Þjóðviljinn - 09.06.1982, Síða 7
Miðvikudagur 9. júni 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7
„Kennarar krefjast þess af
þjóðfélaginu að það taki upp
breytt mat varðandi menntun og
uppeldismál almennt og þar meö
hlutverk kennarans i þjóðfélag-
inu”, sagði Arthúr Morthens
kennari á nýafstöönu þingi Kenn-
arasambands tslands i samtali
við Þjóðviljann.
„Þá fordóma sem hafa verið
rikjandi gagnvart hlutverki kenn-
arans i samfélaginu verður að
brjóta skipulega niður. Menn
verða að gera sér grein fyrir þvi
að i þvi menningarþjóðfélagi sem
viö gerum kröfu um, þar er
menntunin hornsteinn. Mér finnst
það beinlinis til vansa fyrir is-
lenskt þjóðfélag aö kennarar
skuli vera láglaunahópur. Kenn-
arar munu með aukinni hörku
gera tilraun til þess að knýja
fram breytingar á viðhorfum
fólks og sporna gegn þvi að hæfir
starfskraftar hverfi úr stéttinni
vegna lágra launa”.
Arthúr Morthens: kennarar
hljóta að snúa sér til annarra
starfa i haust fái þeir ekki
leiðréttingu á sinum kjörum.
Ljósm. kv.
Við njótum engra yfirborgana
eins og allir vita og okkur er ekki
einu sinni gefið svigrými til að
auka við laun okkar með meiri
vinnu. Þaö er þvi alveg ljóst að
hér verður að koma til myndarleg
viðbót i launum”.
— Hafa kröfur til kennara i
starfi aukist?
„Þær hafa stóraukist á siðustu
árum samfara bættu skólakerfi.
Grunnskólalögin frá 1974 lögðu til
dæmis stóraukna ábyrgö og vinnu
á kennara en þvi hefur ekki að
sama skapi verið mætt meö betri
launum. Hin sjálfsagöa krafa um
aukið samstarf foreldra og kenn-
ara leggur auðvitað aukna vinnu
á okkur án þess að til þess sé tekið
tillit. Stjórnvöld verða að gera sér
grein fyrir þvi að ef þau ætla að
hrinda grunnskólalögunum i
framkvæmd, án þess að leggja
aukið fjármagn i þessi mál, tekst
aldrei að framkvæma af nokkru
viti þau lög”.
— Verða átök i sumar og haust?
„Endurmeta verður
hlutverk kennarans”
— segir Arthúr Morthens kennari
✓
á þingi Kennarasambands Islands
— Hver eru kjör kennara i
raun?
„Kennarar eru með rúmlega 47
stunda vinnuviku og samkvæmt
rannsóknum sem gerðar hafa
verið, er vinnuálag á vinnumark-
aðnum áberandi mest meðal
„Þetta hefur að minu mati
verið gott þing og auðvitað hafa
kjaramálin tekið mestan tima i
umræðu manna hér. Það virðist
alveg ljóst að kennarar eru harð-
ákveðnir i að ná fram beinum
kauphækkunum og það svo
miklum að kjörin verði mann-
sæmandi”, sagði Haukur Viggós-
son kennari i Snælandsskóla i
Kópavogi á þingi Kennarasam-
bandsins sem lauk sl. föstudag.
„Okkar megin kröfur eru þær
að ná aftur þvi sem opinberir
starfsmenn hafa tapað i launum á
siðustu þremur árum^ full og
óskert visitala verður að koma til
og úrbætur i húsnæðismálum tel
ég vera afar nauösynlegar og
gagnlegar öllu launafólki nú á
verðbólgutimum. Hvað okkur
kennara varðar sérstaklega vilj-
um við leggja áherslu á styttri
kennsluskyldu, þ.e. að undirbún-
ingstimi fyrir sjálfa kennsluna
verði stórlega aukinn frá þvi sem
nú er”.
kennara og forstjóra fyrirtækja.
Viö vinnum 47 stundir til þess að
vinna upp i þaö fri sem við fáum á
sumrum. Nú, sjálfur hef ég starf-
að sem kennari i 9 ár og er nú i 15.
launaflokki BSRB sem gerir um
það bil 10.300 krónur á mánuði.
Haukur Viggósson á Kennara-
þingi: allra bragða verður að
leita til að tryggja mannsæmandi
kjör.
„Það er alveg ljóst á þessu
þingi Kennarasambandsins að
þolinmæði okkar er þrotin. Ef
ekki verður orðið við sanngirnis-
kröfum okkar um viöurkenningu
á okkar starfi i formi stórfelldra
launahækkana nú i sumar, tel ég
einsýnt að kennarar muni ganga
út úr skólastofunum og leita fyrir
sér á öðrum vettvangi”, sagði
Arthúr Morthens á Kennaraþingi
að lokum.
þeirri samningalotu sem fram-
undan er, splundrist BSRB i
frumeindir sinar. Heildarsamtök-
in verða aö sýna okkur fram á
að þau séu fær um aö tryggja
okkurstórbætt laun. Ég er sjálfur
þeirrar skoðunar að það væri
stórt skref aftur á bak ef BSRB
yröi veikt meö þeim hætti en ég
óttast hins vegar að Kennara-
samband Islands muni segja sig
úr heildarsamtökunum, nái þau
ekki fram bættum launum okkur
til handa”.
— En hvað er til ráða?
„Vilji okkar viösemjendur ekki
koma til móts við okkur sé ég
enga aðra lausn en þá aö ganga
hart fram og boða til vinnustööv-
unar með einum eða öðrum hætti.
Slikt er vissulega örþrifaráð en
ráð sem hlýtur að koma á dag-
skrá, ef viö sjáum fram á að ná
engu fram við samningaborðið.
Hvort slikt verkfall er ólöglegt
eöa ekki skiptir aö sjálfsögöu
engu máli, við þurfum að lifa eins
„BSRB gætí splundrast
í frumeindir sínar”
— segir Haukur Viggósson kennari í Snælandsskóla
— Nú varst þú i hópi kennara
sem gekkst út af þinginu þegar
framboð til stjórnar voru
ákveðin. Hvcrs vegna?
„Já, við vorum að andmæla
vissum vinnubrögðum uppstill-
inganefndar fyrir stjórnarkjörið.
Tóku þátt i þessari mótmælaaö-
gerð allir fulltrúar úr Kjalarnesi
Kópavogi og Seltjarnarnesi.
Þannig var að menn lögðu fram
tillögur sinar um menn i stjórn og
trúnaðarstöðu fyrir kjörnefnd
Sambandsins og i stað þess aö
bera fram þær tillögur, gengu
menn þar fram og stungu þeim
undir stól þannig að þingheimi
gafst aldrei kostur á að greiða at-
kvæði um þá fulltrúa sem við
höfðum lagt áherslu á að yröu i
kjöri. Þessum einræöislegu
vinnubrögðum vorum við að mót-
mæla”.
— Nú hcfur verið rætt um að
BSRB sé jafnvel að liðast i
sundur. Hvað er þitt álit á þvi? og annaö fólk og tryggjum okkar
„Ég er þess fullviss að ef kjör með þeim aðferðum sem
grunnlaun opinberra starfs- duga best”, sagði Haukur Viggós-
manna hækka ekki stórlega nú i son kennari i Kópavogi að lokum.
• Blikkiðjan
Ásgaröi 7, Garðabæ
Önnumst þakrennusmíöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíöi. .
Gerum föst verðtilboö
SIMI 53468
Súrrealistar
opna sýningu
Hinn 5. júni opnaði súrrealista-
hópurinn Medúsa sýningarsal
sinn að Suðurgötu 3 A i Reykja-
vik, en nafn salarins er Skruggu-
búð. Þarna sýna verk sin: Tony
Pusey, Þór Eldon, Sjón, ólafur
Engilbertsson, Matthias Magnús-
son, Jóhamar og Einar Melax, og
gestir þeirra Ragna Björg og Al-
freð Flóki.
Hópurinn Medúsa segir, að i
framtiðinni verði i Skruggubúð
sýningar á verkum hinna ýmsu
súrrealista héöan af landi og
annars staöar.
Opnunartimi safnsins er frá kl.
5 til 10 virka daga en frá 2 til 10
um helgar. Sýingunni lýkur 25.
júni.
bridge
Akureyringar sigruðu
Heyrst hefur að Akurevringar
hafi sigraö „Stórfélags” keppn-
ina á Hallormsstaö fyrir
skemmstu. Skutu þeir ekki
ómerkari mönnum en TBK og
heimamönnum ref fyrir r...
Annars hefur litið bitastætt bor-
„Draumur nábúans” heitir þetta
verk eftir Matthias Magnússon.
istfrá þessu móti og gegnir furöu.
Austanmenn hafa veriö ansi latir
við fréttaflutning • vetur af móts-
haldi, hverju sem það sætir.
Akureyringar munu hafa átt
um 60 stig á TBK er upp var
staöiö, Héraðsbúar I 3. sæti og
Hornfirðingar svo I 4. sæti. Alls
spiluðu 24 sveitir á mótinu, 4 frá
hverjum staö (félagi)
Vonandi nánar slðar.
Magnús sigraði í Eyjum
Magnús Jónsson, GS, varð sig-
urvegari I meistaraflokki karla I
Faxakeppninni I golfi sem fram
fór I Vestmannaeyjum um helg-
ina. Magnús lék 36 holur á 142
höggum. Annar varð Haraldur
Júliusson, GV, á 152 höggum og
Sveinn Sigurbergsson, Keili,
þriðji á 154 höggum. Sigurbjörg
Guönadóttir, GV, sigraöi i
kvennaflokki á 143 höggum.
Handbók fyrir
húsby ggj endur
(Jt er komið ársritið Húsbyggj-
andinn ’82 en útgefandi er Blaða-
og fréttaþjónustan i Reykjavik.
Ritið er gefið út sem fræðslurit
fyrir þá sem á næstunni huga að
húsbyggingum hér á landi, auk
þess sem i ritinu er viðamikil viö-
skiptaskrá til að létta byggj-
endum að komast i samband við
rétta aðila á hinum ýmsu sviðum
húsbyggingarinnar.
Húsbyggjandinn ’82er gefinn út
i samvinnu við Teiknistofuna
Kvarða, og eru leikningar að
húsum Kvarða i ritinu. Húsbyggj-
andinn er 136 bls. Forsiðu ritsins
prýðir teikning eftir hinn góð-
kunna teiknara, Brian Pilkington.
Greinar ritsins fjalla m.a. um
Skipulag lóðar og undirbúning, -
Að „komast upp úr jörðinni”,
báðar eftir Einar Matthiasson,
byggingafræðing. Guðni Þórðar-
son by ggingatæknifræðingur
skrifar um einangrun húsa og val
á ofnum og stýritækjum. Eyjólfur
Jóhannsson framkvæmdastjóri
Ljóstæknifélagsins skrifar um
lýsingu á heimilum, Gisli
Gunnarsson um Gluggana, augu
hússins, Helgi Pálsson, innan-
hússfræöingur um möguleika á
gólfefnum. Þá er grein Gisla
Gunnarssonar um hvernig ganga
skal frá herbergjum eins og baði
og þvottahúsi I timburhúsum,
grein Jóns Jakobssonar um
Hurðina sem höfuðdjásn hússins
og grein Auðar Sveinsdóttur,
landslagsarkitekts um skipulag
lóðar og frágang hennar.
Húsbyggjandinn ’82 er sendur
húsbyggjendum ókeypis, en
blaðið má fá hjá Kvarða og Blaða
og fréttaþjónustunni, Bolholti 6 i
Reykjavik.
Þökkum auðsýnda samúð oghlýhug viðandlátog útför
Guðbjargar Guðbrandsdóttur,
Langholtsvegi 24,
Börn, tengdabörn og barnabörn
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát
og útför mannsins mins, föður okkar, tengdaföður og afa
Magnúsár Kristjánssonar,
húsasiniöameistara, Stóragerði 30
Ilansina Sigurðardóttir
Alfhciður Magnúsdóttir Jón Haukur Edwald •
Sigrún Þóra Magnúsdóttir Elsa Guðbjörg Björnsdóttir
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
Jóhanna Bjarnadóttir,
Grænukinn 18, Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Hafnarfjárðarkirkju fimmtudaginn
10. júni kl. 15.
ólafur Helgason
Jósep Helgason
Hulda Iielgadóttir
Simonia Hclgadóttir
Maria Helgadóttir
Sigriöur Hclgadóttir
Jóna Björg Jósepsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Vera Pétursdóttir
Þuriður Biaka Gisladóttir
Björn Björnsson
Guðjón Sveinbjörnsson
Hörður Þórarinsson
Baidvin Kristjánsson
Úlfar Sigmarsson