Þjóðviljinn - 09.06.1982, Síða 16
NÓÐVIUINN
Miövikudagur 9. júni 1982
Abalslmi Þjóöviljans er 81333 ki. »-20 mánudag til föstudags. Utan þess tlma er hægt aö ná I blaðamenn og aöra starfsmenn blaösins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiöslu blaösins I slma 81663. Blaöaprent hefur stma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663
Verkföllin á morgun
og föstudag
Víðtæk
áhrif
Allt bendir til þess að
þjóðlífið muni að meira
eða minna leyti lamast á
fimmtudag og föstudag,
komi til verkfalla# en fátt
bendir til annars þessa
stundina.
Ljósterað samgöngur munu að
mestu leyti falla niður bæði
innanlandsflug og strandferða-
skip, en að sögn Sveins Sæmunds-
sonar hjá Flugleiöum, verður flug
til og frá landinu samkvæmt
áætlun báða þessa daga.
Allar verslanir á Reykjavlkur-
svæðinu veröa lokaðar nema þar
sem eigendur sjá sjálfir um af-
greiðslu, auk þess sem tnjólkur-
dreifing mun stöðvast. Uppskip-
anir, og allar verklegar fram-
kvæmdir leggjast niöur og
bensinsölur veröa lokaðar. Óvlst
er hvort dagblöðin koma út þessa
daga. — lg.
Uppselt
á Silki-
tromm-
una
Tvær sýningar að
lokinni Listahátíð
Það er óhætt að segja, að Is-
lensku óperunni, Silkitrommunni,
hafi verið tekið með eindæmum
vel. Þrjár sýningar hafa verið á
Listahátið, og hefur verið uppselt
á þær allar. Fleiri verða sýning-
arnar ekki á hátiðinni, en strax að
lokinni Listahátið verða a.m.k.
tvær sýningar á Silkitrommunni á
vegum Þjóöleikhússins — og viss-
ara að tryggja sér miða strax og
auglýst verður.
Þá voru undirtektir við sýningu
fransmannanna, Flugmennirnir,
s.l. sunnudagskvöld ekki slðri, og
þykir mörgum án efa súrt I broti
að einungis reyndist unnt að
halda þessa einu sýningu hér I
Reykjavik. Frakkarnir sýndu á
Akureyri I fyrrakvöld I
Samkomuhúsinu, en á þá sýningu
mættu ekki nema um 50 manns,
að þvl er Þjóðviljinn fregnaði.
— jsj.
Kosninga-
happdrœttið
Dregið
verður
í dag
I dag verður dregið I kosn-
ingahappdrætti Alþýðu-
bandalagsins og verðavinn-
ingsnúmerin innsigluð þar til
á þriðjudaginn kemur að þau
verða birt I Þjóöviljanum.
Eru allir þeir, sem ekki eru
enn búnir að gera skil á
heimsendum miðum hvattir
til að gera það fyrir helgi.
IIBIIIS
ffi
;v -■ v
Sjóvarnargarður hefur verið hlaðinn i fjörunni fyrir neöan og i sumar verður bakkinn bundinn og
græddur Ljósm.: kv
Mannabein og Idstur
standa þar út í loftið
Þarna sér i beran skallann og |
legg á einum. Ljósm.: kv ,
því er sr. Bragi Friðriks- |
son prófastur tjáði Þjóð- •
viljanum í gær.
Sr. Bragi sagði að undanfarin
tvö ár hefði sóknarnefndin
staðið fyrir þvl að stöðva þetta
landbrot og fengið til þess styrk
af fjárlögum. Vegagerðin hlóð
sjóvarnargarðinn og land-
græðslan hefur lagt á ráöin með .
að græða hinn geysiháa og I
bratta kamb. Meiningin er að
setja fláa á efsta slakkann og J
leggja slðan þökulengjur yfir ,
sem njörvaðar verða niður með I
járnfleinum. Siðan verður net
lagt yfir og að lokum sáð I.
Sr. Bragi sagði að öðru hverju .
væri beinum safnað saman og
ætlunin væri að jarðsetja þau
siðar. Þó mætti búast við að [
töluverðu hefði verið hnuplað af ,
þeim þrátt fyrir lög um friðhelgi I
kirkjugarða en heimafólk I J
Saurbæ reynir þó að sporna við i
sliku eftir mætti.
Þess má aö lokum geta að I
kirkjugarðurinn er ævagamall ,
en þarna hefur verið kirkja frá ■
miðöldum. A Sturlungaöld bjó I
Saurbæ Arni óreiða, tengda- I
sonur Snorra Sturlusonar og ,
árið 1703 var þar búandi ■
Sigurður Björnsson lögmaður. I
Þá var I Saurbæ eitt fólksflesta
heimili á landinu. — GFr
Leggir og hauskúpur standa hvarvetna út úr bakkanum og f jær má sjá spýtur úr likkistu.
Varnaraðgerðum lýkur þar í
sumar, segir sr. Bragi Friðriksson
Þegar gengið er niður
fyrir sjávarbakkann í
Saurbæ á Kjalarnesi
blasir við furðuleg og
nokkuð ógnvænleg sjón.
Leggir, kjúkur og haus-
kúpur standa hvarvetna
út úr honum og sums
staðar má jafnvel sjá
spýtur úr gömlum líkkist-
um standa út í loftið.
Sjórinn hefur í mörg
undanfarin ár brotið úr
kirk jugarðinum og má
búast við að hann hefði
allur farið ef ekki hefði
verið gripið í taumana.
En nú er búið að ryðja
upp sjóvarnargarði í f jör-
unni fyrir neðan og f
sumar verður bakkinn
bundinn og græddur að
L_
I Krafa BSRB
Verkfallsréttur um öll
atrfði kjarasanminga
I áliti samningsréttar-
nefndar 32, þings BSRB er
talið brýnt að samnings-
réttarmál opinberra
starfsmanna verði tekin til
gagngerrar endurskoð-
unar. Verði tryggt að lögin
um kjarasamninga félags-
manna í BSRB verði
endurskoðuð og að þá
endurskoðun annist sam-
eiginleg nefnd Bandalags-
ins og stjórnvalda. Megin
viðfangsefni í þeirri
endurskoðun verði eftir-
farandi:
„Skipulag stéttarfélaga starfs-
manna I þjónustu hins opinbera
verði samræmt I samráði við
heildarsamtök og einstakar
starfsstéttir. Miðað verði við
félagafrelsi og frjálsa ákvörðun
starfsmannahópa.
Fullur samningsréttur og þar
með verkfallsréttur gildi um öll
atriöi kjarasamninga og þar á
meðal röðun I launaflokka.
Kjaradeilunefnd veröi lögð
niður og ákvörðunarvald um
undanþágu i verkfalli sé algjör-
lega I höndum samtakanna
sjálfra.
Einstök sveitarfélög og for-
stöðuaðilar hálfopinberra stofn-
ana og sameignarstofnana
sveitarfélaga og rikisins annist
hver um sig samninga gagnvart
starfsmönnum sinum.
Þeim opinberu starfsmönnum,
sem ekki eru félagsmenn I bæjar-
starfsmannafélögum verði
tryggður atkvæðaréttur um aðal-
kjarasamning bæjarstarfsmanna
eða rlkisstarfsmanna eftir þvi
sem við á.
Lögin um kjarasamninga gildi
fyrir alla opinbera starfsmenn
sem eru i' þriðjungi starfs eða
meira. Ennfremur nái lögin til af-
leysingafólks, þ.á.m. sumaraf-
leysingamanna.
Félagsdómur dæmi I málum
sem risa milli samningsaðila út
af brotum á lögum um kjara-
samninga svo og ágreiningi um
skilning á kjarasamningi og gildi
hans og um félagsréttindi opin-
berra starfsmanna”.
— v.