Þjóðviljinn - 09.06.1982, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 9. júni 1982
„Það sem gildir er að endur-
heimta marglitan sköpunar-
kraft, sem ber i sér angan af
terpentfnu”... segir Demetrio
Paparoni, skipuleggjandi sýn-
ingarinnar sem nú stendur yfir i
Nýlistasafninu við Vatnsstig.
Paparoni nefnir sýninguna
„Thinking of the Europe” og
ætlar hann sennilega rangri
notkun ákveðins greinis við Eu-
rope að dýpka merkinguna. Ef
merkingin sem leggja á i nafniö
er „Hin Evrópska hugsun” þá
ber verulega mikið á miili þessa
metnaðarfulla titils og sjálfra
verkanna á sýningunni. Gefi
þessi sýning einhverja heildar-
mynd af samtima málaralist i
Evrópu þá er Helgi Þorgils
Friðjónsson besti málari álf-
unnar.
Sýningar kosta
peninga
1 heildardagskrá Listahátiöar
er sýningin i Nýlistasafninu
Stór mynd eftir Helga Þorgils Friöjónsson sem hann nefnir „Hættu- Þessi mynd er ágætt dæmi um þýsku linuna I „nýja málverkinu”.
legt fyrir fiugvélar”. Myndin er eftir Helmut Middendorf og nefnist „Standandi söngv-
ari”. Þessi mynd er i sýningarskrá en ekki á sýningunni.
MYNDLIST
Svala Sigurleifsdóttir skrif
Evrópsk hugsun hvað?
kynnt þannig aö sýna eigi verk
tiu samtimalistamanna ev-
rópskra og er sá þekktasti
Mario Merz. A sýningunni ERU
sex listamenn og er Merz ekki
þeirra á meðal. Það er auðvelt
aö geta sér til hvaö það er sem
veldur fjarverunni. Nýlista-
safnið fær á fjárhagsáætlun
Listahátiðar 20 þúsund til að
kosta þessa sýningu. Þegar búið
er að prenta sýningarskrá,
plakat og boðskorL senda boðs-
kortin, borga farseðil Paparonis
til og frá ttaliu og flutning á
myndverkunum er sennilega
minna en ekki neitt eftir af 20
þúsundum islenskra króna. Þeir
myndlistarmenn sem nú ber
hæst i „nýja málverkinu” i Ev-
rópu selja orðið verk sin fyrir
umtalsverðar fjárhæðir og lána
þau ekki nema greidd séu
tryggingargjöld. Ég hef ekki trú
á að það fé sem Nýlistasafnið
fékk til þessarar sýningar hafi
nægt til að tryggja verk Mario
Merz, auk annars kostnaöar.
Hefðbundinn
véfréttastíll
Þótt sýningin sé pasturslitil
þá er sýningarskráin flott. t
henni er texti eftir Demetrio
Paparoni i véfréttarstil og heil-
mikiö af ljósmyndum af verkum
sem alls ekki eru á sýningunni.
Textinn upphefst svona:
„Það má sigrast á vanda-
málafræðum vorra tima
(modern problematics) með þvi
aö sviðsetja sköpunarmátt sam-
timans sem sannprófun, tima-
bundinn dans sem hneigist til að
leysa úr læðingi litadýrð sem
hyllir hina „nýju manneskju”
sem staöfestir leik frjálsrar
hugsunar innan ramma listar
sem litur á einangrun sina sem
menningarmöguleika og viöur-
kenningu á þvi sem er ööru-
visi”.
Merking „modern proble-
matics” er óljós og þvi erfitt að
•átta sig á merkingu setningar-
innar I heild. Er maðurinn aö
tala um vandamál samtima-
málaralistar eða heimsvanda-
málin? Ef hann á við heims-
vandamálin er verulega óljóst
hvernig þessi myndverk eiga að
sigrast á þeim. Og fleiri efa-
semdir: Hver er þessi „nýja
manneskja?” t hverju felst
þessi „frjálsa hugsun?” Og of-
boðslega er... „innan ramma
listarsem litur á einangrun sina
sem menningarmöguleika” ...
eitthvað dularfull setning. Er
maðurinn ófær um aö tjá sig á
ljósaramáli? Eöa er markmiðið
að hylja „nýja málverkiö” þoku
og reyk? Dularhjúpur er vernd
gegn gagnrýni, — og sjálfs-
gagnrýni.
Heimur
á heljarþröm
...„hefur nútlmamaðurinn
sem I listamanninum býr misst
sjónar af allri fullvissu og
endanleika: framtiöin er ekki
lengur fyrirsjáanleg”, segir
Paparoni og ýmislegt svipað
viðar. Framtiöarleysi okkar
hefur flestum verið ljóst sein-
ustu þrjátiu árin. Það, að eyði-
leggingarmáttur mannsins sé
orðinn mælanlegur á plánetu -
skala og að vopnabirgðir séu nú
til svo hægt sé að drepa okkur
öll sextán sinnum, mótar
hugsun flestra sem búa i hinum
vestræna heimi, — ekki aðeins
evrópskra myndlistarmanna. 1
linum sem Paparoni setti á blað
fyrir Helgarpóstinn segist hann
vinna meö listamönnum sem:
„telja sig ekki lengur geta
breytt heiminum meö list sinni.
Samt sem áður breytist heimur-
inn fyrir tilstilli listarinnar, svo
og skáldskapar og heimspeki.
Margir skilja ekki þessa nýju
hugsun og/eða afneita henni.
Þeir sem þaö gera, afneita I
rauninni manninum”. Er ekki á
honum að skilja að i þessari
„nýju hugsun” felist uppgjöf
sjálfra myndlistarmannanna til
að reyna að hafa áhrif á mótun
umhverfis sins á meðvitaöan
hátt? Og siðan hvenær er sú
hugsun ný?
Peningalykt af
terpentínunni?
Eitt af þvi sem einkennir
sterklega nýbylgjuna I mál-
verkinu er sú markaðshyggja
sem henni fylgir. Myndlist sein-
asta áratugs einkenndist a:
myndlist sem byggðist á hug-
myndum, tilraunum með hin
ýmsu efni og tilraunum með
nýja miðla. Konsept-myndverk
eru illseljanleg, enda má setja
jafnaðarmerki á milli konsept-
listamanna og blankheita. Enn
seljast þó, á uppsprengdu verði,
oliumálverk frá hinum ýmsu
tlmabilum. Þau eru örugg fjár-
festing. Afturhvarfið til þess að
mála með oliulitum á striga
kemur þegar vissrar kreppu
gætir I þeim gallerium sem
versla með samtimalist. Það
var skortur á seljanlegri vöru,
splunkunýrri og merkilegri. Og
ungir myndlistarmenn voru, og
eru, hundleiðir á að vera alltaf
blankir. Ég er sko ekki á móti
þvi að myndlistarmenn fái laun
fyrir sina vinnu, langt frá þvi,
enda fyrr mætti nú vera. En ég
er á móti þvi aö útsmognir
verslunarmenn ráðskist með
þaö hvað er list og hvað ekki. Ég
er á móti þvi aö þeir taki upp á
arma sina slarkfæra málara og
auglýsi þá upp i stórstjörnur. Og
ég er á móti þvi að hjörð gagn-
rýnenda fylgi i kjölfariö um-
vefjandi verkin hástemmdu
kjaftæði.
Dæmi um versl
unarmenntunina
New York er háborg peninga-
maskinu myndlistarheimsins.
Þar fcefur Leo nokkur Castelli
verið einn helsti vélfræðingur-
inn og „nýja málverkiö” fer
ekki framhjá honum. Nú i vor
var bandariski málarinn David
Salle með einkasýningu i
Castelli-galleriinu við West
Broadway. Samtimis var hann
með aðra sýningu á verkum
sinum i galleri Mary Boono i
sama húsi og þá þriðju i Boono-
gallerii handan götunnar. Þessi
gallerí eru i hjarta aðal -
galleria-hverfis New York.
Þetta var engin tilviljun heldur
skipulagt áróðursbragð. David
Salle var sá umræddasti i
bænum það vorið. Og að auki
var hann endapunkturinn á
stórri mannamyndasýningu I
Withney-safninu. Sú sýning
upphófst með málurum eins og
Roy Lichtenstein og Alex Kat^
siðan kom t.d. David Salle og
Julian Schnabel. Schnabel er
númerið frá I fyrra. Eins og
gefur að skilja liggja verk þess-
ara manna ekki á lausu fyrir
slikk um þessar mundir. Þeir
hafa skothelt sölukerfi á bak við
sig sem mun sjá til þess að á
næstu árum verði þeir með
stórar sýningar i öllum söfnum
sem máli skipta i Bandarikj-
unum og Evrópu.