Þjóðviljinn - 23.06.1982, Síða 4

Þjóðviljinn - 23.06.1982, Síða 4
4 StÐA — ÞJÓDVILJINN Miftvikudagur 23. jlini 1982 MOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjódfrelsis Otgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir. L'msjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Filip W. Franksson. Blaöamenn: Auöur Styrkársdó'tir, Helgi Ólafsson Maenús H. Gislason, Ólafur Gislason, óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlööversson. iþróttalréttaritari: Viðir Sigurösson. Ctlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglysingar: Hildur Kagnars, Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guövarðardóttir, Jóhannes Harðarson Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsia: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir. Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigúrmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla. afgreiösla og auglýsingar: Siöumúia 6, Reykjavik, simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Horfur og atvinna • Hvernig sem litið er á málin eru horfurnar i sjávarútvegi og þjóðarbúskap íslendinga á næst- unni ekki glæstar. Jafnvel þó að mokfiskist það sem eftir er ársins er þess ekki að vænta að afla- aukning verði eins og verið hefur ár frá ári siðan 1972 eða að aukin verðmætasköpun verði i sjávar- útvegi. Þjóðhagsstofnun hefur metið stöðuna og gerir ráð íyrir 3.5 til 6% samdrætti þjóðartekna á árinu. Og það þarf enginn að velkjast i vafa um að 20% samdráttur aflaverðmætis mun leiða til snöggversnandi afkomu. • Engin loðnuveiði hefur verið á árinu og horf- ur á að hún geti einnig brugðist i haust.Skreiðar- markaðurinn i Nigeriu hefur ekki opnast enn. Grásleppuveiði hefur viðast hvar verið treg i vor. Af lasamsetning það sem af er árinu hefur verið á þann veg að farið er að ganga nærri karfa- og ufsastofninum meðan þorskurinn hefur verið tregur þar til nú siðustu vikur að farið er að glæðast. Og þrátt fyrir að saltfiskmarkaður sé góður hafa orðið áföll einnig á þvi sviði vegna ónógrar vöruvöndunar. • Einfaldasta leiðin til þess að skýra þetta slæma ástand er að kenna stjórnvöldum og rikis- stjórn um. Og það má til sanns vegar færg, þvi að lengi hefur skort á markvissa auðlindastefnu i is- lenskum sjávarútvegi. Það er löngu viðurkennt af flestum sem um efnahagsmál skrifa að til- kostnaður á aflaeiningu i fiskveiðum hér á landi sé of hár. Samt hefur ekki tekist að skapa sam- stöðu um það skipulag vinnslu og veiða sem lækk- að gæti tilkostnaðinn og um leið tryggt dreifingu aflans milli vinnslustöðva og atvinnuöryggi land- verkafólks og sjómanna. • En ekki má heldur gleyma náttúruskilyrðun- um sem verið hafa óhagstæð. Mikill sjávarkuldi og léleg átuskilyrði við landið hafa áreiðanlega sitt að segja um aflabrest, og sambandið milli hruns loðnustofnsins og lélegs þorskafla kann að vera náið. En um það samræmi sem þarf að vera milli náttúruskilyrða og fullrar nýtingar fiski- ,stofna er litið samkomulag á íslandi. • 1 landinu eru nú 93 skuttogarar og fleiri á leiðinni. Forsvarsmaður útgerðarmanna segir að menn fái að kaupa skip sem enga peninga eigi og ætli ekki að borga þau. Það kann að vera skiljan- legt að erfitt sé að standa á móti sterkum fjár- festingarvilja i öllum landshornum þegar róið er á árvissa aflaaukningu, en þegar menn fá ræki- lega áminningu um þau takmörk sem náttúru- skilyrðin setja er kominn timi til þess að berja i iborðið og heimta skipulag á hlutina. • Launafólk sem stendur frammi fyrir kröfum atvinnurekenda um kauplækkun vegna fyrirsjá- anlegs aflabrests á einnig heimtingu á þvi að öll yfirbygging sjávarútvegsmála i landinu verði tekin i gegn, og komið sé i veg fyrir að opinberu fé til sjávarútvegs sé varið i einkaneyslu og fjár- festingu i óskyldum rekstri eins og virðist vera alsiða á íslandi. Láglaunafólkinu i landinu ber engin skylda til þess að taka á sig afleiðingar ó- skynsamlegs reksturs og hefur engar forsendur til þess. Þær verða aðrir að bera. • En brýnasta verkefni stjórnvalda á næstunni verður að tryggja með öllum tiltækum ráðum að aflabrestur og minnkandi gjaldeyristekjur leiði ekki til stórfellds atvinnuleysis og landflótta eins og eftir hrun sildarstofnsins 1967-68 á viðreisnar- árum Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Krafan um fulla atvinnu er krafa dagsins. — ekh ! Sumarferðir IFeröalög hafa lengi veriö fastur liöur I sumarstarfi Alþýöubandalagsfélaga og • kjördæmisráöa og veröur Isvo enn i sumar. Undanfarin ár hefur stjórn Reykjavíkur- félagsins einnig veriö dugleg 1 aö efna til gönguferöa i ná- Igrenni borgarinnar og er aö komast festa i þá tilbreytni, sem bendir til þess aö þær * njóti vinsælda. t kvöld efnir Ifélagiö i Reykjavik til Jóns- messunæturgöngu frá Skiöa- skálanum i Hveradal og ung- * ir sósialistar veröa um næstu Ihelgi i Þórsmörk á vegum Æskulýösnefndar Alþýöu- bandalagsins, eins og * auglýst er annarsstaðar i I blaðinu. ! Upppantað Ifyrri vikuna á Laugarvatni IÞá ber þaö ekki siður vitni um aukna starfsemi af þessu tagi innan Alþýöubandalags- , ins, aö flokkurinn efnir til Isumarfris og samveru siö- ustu tvær vikurnar i júli á Laugarvatni, þar sem hafst , veröur við i Héraösskólanum Iog húsum sem honum til- ■ heyra. Þegar er uppselt fyrri vikuna og aðeins örfá , pláss laus i siöari vikuna. IA það skal sérstaklega bent hér að nauösynlegt er að staöfesta pantanir meö , þvi að greiöa fjórðung gjalds Ilyrir vikudvöl og þeir sem ekki hafa gert það enn, eru ■ hvattir til þess af flokks- . Iskrifstofunni. Nauösynlegt I er að fá slikar staðfestingar I til þess að hægt sé að rýma J ■ til fyrir þeim sem hug kynnu . Iað hafa á þvi að slást i hóp I Laugarvatnsfara á siðustu I stundu. L Ánægjulegt_______________I I samsetning ■ ■ IÞaö er sérstaklega I ánægjulegt aö getagreint frá I þvi aö i þeim tveimur 80 J ■ manna hópum sem koma til ■ Imeö aö dvelja á Laugarvatni I á vegum Alþýöubandalags- I ins siöari hluta júlimánaöar J ■ er mikil aldursbreidd og ■ Imargar fjölskyldugeröir og I margt fólk sem litið fer á I fundi en er samt i stuönings- J ■ mannahópi Alþýöubanda- • Ilagsins. Undirtektirnar sýna I best aö full þörf er á starf- I semi af þessu tagi á vegum , • flokksins. Agi verður að vera Mörgum finnst aö bæjar- stjórnarmál og bæjarstjórnar- kosningar séu eitthvaö það leið- inlegasta sem um getur og kom- ast ekki i pólitiskan ham nema rikisstjórnir séu i boöi — og kannski ekki einu sinni það. Þó gerast tiöindi hér og þar i sambandi við þessi mál sem má hafa aö minnsta kosti dulitiö gaman af meöan beöiö er eftir Godot úr Karphúsinu. Dæmi um þetta finnum viö i Vikurfréttum sem koma út i Keflavik. A forsiöu segir frá raunum Sjálfstæöismanna i Njarövikunum — þeir neyddu einn sinna nýkjörnu bæjar- stjórnarmanna til aö segja af sér og var ástæöan ágreiningur um það, hvort auglýsa ætti stöðu bæjarstjóra eða ekki. Oft veltir litil þúfa efnilegum póli- tiskum frama. Vikurfréttir lýsa aödragandanum að afsögn ann- ars manns á Sjálfstæðislista i Njarðvikum á þessa leið: ,,A mánudaginn i siöustu viku var fundur haldinn i fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna i Njarö-” ‘vik. Fundur þessi samþykkti starfsreglur fyrir bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, þar sem þeim er meinaö aö hafa aöra skoöun eða greiöa atkvæöi i bæjarstjórn á annan hátt en meirihluti ákveöur. Jafnframt samþykkti fundurinn að leita hófanna með meirihlutasam- starf með öörum flokkum, ef Július gæfi sig ekki i málinu um auglýsingu stööu bæjarstjóra.” „Agi veröur aö vera” sagði góði dátinn Sveijk, þegar hann var barinn i hernum. Sori og brennivín En það er viöar en i Njarðvik- um sem þaö veröur stórmái hvort starf er auglýst eða ekki. t Vatnsleysustrandarhreppi, seg- ir þaö góða blaö Vikurfréttir, er nú stjórnlaust. Sveitarstjórinn sem var reiddist þvi svo, að á- kveðið var að auglýsa starf hans, að hann gekk út án þess aö biða eftir þvi, að þriggja mán- aða uppsagnarfrestur hans liði i aldanna skaut. Þetta eru þó ekki aöaltiöindin af Vatnsleysuströnd. Fréttarit- ari Vikurfrétta skrifar frásögn af kosningabaráttunni þar og er mjög hneykslaður, enda viröist hún hafa verið i fornum og þjóð- legum stil og þar meö utan við góöa siöi og kristilega. Þar seg- ir: „Það lagöist litiö fyrir marg- an góðan kappann i kosninga- baráttu þeirri sem háð var fyrir kosningarnar i Vatnsleysu- strandarhreppi.. Pólitískir kappleikir (hreppapólitiskir) voru margir háöir, en lauk þeim all flestum án sigurs, án taps, án jafnteflis, þeim lauk sem sagt ekki, en þeir skildu eftir sig óþarfa sár og leiðindi. Listarnir tveir sem voru i framboöi voru meö afar lika stefnuskrá. Bar helst á milli i hafnarmálum, en samt var hatrið svo mikið aö menn munu seint, ef nokkurn tima, jafna sig. Listarnir viöhöföu ólika bar- áttutaktik, en ekki skal hér til- greint hvor listinn viðhaföi meiri sora og sóðaskap viö aö koma sinu fram. Þaö vita þeir sem til þekkja og geta tekiö til sin sem eiga. Til dæmis fyrir þá leiöinlegu baráttusiði sem viöhaföir voru, voru guðaveigar notaöar óspart af öðrum listanum til beitu, og þeim haldiö aö mönnum sem eru veikir fyrir þess lags drykkjum og öörum sem hafa vildu.” Ljótt er aö heyra og vildi ég hlrippt þó að satt væri, sagöi karlinn. Þetta minnir Klippara á merk- an samtiöarmann þar suöur með sjó, sem einu sinni lét þrjá stjórnmálaflokka halda sér vel hifuðum i hálfan mánuö fyrir al- þingiskosningar — og sveik þá svo alla á kjördag og kaus þann flokk sem ekkert brennivin átti. Listaverk um ekki neitt En áfram meö smjörið. Ekki var kosningabaráttan á Ströndinni alveg glætulaus. Fréttaritari segir: „A fimmtudeginum fyrir kosningarnar var haldinn fram- boðsfundur í Glaðheimum og fór hann vel fram, en flestir fram- bjóðenda sem töluðu virtust hafa verið búnir aö vera á nám- skeiöi i ræðumennsku hjá þing- mönnum, alla vega töluöu þeir listavel um ekki neitt og rök- studdu með prýöi. Þaö hugsar kannski einhver að ekki sé mikið samræmi i þessum skrifum — á einum stað er sagt að kosningabaráttan hafi verið ruddaleg, en samt hafi framboösfundur farið vel fram, — en það er einföld skýr- ing á þessu. Hún er sú, að þeir sem viðhöföu baráttuaöferöirn- ar slæmu voru ekki á listunum nema aö litlu leyti, heldur utan á listunum, troðandi og potandi sinu og dylgjum um náungann i bland, helst þar sem andstæð- ingurinn heyröi ekki til, þvi að það voru ræðumeistarar vinnu- VÍKUR 13. Ibl. 3. árg. Mi PCETl VlKUR-fréttir Vatnsleysustrandarhreppur: lllindi og óhróður aðalsmerki kosningabaráttunnar Neyddu bæjarfulltrúa til að segja af sér Sveitarstjórinn vinkaði hrepjisuefitti og iabbaði út Svcitarstjóraleust 1 VctnsleysustrandMrhr—* . ,, Er sióntannadaflunnn? skúra og eldhúskróka sem voru iönastir viö kolann, en þeir héldu aö mestu leyti kjafti þeg- ar á framboðsfundinn kom, laumuðu i mesta lagi einni og einni kristilegri spurningu inn i, svona til málamynda. Það voru þeir baknagarar og rang- færendur sem eyðilögöu kosn- ingabaráttuna.” Rígur og huggun Það er margt að athuga. Vik- urfréttir hafa lika sorgarfréttir að flytja af hrepparignum: „Er sjómannadagurinn einkamál Keflvikinga?” spyr einn grein- arhöfundur og hefur nokkra þykkju af þvi, að Njarðvikinga sé að litlu eða engu getið i sam- bandi við þau hátiðahöld — nema hvaö þeir fái að halda ballið. Svona eru vandræðin mörg i heiminum. Það er þó ýmislegt sem huggar mannfólk- iö, sem betur fer. I baksiðufrétt segir frá þvi aö „Fullkomnasta tölvuvædda simastööin i heimi” veröi sett upp i Keflavik. Og „Lániö leikur viö Sandgerö- inga” sem betur fer — m.ö.o. þeir eru aö fá „sjálfstætt útibú Landsbankans” á staöinn. áb. og skorrið

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.