Þjóðviljinn - 23.06.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.06.1982, Blaðsíða 10
10 StPA — ÞJ6ÐVILJINN Miðvikudagur 23. júni 1982 i saltfiskverkun Tanga hf. á Vopnafirði var fjöldi fóiks við vinnu/ þegar blaðamann Þjóðviijans bar að garði/ og hvert sem litið var/ voru viðhöfð snögg handtök og snöfurleg. Ekki er unnið lengi dags i salt- fiskverkuninni fremur en í öðrum fiskvinnslufyrirtkj- um á Vopnafirði; til þess hefur aflinn verið of lítill. En þarna er bónusinn í fullu gildi/ og í því skyni að fræðast ofurlitið um hann, tafði blaðamaður Ara Hallgrimsson/ trúnaða- mann frá störfum um stundarsakir, og hann varð góðfúslega við beiðni um útlistingu á hinum um- deilda bónus. „Bónusinn getur verið óskap- lega misjafn”, sagði Ari. „Þess eru dæmi, að hann hafi farið allt niður i 160 krónur á viku á mann, og svo upp i 500 krónur, og hann getur rokkað mikiö upp eða niöur frá einni viku til annarrar. Eins hefur þaö sin áhrif, aö sá fjöldi sem vinnur hérna, getur verið misjafniega mikill.” Ari Hallgrímsson, trúnaðarmaður i saltfiskverkun Tanga hf. á Vopnafirði: Það er miklu lakari afkoma hjá öllum nú i ár en var i fyrra. Ljósm.: — jsj. Að hafa allar klær úti... Litið við í Saltfiskverkuninni á Vopnaflrði og spjallað við Ara Hallgrímsson, trúnaðarmann — En hefur það ekki I för með sér, að það er vonlaust að treysta á bónusinn, t.d. til að standa straum af heimilishaldinu? „Jú, það held ég. Mér finnst a.m.k. ekki hægt að taka hann inn i dæmið, alla vega ekki þegar stil- að er upp á fyrirfram ákveðin út- gjöld”. — Nú hefur þvi veriö haldið fram, að grunnlaununum sé hald- ið niðri, en bónusinn hækkaður. Hvernig kemur það út, miðað við það, hvað bónusinn getur verið' misjafnlega mikill? „Það sem gerðist i samningun- um i haust, þegar laun hækkuðu um 3.25% var það, að menn álitu, að bónusinn hefði svo afgerandi þýðingu, að það þyrfti ekki að hækka grunnlaunin. Þvi var hald- ið fram að fólkið hefði svo mikinn bónus, að það þyrfti enga hækk- Björgólfur Jónsson, sem er hér að vinYia við flatningu, hefur unnið i saltfiskverkuninni um fimm ára skeið. Þau voru fimleg og snör, handtökin hjá Lilju Aðalsteinsdóttur. — Ert þú sammála þessari skýringu? „Þetta er auðvitað alveg út i hött. Bónusinn kemur auðvitað aðeins til af þvi að menn leggja meira á sig. Þaö á auðvitað að greiðast fyrir það, án þess að það komi niður á grunnkaupinu, eins og varð i siðustu launahækkun”. Ari sagði ennfremur, aö um þessar mundir væri aðeins unnið i dagvinnu, en hins vegar hefði i fyrra verið unnið a.m.k. tiu tima hvern dag. Hann var spurður, hvort þessi minni vinnutimi hefði ekki lika slæm áhrif á afkomu heimila á Vopnafirði. „Það er miklu lakari afkoma hjá öllum nú i ár heldur en var i fyrra”, svaraði Ari. „Það stafar sumpart auðvitað af þvi að vinnu- timinn hefur minnkað, en lika af þvi að það er margfalt dýrara að lifa i dag en á sama tima i fyrra. Það verður miklu minna úr tekj- unum að segja má dag frá degi. Það lifir enginn á fastakaupinu — eða, það er a.m.k. óhætt að segja að það sé hreint ekkert lif!” Með þvi að hafa allar klær úti, og taka alla þá yfirvinnu sem býðst og vinna af kappi til að hækka bónusinn eins og hægt er má skrimta að því er Ari sagði — en grunnlaunin eru rétt rúmar 6.500 krónur fyrir fyrstu fjögur árin i saltfiskverkun, en eftir það eru þau „heilar” 6.700 krónur rúmar. Ætli sumir myndu ekki heykj- ast á þvi að láta þann pening duga sér milli mánaðarmótanna? —jsj. Þaö var unnið af kappi i saltfiskverkuninni, þegar biaöamann Þjóövilj ans bar aögaröi — enda vissara aö hafa sigallan viö, þegar bónusinn er annars vegar. Ljósm.: — jsj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.