Þjóðviljinn - 23.06.1982, Page 12

Þjóðviljinn - 23.06.1982, Page 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 23. júni 1982 Konimgsbók Eddukvæða og Flat- eyjarbók á sýningu Stofnun Árna Magnússon- ar hefur opnað sumarsýn- ingu handrita i Arnagarði. Á sýningunni eru handritin tvö sem endurheimt voru 21. april 1971: Konungsbók eddukvæða og Flateyjarbók. Að öðru leyti er sýningin einkum helguð Jónsbók og eru þar mörg handrit hennar auklitmynda og veggspjalda með skreytingum Ur hand- ritum. Jónsbók nefnist lögbók sU sem gerð var að frumkvæði MagnUsar konungs lagabæt- is og lögtekin á Alþingi árið 1281. HUn er kennd við Jón lögmann Einarsson sem átti þátt i gerð hennar og flutti hana til Islands. Deilur voru um Jónsbók i öndverðu, og voru Islendingar tregir til að samþykkja ýmis nýmæli hennar, en siðan varð hUn mjög vinsæl og undirstaða islensks réttarfars i margar aldir.HUner varðveitti' fleiri handritum en nokkurt annað islenskt miðaldarit. Mörg Jónsbókarhandrit eru fagur- lega myndskeeytt, svo sem mönnum gefur að lita á sýn- ingunni i Arnagaröi. Handritasýningin verður opin i sumar á þriöjudögum, fimmtudögum og iaugardög- um kl.14.00-16.00. Hestaþing að Murneyri Um helgina, 26. og 27. júni n.k. halda hestamannafélögin Sleipnir og Smári sitt árlega hestaþing að Murneyri. Keppt verður i A og B - flokkum gæðinga hjá báðum fé- lögunum. í A-flokki hjá Sleipni er keppt um farandskjöld, sem aldrei vinnst til eignar og hefur verið kepptum hann á hverju ári siðan 1950 nema árið 1955 en þá féll keppnin niður vegna veðurs. Skjöldurinn er gerður af Rikarði Jónssyni, myndhöggvara, og er Utskorinn hestur i tré. 1 A-flokki gæðinga hjá Smára er keppt um Hreppasvipuna. Arið 1944 gáfu gamlir smalar og hesta- strákar Ur Hreppum þessa merkilegu svipu, sem aldrei vinnst til eignar. Þessi eítirsótti verðlaunagripur er vönduö smiði með gullstöíum á silfurstétt. Af veðurfarsástæðum féll keppnin niður 1955. Á undanförnum árum hafa börn og unglingar lekið þátt i keppni á gæðingum sinum á þessum mót- um og er keppt i tveimur aldurs- flokkum, 12 ára og yngri og 13-15 ára. 1 fyrra gáfu hjónin i Vestra - Geldingaholti, þau Rosmarie Þorleífsdóttir og Sigfús Guð- mundsson, tvo bikara, sem keppt er um i þessum aldursflokkum hjá Smára, en hjónin á Arnar- stööum, Gunnar B. Gunnarsson og Guðríður Valgeirsdóttir, gáfu bikara, sem keppt er um hjá Sleipni. Eru þeir fyrir stigahæstu unglinga i hvert sinn. Þessir bik- arar vinnast aldrei til eignar. A þessu hestaþingi verða kapp- reiðar. Keppt verður i 150 m. skeiði, 250 m. unghrossahlaupi, 350m. stökki, 800 m. stökki og 800 m. brokki og 250 m. skeiði. A undanförnum árum hafa allir þekktustu hlaupagarpar og vekr- ingar landsins mætt þarna til leiks, enda völlurinn góður og timar hafa orðið eftir þvi. Arnesdeild Hagsmunafélags hrossabænda á Suöurlandi ætlar að halda uppboð á hrossum laug- ardagskvöldið 26. jUni á móts- svæðinu. Formaður Smára er Finnbogi Jóhannsson, Stóra-NUpi, en Sleipnis MagnUs Hákonarson, Selfossi. —mhg Sveita- heimili og sumargestir Um 30 sveitaheimili á landinu eru nú reiðubúin til þess að taka á móti sumar- dvalargestum, til lengri eða skemmri tima. Mælst hefur verið til, að þessi heimili og það, sem þau hafa að bjóða gestum, verði kynnt hér i blaðinu. Það verður þó, rúmsins vegna, að gerast i smá- skömmtum. En hér byrj- um við þá: „Skorum á alla unga og hressa sósialista að koma með okkur i Mörkina”, sögðu þau óttarr Magni, Ólalur Ástgeirsson og Guðbjörg Siguröardóttir er þau litu viö á ritstjórnarskrifstofu Þjóðviljans. Ljósm. KV Skemmtiferð ungra sósíalista í Þórsmörk Við viljum fá líf í hlutina „Við viljum hleypa lifi i hlutina og ná betur til ungs fólks”, sögðu þau Óttarr Magni Jóhannsson, Olafur Ástgeirsson og Guðbjörg Sigurðardóttir i samtali við blað- ið, en þau hafa að undanförnu undirbUið Þórsmerkurferð á veg- um Æskulýðsnefndar Alþýðu- bandalagsins. „Þetta er nýr þátt- ur i starfi æskulýðsnefndarinnar en hUn hefur litið gert af þvi hing- að til að efna til íeröalaga og ein- hvers utan hefðbundins funda- stands. Og viðhöíum i'engið góöar undirtektir, bæði hjá þeim sem við höfum beðið um að leggja eitt- hvað af mörkum og svo orðið vör við áhuga Ur ýmsum áttum að koma með i Þórsmörkina um helgina.” Fararstjóri i Þórsmerkurferð- inni verður Unnur Kristjánsdótt- ir, en helstu leiðsögumenn á staðnum verða þeir Hjalti Krist- geirsson og Ólafur Gislason sem báðir eru þaulkunnugir i Þórs- mörk. „Lagt verður af stað frá Um- ferðarmiðstöðinni i Reykjavik næstkomandi föstudagskvöld kl. 21 og staldrað við i Hveragerði og á Selfossi til þess að taka upp fólk. Gert er ráð fyrir að slá tjöldum i HUsadal um kl. 1 um nóttina. Svo verður ferð á okkar vegum i Þórsmörk kl. 10 á laugardags- morgun ef nóg þátttaka íæst og fleiri vilja slást i hópinn, sem ekki komast strax á föstudagskvöld”, sagði Öttarr Magni. „A laugardagsmorgun verður risið tiltölulega árla Ur rekkju og mun Unnur Kristjánsdóttir hrista svefninn Ur limum manna með visindalegu hópefli”, sagði Óiaf- ur. „Siðan verður gengið á vit náttUrunnarundir leiðsögn Hjalta Kristgeirssonar og Ólafs Gisla- sonar. Þegar kvölda tekur verður undirbUin sameiginleg máltið þar sem þáltlakendum gefst kostur á að grilla steikur sinar undir ber- um himni. Á kvöldvöku verður margt til skemmtunar, söngur. leikur og manntafl, og hafa Matti i Hrimi og fleiri lofað að annast tónlistina. A sunnudagsmorgun veröa menn vaktir með pólitiskri morg- unandakt Arthurs Morthens for- manns Alþýðubandalagsins i Reykjavik og siöan farið i styttri gönguferðir, en Mörkin kvödd siðari hluta dags.” „Við leggjum áherslu á það”, sagði Guðbjörg, ,,að fólk hafi með sér góðan UlbUnað, tjöld sem þola sitt af hverju, svefnpoka, góð hlifðarföt og uil næst sér, trausta gönguskó og nóg að snæða. Svo skorum við á alla unga og hressa sósialista að vera með og skrá sig strax i dag á skrifstofu Alþýðu- bandalagsins i sima 17 500. Það er að visu ekkert aldurstakmark hvorki uppávið né niðurávið; eina skilyrðið að menn séu hressir. Og ferðakostnaður er að sjálfsögðu i lágmarki svo enginn ætti að þurfa að sitja heima þessvegna.” —ckh Samnorræn könnun um jafnrétti og bónus: AUKNU FJARMAGNI VEITT í RANNSÓKNINA gerir Vinnuverndarhópnum kleift að fara með könnun sína út um landið „Við erum nýlega búin að fá fjárveitingu frá félagsmálaráðu- neytinu sem gerir okkur kleift að fara með jafnréttis- og bónus- könnunina út á land”, sagði einn talsmanna Vinnuverndarhópsins, Jónas Gústafsson i samtali við Þjóðviljann. Vinnuverndarhópurinn fékk fjármagn á sinum tima til að gera könnun á afkastahvetjandi launa- Ikerfum og tengslum þeirra við stöðu kvenna á vinnuinarkaðnum og heimilunum með tilliti til jafn- réttis. Var það fyrir forgöngu Svövu Jakobsdóttur i jafnréttis- nefnd Norrænu ráðherranefndar- innar að fé var veitt til þessarar rannsóknar, sem fara mun fram næsta haust i Danmörku og á Is- landi. Nú hefur sumsé viðbótar- fjármagn fengist frá félagsmála- ráðuneytinu sem gerir hópnum kleift að fara meö athugun sina Ut um landið. Viö spuröum Jónas hvað hópur- inn hafi undanfariö verið að sýsla með: „Jú, við höfum haldið fundi viös vegar Uti á landi, m.a. á Isa- firði þar sem komu einnig full- trúar verkalýðsfélaganna i nær- liggjandi stöðum. Þá sóttum við þing Alþýðusambands Austur- lands og kynntum þar fyrir- hugaða könnun og einnig höfum við haldið fundi með verkalýðs- félögum á Suðurnesjum. Fram- undan eru svo fundir með félög- um á Akranesi og i Vestmanna- eyjum. Alls staðar hefur okkur verið tekið prýðilega vel og áhugi mikill á samstarfi við okkur um framkvæmd könnunarinnar. Einnig hafa menn komið með ábendingar um það sem betur mætti fara i þeim spurninga- listum sem við höfum sett saman”. En nú hafið þið gert einhverjar forkannanir? „Við höfum lagt spurningalist- ana fyrir trúnaðarmenn og ákveðna hópa verkafólks á Akur- eyri og hér i Reykjavik. Eftir þá þátttöku var þessu fólki boðið á fund með okkur i Vinnuverndar- hópnum þar sem spurningalistinn var gagnrýndur og ábendingar um Urbætur komu fram. Mark- miðið með þessum fundum og forkönnuninni er auðvitað að fá fram allar ábendingar frá verka- fólki sjálfu þannig að undirstöður sjálfrar könnunarinnar, sem fram mun fara i haust, séu sem traustastar”. Þessi könnun á bónuskerfinu og áhrifum þess á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaðnum mun hefjast i september næstkomandi og er ætlunin að leggja spurningar fyrir 6.-7. hvern starfsmann i fiskiönaði, fataiðnaði og vefja- iðnaði. Kiöafell í Kjósarhreppi: Húsráðendur: Anna Einars- dóttir og Hjalti Sigurbjörnsson. Simi 6-60-96. Gisting fyrir 8 manns i 3 tveggja manna herbergjum og 2 eins manns. Morgunverður og fullt/hálft fæði eftir samkomu- lagi. Hestaleiga. Veiðileyfi útveg- uð. Kiðafell er skammt ofan þjóð- vegarins um Hvalfjörð 38 km. frá Reykjavik. Morastaðir í Kjósar- hreppi: Húsráðendur: Sigriður Jóhann- esdóttir og Bergmann Gunnars- son. Simi: 6-60-97. Gisting fyrir 8 manns i 4 her- bergjum. Morgunverður eða fullt/hálft fæði, eftir samkomu- lagi. Silungsveiði i Miðdalsá. Hestar útvegaðir. Bærinn stendur skammt ofan þjóðvegarins um Hvalfjörð, um 38 km. frá Reykjavik. Nýhöfn i Leirár- og Mela- sveit, Borg Húsráðendur: Margrét Jóns- dóttir og Guðmundur Ólafsson. Simi: 93-3879. Gisting fyrir 4 i tveimur eins manns herbergjum og 1 tveggja manna. Svefnpokapláss fyrir þrjá (rúm með dýnum). Morgun- verður eða fullt/hálft fæði, eftir samkomulagi. Veiðileyfi i sjó. Bærinn stendur við þjóðveginn til Norðurlands, 28 km frá Akra- nesi og 11 km. frá Borgarnesi. Brennistaöir i Reykholts- dal, Borg Húsráðendur: Vigdis Sigvalda- dóttir og Árni Theodórsson. Simi Um Reykholt. Bærinn er 125 km frá Reykjavik, 78 km. frá Akra nesi, 17 km. frá Reykholti, 5 km frá aðal-þjóðvegi. Næsta þéttbýli er Borgarnes, 38 km. Gisting i heimahúsi fyrir 6 manns i 3 herbergjum, morgun- verður og fullt/hálft fæði eftir samkomulagi. Gisting i þremur sumarhúsum, 2 - 6 manna, skammt frá bænum. Rennandi vatn, snyrting, upphitun, eldun- artæki, eldhúsáhöld, rúm með dýnum. Hestaleiga. útvegað sil- ungsveiðileyfi. Sundlaugar i 9 og 25 km. fjarlægð. Flugvöllur i 8 km. fjarlægð. Sigmundarstaöir í Hálsa- sveit, Borg Húsráöendur: Jónina Hliðar og Reynir Aðalsteinsson. Simi: Um Reykholt. Hestaleiga, lengri og skemmri ferðalög á hestum, eftir sam- komulagi. Möguleiki til gistingar, (svefnpokapláss). Gestir sóttir að Reykholti, ef óskað er. Sigmundarstaðir eru við þjóð- veginn milli Húsafells og Reyk- holts, 50 km. frá Borgarnesi. — mhg Færeyingar gera við sovésk skip Skipasmiðastöðin i Þórs- höfn i Færeyjum hefur ný- lega undirritað samning við rússneska stórútgerðarfyrir- tækið Sovrybflot um viögerð- ir og breytíngar á sex stórum skuttogurum i ár. Skipa- smiðastöðin gerði við einn sovéskan togara i fyrra og verkið likaði svo vel að nU hafa Sovétmenn gert þennan viðgerðarsamning byggðan á þeirri reynslu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.