóknarstofn- un Iönaöarins efnarannsókn á sjó, framan viö gjallhauga, framan viö kerbrotsþró og á vatni I ker- brotsþró i júli 1975. Fundust engin blásýrusambönd i sýnunum. Af framangreindu er ljóst að fréttin um „fluormáliö” i blaöi yöar 14. mai s.l. er tilefnislaus með öllu og til þess eins ætluö að stofna til deilna milli stofnana aö ástæöulausu. Viröingarfyllst, Hrafn V. Friðriksson, Dr. Med., forstööumaöur. Fimm myndabækur koma út hjá Iðunni Iöunn hefur gefið út sjöttu teiknimyndasöguna i flokknum um Viggó viöutan, og nefnist hún Viggó á ferð og flugi. Bækurnar um Viggó hafa notið verulegrar útbreiðslu hérlendis. Þær eru eftir teiknarann Franquin og fjalla um hrakfallabálk mikinn. Neyðarkall frá Bretzelborg og Töfrafestin frá SenegaL eru nýjar bækur i hinum vinsæla flokki teiknimyndasagna um Sval og fé- laga. Þær segja frá miklum svaö- ilförum Svals og Vals i Bretzel- borg og Senegal og er ekki aö efa aö margir eru áhugasamir um þau ævintýri. Bækurnar eru eftir Franquin og Fournier. Þá koma út þrettánda og fjór- tánda bókin i flokki teiknimynda- sagna um Hin fjögur fræknu. Bækurnar eru eftir Francois Cra- enhals og Georges Chaulet. Þær heita: Hin fjögur fræknu og pyls- an fljúgandiog Hin fjögur fræknu og blái demanturinn. Þetta eru skemmtileg ævintýri, sem hafa öðlast mikla hylli barna og ung- linga viöa um heim. Bækurnar eru prentaöar I Belgiu. Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar biikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468 Nýtt fagblað: Fisk- vinnslan Út er komið á vegum Fisk- iðnar timaritið FISKVINNSLAN — fagblað fiskiðnaðarins. Markmiðið með útgáfu blaðsins er að kynna nýjungar og það sem efst er á baugi hverju sinni varðandi fiskiðnað. Það er mat útgefanda að full þörf sé áölaði sem eingöngu fjallar um framleiöslu sjávaraf- urða. Meöal efnis I þessu fyrsta tölublaði FISKVINNSL- UNNAR er viötal við Jóhann Guömundsson, forstjóra Framleiðslueftirlits sjávar- afuröa; grein um ishúöunar- vél fyrir sjö punda pakkning- ar, en sú vél var hönnuö og smiöuö af Bæjarútgerð Reykjavikur i samvinnu við verkfræðideild Háskóla ís- lands. Þá er grein um inni- þurrkun á þorskhausum og bolfiski. Einnig er fjallaö um nýjungar sem fram hafa veriðað koma aö undanförnu viö marningsvinnslu. Stefnt er aö þvi aö i ár komi út 4 tölublöö og er næsta blaös aö vænta i júll. Blaöinu er dreift til félags- manna Fiskiönar og ann- arra sem áhuga kunna aö hafa þeim að kostnaðar- lausu. Þeir sem áhuga kunna aö hafa geta snúiö sér til skrifstofu Fiskiönar og feng- ið blaðiö sent. Bókaklúbbur Arnar og Örlygs: Ný skáld- saga eftir Jón Dan „Viðjar” nefnist ný skáldsaga eftir Jón Dan rithöfund sem Bókaklúbbur Arnar og örlygs h.f. hefur gefið út. Er það sjöunda skáldsaga Jóns Dan, en fyrsta bók hans „Sjávarföll” kom út ár- ið 1958. í sögunni „Viöjar” fjallar Jón Dan um umbrot unglingsáranna. Þaö striö sem bældar hvatir hafa i sálarlífi þess sem ekki þekkir sjálfan sig en veit samt sem áöur aðeitthvaöer aö gerast hiö innra. Óttinn viö hið óþekkta, öryggis- leysiö, hefur mótandi áhrif og hálfkveönar visur auka á spurn- ingar sem svo erfitt er aö fá svör viö. Aöalsöguhetja bókarinnar, Gústi, finnur aö hann er einhvern veginn ööruvlsi en félagar hans. Hann hefur þegar tekiö út þroska sem hinir eiga eftir að ná. Slikt veröur honum siöur en svo gleöi- efni. Atvikin haga þvi þannig, að hann missir frá sér um skeiö helsta öryggisventil sinn — móö- ur sina. Og þá þyrmir yfir Gústa, sem hvorki er barn né fullorðinn maöur. 1 öryggisleysi sinu fær hann útrás. Bókaklúbbskeðjan „Viöjar” er einungis seld félögum I Bóka- kiúbbi Arnar og örlygs og er verö bókarinnar aöeins kr. 197.00.- Fé- lagar i Bókaklúbbi Arnar og Or- lygs h.f. eru nú komnir á fimmta þúsund.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.